Mynd: Birgir Þór Harðarson

Af hverju er húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs?

Fjölgað hefur í hópi þeirra sem vilja fjarlægja svokallaðan húsnæðislið úr vísitölu neysluverðs til að draga úr verðbólgunni. Hvað mælir þessi liður nákvæmlega og hvers vegna er hann í vísitölunni núna?

Svo­kall­aður hús­næð­isliður – sem er sá hluti neyslu­verðs­vísi­töl­unnar sem mælir kostn­að­inn við að búa í eigin hús­næði – hefur verið áber­andi í umræð­unni á síð­ustu árum. Þessi hluti vísi­töl­unnar er helsti drif­kraft­ur­inn á bak við verð­bólgu hér­lendis þessa stund­ina, en sam­kvæmt þing­mönnum Fram­sókn­ar­flokks­ins og Flokks fólks­ins ætti að afnema hann úr vísi­töl­unni til að halda verð­hækk­unum í skefj­um.

Sam­kvæmt alþjóð­legum stöðlum ætti lið­ur­inn hins vegar að vera í vísi­töl­unni, en önnur lönd mæla einnig kostn­að­inn af því að búa í eigin hús­næði í sínum verð­bólgu­mæl­ing­um. Aftur á móti eru reikni­að­ferð­irnar til að meta þennan kostnað mis­mun­andi á milli landa, þar sem sum lönd miða við leigu­verð og önnur líta fram­hjá skamm­tíma­sveiflum í fast­eigna­verði.

Auk­inn stuðn­ingur við afnám hús­næð­islið­ar­ins

Einn af mest áber­andi gagn­rýnendum hús­næð­islið­ar­ins á síð­ustu árum er Vil­hjálmur Birg­is­son, for­maður Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness. Í pistli sem hann skrif­aði á Press­unni árið 2016, heldur hann því fram að verð­bólga sé mæld án hús­næð­isliðar í öllum löndum í Evr­ópu, þar sem litið sé á hús­næði sem fjár­fest­ingu en ekki neyslu.

Vil­hjálmur segir ákvörðun íslenskra yfir­valda um að halda hús­næð­isliðnum í vísi­töl­unni hafa haft skelfi­legar afleið­ingar fyrir heim­ili og fyr­ir­tæki þessa lands, þar sem hann hafi knúið verð­bólg­una áfram á síð­ustu árum.

Á und­an­förnum dögum hafa þessi sjón­ar­mið fengið hljóð­byr frá Flokki fólks­ins og Fram­sókn­ar­flokkn­um. Í síð­ustu viku lagði Flokkur fólks­ins fram frum­varp um að hús­næð­islið­ur­inn yrði tek­inn úr neyslu­verðs­vísi­töl­unni til að sporna gegn hörð­ustu áhrifum verð­bólg­unn­ar, sem mælist nú 5,7 pró­sent. Í grein­ar­gerð sem fylgdi frum­varp­inu sagði flokk­ur­inn að þetta fyr­ir­komu­lag tíðk­að­ist víða, til dæmis í verð­bólgu­mæl­ingum Evr­ópu­sam­bands­ins.

Í við­tali við RÚV í vik­unni sagði Sig­urður Ingi Jóhanns­son inn­við­a­ráð­herra einnig að mikil áhrif hús­næð­islið­ar­ins á verð­bólgu þessa stund­ina gæfu til­efni til að íhuga hvort fjar­lægja ætti hann úr vísi­töl­unni. Halla Signý Krist­jáns­dótt­ir, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, tók undir þessi ummæli á Alþingi á mið­viku­dag­inn, en þar sagði hún að horfa þyrfti til nágranna­landa, sem noti aðrar for­sendur við útreikn­inga verð­bólgu.

Alþjóð­lega við­ur­kennd aðferð

Þrátt fyrir stað­hæf­ingar Vil­hjálms, Fram­sókn­ar­flokks­ins og Flokks fólks­ins mun sam­rýmd neyslu­verðs­vísi­tala Evr­ópu­sam­bands­ins inni­halda hús­næð­islið, þar sem kostn­að­ur­inn við að búa í eigið hús­næði er met­inn. Þetta sam­þykkti sam­bandið í des­em­ber í fyrra, en inn­limun lið­ar­ins er í sam­ræmi við hið alþjóð­lega flokk­un­ar­kerfi Sam­ein­uðu þjóð­anna um hvernig eigi að setja saman vísi­tölu neyslu­verðs.

Hins vegar er nokkur munur á því hvernig hús­næð­islið­ur­inn er reikn­aður á milli landa. Ástæðan fyrir því er að fast­eigna­kaup geta bæði talist til neyslu, þar sem fast­eignir veita húsa­skjól fyrir þá sem búa í því, og fjár­fest­ing­ar. Vísi­tala neyslu­verðs ætti að líta fram hjá þeim verð­sveiflum sem verða á hús­næð­is­mark­aði vegna spá­kaup­mennsku og ein­ungis taka til­lit til verð­breyt­inga við að búa í eigin hús­næði.

Eurostat, hag­stofa Evr­ópu­sam­bands­ins, hyggst meta kostn­að­inn á því að búa í eigin hús­næði ein­ungis út frá breyt­ingum í verði á nýjum fast­eignum og lítur fram hjá öllum öðrum fast­eigna­kaup­um. Sam­kvæmt skýrslu frá Evr­ópu­þing­inu er þetta svipuð aðferð og er notuð til að meta verð­breyt­ingar á aðrar end­ing­ar­góðar neyslu­vörur sem einnig mætti líta á sem fjár­fest­ing­ar, líkt og bíla, hús­gögn og heim­il­is­tæki.

Í öðrum löndum, líkt og í Nor­egi og Sviss, er kostn­að­ur­inn við að búa í eigin hús­næði met­inn út frá leigu­verði, þ.e. þeim tekjum sem fast­eigna­eig­endur hefðu getað fengið ef þeir leigðu íbúð­ina sína út.

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, vill fjarlægja húsnæðisliðinn úr vísitölunni til að lækka verðbólguna hér á landi.
Bára Huld Beck

Enn önnur lönd, líkt og Kanada og Sví­þjóð, nota svo svip­aða aðferð og Hag­stofa Íslands og meta svo­kall­aðan not­enda­kostnað við að búa í eigin hús­næði. Þar eru sveiflur í reglu­legum greiðslum af hús­næði metnar út frá mark­aðs­verði hús­næð­is­ins, að teknu til­liti til stærð­ar, teg­undar og stað­setn­ing­ar.

Önnur lönd nota lang­tíma­með­al­tal

Árið 2018 skil­aði nefnd sem var skipuð af fjár­mála­ráð­herra og leidd af Ásgeiri Jóns­syni, núver­andi seðla­banka­stjóra, skýrslu um fram­tíð íslenskrar pen­inga­stefnu. Þar var fjallað um hús­næð­islið­inn og mæl­ingar á honum bornar saman við aðferðir ann­arra landa. Sam­kvæmt skýrsl­unni á nálgun Hag­stof­unnar við að meta hús­næð­is­kostnað mjög vel við Ísland, í ljósi þess hversu stórt hlut­fall þjóð­ar­innar býr í eigin hús­næði.

Hins vegar bendir nefndin á að Sví­þjóð og Kana­da, sem beita sömu reikni­að­ferð­um, miða við 25 og 30 ára hlaup­andi með­al­tal af fast­eigna­verði, á meðan Hag­stofa Íslands miðar við þriggja mán­aða hlaup­andi með­al­tal.

Sjálf­stæði Hag­stofu mik­il­vægt

Sam­kvæmt nefnd­inni getur orðið óheppi­legt fyrir Seðla­bank­ann að fara eftir neyslu­verðs­vísi­tölu sem inni­haldi einnig eigna­verð. Því ætti pen­inga­stefnu­nefnd bank­ans að líta fram­hjá hús­næð­isliðnum í vaxta­á­kvörð­unum sínum þegar verð­hækk­anir á hús­næði eru langt umfram verð­hækk­anir á öðrum neyslu­vör­um.

Þó tekur nefndin ekki afstöðu til þess hvernig hús­næð­islið­ur­inn er reikn­aður í vísi­tölu Hag­stof­unnar og segir sjálf­stæði Hag­stofu vera mik­il­vægt. Enn fremur bætir hún við að hægt sé að færa fræði­leg rök fyrir núver­andi mæl­ing­ar­að­ferð hag­stof­unn­ar, þ.e. að styðj­ast við þriggja mán­aða hlaup­andi með­al­tal af fast­eigna­verði.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiInnlent