Er betl mannréttindi?

Það getur varðað fangelsisvist að standa fyrir utan aðalbrautarstöðina í Kaupmannahöfn og rétta fram tóman pappabolla. Hæstiréttur Danmerkur hefur dæmt litháískan mann í 60 daga fangelsi fyrir betl. Málið gæti komið til kasta Mannréttindadómstóls Evrópu.

Árið 2017 voru heim­il­is­lausir í Dan­mörku um það bil eitt þús­und. Stærstur hluti þessa hóps hafði komið til Dan­merkur frá Aust­ur-Evr­ópu og dró fram lífið á betli og snöp­um.
Árið 2017 voru heim­il­is­lausir í Dan­mörku um það bil eitt þús­und. Stærstur hluti þessa hóps hafði komið til Dan­merkur frá Aust­ur-Evr­ópu og dró fram lífið á betli og snöp­um.
Auglýsing

Dómur Hæsta­rétt­ar, sem kveð­inn var upp í síð­ustu viku, var stað­fest­ing á dómi Eystri-Lands­réttar í mars 2020 og þar áður dómi Bæj­ar­réttar Kaup­manna­hafn­ar. Í Dan­mörku eru dóm­stigin þrjú og öll mál, nema í und­an­tekn­ing­ar­til­vikum byrja í bæj­ar­rétt­in­um. Bæj­ar­rétt­ur­inn dæmdi Lit­há­ann í 60 daga fang­elsi eins og áður sagði. Og brott­vísun úr landi að lok­inni afplán­un.

Sér­stakar reglur gilda um hvort hægt sé að áfrýja til æðra dóms­stigs, flestir dómar í Bæj­ar­rétti fara aldrei lengra. Þótt mál Lit­há­ans myndi í flestum til­vikum flokk­ast sem minni háttar eru sér­stakar ástæður fyrir því að það fór alla leið í Hæsta­rétt. Þær ástæður eru tvær, ann­ars vegar dönsk laga­setn­ing frá árinu 2017, sem ekki hefur áður reynt á fyrir æðsta dóm­stól Dan­merk­ur, hin ástæðan var dómur Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu (MDE) í sviss­nesku máli (svo­nefndu Lacatu­s-­máli) en þar var nið­ur­stöðu dóm­stóls í Sviss snúið við.

Auglýsing

For­saga þess máls var að kona af aust­ur-­evr­ópskum upp­runa hlaut, í jan­úar í fyrra, dóm fyrir að betla á götum Gen­far. Konan hafði verið sektuð en sökum þess að hún gat ekki greitt sekt­ina var henni gert að sæta fimm sól­ar­hringa fang­elsi. Þess­ari nið­ur­stöðu var skotið til MDE, sem komst að þeirri nið­ur­stöðu að brotið hefði verið gegn mann­rétt­indum kon­unn­ar, sem var nýkomin til Sviss ásamt börnum sín­um. Hún tal­aði ekki tungu­mál lands­manna, gat ekki leitað aðstoðar ætt­ingja eða vina­fólks og hafði engan rétt til opin­berrar aðstoð­ar. Í til­viki kon­unn­ar, sagði í dómi MDE, var betl eini mögu­leiki hennar til að draga fram líf­ið. Sviss­nesk yfir­völd ákváðu að sækja ekki um að fá málið tekið fyrir í yfir­deild MDE. Þessi dómur MDE vakti athygli í Dan­mörku einkum vegna þess að dönsku lögin um betl eru strang­ari en þau sviss­nesku.

Laga­setn­ingin 2017

Árið 2017 sam­­þykkti danska þing­ið, Fol­ket­in­­get, breyt­ingar á lögum um betl. Sam­­kvæmt nýju lög­­unum var heim­ilt að hand­taka, án und­an­­geng­innar áminn­ing­­ar, fólk sem staðið var að betli á götum og torg­­um. Jafn­­framt var í nýju lög­­unum heim­ild til fang­els­is­­dóms fyrir betl, tvær vikur að hámarki, fyrir fyrsta brot. Ástæðan fyrir þessum hertu ákvæðum lag­anna var stór­auk­inn fjöldi betl­­ara á götum borga og bæja. Árið 2017 voru heim­il­is­­lausir í Dan­­mörku um það bil eitt þús­und og hafði fjöld­inn um það bil tvö­­fald­­ast á tveimur árum.

Danska þingið samþykkti breyt­ingar á lögum um betl.árið 2017.

Stærstur hluti þessa hóps hafði komið til Dan­­merkur frá Aust­­ur-­Evr­­ópu og dró fram lífið á betli og snöp­­um. Í umræðum á danska þing­inu kom fram að þing­­menn höfðu áhyggjur af sívax­andi fjölda betl­­ara og þótt ýmsir úr hópi þing­­manna hafi gagn­rýnt herta lög­­­gjöf var hún sam­­þykkt í þing­inu, með stuðn­­ingi Sós­í­ald­e­­mókrata, sem þá voru í stjórn­ar­and­stöðu. Stuðn­­ings­­flokkar núver­andi rík­­is­­stjórnar greiddu atkvæði gegn frum­varp­inu. Síðan lögin tóku gildi árið 2017 hafa hátt í eitt hund­rað hlotið fang­els­is­­dóm fyrir betl og að minnsta kosti tutt­ugu til við­­bótar skil­orðs­bund­inn dóm. Í lög­unum frá 2017 var svo­nefnt sól­ar­lags­á­kvæði, sem gerði ráð fyrir að lögin féllu úr gildi árið 2020 en áður en að því kom var gild­is­tím­inn fram­lengd­ur.

Vildi ekki breyta dönsku lög­unum

Eftir að dómur MDE í Lacatus mál­inu féll voru nokkur „betl­ara­mál“ sett í bið hjá danska ákæru­vald­inu. Sér­fræð­ingar dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins vildu fara nákvæm­lega yfir úrskurð MDE en fjöldi þing­manna og dönsk mann­rétt­inda­sam­tök höfðu hvatt dóms­mála­ráð­herr­ann til að breyta dönsku lög­un­um, sem eru strang­ari en þau sviss­nesku. Ráð­herr­ann til­kynnti, eftir að hafa farið ítar­lega yfir mál­ið, að ekki væri ástæða til laga­breyt­inga í Dan­mörku. Þá var rykið dustað af ákær­un­um.

Undir lok júlí í fyrra var til­kynnt að dómur (sá fyrsti í Dan­mörku eftir Lacatu­s-­dóm MDE ) yrði kveð­inn upp 12. ágúst. Um var að ræða Rúm­ena sem sat flötum beinum á Strik­inu, með útrétta hönd. Margir veltu fyrir sér hver úrskurður Bæj­ar­réttar Kaup­manna­hafnar yrði, ekki síst í ljósi ummæla dóms­mála­r­á­herra sem hafði sagt að vel gæti svo farið að Dan­mörk myndi tapa ef farið yrði með dóm í betl­ara­máli fyrir MDE í Strass­borg.

Dómur Bæj­ar­réttar Kaup­manna­hafnar 12. ágúst í fyrra var afdrátt­ar­laus. Rúm­en­inn var fund­inn sekur um betl, dæmdur í fjórtán daga fang­elsi og til greiðslu sak­ar­kostn­að­ar. Fjórar krónur sem lágu í lófa hans við hand­tök­una voru gerðar upp­tæk­ar.

Mynd: Pexels

Aftur að mann­inum með pappa­boll­ann

Eins og nefnt var í upp­hafi þessa pistils var Lit­hái með pappa­bolla í hendi dæmdur í 60 daga fang­elsi í Hæsta­rétti Dan­merk­ur, fyrir nokkrum dög­um. Ástæða þess að sam­þykki fékkst fyrir að láta málið ganga til æðsta dóm­stóls lands­ins var sú að nauð­syn­legt þurfti að fá úr því skorið hvernig Hæsti­réttur tæki á mál­inu, í ljósi Lacatu­s-­máls­ins sviss­neska þar sem MDE sneri við dómi Hæsta­réttar Sviss. Mál Lit­há­ans með pappa­boll­ann væri próf­mál.

En úr því að Hæsti­réttur Sviss var gerður aft­ur­reka með Lacatu­s-­dóm­inn var þá ekki ein­sýnt að Hæsti­réttur Dan­merkur tæki mið af því og sýkn­aði Lit­há­ann mætti spyrja. Svarið við þeirri spurn­ingu var eins og áður sagði nei. Og fyrir því eru ástæður sem raktar eru í dóms­nið­ur­stöð­unni.

Margt ólíkt með Dan­mörku og Sviss

Níu hæsta­rétt­ar­dóm­arar úrskurð­uðu í máli Lit­há­ans með pappa­boll­ann. Nið­ur­staða þeirra var að 60 daga fang­elsi og brott­vísun úr landi að afplánun lok­inni væri ekki mann­rétt­inda­brot. Í rök­stuðn­ingi þeirra fyrir dóms­nið­ur­stöð­unni kom fram að í Dan­mörku væri „ör­ygg­is­net­ið“ til staðar og það væri ein­göngu í „al­gjörum und­an­tekn­inga­til­vik­um“ að mann­eskja væri í slíkri neyð að betl væri eina leiðin til að kom­ast af. Opin­berir aðilar sjá til þess að allir fái lág­marks­að­stoð. Af þessum sökum telji Hæsti­réttur ekki að leyfi til að betla flokk­ist undir mann­rétt­indi.

Dómur Hæsta­réttar hefur sætt gagn­rýni danskra mann­rétt­inda­sam­taka sem segja nið­ur­stöð­una von­brigði. Lög­fræð­ingur sem dag­blaðið Information ræddi við sagði nauð­syn­legt að skjóta mál­inu til Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu. Í dómi Hæsta­réttar væru alltof mörg vafa­at­riði sem brýnt sé að fá skorið úr um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar