Skil á ársreikningum hafa tekið stakkaskiptum eftir að viðurlög voru hert

Eftir að viðurlög við því að skila ekki ársreikningum á réttum tíma voru hert skila mun fleiri fyrirtæki þeim á réttum tíma. Enn þarf almenningur, fjölmiðlar og aðrir áhugasamir þó að greiða fyrir aðgang að ársreikningum.

Ársreikningaskrá heyrir undir embætti ríkisskattstjóra.
Ársreikningaskrá heyrir undir embætti ríkisskattstjóra.
Auglýsing

Skil íslenskra fyr­ir­tækja á árs­reikn­ingum sínum til fyr­ir­tækja­skráar hafa batnað mjög á und­an­förnum árum sam­hliða því að við­ur­lög við því að skila þeim ekki á tíma hafa verið hert veru­lega. Nú liggur fyrir Alþingi frum­varp sem mun veita árs­reikn­inga­skrá heim­ild til að fella niður álagðar stjórn­valds­sektir vegna van­skila á árs­reikn­ingi á félög sem hefur verið slit­ið. Þannig verða félög sem eru ekki í neinni eig­in­legri starf­semi hreinsuð út af skrá án þess að óupp­gerð stjórn­valds­sektin vegna van­skila á árs­reikn­ingi standi í vegi fyrir slit­u­m. 

Enn er málum þó þannig háttað á Íslandi að almenn­ing­ur, fjöl­miðlar og aðrir áhuga­samir þurfa að greiða fyrir aðgang að árs­reikn­ingum fyr­ir­tækja sem dregur úr getu þeirra til að veita aðhald.

Skil voru óásætt­an­leg

Árið 2007 voru 30.308 félög skila­skyld í land­inu og af þeim skil­uðu 15,4 pró­sent árs­reikn­ingum fyrir 1. sept­em­ber, sem er síð­asti skila­dagur ár hvert sam­kvæmt lög­um. Alls skil­uðu undir 60 pró­sent félaga í land­inu árs­reikn­ingum áður en það ár var liðið sem þýðir að fjögur af hverjum tíu félögum ákváðu frekar að greiða sektir en að skila inn árs­reikn­ingum sín­um. Sum skil­uðu þeim bara alls ekki. Ár eftir ár.

Árið 2015 var staðan orðin umtals­vert betri, en samt ekki nógu góð. Þriðj­ungur þeirra 35.895 félaga sem áttu að skila inn árs­reikn­ingi skil­uðu honum inn fyrir lok ágúst­mán­aðar líkt og lög gera ráð fyr­ir. Heilt yfir skil­uðu þó um 85 pró­sent félaga reikn­ingum inn til rík­is­skatt­stjóra áður en árið 2015 var á enda.

Árið 2016 voru við­ur­lög við því að skila árs­reikn­ingum seint eða alls ekki hert umtals­vert með laga­breyt­ingu. Til­gang­ur­inn var að bæta skil en einnig að sporna gegn kenni­tölu­flakki og auka gagn­sæ­i. 

Auglýsing
Skil bötn­uðu veru­lega eftir að lögin voru sam­þykkt. Á árinu 2016 skil­uðu tæp­lega helm­ingur þeirra 38.130 félaga sem voru skila­skyld árs­reikn­ingi sínum fyrir lög­bund­inn tíma­frest og 87 pró­sent þeirra skil­uðu þeim áður en skila­ár­inu var lok­ið. Á árinu 2017 bötn­uðu þessar tölur enn frekar, þegar 61 pró­sent félaga skil­aði inn árs­reikn­ingi fyrir 1. sept­em­ber og 88 pró­sent áður en því ári var lok­ið. 

Við­ur­lög­in, stjórn­valds­sekt upp á 600 þús­und krónur auk þess sem sem árs­reikn­inga­skrá getur kraf­ist skipta á búi þeirra sem ekki fara að lögum um rétt skil, hafa verið not­uð. Vegna reikn­ings­árs­ins 2016 sektaði árs­reikn­inga­skrá 4.557 félög. Þar af hafa 1.631 félög ekki staðið skil á árs­reikn­ingi en eru þó enn skráð í fyr­ir­tækja­skrá, og falla því undir það ákvæði laga sem heim­ilar slit þeirra. 

Nú liggur fyrir Alþingi frum­varp sem mun veita árs­reikn­inga­skrá heim­ild til að fella niður álagðar stjórn­valds­sektir vegna van­skila á árs­reikn­ingi á félög sem hefur verið slit­ið. Þannig verða félög sem eru ekki í neinni eig­in­legri starf­semi hreinsuð út af skrá án þess að óupp­gerð stjórn­valds­sektin vegna van­skila á árs­reikn­ingi standi í vegi fyrir slit­u­m. 

Gjald­taka enn hindrun

Það þarf þó að gera fleira til að koma málum sem snúa að árs­reikn­ingum í lag. Á síð­ustu þremur þingum hefur verið lagt fram frum­varp um breyt­ingu á lögum um árs­reikn­ingi og lögum um hluta­fé­lög sem eiga að fela í sér að aðgangur að árs­reikn­inga­skrá og hluta­fé­laga­skrá verði gjald­frjáls. 

Fyrsti flutn­ings­maður frum­varps­ins hefur ætið verið Björn Leví Gunn­ars­son, þing­maður Pírata. Með­flutn­ings­menn hans hafa verið aðrir þing­menn Pírata, Andrés Ingi Jóns­son, nú utan flokka, og Jón Stein­dór Valdi­mars­son, þing­maður Við­reisn­ar. 

Til­gangur frum­varps­ins er að bæta lög­gjöf sem sam­þykkt var árið 2017 sem varð­aði auk­inn aðgang að fyr­ir­tækja­­skrá. Í því fólst að almenn­ingur fékk aðgang að fyr­ir­tækja­­skrá án gjald­­töku. Sú laga­breyt­ing fól þó ekki í sér að aðgengi að gögnum þeirrar skrár, sem er að finna í hluta­­fé­laga- og árs­­reikn­inga­­skrá, yrði án gjald­­töku. Því skipti laga­breyt­ingin litlu máli fyrir þá sem þurfa að sækja slíkar upp­­lýs­ingar starfs síns vegna.

Breyt­ing­ar­til­lög­urnar hafa hingað til ekki hlotið afgreiðslu. Litlar sem engar líkur eru á því að það muni nást í gegn áður en yfir­stand­andi þingi verður slit­ið. 

Hefur aðal­lega áhrif á tvo aðila

Það að veita almenn­ingi, fjöl­miðlum og öðrum áhuga­sömum aðilum gjald­frjálsan aðgang að árs­reikn­inga­skrá og eftir atvikum öðrum gögnum sem skilað er inn til fyr­ir­tækja­skráar um starf­semi fyr­ir­tækja, myndi aðal­lega hafa rekstr­ar­leg áhrif á tvo aðila: fyr­ir­tækja­skrá rík­is­skatt­stjóra og einka­fyr­ir­tækið Credit­in­fo. 

Auglýsing
Þegar frum­varpið var lagt fram á vor­þingi árs­ins 2018 skil­uðu þessir hags­muna­að­ilar umsögnum um það. Í umsögn rík­is­skatt­stjóra kom fram að tekjur emb­ætt­is­ins af hluta­fé­laga­skrá og árs­reikn­inga­skrá hefðu verið 133,7 millj­ónir króna á árinu 2017. Þar sagði enn fremur að gera megi ráð fyrir því að margir þeirra aðila sem fram til þessa hafi greitt fyrir upp­­lýs­ingar úr skránum mun sækja þær upp­­lýs­ingar gjald­frjálst verði frum­varpið að lög­­­um. „Sam­­kvæmt fram­an­­greindu er því ljóst að fót­unum er veru­­lega kippt undan fjár­­­mögnun á rekstri fyr­ir­tækja­­skrár verði inn­­heimta þjón­ust­u­gjalda að öllu leyti felld nið­­ur. Mun rík­­is­skatt­­stjóri því verða af miklum rekstr­­ar­­tekjum sem bæta þarf emb­ætt­inu með aukn­ingu á beinu rekstr­­ar­fram­lagi. Þeirri breyt­ingu á rekstr­­ar­grund­velli fyr­ir­tækja­­skrár rík­­is­skatt­­stjóra, sem fyr­ir­huguð er, má líkja við það að ákveð­inn yrði ókeypis aðgangur að söfnum lands­ins.“

Rík­­is­skatt­­stjóri sagði að ef fyr­ir­hug­aðar laga­breyt­ingar fram að ganga þá væri æski­­legt að veitt yrði heim­ild til að setja reglu­­gerð um afmörkun þeirra upp­­lýs­inga sem veita ætti gjald­frjálst aðgengi að og fram­­kvæmd hins raf­­ræna aðgeng­­is. „Hvort heldur átt er við ein­stakar upp­­flett­ingar almenn­ings eða aðgang fyr­ir­tækja að gagna­grunnum eða afritun ein­stakra skráa vegna úrvinnslu upp­­lýs­inga.“

Taldi ekki óeðli­legt að greitt væri fyrir

Í umsögn rík­­is­skatt­­stjóra kom fram að 106 millj­­ónir króna af þeim 133,7 millj­­ónum króna sem stofn­unin hafði í tekjur af því að selja upp­­lýs­ingar úr hluta­­fé­laga- og árs­­reikn­inga­­skrá á árinu 2017 hefði komið frá mið­l­­ur­­um. Þ.e. fyr­ir­tækjum sem kaupa upp­­lýs­ing­­arnar og end­­ur­­selja þær til við­­skipta­vina.

Stærsta fyr­ir­tækið á þeim mark­aði er Credit­in­fo. Það skil­aði einnig inn umsögn um frum­varp­ið. Þar sagði m.a. að upp­­lýs­ing­­arnar væru fyrst og fremst nýttar af atvinn­u­líf­inu. „Kaup­endur upp­­lýs­ing­anna eru að lang­­mestu leyti fjár­­­mála­­fyr­ir­tæki, lög­­­menn, end­­ur­­skoð­endur og aðrir þátt­tak­endur í við­­skipta­líf­inu. Fram­an­­greindir aðilar hafa hags­muni af því að afla upp­­lýs­ing­anna í tengslum við ákvarð­ana­tökur og ekki óeðli­­legt að þeir sem nota upp­­lýs­ing­­arnar greiði fyrir slíkar upp­­lýs­ingar með gjöldum sem lögð eru á skv. heim­ild í lög­­um, í stað þess að almannafé verði nýtt til að standa straum af kostn­aði við rekstur skránna.“

Ekki væri séð að það tak­­mark­aði aðgang almenn­ings að upp­­lýs­ingum úr fram­an­­greindum skrám að greitt væri sann­­gjarnt gjald fyrir öflun þeirra að mati Credit­in­fo, enda væri vænt­an­­lega í flestum til­­­fellum um að ræða öflun á ein­staka upp­­lýs­ingum fremur en að þörf sé á öflun viða­­mik­illa skráa. „Það ætti þó helst við í til­­­felli fræð­i­­manna en skoða mætti afhend­ingu gagna til slíkra aðila sér­­stak­­lega, sem þá til­­­greindu í hvaða til­­­gangi þörf væri á viða­­miklum skrám, hvernig þær yrðu nýttar og hvernig með­­­ferð per­­són­u­­upp­­lýs­inga yrði tryggð. Magn­af­­sláttur í gjald­­skrá væri hugs­an­­legur í slíkum til­­­fell­u­m.“

Auk þeirra hópa sem Credit­info nefndi í sinni umsögn eru þó ýmsir aðrir sem sækja slíkar upp­­lýs­ing­ar. Meðal ann­­ars fjöl­mið­l­­ar, en í upp­­lýs­ingum hluta­­fé­laga- og árs­­reikn­inga­­skrár er að finna allar helstu upp­­lýs­ingar um rekstur og eign­­ar­hald fyr­ir­tækja lands­ins auk upp­­lýs­inga um allar breyt­ingar sem verða t.d. í fjár­­­mögnun þeirra og stjórn­­­ar­­skip­­an.

Auglýsing
Ljóst má vera að gjald­taka vegna aðgangs að þessum gögnum um fyr­ir­tæki lands­ins er því hindrun fyrir fjöl­miðla, fræði­menn, önnur fyr­ir­tæki og almenn­ing all­an.

Hulu svipt af raun­veru­legum eig­endum

Auk þeirra breyt­inga sem ráð­ist hefur verið í á lagaum­hverfi vegna árs­reikn­inga­skila tók gildi mjög ný lög í sumar sem setja þær kvaðir á alla lög­að­ila að upp­lýsa hverjir raun­veru­legir eig­endur (e. benef­icial owner) þeirra eru. Nú þegar þurfa allir sem stofna ný félög að gera grein fyrir því og stefnt er að því að allir sem skráðir eru hjá fyr­ir­tækja­skrá verði að gera grein fyrir því hver raun­veru­legur eig­andi þeirra er fyrir 1. mars 2020. Laga­breyt­ingin er liður í auknum vörnum Íslands gegn pen­inga­þvætti, en Ísland var sem kunn­ugt er sett á svo­kall­aðan gráan lista alþjóð­legu sam­tak­ana FATF vegna ónógra slíkra varna fyrr á þessu ári. 

Þessi breyt­ing, sem er risa­stórt gagn­sæ­is­skref, teng­ist eðli­lega þeim breyt­ingum sem þrýst hefur verið á um gjald­frjálst aðgengi að árs­reikn­inga- og fyr­ir­tækja­skrá. Fjöl­miðl­ar, og eftir atvikum aðrir sem þurfa að nálg­ast upp­lýs­ingar um hverjir eigi í raun fyr­ir­tæki sem hafa getað falið eign­ar­hald sitt fram til þessa, munu leika lyk­il­hlut­verk í að veita það aðhald sem þarf til þess að allar fram­an­greindar laga­breyt­ingar þjóni til­gangi sín­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Aðgerðirnar sem lagðar eru til af ríkisstjórninni til þess að hafa auknar tekjur af umferð bera vott um úrræðaleysi og skammsýni, segja hagsmunasamtök bílgreinarinnar, sem telja notkunargjöld styðja betur við orkuskipti í samgöngum.
Hver ekinn kílómeter á rafbíl kosti sex krónur í stað annarra gjalda
Samtök verslunar og þjónustu og Bílgreinasambandið vilja sjá nýtt notkunargjald leggjast á akstur bíla sem ganga fyrir rafmagni eða vetni, í stað þess að vörugjöld og bifreiðagjöld á þessa bíla hækki eins og gengið er út frá í fjárlagafrumvarpinu.
Kjarninn 8. desember 2022
Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Leggja til að fjölskyldur sem ekki var hægt að senda úr landi fái dvalarleyfi
Útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra er komið úr nefnd, nánast óbreytt. Stjórnarflokkarnir leggja til bráðabirgðabreytingu um að nokkur hópur fólks með börn, sem ekki var hægt að senda úr landi vegna veirufaraldursins, fái dvalarleyfi hérlendis.
Kjarninn 8. desember 2022
Ketill Sigurjónsson
Fallið vindmastur Orkuveitu Reykjavíkur
Kjarninn 8. desember 2022
Tölvuteikning Landsvirkjunar af Hvammsvirkjun. Stíflan er efst á myndinni, þá Viðey, frárennslisskurður til hægri og Ölmóðsey. Landsvirkjun á að tryggja 10 m3/s rennsli neðan stíflu.
Orkustofnun gefur Hvammsvirkjun grænt ljós
Hvammsvirkjun verður sjöunda virkjun Landsvirkjunar á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu en sú fyrsta sem reist verður í byggð. Orkustofnun setur skilyrði um vatnsmagn neðan stíflu og seiðafleytur fyrir laxfiska í nýútgefnu virkjunarleyfi.
Kjarninn 8. desember 2022
Framlög til RÚV hækka enn – Verða milljarði hærri á næsta ári en árið 2021
Alls er búist við að RÚV fái um 5,7 milljarða króna úr ríkissjóði á næsta ári. Það er 625 milljónum krónum meira en í ár og rúmum milljarði króna meira en 2021. Á sama tíma hafa framlög úr ríkissjóði til styrkjakerfis einkarekinna fjölmiðla lækkað.
Kjarninn 8. desember 2022
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Vilja hækka veiðigjöld, leggja kolefnisskatt á stóriðju, selja banka og fækka ráðherrum
Viðreisn vill greiða lækka opinberar skuldir og auka stuðning við barnafjölskyldur. Þá vill flokkurinn auka framlög til heilbrigðismála. Þetta vill hann fjármagna með hærri álögum á útgerðir og 13,5 milljarða króna kolefnisgjaldi á stóriðju.
Kjarninn 8. desember 2022
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, og Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Það fer ekk­ert á milli mála að ábyrgðin er hjá rík­is­sjóð­i“
„Hvert er planið?“ spyr þingmaður Samfylkingarinnar fjármálaráðherra- og efnahagsráðherra. Tilefnið er málefni ÍL-sjóðs, nú þegar fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu segir ríkið bótaskylt fari ÍL-sjóður í þrot.
Kjarninn 8. desember 2022
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór: „Ég tel seðlabankastjóra algjörlega ómarktækan“
Stýrivaxtahækkanir Seðlabankans „refsa stórum hópi fólks sem er ekki að fara til Tenerife og eyða um efni fram heldur er bara að reyna að komast af milli mánaða,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Kjarninn 8. desember 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar