Ekki búið að slíta neinu félagi vegna vanskila á ársreikningum

Ákvæði sem gerir Skattinum kleift að slíta félögum sem skila ekki inn ársreikningi sínum innan lögbundins frest er loksins orðið virkt, rúmum fimm árum eftir að lögin voru sett. Engu félagi hefur þó verið slitið.

Þeir sem velja að skrifa ekki undir og birta ársreikning félaga sinna hætta nú á að Skatturinn slíti þeim félögum.
Þeir sem velja að skrifa ekki undir og birta ársreikning félaga sinna hætta nú á að Skatturinn slíti þeim félögum.
Auglýsing

Ákvæði sem gerir Skatt­inum kleift að slíta félögum sem skila ekki inn árs­reikn­ingi sínum innan lög­bund­ins frest er loks­ins orðið virkt, rúmum fimm árum eftir að lögin voru sett. Engu félagi hefur þó verið slit­ið.

Árs­reikn­inga­skrá hefur enn sem komið er ekki kraf­ist skipta neinu félagi sem hefur ekki skilað árs­reikn­ingi innan lög­boð­ins, frests þrátt fyrir að reglu­gerð sem virkjar ákvæði laga þess efnis hafi verið gefin út 18. októ­ber síð­ast­lið­inn. 

Ákvæði sem heim­ilar slit á félögum sem sinna ekki lög­­bund­inni skila­­skyldu á árs­­reikn­ingum hefur verið til staðar í lögum frá árinu 2016. Kjarn­inn greindi frá því í haust að henni hefði aldrei verið beitt, vegna þess að það ráðu­­neyti sem stýrir mála­­flokkn­um,, sá hluti atvinn­u­­vega- og nýsköp­un­­ar­ráðu­­neyt­is­ins sem heyrir undir Þór­­dísi Kol­brúnu R. Gylfa­dótt­­ur, hafi ekki gefið út reglu­­gerð sem virkjar það. 

Því hafði ákvæðið verið dauður stafur í fimm ár og engu félagi sem virt hefur lögin um skil á árs­­reikn­ingi að vettugi hafði fyrir vikið verið slit­ið. 

Lög­­bund­inn frestur til að skila inn árs­­reikn­ingi vegna árs­ins 2020 rann út í lok ágúst. Alls skil­uðu 56 pró­­sent þeirra 42.625 félaga sem eru skila­­skyld reikn­ingnum á réttum tíma. ­Stærri félög fengu þó lengri frest og áttu að skila fyrir lok sept­em­ber­mán­að­ar.

Ein umsögn barst

Í kjöl­far umfjöll­unar Kjarn­ans voru birt drög að reglu­gerð í sam­ráðs­­gátt stjórn­­­valda sem heim­ilar árs­­reikn­inga­­skrá skatts­ins að slíta félögum sem hafa ekki skilað árs­­reikn­ingum 14 mán­uðum eftir að reikn­ings­ári lýk­­ur. 

Auglýsing
Drögin voru til umsagnar til 20. sept­em­ber og ein­ungis ein umsögn bar­st, frá Sam­­bandi íslenskra sveit­­ar­­fé­laga. Þar kom fram að sam­­bandið gerði ekki athuga­­semdir við reglu­­gerð­ina en hvatti til „þess að ráð­herra und­ir­­riti reglu­­gerð­ina sem fyrst svo ekki verði frek­­ari tafir á mög­u­­leikum árs­­reikn­inga­­skrár til að krefj­­ast slita á félögum er ekki hafa skilað inn árs­­reikn­ing­i.“

Eftir að umsagn­ar­frestur rann út skrif­aði ráð­herra undir reglu­gerð­ina og hún var svo aug­lýst í stjórn­ar­tíð­indum 18. októ­ber. Eftir þá aug­lýs­ingu tók hún gild­i. 

Hægt að sekta félög um 600 þús­und krónur

Það hefur lengi verið vanda­­­mál að fá íslensk félög til að skila árs­­­reikn­ingum inn til Skatts­ins á réttum tíma. Sam­­­kvæmt lögum á að skila slíkum átta mán­uðum eftir að reikn­ings­ári lýk­­­ur, en í flestum til­­­­­fellum rennur sá frestur út 1. sept­­­em­ber á ári hverju. Árið 2007 höfðu ein­ungis 15,4 pró­­­sent félaga í land­inu sem áttu að skila inn árs­­­reikn­ingi gert það á réttum tíma. 

Árið 2016 voru inn­­­­­leidd í lög við­­­ur­lög við því að skila ekki inn árs­­­reikn­ingi á réttum tíma. Ann­­­ars vegar átti að vera hægt að sekta félög um 600 þús­und krónur ef þau skil­uðu ekki innan átta mán­aða og hins vegar átti að vera hægt að slíta þeim ef árs­­­reikn­ingar hefðu enn ekki borist sex mán­uðum eftir að átta mán­aða frest­­­ur­inn rann út, eða 14 mán­uðum eftir að reikn­ings­ári lauk. 

Fyrir flest félög er 600 þús­und króna sekt ekki erfið við­­ur­­­­eignar og því lá ljóst fyrir að hótun um slit á félagi myndi virka sem meiri hvati til skila en sekt­­­ar­greiðsl­­­an. 

Fá frest eftir að frest­­­ur­inn er lið­inn

Í reglu­­gerð­inni kemur fram að þegar 14 mán­aða frest­­­ur­inn er lið­inn muni árs­­­reikn­inga­­­skrá senda til­­­kynn­ingu til við­kom­andi félags, þar sem veittur verður fjög­­­urra vikna frestur til þess að skila árs­­­reikn­ingi eða eftir atvikum sam­­­stæð­u­­­reikn­ingi sem upp­­­­­fyllir kröfur laga. Ekki verða veittir frek­­­ari frestir af hálfu árs­­­reikn­inga­­­skrár. 

Ef þessi loka­frestur er virtur að vettugi mun árs­­­reikn­inga­­­skrá senda hér­­­aðs­­­dómi beiðni um að félag verði tekið til skipta.

Dóm­­­ari mun svo meta fram­lagða kröfu og taka ákvörðun um með­­­­­ferð henn­­­ar. „Ef stjórn félags eða fram­­­kvæmda­­­stjóri mætir til fyrstu fyr­ir­töku getur dóm­­­ari orðið við beiðni félags um allt að tveggja mán­aða frest á með­­­­­ferð kröf­unn­ar[...]Ef full­nægj­andi árs­­­reikn­ingi og sam­­­stæð­u­­­reikn­ingi ef við á, er skilað til árs­­­reikn­inga­­­skrár eftir að krafa um skipti hefur komið fram en áður en úrskurður um skipti er kveð­inn upp, aft­­­ur­­­kallar árs­­­reikn­inga­­­skrá kröfu um skipti á félagi. Skil­yrði aft­­­ur­köll­unar kröfu um skipti, er að félag hafi greitt allan kostnað vegna skipta, sem og álagða sekt vegna van­rækslu á réttum skilum árs­­­reikn­ing.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristrún í formannsframboð: „Samfylkingin þarf að ná virkari tengingu við venjulegt fólk“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún ætlar að leggja áherslu á kjarnamál jafnaðarmanna, jákvæða pólitík, meiri samkennd og minni einstaklingshyggju. „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur“.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Í könnuninni var spurt hvaða verkalýðsleiðtoga fólk treysti helst til að leiða ASÍ. Auk þessara fjögurra var nafn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar á listanum.
Reykvíkingar, háskólamenntaðir og kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til Drífu
Drífa Snædal naut mests trausts kjósenda allra flokka nema Sósíalistaflokks Íslands til þess að leiða Alþýðusamband áfram næstu tvö árin, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Gallup var falið að framkvæma.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Húðtóna heyrnartól frá Kardashian
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýr íslenskur „banki“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Sjúklingar þurfa ekki að eiga snjallsíma til að nýta sér þjónustu Uber Health.
Uber haslar sér völl í heilbrigðisþjónustu
Ástralskir læknar geta nú bókað akstur fyrir sjúklinga sína á læknastofur og sjúkrahús hjá farveitunni Uber. Margir hafa lýst yfir efasemdum um að fyrirtækinu sé treystandi fyrir heilbrigðisupplýsingum fólks.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Þorsteinn Víglundsson
Vinnumarkaður í úlfakreppu
Kjarninn 19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún boðar til fundar– Telur að Samfylkingin geti náð aftur vopnum sínum
Kristrún Frostadóttir mun tilkynna um framboð sitt til formann Samfylkingarinnar á fundi í dag. Þar ætlar hún að segja frá því hvernig hún telur að endurvekja megi „von og trú fólks á að það sé hægt að breyta og reka samfélagið okkar betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent