„Ég er bara manneskja sem sest niður og talar við fólk“

Hvernig gat uppistandari, grínleikari, bardagaíþróttalýsandi og hlaðvarpsstjórnandi komið öllu í uppnám hjá streymisveitunni Spotify? Joe Rogan er líklega með umdeildari mönnum um þessar mundir. En hann lofar bót og betrun. Sem og Spotify.

Joe Rogan heldur úti einu vinsælasta hlaðvarpi heims. Hann hefur lofað bót og betrun eftir ásakanir um að deila falsfréttum um bóluefni við COVID-19 í þætti sínum,  The Joe Rogan Experience.
Joe Rogan heldur úti einu vinsælasta hlaðvarpi heims. Hann hefur lofað bót og betrun eftir ásakanir um að deila falsfréttum um bóluefni við COVID-19 í þætti sínum, The Joe Rogan Experience.
Auglýsing

Hvað varð til þess að streym­isveita, sem hefur fyrst og fremst lagt áherslu á tón­list, þurfti að grípa til ráð­staf­ana vegna ásak­ana um að ýta undir dreif­ingu fals­frétta og upp­lýs­inga­óreiðu?

Svar­ið, í mjög stuttu máli, er Joe Rog­an.

Rogan heldur úti einu vin­sælasta hlað­varpi í heimi, The Joe Rogan Experience. Þætt­irnir eru á sam­tals­formi og segir Rogan að mark­mið hans sé að halda uppi fjöl­breyttri umræðu og leyfa ólíkum röddum að heyr­ast.

Auglýsing
Í des­em­ber skrif­uðu 270 banda­rískir læknar og vís­inda­menn undir opið bréf til Spotify undir yfir­skrift­inni „Ákall frá hnatt­rænu sam­fé­lagi lækna- og vís­inda­manna til að sporna gegn upp­lýs­inga­óreið­u“.

Dr. Robert Malone

Í bréf­inu er meðal ann­ars vísað í við­tal Rogan við lækn­inn Robert Malone sem lýsir yfir efa­semdum um bólu­setn­ingu gegn COVID-19. Malone kom meðal ann­ars að þróun mRNA-­tækn­innar sem notuð var við fram­leiðslu bólefna gegn COVID-19. Sjálfur hefur hann talað um sig sem „upp­finn­inga­mann mRNA-­bólu­efn­anna“ en talar á sama tíma gegn bólu­setn­ingum og hefur varað við bólu­setn­ingu barna. Aðgangi Malone á Twitter var eytt eftir að hann setti fram mis­vísandi upp­lýs­ingar um bólu­setn­ingar gegn COVID-19. Malone nýtur mik­ils fylgis hjá þeim sem eru á móti bólu­setn­ingum og hefur hann komið fram á fjöl­mennum mót­mælum þeirra sem eru á móti bólu­setn­ingu.

Neil Young setti Spotify afar­kosti

Stjórn­endur Spotify brugð­ust ekki sér­stak­lega við bréf­inu fyrr en tón­list­ar­mað­ur­inn Neil Young krafð­ist þess í síð­ustu viku að tón­list hans yrði fjar­lægð af Spotify sökum falskra upp­lýs­inga um bólu­efni sem Rogan dreifði í hlað­varpi sínu. Young sagði valið standa á milli hans eða Rog­an. Spotify valdi Rogan og tón­list Young hefur verið fjar­lægð af Spoti­fy. Í yfir­lýs­ingu frá veit­unni segir að Young sé hins vegar alltaf vel­kom­inn aft­ur. Fleiri tón­list­ar­menn hafa fylgt for­dæmi Young, þar á meðal Joni Mitchell. Auk þess hafa þó nokkrir stjórn­endur hlað­varpa ákveðið að leita á önnur mið.

Neil Young lét Spotify velja milli hans og Joe Rogan. Spotify valdi Rogan.Mynd: EPA

Spotify kom inn á mark­að­inn fyrst og fremst sem streym­isveita fyrir tón­list en hefur und­an­farið einnig ein­beitt sér að hlað­vörp­um. Þannig jókst hlut­deild Spotify sem hlað­varpsveita í Banda­ríkj­unum úr 19 pró­sentum í 25 pró­sent milli áranna 2019 og 2020 og tók þar með fram úr Apple sem vin­sælasta hlað­varpsveitan og er orðin leið­andi bæði sem tón­list­ar- og hlað­varpsveita á heims­vísu, með 31 pró­sent hlut­deild.

Daniel Ek, fram­kvæmda­stjóri Spoti­fy, hefur lofað bót og betrun og ætlar fyr­ir­tækið að vinna að því að koma í veg fyrir upp­lýs­inga­óreiðu í tengslum við umfjöllun á COVID-19 á miðl­in­um. Hann segir ótíma­bært að meta áhrif atburða síð­ustu daga. Hvað sem því líður hefur dregið úr fjölgun not­enda Spotify síð­asta árs­fjórð­ung. Þá tóku hluta­bréf Spotify dýfu í síð­ustu viku eftir sam­skipti Young og stjórn­enda fyr­ir­tæk­is­ins.

„Venju­lega þegar ágrein­ings­mál hafa komið upp eru áhrif þess mæld í mán­uð­um, ekki dög­um,“ segir Ek, sem er til­tölu­lega rólegur yfir öllu sam­an. Umræðan hefur þó leitt til þess að tón­list­ar- og hlað­varps­not­endur íhugi hvaða kostir eru í boði. Apple Music er næst stærsta hlað­varpsveitan á eftir Spotify en aðrir mögu­leikar líkt og YouTube Music, Amazon Music og Tidal hafa verið nefndar sem ákjós­an­legir kost­ir.+

Uppi­stand, Fear Fact­or, UFC og hlað­varp

En aftur að Joe Rog­an. Hver er þessi maður og af hverju er hann svona vin­sæll?

Joe Rogan er 55 ára Banda­ríkja­mað­ur, fæddur og upp­al­inn í New Jers­ey.. Hann reyndi fyrir sér sem uppi­stand­ari og leik­ari á 9. og 10. ára­tugnum og fljót­lega eftir alda­mótin bauðst honum staða sem íþrótta­skýr­andi hjá bar­daga­sam­tök­unum UFC.

Skjáskot: TV Guide

Rogan fór meðal ann­ars með hlut­verk í gam­an­þátt­unum News­Radio en hann er lík­lega þekkt­ari fyrir þátta­stjórn í Fear Fact­or, raun­veru­leika­þátt þar sem kepp­endur tók­ust á við mis ógeð­felldar þrautir og horfð­ust margir hverjir í augu við sinn mesta ótta. Þætt­irnir voru sýndir á árunum 2001 til 2006 og nutu mik­illa vin­sælda, ekki síst hér á landi. Eftir að Fear Fact­or-æv­in­týr­inu lauk sneri Rogan sér aftur að uppi­stand­inu.

Upp­haf hlað­varps­ins má að hluta til rekja til til­komu iPod-s­ins sem kom fyrst fram á sjón­ar­sviðið árið 2001. Nafn­ið, „podcast“ er einmitt sam­suða af orð­unum „ipod“ og „broa­dcast“. Fyrsta hlað­varpsveit­an, Lib­syn.com, tók til starfa í lok októ­ber 2004. Vin­sældir hlað­varps­þátta juk­ust jafn og þétt og ákvað Rogan að hoppa á vagn­inn í ágúst 2010. „The Joe Rogan Experience“ nutu strax strax mik­illa vin­sælda og í októ­ber 2015 var þátt­unum halað niður yfir 16 millj­ónum sinnum í mán­uði. Í dag hlusta að með­al­tali 11 millj­ónir á hvern þátt.

Spotify keypti rétt­inn af hlað­varpi Rogan árið 2020 og eru þættir hans því aðeins aðgengi­legir þar. Kaup­verðið var 100 millj­ónir doll­ar­ar, eða um 13 millj­arðar króna. Í dag eru þætt­irnir um 1.770 tals­ins, auk ýmis konar auka­efn­is.

Seg­ist ekki reyna að vera umdeildur en vill leyfa ólíkum sjón­ar­miðum að heyr­ast

Í þátt­unum ræðir Rogan við alls konar fólk sem er með sér­fræði­þekk­ingu á ýmsum svið­um. Hlað­varps­formið gerir Rogan kleift að stýra lengd hvers þáttar að vild. Flestir eru um klukku­stund að lengd en dæmi eru um allt að þriggja klukku­stunda langa þætti, til að mynda við Elon Musk, for­stjóra Tesla, þar sem Rogan rétti Musk jónu sem hann þáði með þökk­um. Rogan var gagn­rýndur af fjöl­miðlum fyrir fram­kom­una, sem og fyrir að spyrja ekki gagn­rýn­inna spurn­inga og leyfa Musk að gaspra um það sem hann vildi.

En það er einmitt á því sem vin­sældir Rogan byggja á: Að leyfa við­mæl­endum sínum að tjá sig nær hömlu­laust. „Ég er bara mann­eskja sem sest niður og talar við fólk,“ segir Rogan í yfir­lýs­ingu vegna atburða síð­ustu vikna sem hann birti á Instagramí vik­unni. Rogan telur að við­tals­form­ið, það er sam­tal milli tveggja ein­stak­linga, sé einmitt það sem er heill­andi við þætti hans. Þætt­irnir byrj­uðu sem sak­laust spjall milli vina sem vildu bara hafa gaman að sögn Rogan, sem bjóst ekki við vin­sæld­un­um.

Eftir umræð­una Rogan hafi gefið Malone kost á að dreifa sam­sær­is­kenn­ingum um COVID-19 lof­aði Rogan að end­ur­skoða hvernig hann ber sig að við vinnslu þátt­anna. Meðal þess sem hyggst breyta er að ræða við fleiri sér­fræð­ingu á ýmsum svið­um, sér­stak­lega eftir að hann ræðir við fólk sem hefur umdeildar skoð­an­ir.

„Geri ég ein­hvern tím­ann eitt­hvað rangt? Klár­lega, en þegar ég geri mis­tök reyni ég að leið­rétta þau því ég hef áhuga á að kom­ast að sann­leik­an­um,“ segir Rogan í yfir­lýs­ingu sinni á Instagram. „Ég hef ekki áhuga á að tala við fólk með eins­leit sjón­ar­mið.“

Rogan seg­ist ætla að gera sitt besta til að bæta heim­ilda­öflun sína, sér­stak­lega þegar kemur að umdeildum við­fangs­efn­um. „Ég er ekki að reyna að dreifa fals­frétt­um, ég er ekki að reyna að vera umdeild­ur,“ segir Rogan í yfir­lýs­ingu sinni á Instagram. „Ef ég móðg­aði ykkur biðst ég afsök­un­ar, en ef þið eruð hrifin af hlað­varp­inu vil ég þakka ykk­ur.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnErla María Markúsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar