Tekjur ríkissjóðs vegna úttektar á sparnaði um tíu milljörðum hærri en áætlað var

Þegar ríkisstjórnin ákvað að heimila fólki að taka út séreignarsparnað sinn til að takast á við kórónuveirufaraldurinn var reiknað með að teknir yrðu út tíu milljarðar króna. Nú stefnir í að milljarðarnir verði 38.

Úttekt á séreignarsparnaði var kynnt sem úrræði til að takast á við efnahagslegar afleiðingar faraldursins í fyrsta aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar, sem var kynntur í mars 2020.
Úttekt á séreignarsparnaði var kynnt sem úrræði til að takast á við efnahagslegar afleiðingar faraldursins í fyrsta aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar, sem var kynntur í mars 2020.
Auglýsing

Um síð­ustu ára­mót höfðu lands­menn alls tekið út um 37 millj­­arða króna af sér­­­eign­­ar­­sparn­aði sínum síðan slíkar úttektir voru kynntar til leiks sem hluti af fyrsta aðgerð­­ar­­pakka stjórn­­­valda til að takast á við kór­ón­u­veiru­far­ald­­ur­inn. Úttekt­­irnar áttu að hjálpa fólki til að takast á við skamm­­tíma­fjár­­hags­­vanda. 

Hægt var að sækja um nýt­ing­una út síð­asta ár. Til við­bótar við það að heim­ila fólki aðgang að eigin sparifé felst í aðgerð­inni tekju­öflun fyrir rík­is­sjóð, enda þurfa allir sem nýta sér úrræðið að greiða skatt af sparn­að­inum þegar hann var greiddur út. Þannig er rík­is­sjóður að taka út tekjur nú sem ann­ars hefðu verið greiddar síð­ar. 

Þegar aðgerðin var kynnt til leiks kom fram að rík­­is­­stjórnin reikn­aði með að teknir yrðu út tíu millj­­arðar króna af sér­­­eign­­ar­­sparn­að­in­um, en upp­­haf­­lega hug­­myndin í kringum hann var sú að slíkur sparn­aður myndi auka ráð­­stöf­un­­arfé fólks þegar það fer á eft­ir­­laun. Það hefði skilað rík­­is­­sjóði um 3,5 millj­­örðum króna í nýjar tekj­­ur. 

Lengi hefur legið fyrir að eft­ir­­spurnin eftir því að nýta úttekt á sér­­­eign­­ar­­sparn­aði var langt umfram vænt­ingar stjórn­­­valda. Í mars 2021 var áætluð heild­ar­upp­hæð 28,6 millj­arðar króna og í sept­em­ber var hún komin í 32,7 millj­arða króna. Í nýupp­færðum tölum á vef stjórn­ar­ráðs­ins, sem sýnir stöðu mála í byrjun þessa árs, er upp­hæðin þegar komin í 37 millj­­arða króna og mun sam­­kvæmt áætlun enda í að minnsta kosti 38 millj­­örðum króna. Því munu úttektir vera næstum fjórum sinnum það sem upp­­haf­­lega var áætlað og því má gera ráð fyrir því að tekjur rík­­is­­sjóðs vegna skatt­greiðslna af nýt­ingu sér­­­eign­­ar­­sparn­aðar sem hluta af aðgerða­­pakka til að takast á við efna­hags­­legar afleið­ingar kór­ón­u­veiru­far­ald­­urs verði um 13,4 millj­­arðar króna. 

Það er tíu millj­örðum krónum meira en upp­haf­lega var áætl­að.

Ekki ljóst hverjir borga

Ekki hefur verið birt neitt nið­­ur­brot á þeim hópi sem hefur nýtt sér þetta úrræði en ætla má að þar sé, að minnsta kosti að hluta, um að ræða fólk sem hefur átt í greiðslu­erf­ið­­leikum vegna efna­hags­­legra áhrifa COVID-19. Þeir sem fóru úr vel laun­uðum störfum á atvinn­u­­leys­is­bætur eru lík­­­legri til að til­­heyra þessum hópi en aðr­ir, þar sem tekju­hærri hafa almennt verið lík­­­legri til að spara sér­­­eign en tekju­lægri.

Auglýsing
Sú ályktun fær stoð í fjöl­­mörgum sam­­tölum sem Kjarn­inn hefur átt við fólk sem hefur misst vinnu eða tekjur síðan að far­ald­­ur­inn hófst og í könnun sem Varða, rann­­sókn­­ar­­stofnun vinn­u­­mark­að­­ar­ins, gerði og var lögð var fyrir félaga í aðild­­­ar­­­fé­lögum Alþýð­u­­­sam­­­bands Íslands (ASÍ) og BSRB í nóv­­­em­ber og des­em­ber 2020 þar sem staða launa­­­fólks var könn­uð. Í nið­­ur­­stöðum hennar kom fram að um fjórð­ungur launa­­­fólks átti erfitt með að láta enda ná saman og fimmt­ungur þess gat ekki mætt óvæntum útgjöld­­­um. Um helm­ingur atvinn­u­­lausra átti erfitt með að láta enda ná saman og um 40 pró­­sent þeirra gat ekki mætt óvæntum útgjöld­­um.

Þar er um að ræða þá hópa hér­­­lendis sem verða fyrir mestum nei­­kvæðum efna­hags­­legum áhrifum af yfir­­stand­andi heims­far­aldri.

Ekki greiddur skattur af ann­­ars konar nýt­ingu

Á meðan að þeir sem hafa orðið fyrir fjár­­hags­­legum búsifjum vegna kór­ón­u­veiru­far­ald­­ur­s­ins þurfa að greiða skatt af nýt­ingu heim­ildar til að taka út sér­­­eign­­ar­­sparnað á þurfa þeir sem nýta sama sparnað til að greiða niður hús­næð­is­lán ekki að greiða neinn skatt. Tíma­bundin heim­ild til að gera slíkt hefur verið í gildi í lögum frá sum­r­inu 2014 og síðan verið fram­­lengd þrí­­­veg­­is. Hún er nú í gildi til loka jún­í­mán­aðar 2023. 

Kjarn­inn greindi frá því um miðjan mars í fyrra að frá 2014 og fram til loka jan­úar 2021 hefðu alls 62.952 ein­stak­l­ing­­ar, um 17 pró­­sent allra lands­­manna og um 30 pró­­sent allra sem eru á vinn­u­­mark­aði, nýtt sér hið skatt­frjálsa úrræði. Þar er um að ræða bæði þá sem hafa nýtt sér almenna úrræðið og úrræðið „Fyrsta fast­­eign“, sem kynnt var til sög­unnar sum­­­arið 2016. 

Sam­­kvæmt tölum sem fjár­­­mála- og efna­hags­ráðu­­neytið tók saman fyrir Kjarn­ann nam umfang nýt­ingar Íslend­inga á úrræð­unum tveimur á tíma­bil­inu alls 92 millj­­örðum króna. Í þeim tölum kom einnig fram að áætluð lækkun tekju­skatts og útsvars frá því að úrræðin buð­ust fyrst og fram til síð­­­ustu ára­­móta sé 21,1 millj­­arður króna. 

Því hafði sá hópur fengið 21,1 millj­­arða króna í með­­­gjöf úr rík­­is­­sjóði sem öðrum hefur ekki boð­ist á umræddu tíma­bili. Um er að ræða tekju­tap sem ríki og sveit­­ar­­fé­lög þurfa ekki að takast á við nú, þar sem skattur af sér­­­eign­­ar­­sparn­aði er vana­­lega borg­aður þegar fólk fer á eft­ir­­laun.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Húsnæðisstuðningur skuli fyrst og fremst nýtast þeim sem á þurfa að halda
Ljóst er að staða leigjenda út frá húsnæðisöryggi og byrði húsnæðiskostnaðar er lakari en þeirra sem eiga eigin íbúð. Aðgerða er þörf sem miða m.a. að því að lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 19. maí 2022
Margar kvartanir byggðar „á misskilningi“
UN Women lýsa yfir þungum áhyggjum af aðstæðum einstaklinga sem hingað hafa leitað að skjóli og eru hluti af búsetuúrræði ÚTL á Ásbrú. Samkvæmt ÚTL hefur aðstaðan verið í stöðugri endurskoðun undanfarna rúma tvo mánuði.
Kjarninn 19. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að vinna þegar maður tapar
Kjarninn 19. maí 2022
Claudia Ashanie Wilson, Eiríkur Rögnvaldsson, Eliza Reid, Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, Gísli Pálsson og Sema Erla Serdaroglu
Kynþáttamörkun
Kjarninn 19. maí 2022
Mestu sóknarfærin í innlendri matvælaframleiðslu liggja í aukinni framleiðslu korns sem og í að auka hlutdeild innlendrar framleiðslu grænmetis.
Vinna þarf áhættugreiningu fyrir atburði sem geta raskað fæðuöryggi landsins
Matvælaráðherra hefur lagt fyrir ríkisstjórn 16 tillögur um aðgerðir til að auka fæðuöryggi Íslands. Nú þegar hefur starfshópur um neyðarbirgðir verið settur á laggirnar en áhersla þarf að vera á öryggi framboðs, þrátt fyrir baktryggingu í neyðarbirgðum.
Kjarninn 19. maí 2022
Kim Kardashian á rauða dregli Met Gala fyrr í þessum mánuði. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin skipti hún yfir í endurgerð kjólsins til þess að koma í veg fyrir skemmdir á þeim upprunalega.
„Sögufrægum flíkum ætti enginn að klæðast, nokkurn tímann“
Fyrr í mánuðinum mætti Kim Kardashian á Met Gala í sögufrægum kjól sem var í eigu Marilyn Monroe. Svo mjög voru forverðir óánægðir með uppátækið að ICOM, alþjóðaráð safna, sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 18. maí 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir marga hljóta að spyrja hvað LOGOS fékk greitt fyrir minnisblað um Bankasýsluna
Þingmaður Samfylkingar segir að ef mönnum sé alvara um að fara í saumana á sölunni á Íslandsbanka sé það ekki ekki gert með aðkeyptum lögfræðiálitum sem bæta engu við málflutninginn og er komið með forgangi til ákveðinna fjölmiðla til forsíðubirtingar.“
Kjarninn 18. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar.
Þórdís Lóa segir ekki ólíklegt að Viðreisn og Framsókn séu að fara að vinna saman
Oddviti Viðreisnar segir Samfylkingu, Pírata og Viðreisn eiga málefnalega samleið í mikilvægum málaflokkum og að Framsókn virðist standa nærri þeim. Það sé þó ljóst að gamli meirihlutinn sé fallinn og að næstu skref séu að mynda nýjan.
Kjarninn 18. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent