Rúmlega helmingur félaga skilaði ársreikningi fyrir árið 2020 á réttum tíma

Lokaskiladagur ársreikninga var 31. ágúst síðastliðinn. Félög hafa í auknum mæli skilað ársreikningum á réttum tíma síðan viðurlög voru hert árið 2016 en von er á reglugerð sem heimilar slit félaga sem ekki skila ársreikningi.

Aðalstöðvar Skattsins eru við Laugaveg 166 í Reykjavík.
Aðalstöðvar Skattsins eru við Laugaveg 166 í Reykjavík.
Auglýsing

Alls höfðu 56 pró­sent félaga skilað inn árs­reikn­ingi fyrir reikn­ings­árið 2020 fyrir mið­nætti 31. ágúst síð­ast­lið­inn en það var loka­skila­dagur árs­reikn­inga fyrir það ár. Sam­kvæmt skrif­legu svari frá Skatt­inum við fyr­ir­spurn Kjarn­ans höfðu 23.863 félög skilað inn árs­reikn­ingi fyrir mið­nætti 31. ágúst síð­ast­lið­inn en alls voru 42.625 félög skráð á lista yfir skila­skyld félög fyrir reikn­ings­árið 2020. Á mið­nætti sunnu­dag­inn 5. sept­em­ber, þ.e. í gær­kvöldi, höfðu 24.485 félög skilað árs­reikn­ingi fyrir árið 2020 til árs­reikn­inga­skrár.

Hlut­fall þeirra félaga sem skil­uðu árs­reikn­ingi á réttum tíma er því eins og áður segir 56 pró­sent. Hlut­fallið batnar á milli ára en það var 53,8 pró­sent í fyrra. Sam­kvæmt svari skatts­ins voru skilin í ár og í fyrra lak­ari en árið þar á undan og má það að ein­hverju leyti rekja til áhrifa kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins.

Við­ur­lög bættu skil

Þrátt fyrir að hlut­fall þeirra félaga sem skila árs­reikn­ingi á réttum tíma sé ekki nema um helm­ingur þá hefur hlut­fallið batnað mikið á und­an­förnum árum. Til að mynda skil­uðu 15,4 pró­sent skila­skyldra félaga árs­reikn­ingum fyrir 1. sept­em­ber árið 2007 en þá voru rúm­lega 30 þús­und skila­skyld félög í land­inu. Þegar árið var á enda runnið höfðu 60 pró­sent félaga skilað árs­reikn­ingi sem þýðir að fjögur af hverjum tíu félögum ákváðu heldur að greiða sekt en að skila inn árs­reikn­ingum sínum á réttum tíma og sum félög skil­uðu þeim ein­fald­lega ekki.

Auglýsing

Ástæð­una fyrir auknum skilum má ekki síst rekja til þess að árið 2016 voru við­ur­lög við því að skila árs­reikn­ingi ekki á réttum tíma hert veru­lega. Til­gangur við­ur­lag­anna, til við­bótar við bætt skil, var að sporna gegn kenni­tölu­flakki og auka gagn­sæi.

Árið 2016 skil­aði tæp­lega helm­ingur félaga inn árs­reikn­ingi á réttum tíma og 87 pró­sent þeirra gerði það fyrir árs­lok 2016. Til sam­an­burðar skil­aði um þriðj­ungur félaga árs­reikn­ingi á réttum tíma ári áður.

Reglu­gerð sem heim­ilar slit á leið í sam­ráðs­gátt

Við­ur­lögin sem um ræðir fel­ast meðal ann­ars í stjórn­valds­sekt upp á 600 þús­und krón­ur. Þar að auki var árs­reikn­inga­skrá veitt heim­ild til þess að slíta félögum sem ekki skila árs­reikn­ingum innan sex mán­aða eftir að upp­haf­legur frestur rennur út, eða alls 14 mán­uðum eftir að rekstr­ar­ári lýk­ur.

Sú heim­ild hefur aldrei verið nýtt vegna þess að ráð­herra hefur ekki sett reglu­gerð með fyr­ir­mælum um með­ferð slíkra skila.

Mál­efni árs­reikn­inga­skrár heyra undir atvinnu­vega og nýsköp­un­ar­ráðu­neytið en Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ferða­mála- iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra, stýrir þeim hluta ráðu­neyt­is­ins sem fer með þau mál­efni. Sam­kvæmt nýlegu svari frá ráðu­neyt­inu við fyr­ir­spurn Kjarn­ans er reglu­gerðin á loka­metr­unum og búist er við því að drögin fari í sam­ráðs­gátt stjórn­valda í þess­ari viku.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meðalverð flugmiða með Ryanair stendur nú í 40 til 50 Evrum og segir O‘Leary að búast megi við því að það hækki í 60 Evrur.
Forstjóri Ryanair boðar ringulreið í flugbransanum næstu árin
Michael O‘Leary segir flugferðir orðnar of ódýrar fyrir það sem þær eru og að dæmið gangi því einfaldlega ekki upp.
Kjarninn 3. júlí 2022
Notkun tölva gegnir sífellt stærra hlutverki í leik og starfi hjá flestum. Á síðustu misserum hefur margföldun orðið í tilraunum til netsvindls.
Sjö ráð til að koma í veg fyrir netsvindl
Margföldun hefur orðið á tilraunum til netsvindls og reglulega eru fluttar fréttir af nýjum svikapóstum í umferð. Framkvæmdastjóri CERT-IS segir mikilvægt að huga vel að netöryggi og að margar einfaldar lausnir séu í boði í þeim efnum.
Kjarninn 3. júlí 2022
Bryndís Friðriksdóttir svæðisstjóri höfuðborgarsvæðisins og Arndís Ósk Ólafsdóttir Arnalds forstöðumaður verkefnastofu Borgarlínu.
Áskorun að tryggja flæði á meðan það verður grafið og byggt
Á næstu árum fara í hönd miklar samgönguframkvæmdir víða á höfuðborgarsvæðinu. Kjarninn ræddi við svæðisstjóra Vegagerðarinnar og forstöðumann verkefnastofu Borgarlínu um stóru verkefnin sem eru á döfinni og hvernig á að láta umferðina ganga upp á meðan.
Kjarninn 3. júlí 2022
Herlufsholmen var áður munkaklaustur en í aldir var þar rekinn skóli.
Uppnám í elítuskólanum og prinsinn hættur
Herlufsholmskólinn á Sjálandi hefur verið talinn fyrirmynd annarra skóla í Danmörku, skóli hinna útvöldu og ríku. Ný heimildamynd svipti hins vegar hulunni af ýmsu sem tíðkast hefur í skólanum og nú er skólastarfið í uppnámi.
Kjarninn 3. júlí 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent