Tugþúsundir tonna af úrgangi eftir baráttu við heimsfaraldur ógn við umhverfið og heilsu

Hlífðarfatnaður, bóluefnaumbúðir og sprautur. Baráttan við heimsfaraldurinn hefur kostað sitt. Sóttnæmur úrgangur eftir tveggja ára baráttu við COVID-19 skiptir tugþúsundum tonna og WHO varar við umhverfis- og heilsufarsógn.

Heilbrigðisstarfsmaður á COVID-spítala í Ahmedabad á Indlandi fyllir bíl af úrgangi sem fellur til við meðhöndlun sjúklinga.
Heilbrigðisstarfsmaður á COVID-spítala í Ahmedabad á Indlandi fyllir bíl af úrgangi sem fellur til við meðhöndlun sjúklinga.
Auglýsing

Gríð­ar­legt magn af sótt­næmum úrgangi (e. med­ical waste) sem hefur mynd­ast í bar­átt­unni gegn heims­far­aldri COVID-19 síð­ast­liðin tvö ár er ógn við heilsu og umhverfi fólks að mati Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­un­ar­innar (WHO).

Not­aðar bólu­efna­spraut­ur, sýna­töku­bún­aður og umbúðir af bólu­efnum hafa hlað­ist upp og myndað tug­þús­undir tonna rusla­fjöll af sótt­næmum úrgangi. Fyr­ir­tæki sem sjá um förgun slíks úrgangs eiga í vand­ræðum með að sinna förgun sökum magns, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­un­ar­innar.

Auglýsing

Þar kemur meðal ann­ars fram að stór hluti af 87 þús­und tonnum af hlífð­ar­fatn­aði sem úthlutað var í gegnum Sam­ein­uðu þjóð­irnar frá mars 2020 og fram í nóv­em­ber á síð­asta ári endar sem úrgang­ur. Auk þess er metið að 2.600 tonn af plast­úr­gangi mynd­ist við 140 milljón sýna­töku­sett og að af átta millj­örðum bólu­efna­skammta sem dreift hefur verið á heims­vísu mynd­ast 144 þús­und tonn af úrgangi í formi lyfjaglasa úr gleri, not­uðum sprautum og örygg­is­köss­um.

Þó svo að Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­unin telji það ekki nauð­syn­legt að nota hanska við bólu­setn­ingar kemur fram í skýrsl­unni að það tíðk­ist víða, til að mynda í Bret­landi þar sem áætlað er að hver heil­brigð­is­starfs­maður noti að með­al­tali 50 pör af hönskum á viku sem enda í almennu rusli.

„Það skiptir höf­uð­máli að útvega heil­brigð­is­starfs­fólki við­eig­andi hlífð­ar­bún­að. En það skiptir líka máli að tryggja að bún­að­ur­inn sé not­aður með öruggum hætti án þess að stofna umhverf­inu í hætt­u,“ segir Mich­ael Ryan, stjórn­andi neyð­ar­að­gerða hjá Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­un­inni.

Tedros Adhanom Ghebr­eyesus, for­stjóri Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­un­ar­inn­ar, segir skýrsl­una áminn­ingu um að þrátt fyrir að heims­far­ald­ur­inn sé ein mesta heilsu­far­sógn síð­ustu hund­rað ára teng­ist hann mörgum öðrum áskor­unum sem ríki heims­ins standa frammi fyr­ir.

Eins og staðan er í dag eru 30 pró­sent heil­brigð­is­stofn­ana ekki í stakk búnar til að með­höndla úrgang. Hvað þá þann við­bót­ar­úr­gang sem mynd­ast hefur vegna heims­far­ald­urs­ins. Heil­brigð­is­starfs­fólk getu því verið ber­skjaldað fyrir nála­stung­um, bruna­sárum og örverum sem geta valdið sjúk­dóm­um. Þá geta rusla­haugar þar sem úrgangur er brenndur og eft­ir­liti er ábóta­vant ollið loft- og vatns­mengun í nán­asta umhverfi.

Í skýrsl­unni eru ýmsar lausnir lagðar fram, til að mynda umhverf­is­vænni pakkn­ingar og flutn­ings­leiðir fyrir lækn­inga­vörur sem not­aðar eru í bar­átt­unni við COVID-19 og að not­ast sé við hlífð­ar­fatnað úr end­urunnum efn­um. Þá er mælt með að sorp­brennslu á sótt­næmum úrgangi verði hætt.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Meira eftir höfundinnErla María Markúsdóttir
Meira úr sama flokkiErlent