Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022

Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.

húsnæðismál samningur
Auglýsing

Árs­reikn­inga­skrá Skatts­ins sendi á föstu­dag til­kynn­ingu til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn árs­reikn­ingi um að ef reikn­ingi verði ekki skilað innan fjög­urra vikna muni stofn­unin nýta heim­ild til að láta slíta þeim. Í til­kynn­ing­unni segir að engir frek­ari frestir verði veittir og ef reikn­ingar ber­ist ekki mun krafa um skipti á búi við­kom­andi félags verða send til hér­aðs­dóms.

Sam­kvæmt minn­is­blaði um fram­kvæmd þessa sem Skatt­ur­inn hefur birt á heima­síðu sinni þá er til­kynn­ing send til félaga sem hafa ekki skilað inn árs­reikn­ingi innan sex mán­aða frá því að frestur til skila rann út.

Lög­­­bund­inn frestur til að skila inn árs­­­reikn­ingi er fyrir lok ágúst mán­aðar hvert ár. ­Stærri félög fá þó lengri frest og eiga að skila fyrir lok sept­­em­ber­mán­að­­ar. Alls skil­uðu 56 pró­­­sent þeirra 42.625 félaga sem eru skila­­­skyld reikn­ingnum á réttum tíma á síð­asta ári. 

Félög fá átta mán­uði til að skila reikn­ingi eftir að frestur rennur út, og fá til­kynn­ingu frá Skatt­inum um mögu­leg slit sex mán­uðum eftir það. Því þurfa að vera liðnir 14 mán­uðir frá því að skila­frestur rann út þar til að til­kynn­ing um slit er send. 

Því liggur fyrir að til­kynn­ing­arnar sem Skatt­ur­inn sendi út fyrir helgi séu vegna van­skila á eldri reikn­ingum en vegna árs­ins 2020. 

Lág sekt og heim­ild til slita sem var ekki virkjuð

Það hefur lengi verið vanda­­­­mál að fá íslensk félög til að skila árs­­­­reikn­ingum inn til Skatts­ins á réttum tíma. Árið 2007 höfðu ein­ungis 15,4 pró­­­­sent félaga í land­inu sem áttu að skila inn árs­­­­reikn­ingi gert það á réttum tíma. 

Árið 2016 voru inn­­­­­­­leidd í lög við­­­­ur­lög við því að skila ekki inn árs­­­­reikn­ingi innan setts ramma. Ann­­­­ars vegar átti að vera hægt að sekta félög um 600 þús­und krónur ef þau skil­uðu ekki innan átta mán­aða og hins vegar átti að vera hægt að slíta þeim ef árs­­­­reikn­ingar hefðu enn ekki borist sex mán­uðum eftir að átta mán­aða frest­­­­ur­inn rann út, eða 14 mán­uðum eftir að reikn­ings­ári lauk. 

Auglýsing
Fyrir flest félög er 600 þús­und króna sekt ekki erfið við­­­ur­­­­­eignar og því lá ljóst fyrir að hótun um slit á félagi myndi virka sem meiri hvati til skila en sekt­­­­ar­greiðsl­­­­an. 

Kjarn­inn greindi frá því í ágúst að Skatt­­ur­inn hefði svarað því til, eftir fyr­ir­­spurn Kjarn­ans um mál­ið, að heim­ild­inni til að slíta félögum hefði aldrei verið beitt. Ástæðan væri sú að í lög­­unum komi fram að ráð­herra eigi að setja „nán­­ari fyr­ir­­mæli um með­­­ferð slíkra mála hjá árs­­reikn­inga­­skrá í reglu­­gerð. Sú reglu­­gerð hafði ekki verið sett þrátt fyrir að rúm­lega fimm ár væru lið­inn frá því að lögin tóku gild­i. 

Þetta ákvæði þeirra var því dauður stafur í allan þann tíma.

Á sjötta ár liðið

Eftir umfjöllun Kjarn­ans um málið komst hreyf­ing á það og í sept­em­ber birti sá hluti atvinnu­vega­ráðu­neyt­is­ins, sem Þór­­dís Kol­brún R. Gylfa­dóttir stýrði á þeim tíma, drög að reglu­­gerð­inni í sam­ráðs­­gátt stjórn­­­valda.

Ákvæðið varð virkt 18. októ­ber 2021, eftir að reglu­­gerðin var loks gefin út.

Kjarn­inn greindi frá því 10. nóv­­em­ber síð­­ast­lið­inn að árs­­­reikn­inga­­­skrá hefði þá enn sem komið er ekki kraf­ist skipta neinu félagi sem hefði ekki skilað árs­­­reikn­ingi innan lög­­­­­boð­ins frests. 

Það hefur nú breyst, þegar á sjötta ár er liðið frá því að lögin tóku gildi.

Eitt stærsta fyr­ir­tæki lands­ins skil­aði ekki reikn­ingum

​​Á­stæða þess að Kjarn­inn spurð­ist fyrir um málið er að eitt stærsta fyr­ir­tæki lands­ins, Sam­herji Hold­ing, hafði ekki skilað árs­­reikn­ingi vegna árs­ins 2019 þrátt fyrir að hafa átt að gera það á árinu 2020. Það ár fengu félög við­bót­ar­frest til að skila árs­reikn­ingi fram í byrjun októ­ber, vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. 

Til að átta sig á stærð­argráðu fyr­ir­tæk­is­ins, sem heldur utan um erlenda starf­semi Sam­herj­a­sam­stæð­unnar og eign hennar í Eim­skip, þá var eigið fé þess, mun­ur­inn á eignum og skuld­um, 61,3 millj­­arða króna í lok árs 2020. Það hefur án efa auk­ist umtals­vert á síð­asta ári, en eign­ar­hlut­ur­inn í Eim­skip nán­ast tvö­fald­að­ist í virði á árinu 2021. 

Á meðal þess sem er vistað inni í Sam­herja Hold­ing er Namib­­íu­­starf­­semi Sam­herja, sem er til umfangs­­mik­illar rann­­sóknar hér­­­lendis vegna meintra mút­u­greiðslna, pen­inga­þvættis og skatta­snið­­göng­u. 

Sam­kvæmt öllu hefði 14 mán­aða frestur Sam­herja Hold­ing til að skila inn árs­reikn­ingi vegna árs­ins 2019 átt að renna út seint á síð­asta ári, eftir að reglu­gerðin sem heim­il­aði slit félaga sem ekki skila varð virk. 

Sam­herji Hold­ing skil­aði loks árs­reikn­ingum vegna áranna 2019 og 2020 þann 30. des­em­ber. Þeir voru und­ir­rit­aðir með fyr­ir­vara vegna óvissu „um mála­­rekstur vegna fjár­­hags­­legra upp­gjöra sem tengj­­ast rekstr­inum í Namib­­íu.“ Sá fyr­ir­vari var gerður bæði af stjórn Sam­herja Hold­ing, sem sam­­þykkti árs­­reikn­ing­inn á aðal­­fundi sínum í lok des­em­ber, og end­­ur­­skoð­anda félags­­ins. 

Hægt er að lesa ítar­lega umfjöllun Kjarn­ans um árs­reikn­ing­ana hér.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Húsnæðisstuðningur skuli fyrst og fremst nýtast þeim sem á þurfa að halda
Ljóst er að staða leigjenda út frá húsnæðisöryggi og byrði húsnæðiskostnaðar er lakari en þeirra sem eiga eigin íbúð. Aðgerða er þörf sem miða m.a. að því að lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 19. maí 2022
Margar kvartanir byggðar „á misskilningi“
UN Women lýsa yfir þungum áhyggjum af aðstæðum einstaklinga sem hingað hafa leitað að skjóli og eru hluti af búsetuúrræði ÚTL á Ásbrú. Samkvæmt ÚTL hefur aðstaðan verið í stöðugri endurskoðun undanfarna rúma tvo mánuði.
Kjarninn 19. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að vinna þegar maður tapar
Kjarninn 19. maí 2022
Claudia Ashanie Wilson, Eiríkur Rögnvaldsson, Eliza Reid, Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, Gísli Pálsson og Sema Erla Serdaroglu
Kynþáttamörkun
Kjarninn 19. maí 2022
Mestu sóknarfærin í innlendri matvælaframleiðslu liggja í aukinni framleiðslu korns sem og í að auka hlutdeild innlendrar framleiðslu grænmetis.
Vinna þarf áhættugreiningu fyrir atburði sem geta raskað fæðuöryggi landsins
Matvælaráðherra hefur lagt fyrir ríkisstjórn 16 tillögur um aðgerðir til að auka fæðuöryggi Íslands. Nú þegar hefur starfshópur um neyðarbirgðir verið settur á laggirnar en áhersla þarf að vera á öryggi framboðs, þrátt fyrir baktryggingu í neyðarbirgðum.
Kjarninn 19. maí 2022
Kim Kardashian á rauða dregli Met Gala fyrr í þessum mánuði. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin skipti hún yfir í endurgerð kjólsins til þess að koma í veg fyrir skemmdir á þeim upprunalega.
„Sögufrægum flíkum ætti enginn að klæðast, nokkurn tímann“
Fyrr í mánuðinum mætti Kim Kardashian á Met Gala í sögufrægum kjól sem var í eigu Marilyn Monroe. Svo mjög voru forverðir óánægðir með uppátækið að ICOM, alþjóðaráð safna, sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 18. maí 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir marga hljóta að spyrja hvað LOGOS fékk greitt fyrir minnisblað um Bankasýsluna
Þingmaður Samfylkingar segir að ef mönnum sé alvara um að fara í saumana á sölunni á Íslandsbanka sé það ekki ekki gert með aðkeyptum lögfræðiálitum sem bæta engu við málflutninginn og er komið með forgangi til ákveðinna fjölmiðla til forsíðubirtingar.“
Kjarninn 18. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent