Skil á ársreikningum hafa tekið stakkaskiptum eftir að viðurlög voru hert

Eftir að viðurlög við því að skila ekki ársreikningum á réttum tíma voru hert skila mun fleiri fyrirtæki þeim á réttum tíma. Enn þarf almenningur, fjölmiðlar og aðrir áhugasamir þó að greiða fyrir aðgang að ársreikningum.

Ársreikningaskrá heyrir undir embætti ríkisskattstjóra.
Ársreikningaskrá heyrir undir embætti ríkisskattstjóra.
Auglýsing

Skil íslenskra fyr­ir­tækja á árs­reikn­ingum sínum til fyr­ir­tækja­skráar hafa batnað mjög á und­an­förnum árum sam­hliða því að við­ur­lög við því að skila þeim ekki á tíma hafa verið hert veru­lega. Nú liggur fyrir Alþingi frum­varp sem mun veita árs­reikn­inga­skrá heim­ild til að fella niður álagðar stjórn­valds­sektir vegna van­skila á árs­reikn­ingi á félög sem hefur verið slit­ið. Þannig verða félög sem eru ekki í neinni eig­in­legri starf­semi hreinsuð út af skrá án þess að óupp­gerð stjórn­valds­sektin vegna van­skila á árs­reikn­ingi standi í vegi fyrir slit­u­m. 

Enn er málum þó þannig háttað á Íslandi að almenn­ing­ur, fjöl­miðlar og aðrir áhuga­samir þurfa að greiða fyrir aðgang að árs­reikn­ingum fyr­ir­tækja sem dregur úr getu þeirra til að veita aðhald.

Skil voru óásætt­an­leg

Árið 2007 voru 30.308 félög skila­skyld í land­inu og af þeim skil­uðu 15,4 pró­sent árs­reikn­ingum fyrir 1. sept­em­ber, sem er síð­asti skila­dagur ár hvert sam­kvæmt lög­um. Alls skil­uðu undir 60 pró­sent félaga í land­inu árs­reikn­ingum áður en það ár var liðið sem þýðir að fjögur af hverjum tíu félögum ákváðu frekar að greiða sektir en að skila inn árs­reikn­ingum sín­um. Sum skil­uðu þeim bara alls ekki. Ár eftir ár.

Árið 2015 var staðan orðin umtals­vert betri, en samt ekki nógu góð. Þriðj­ungur þeirra 35.895 félaga sem áttu að skila inn árs­reikn­ingi skil­uðu honum inn fyrir lok ágúst­mán­aðar líkt og lög gera ráð fyr­ir. Heilt yfir skil­uðu þó um 85 pró­sent félaga reikn­ingum inn til rík­is­skatt­stjóra áður en árið 2015 var á enda.

Árið 2016 voru við­ur­lög við því að skila árs­reikn­ingum seint eða alls ekki hert umtals­vert með laga­breyt­ingu. Til­gang­ur­inn var að bæta skil en einnig að sporna gegn kenni­tölu­flakki og auka gagn­sæ­i. 

Auglýsing
Skil bötn­uðu veru­lega eftir að lögin voru sam­þykkt. Á árinu 2016 skil­uðu tæp­lega helm­ingur þeirra 38.130 félaga sem voru skila­skyld árs­reikn­ingi sínum fyrir lög­bund­inn tíma­frest og 87 pró­sent þeirra skil­uðu þeim áður en skila­ár­inu var lok­ið. Á árinu 2017 bötn­uðu þessar tölur enn frekar, þegar 61 pró­sent félaga skil­aði inn árs­reikn­ingi fyrir 1. sept­em­ber og 88 pró­sent áður en því ári var lok­ið. 

Við­ur­lög­in, stjórn­valds­sekt upp á 600 þús­und krónur auk þess sem sem árs­reikn­inga­skrá getur kraf­ist skipta á búi þeirra sem ekki fara að lögum um rétt skil, hafa verið not­uð. Vegna reikn­ings­árs­ins 2016 sektaði árs­reikn­inga­skrá 4.557 félög. Þar af hafa 1.631 félög ekki staðið skil á árs­reikn­ingi en eru þó enn skráð í fyr­ir­tækja­skrá, og falla því undir það ákvæði laga sem heim­ilar slit þeirra. 

Nú liggur fyrir Alþingi frum­varp sem mun veita árs­reikn­inga­skrá heim­ild til að fella niður álagðar stjórn­valds­sektir vegna van­skila á árs­reikn­ingi á félög sem hefur verið slit­ið. Þannig verða félög sem eru ekki í neinni eig­in­legri starf­semi hreinsuð út af skrá án þess að óupp­gerð stjórn­valds­sektin vegna van­skila á árs­reikn­ingi standi í vegi fyrir slit­u­m. 

Gjald­taka enn hindrun

Það þarf þó að gera fleira til að koma málum sem snúa að árs­reikn­ingum í lag. Á síð­ustu þremur þingum hefur verið lagt fram frum­varp um breyt­ingu á lögum um árs­reikn­ingi og lögum um hluta­fé­lög sem eiga að fela í sér að aðgangur að árs­reikn­inga­skrá og hluta­fé­laga­skrá verði gjald­frjáls. 

Fyrsti flutn­ings­maður frum­varps­ins hefur ætið verið Björn Leví Gunn­ars­son, þing­maður Pírata. Með­flutn­ings­menn hans hafa verið aðrir þing­menn Pírata, Andrés Ingi Jóns­son, nú utan flokka, og Jón Stein­dór Valdi­mars­son, þing­maður Við­reisn­ar. 

Til­gangur frum­varps­ins er að bæta lög­gjöf sem sam­þykkt var árið 2017 sem varð­aði auk­inn aðgang að fyr­ir­tækja­­skrá. Í því fólst að almenn­ingur fékk aðgang að fyr­ir­tækja­­skrá án gjald­­töku. Sú laga­breyt­ing fól þó ekki í sér að aðgengi að gögnum þeirrar skrár, sem er að finna í hluta­­fé­laga- og árs­­reikn­inga­­skrá, yrði án gjald­­töku. Því skipti laga­breyt­ingin litlu máli fyrir þá sem þurfa að sækja slíkar upp­­lýs­ingar starfs síns vegna.

Breyt­ing­ar­til­lög­urnar hafa hingað til ekki hlotið afgreiðslu. Litlar sem engar líkur eru á því að það muni nást í gegn áður en yfir­stand­andi þingi verður slit­ið. 

Hefur aðal­lega áhrif á tvo aðila

Það að veita almenn­ingi, fjöl­miðlum og öðrum áhuga­sömum aðilum gjald­frjálsan aðgang að árs­reikn­inga­skrá og eftir atvikum öðrum gögnum sem skilað er inn til fyr­ir­tækja­skráar um starf­semi fyr­ir­tækja, myndi aðal­lega hafa rekstr­ar­leg áhrif á tvo aðila: fyr­ir­tækja­skrá rík­is­skatt­stjóra og einka­fyr­ir­tækið Credit­in­fo. 

Auglýsing
Þegar frum­varpið var lagt fram á vor­þingi árs­ins 2018 skil­uðu þessir hags­muna­að­ilar umsögnum um það. Í umsögn rík­is­skatt­stjóra kom fram að tekjur emb­ætt­is­ins af hluta­fé­laga­skrá og árs­reikn­inga­skrá hefðu verið 133,7 millj­ónir króna á árinu 2017. Þar sagði enn fremur að gera megi ráð fyrir því að margir þeirra aðila sem fram til þessa hafi greitt fyrir upp­­lýs­ingar úr skránum mun sækja þær upp­­lýs­ingar gjald­frjálst verði frum­varpið að lög­­­um. „Sam­­kvæmt fram­an­­greindu er því ljóst að fót­unum er veru­­lega kippt undan fjár­­­mögnun á rekstri fyr­ir­tækja­­skrár verði inn­­heimta þjón­ust­u­gjalda að öllu leyti felld nið­­ur. Mun rík­­is­skatt­­stjóri því verða af miklum rekstr­­ar­­tekjum sem bæta þarf emb­ætt­inu með aukn­ingu á beinu rekstr­­ar­fram­lagi. Þeirri breyt­ingu á rekstr­­ar­grund­velli fyr­ir­tækja­­skrár rík­­is­skatt­­stjóra, sem fyr­ir­huguð er, má líkja við það að ákveð­inn yrði ókeypis aðgangur að söfnum lands­ins.“

Rík­­is­skatt­­stjóri sagði að ef fyr­ir­hug­aðar laga­breyt­ingar fram að ganga þá væri æski­­legt að veitt yrði heim­ild til að setja reglu­­gerð um afmörkun þeirra upp­­lýs­inga sem veita ætti gjald­frjálst aðgengi að og fram­­kvæmd hins raf­­ræna aðgeng­­is. „Hvort heldur átt er við ein­stakar upp­­flett­ingar almenn­ings eða aðgang fyr­ir­tækja að gagna­grunnum eða afritun ein­stakra skráa vegna úrvinnslu upp­­lýs­inga.“

Taldi ekki óeðli­legt að greitt væri fyrir

Í umsögn rík­­is­skatt­­stjóra kom fram að 106 millj­­ónir króna af þeim 133,7 millj­­ónum króna sem stofn­unin hafði í tekjur af því að selja upp­­lýs­ingar úr hluta­­fé­laga- og árs­­reikn­inga­­skrá á árinu 2017 hefði komið frá mið­l­­ur­­um. Þ.e. fyr­ir­tækjum sem kaupa upp­­lýs­ing­­arnar og end­­ur­­selja þær til við­­skipta­vina.

Stærsta fyr­ir­tækið á þeim mark­aði er Credit­in­fo. Það skil­aði einnig inn umsögn um frum­varp­ið. Þar sagði m.a. að upp­­lýs­ing­­arnar væru fyrst og fremst nýttar af atvinn­u­líf­inu. „Kaup­endur upp­­lýs­ing­anna eru að lang­­mestu leyti fjár­­­mála­­fyr­ir­tæki, lög­­­menn, end­­ur­­skoð­endur og aðrir þátt­tak­endur í við­­skipta­líf­inu. Fram­an­­greindir aðilar hafa hags­muni af því að afla upp­­lýs­ing­anna í tengslum við ákvarð­ana­tökur og ekki óeðli­­legt að þeir sem nota upp­­lýs­ing­­arnar greiði fyrir slíkar upp­­lýs­ingar með gjöldum sem lögð eru á skv. heim­ild í lög­­um, í stað þess að almannafé verði nýtt til að standa straum af kostn­aði við rekstur skránna.“

Ekki væri séð að það tak­­mark­aði aðgang almenn­ings að upp­­lýs­ingum úr fram­an­­greindum skrám að greitt væri sann­­gjarnt gjald fyrir öflun þeirra að mati Credit­in­fo, enda væri vænt­an­­lega í flestum til­­­fellum um að ræða öflun á ein­staka upp­­lýs­ingum fremur en að þörf sé á öflun viða­­mik­illa skráa. „Það ætti þó helst við í til­­­felli fræð­i­­manna en skoða mætti afhend­ingu gagna til slíkra aðila sér­­stak­­lega, sem þá til­­­greindu í hvaða til­­­gangi þörf væri á viða­­miklum skrám, hvernig þær yrðu nýttar og hvernig með­­­ferð per­­són­u­­upp­­lýs­inga yrði tryggð. Magn­af­­sláttur í gjald­­skrá væri hugs­an­­legur í slíkum til­­­fell­u­m.“

Auk þeirra hópa sem Credit­info nefndi í sinni umsögn eru þó ýmsir aðrir sem sækja slíkar upp­­lýs­ing­ar. Meðal ann­­ars fjöl­mið­l­­ar, en í upp­­lýs­ingum hluta­­fé­laga- og árs­­reikn­inga­­skrár er að finna allar helstu upp­­lýs­ingar um rekstur og eign­­ar­hald fyr­ir­tækja lands­ins auk upp­­lýs­inga um allar breyt­ingar sem verða t.d. í fjár­­­mögnun þeirra og stjórn­­­ar­­skip­­an.

Auglýsing
Ljóst má vera að gjald­taka vegna aðgangs að þessum gögnum um fyr­ir­tæki lands­ins er því hindrun fyrir fjöl­miðla, fræði­menn, önnur fyr­ir­tæki og almenn­ing all­an.

Hulu svipt af raun­veru­legum eig­endum

Auk þeirra breyt­inga sem ráð­ist hefur verið í á lagaum­hverfi vegna árs­reikn­inga­skila tók gildi mjög ný lög í sumar sem setja þær kvaðir á alla lög­að­ila að upp­lýsa hverjir raun­veru­legir eig­endur (e. benef­icial owner) þeirra eru. Nú þegar þurfa allir sem stofna ný félög að gera grein fyrir því og stefnt er að því að allir sem skráðir eru hjá fyr­ir­tækja­skrá verði að gera grein fyrir því hver raun­veru­legur eig­andi þeirra er fyrir 1. mars 2020. Laga­breyt­ingin er liður í auknum vörnum Íslands gegn pen­inga­þvætti, en Ísland var sem kunn­ugt er sett á svo­kall­aðan gráan lista alþjóð­legu sam­tak­ana FATF vegna ónógra slíkra varna fyrr á þessu ári. 

Þessi breyt­ing, sem er risa­stórt gagn­sæ­is­skref, teng­ist eðli­lega þeim breyt­ingum sem þrýst hefur verið á um gjald­frjálst aðgengi að árs­reikn­inga- og fyr­ir­tækja­skrá. Fjöl­miðl­ar, og eftir atvikum aðrir sem þurfa að nálg­ast upp­lýs­ingar um hverjir eigi í raun fyr­ir­tæki sem hafa getað falið eign­ar­hald sitt fram til þessa, munu leika lyk­il­hlut­verk í að veita það aðhald sem þarf til þess að allar fram­an­greindar laga­breyt­ingar þjóni til­gangi sín­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Þórir Haraldsson er forstjóri Líflands. Félagið flytur inn korn sem það malar í hveiti annars vegar og fóður hins vegar.
Verð á hveiti hækkað um 40 prósent á hálfu ári
Litlar líkur eru á því að hveiti muni skorta hér á landi að sögn forstjóra Líflands en félagið framleiðir hveiti undir merkjum Kornax í einu hveitimyllu landsins. Verð gæti lækkað á næsta ári ef átökin í Úkraínu stöðvast fljótlega.
Kjarninn 24. júní 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, lagði fram tillögu um skipun starfshópsins sem var samþykkt.
Eru íslensku bankarnir að okra á heimilum landsins?
Starfshópur hefur verið skipaður til að greina hvernig íslenskir bankar haga gjaldtöku sinni, hvernig þeir græða peninga og hvort það sé vísvitandi gert með ógagnsæjum hætti í skjóli fákeppni. Hópurinn á að bera það saman við stöðuna á Norðurlöndum.
Kjarninn 24. júní 2022
Valgerður Jóhannsdóttir og Finnborg Salome Steinþórsdóttir eru höfundar greinarinnar Kynjaslagsíða í fréttum: Um fjölbreytni og lýðræðishlutverk fjölmiðla.
Konur aðeins þriðjungur viðmælanda íslenskra fjölmiðla
Hlutur kvenna í fréttum hér á landi er rýrari en annars staðar á Norðurlöndum. Ekki er afgerandi kynjaskipting eftir málefnasviðum í íslenskum fréttum, ólíkt því sem tíðkast víðast hvar annars staðar.
Kjarninn 24. júní 2022
Seðlabankinn tekur beiðni Kjarnans um „ruslaskistu Seðlabankans“ til efnislegrar meðferðar
Nýlegur úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál skikkar Seðlabanka Íslands til að kanna hvort hann hafi gögn um Eignasafn Seðlabanka Íslands undir höndum og leggja í kjölfarið mat á hvort þau gögn séu háð þagnarskyldu.
Kjarninn 24. júní 2022
Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir
Af hverju eru svona mörg kynferðisbrotamál felld niður?
Kjarninn 24. júní 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar