Næsta afbrigði kórónuveirunnar mun eflaust koma á óvart

Við höfum lært margt. En við eigum einnig ennþá fjölmargt eftir ólært. Ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar er gott dæmi um það. En verður það sá bjargvættur út úr faraldrinum sem við óskum? Við getum ekki verið svo viss.

Hvert liggur leið eftir ómíkron-bylgjuna?
Hvert liggur leið eftir ómíkron-bylgjuna?
Auglýsing

Ómíkron-af­brigði kór­ónu­veirunnar SAR­S-CoV-2, veirunnar sem fyrst greind­ist fyrir rúmum tveimur árum og hefur líkt og við mátti búast stökk­breyst ítrekað síðan þá, hefur gjör­breytt far­aldr­inum á heims­vísu. Það er gríð­ar­lega smit­andi en veld­ur, sem betur fer, mun væg­ari sjúk­dóms­ein­kennum en delta, afbrigðið sem áður var ríkj­andi.

Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­un­in, WHO, hefur gefið í skyn að ómíkron-­bylgjan og útbreitt ónæmi sem henni fylgir gæti markað enda­lok far­ald­urs­ins en þó aðeins ef meiri­hluti jarð­ar­búa verði orð­inn bólu­settur í sum­ar. Ýmsir sér­fræð­ingar vara hins vegar við að óvissan sé enn mikil og alls ekki víst að ómíkron verði sá „bjarg­vætt­ur“ sem við ósk­um.

Auglýsing

Ómíkron breið­ist svo hratt út að fjöldi smita getur auð­veld­lega tvö­fald­ast á aðeins örfáum dög­um. Það þýð­ir, að sögn vís­inda­manna, að mjög erfitt er að und­ir­búa við­brögð og geta sér til um fram­hald­ið. Og jafn­vel þótt hraðað verði á bólu­setn­ingum megi ekki gleyma því að það taki um tvær vikur fyrir þær að ná fullri virkni. „Ómíkron er eins og flensa á sýru,“ hefur vís­inda­tíma­ritið Nat­ure eftir Gra­ham Med­ley, sér­fræð­ingi í spálík­önum fyrir far­sóttir og einum helsta ráð­gjafa breskra stjórn­valda í þeim efn­um.

Hin gríð­ar­lega hraða útbreiðsla gerir það einmitt að verkum að mjög erfitt er að spá fyrir um hvað kunni að ger­ast næst. Skiptar skoð­anir voru í upp­hafi ómíkron-­bylgj­unnar meðal sér­fræð­inga um hvernig ætti að bregð­ast við. Suð­ur­-a­frísku vís­inda­menn­irnir sem upp­götv­uðu afbrigðið sögðu þegar í upp­hafi að það virt­ist valda mun væg­ari ein­kennum en delta. En stjórn­völd margra ríkja, m.a. á Íslandi, vildu ekki taka þá áhættu að bíða og sjá heldur gripu til hert­ari aðgerða. Flestar þjóðir eru nú búnar eða eru í því ferli að aflétta.

Annað sem gerir sér­fræð­ingum erfitt fyrir að spá um fram­haldið er sú stað­reynd að nú eru ekki allir jafn næmir fyrir veirunni og fyrir einu ári eða tveim­ur. Margir hafa fengið COVID-19 síð­ustu mán­uði og að auki er rúm­lega helm­ingur jarð­ar­búa nú bólu­settur þrátt fyrir að skipt­ingin sé mjög mis­jöfn milli landa og heims­álfa. Ólíkar teg­undir bólu­efna eru svo not­aðar og vörn þeirra gegn hinu og þessu afbrigð­inu mis­jöfn.

Misskipting bóluefna er enn gríðarleg og um þriðjungur jarðarbúa hefur ekki enn fengið einn skammt. Mynd: EPA

Lands­lagið hefur því breyst mik­ið. Sá lyk­il­þáttur sem fylgst hefur verið náið með, þ.e. hversu margir veikj­ast alvar­lega, er orð­inn síbreyti­legur eftir afbrigð­um, bólu­setn­ingum og fyrri sýk­ingum af völdum ann­arra afbrigða veirunn­ar.

Af þessum sökum voru vís­inda­menn í Evr­ópu t.d. margir hverjir í fyrstu efins um að ómíkron væri endi­lega mun væg­ara afbrigði. Íbúar sunn­an­verðrar Afr­íku voru ekki aðeins mun yngri að með­al­tali en Evr­ópu­landa, sem minnk­aði áhættu á veik­ind­um, heldur höfðu mun fleiri þeirra lík­lega sýkst af öðrum afbrigðum en að sama skapi mun færri verið bólu­sett­ir.

Fljótt kom í ljós að hlut­fall inn­lagna af smit­fjölda í ómíkron-­bylgj­unni var allt annað og lægra heldur en af fyrri afbrigð­um. Spár sem byggðar voru á hegðun fyrri afbrigða reynd­ust því rangar og þær svart­sýn­ustu gengu sem betur fer ekki eft­ir.

Veiran hverfur ekki en far­ald­ur­inn breyt­ist

En hvernig mun far­ald­ur­inn fjara út? Ekki með ómíkron, segja vís­inda­menn sem Nat­ure ræðir við. „Þetta verður ekki síð­asta afbrigðið og næsta afbrigði mun hafa sína eigin eig­in­leika,“ segir Medley.

Ólík­legt er að kór­ónu­veiran nýja muni nokkru sinni hverfa alfarið úr sam­fé­lagi manna. Hún mun kannski ekki valda enda­lausum heims­far­aldri heldur valda sýk­ingum hjá til­teknum hópum á ákveðnum svæð­um. Það þýðir ekki að hún verði hættu­laus, ekki frekar en inflú­ensan sem árlega gengur yfir heims­byggð­ina. En SAR­S-CoV-2 er ný veira og því er enn sem komið er nær ómögu­legt að spá fyrir um hegðun hennar til fram­tíð­ar. Að „lifa með veirunn­i“, sem margir telja næsta skref eftir tveggja ára tak­mark­anir í flestum sam­fé­lög­um, gæti því þýtt að meta þurfi hversu mörg dauðs­föll séu „ásætt­an­leg“, segir breski far­alds­fræð­ing­ur­inn Sebast­ian Funk við Nat­ure.

Sóttvarnaaðgerðum mótmælt í Belgíu. Fjöldamótmæli hafa átt sér stað víða á Vesturlöndum síðustu vikur. Mynd: EPA

Mark Wool­hou­se, sér­fræð­ingur í smit­sjúk­dómum við Háskól­ann í Edin­borg, telur að far­ald­ur­inn verði aðeins árs­tíða­bund­inn líkt og inflú­ensan nú ef meiri­hluti fólks, fyrst á barns­aldri, smit­ast af veirunni mörgum sinnum á nokkrum ára­tugum og myndar þannig nátt­úru­legt ónæmi. Þangað til að slíkum áfanga verði náð muni því margt eldra fólk og aðrir við­kvæmir hópar eiga á hættu að veikj­ast alvar­lega ef það fær ekki reglu­lega örv­un­ar­bólu­setn­ingu.

Það er engin vissa fyrir því að næsta afbrigði kór­ónu­veirunnar verði mild­ara, segir breski veiru­fræð­ing­ur­inn Julian Tang, þótt að það virð­ist þó þró­unin með ómíkron.

Auglýsing

Kór­ónu­veiran SAR­S-CoV-2 hefur nefni­lega allt að því ótelj­andi mögu­leika til að stökk­breyt­ast. Til að skilja hegðun hennar og spá fyrir um þróun reyna vís­inda­menn a kort­leggja „lands­lag“ erfða­meng­is­ins – dali og hæðir eig­in­leik­anna hverju sinni – eig­in­leika sem t.d. gera hana hæf­ari til að smit­ast manna á milli eða valda alvar­legri veik­indum hýsla sinna. En af því að hún er ólík­inda­tól, líkt og margoft hefur verið sagt, er erfitt og kannski ómögu­legt að spá fyrir um hverju hún tekur upp á næst á þró­un­ar­braut sinni. Gott dæmi um það er til­koma ómíkron.

Þegar delta-af­brigðið hóf að breið­ast út virt­ist það ætla að útrýma öðrum afbrigð­um, svo hæft var það. „Ég hélt að næsta afbrigði myndi þró­ast út frá delta,“ segir Katia Koelle, líf­fræð­ingur við Emor­y-há­skóla í ítar­legri frétta­skýr­ingu The Atl­antic. En þá allt í einu birt­ist ómíkron á fjar­lægri hæð í „lands­lagi“ erfða­mengis veirunn­ar.

Ómíkron spratt ekki frá delta

Veiran sem veldur COVID-19 þró­að­ist í nokkur ólík afbrigði og framan af voru alfa, beta og delta þeirra þekkt­u­st, segir í ítar­legri útskýr­ingu Arn­ars Páls­sonar erfða­fræð­ings á Vís­inda­vefnum, af til­urð ómíkron. Sam­an­burður á erfða­mengi ómíkron, sem fannst í nóv­em­ber í fyrra, sýnir að það hafði mjög margar stökk­breyt­ingar í gen­inu sem myndar bindi­pró­tín­ið, um 30 breyt­ingar alls. Þótt sumar þess­ara breyt­inga þekk­ist úr öðrum afbrigðum sýna gögn­in, svo óyggj­andi er, að það spratt ekki úr neinu af hinum 10 afbrigð­unum sem þekkt voru á þeim tíma­punkti.

Arnar Pálsson erfðafræðingur. Mynd: HÍ/Kristinn Ingvarsson

„Það við­ur­kenn­ist að eftir að delta-af­brigðið var orðið mjög algengt áttu fáir von á því að nýtt afbrigði myndi skáka því,“ skrifar Arn­ar. Til áminn­ingar þá er metið að delta hafi 50 pró­sent meiri smit­hæfni en alfa, sem var 50 pró­sent meira smit­andi en upp­runa­lega gerð­in. Það er mjög mikil aukn­ing í hæfni. „Ómíkron kom því flestum fag­mönnum á svið­inu á óvart, bæði sú stað­reynd að hún spratt úr „þró­un­ar­legri“ rót ætt­ar­trés­ins og það hversu margar breyt­ingar höfðu orðið á ætt­meið afbrigð­is­ins.“

Næsta afbrigði gæti allt eins komið okkur jafn mikið á óvart. Það gæti til dæmis haft enn meiri smit­hæfni en ómíkron. Og sér­fræð­ingar segja nær full­víst að veiran muni finna nýjar leiðir til að kom­ast fram hjá því ónæmi sem við höfum öðl­ast annað hvort með sýk­ingu eða bólu­setn­ingu. Veiran mun halda áfram að finna þessar hæðir í lands­lagi sínu, segir í grein The Atl­antic, en þó er mjög ólík­legt að hún nái að gera ónæmi okkar að engu.

Afritin öðru­vísi en upp­runinn

Í hvert skipti sem veiran nær að sýkja mann­eskju þá „af­rit­ar“ hún sjálfa sig í gríð og erg. Sum „af­rit­in“ eru öðru­vísi, þ.e. stökk­breyt­ing verð­ur. Sumar þessar stökk­breyt­ingar eru veirunni sjálfri í hag en aðrar hýsl­in­um. Í dæmi­gerðri COVID-­sýk­ingu nær veiran ekki að stökk­breyt­ast stór­kost­lega en þegar gríð­ar­lega margir eru sýktir sam­tímis þá eykst hættan á því og nýtt afbrigði getur orðið til.

Ef veiran „mall­ar“ hins vegar í lík­ömum fólks í lengri tíma, t.d. vegna veikl­aðs ónæm­is­kerf­is, hefur hún marg­falt meiri tæki­færi til að stökk­breyt­ast og marg­falt lík­legra verður að stökk­breyt­ing­arnar nái yfir­hönd­inni og að nýtt afbrigði – með aðra eig­in­leika – geti orðið til.

Vís­inda­menn reyna nú að kom­ast að því hvernig ómíkron varð til. Ef það tekst aukast lík­urnar á því að hægt verði að spá fyrir um næstu skref kór­ónu­veirunnar á þró­un­ar­braut­inni.

Skuggar vegfarenda falla á minningarvegg um þá sem látist hafa úr COVID-19 í London. Mynd: EPA

„Við vorum heppin með ómíkron,“ segir Sergei Pond, þró­un­ar­líf­fræð­ingur við Temp­le-há­skóla við The Atl­antic. Stökk­breyt­ing­arnar sem valda því að afbrigðið er svona bráðsmit­andi gera það einnig að verkum að sýk­ingin verður ekki jafn hættu­leg. Hann segir hins vegar ekki víst að þannig verði það alltaf.

„Á meðan ýmsir eig­in­leikar ómíkron komu á óvart, var það fyr­ir­sjá­an­legt að það sprytti upp í þeim heims­hluta þar sem bólu­efni hafa verið af skornum skammti,“ minnir Arnar Páls­son á. Af þeim fimm afbrigðum sem Alþjóða­heil­brigð­is­stofn­unin segir nú var­huga­verð, urðu fjögur til í löndum þar sem bólu­setn­ingar eru ónóg­ar. „Það bendir sterk­lega til að besta leiðin til að stoppa nýliðun afbrigða sé að gera bólu­efni aðgengi­leg fyrir alla á jörð­inn­i.“

Nýja kór­ónu­veiran gæti þró­ast í ýmsar áttir héðan í frá og með tím­anum gætum við áttað okkur betur á hvaða leið hún lík­leg­ast vel­ur. En eins og staðan er núna er að minnsta kosti ekk­ert sem bendir til þess að hún muni hverfa í bráð.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar