Ársreikningur Samherja Holding fyrir árið 2019 tilbúinn „innan tíðar“

Eitt stærsta fyrirtæki á Íslandi segir helstu ástæðu þess að það hafi ekki skilað inn ársreikningi vegna ársins 2019 vera að það hafi skipt um endurskoðendur. Þá hafi ferðatakmarkanir vegna COVID-19 og sumarleyfi einnig tafið fyrir.

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Auglýsing

Vinna við árs­reikn­ing Sam­herja Hold­ing ehf. vegna árs­ins 2019 er á loka­metr­unum og hann verður til­bú­inn „innan tíð­ar“. Þetta segir Karl Eskil Páls­son, upp­lýs­inga­full­trúi Sam­herja, í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um mál­ið. 

Hann segir ýmsar sam­verk­andi ástæður hafa verið fyrir því að skil á reikn­ingn­um, sem átti sam­kvæmt lögum að vera skilað inn til árs­reikn­inga­skrár fyrir lok ágúst í fyrra, og nefnir þar sér­stak­lega að Sam­herji Hold­ing hafi tekið þá ákvörðun að skipta um end­ur­skoð­un­ar­fyr­ir­tæki. Það hafi þýtt tafir á gerð árs­reikn­ings. „Aðrar ástæður eru létt­væg­ari en skipta þó máli til dæmis ferða­tak­mark­anir vegna Covid-19, sum­ar­leyfi og þess hátt­ar.“

Karl Eskil Pálsson. Mynd: Samherji.is

Kjarn­inn spurði einnig hvort stjórn­valds­sekt hefði verið lögð á félagið vegna van­skila á árs­reikn­ingi og ef svo væri, hversu há sú sekt hefði ver­ið. Þeirri spurn­ingu var ekki svar­að.

Lög­bund­inn frestur til að skila inn árs­reikn­ingi vegna árs­ins 2020 rann út um síð­ustu mán­aða­mót. Alls skil­uðu 56 pró­sent þeirra 42.625 félaga sem eru skila­skyld reikn­ingnum á réttum tíma. Sam­herji Hold­ing hefur heldur ekki skilað inn reikn­ingi vegna árs­ins 2020. 

Mega von bráðar slíta félögum

Heim­ild er í lögum frá árinu 2016 til að leggja 600 þús­und króna sekt á öll félög sem skila ekki inn árs­reikn­ingi innan átta mán­aða frá lokum reikn­ings­árs. Þar sem flest félög miða reikn­ingsár við alm­an­aksár rennur sá frestur út í lok ágúst í flestum til­vik­um. 

Auglýsing
Frá 2016 hefur einnig verið heim­ild í lögum til að slíta félögum sem skila ekki árs­reikn­ingi innan 14 mán­aða frá lokum reikn­ings­árs. Í til­felli Sam­herja Hold­ing hefði sú heim­ild átt að virkj­ast í byrjun mars síð­ast­lið­inn. 

Kjarn­inn greindi nýverið frá því að heim­ild­inni hefði aldrei verið beitt, vegna þess að það ráðu­neyti sem stýrir mála­flokkn­um,, sá hluti atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­is­ins sem heyrir undir Þór­dísi Kol­brúnu R. Gylfa­dótt­ur, hefði ekki gefið út reglu­gerð sem virkjar það. 

Því hefur ákvæðið verið dauður stafur í fimm ár og engu félagi sem virt hefur lögin um skil á árs­reikn­ingi að vettugi hefur fyrir vikið verið slit­ið. 

Atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neytið birti svo, í kjöl­far umfjöll­unar Kjarn­ans, drög að reglu­gerð í sam­ráðs­gátt stjórn­valda í byrjun þess­arar viku sem heim­ilar árs­reikn­inga­skrá skatts­ins að slíta félögum sem hafa ekki skilað árs­reikn­ingum 14 mán­uðum eftir að reikn­ings­ári lýk­ur. Hún verður til umsagnar til 20. sept­em­ber og mun að óbreyttu virkja ákvæðið eftir það. 

Risa­fyr­ir­tæki í risa­rann­sókn

Sam­herji Hold­ing er eitt stærsta fyr­ir­tæki lands­ins. Eigið fé Sam­herja Hold­ing var rúm­lega 58 millj­arðar króna í lok árs 2018, sam­kvæmt síð­asta árs­reikn­ingi sem félagið hefur birt. Félagið heldur utan um þorra erlendrar starf­semi Sam­herj­a­sam­stæð­unn­ar, en umfangs­mikil rann­sókn hófst á henni á árinu 2019, eftir opin­berun fjöl­miðla á starfs­háttum Sam­herja í Namib­íu. Grunur er um mútu­greiðsl­ur, skatta­snið­göngu og pen­inga­þvætti. Málið er til rann­sóknar hér­lendis hjá bæði emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara og skatta­yf­ir­völdum auk þess sem ákært hefur verið í því í Namib­íu.

Á árinu 2018 gerð­ist það að Sam­herja var skipt upp í tvö fyr­ir­tæki. Það var sam­þykkt 11. maí 2018 á hlut­hafa­fundi og skipt­ingin látin miða við 30. sept­em­ber 2017. 

Eftir það er þorri inn­­­­­lendrar starf­­­sem­i Sam­herja og starf­­­semi fyr­ir­tæk­is­ins í Fær­eyj­um undir hatti Sam­herja hf. en önnur erlend starf­­­sem­i og hluti af fjár­­­fest­ing­­ar­­starf­­semi á Íslandi í félag­inu Sam­herji Hold­ing ehf.

Sam­herji Hold­ing er að uppi­stöðu í eigu Þor­steins Más Bald­vins­son­ar, Helgu S. Guð­munds­dóttur fyrr­ver­andi eig­in­konu hans, og Krist­jáns Vil­helms­son­ar. Inni í þeim hluta starf­sem­innar eru eign­ar­hlutir Sam­herja í dótt­­­ur­­­fé­lögum í Þýska­landi, Nor­egi, Bret­landi og í fjár­­­­­fest­inga­­­fé­lagi á Ísland­i. Þar eru þó einnig íslenskir hags­mun­ir, meðal ann­ars 34,22 pró­sent hlutur í Eim­skip, sem hefur rúm­lega tvö­fald­ast í virði síð­ast­liðið ár. 

Í byrjun árs 2021 var greint frá því að Bald­vin Þor­steins­son, sonur Þor­steins Más, hafi verið falið að leiða útgerð­ar­starf­semi Sam­herja í Evr­ópu, sem fer fram í gegnum Sam­herja Hold­ing. 

Inni í þeim hluta er líka fjár­­­fest­inga­­fé­lagið Sæból, sem hét áður Polar Seafood. Það félag á tvö dótt­­ur­­fé­lög, Esju Shipp­ing Ltd. og Esju Seafood Ltd. sem bæði eru með heim­il­is­­festi á Kýp­­ur. Þau félög héldu meðal ann­­ars utan um veiðar Sam­herja í Namib­­íu, þar sem sam­­stæðan og stjórn­­endur hennar eru nú grun­aðir um að hafa greitt mútur til að kom­­ast yfir ódýran kvóta. 

Börnin eign­uð­ust inn­lendu starf­sem­ina

Sam­herji greindi frá því að heima­síðu sinni í maí í fyrra að 86,5 pró­sent hlutur í Sam­herja hf., hinum helm­ingi Sam­herj­a­sam­stæð­unn­ar, hefði verið færður frá Þor­steini Má, Helgu og Krist­jáns til barna þeirra.  Eftir þá til­færslu eru stærstu hlut­hafar Sam­herja hf. Bald­vin og Katla Þor­­steins­­börn, sem munu fara sam­an­lagt með um 43,0 pró­­sent hlut í Sam­herja og Dagný Linda, Hall­­dór Örn, Krist­ján Bjarni og Katrín Krist­jáns­­börn, sem munu fara sam­an­lagt með um 41,5 pró­­sent hluta­fjár. 

Í til­kynn­ingu á vef Sam­herja sagði að með þessum hætti „vilja stofn­endur Sam­herja treysta og við­halda þeim mik­il­vægu fjöl­­skyld­u­­tengslum sem félagið hefur ætíð byggst á og hafa verið horn­­steinn í rekstr­in­­um.“

Árs­reikn­ingi Sam­herja hf. vegna árs­ins 2019 var skilað til árs­reikn­inga­skráar í fyrra­haust.

KPMG afhenti gögn um bók­haldið

KPMG var end­ur­skoð­andi Sam­herja Hold­ing árum sam­an, og raunar Sam­herj­a­sam­stæð­unnar allr­ar. Í fyrra­haust var greint frá því að Sam­herji hefði ákveðið að skipta um end­ur­skoð­un­ar­fyr­ir­tæki og fara með við­skipti sín til BDO ehf., lítt þekkts end­ur­skoð­un­ar­fyr­ir­tæk­is. Stundin fjall­aði um þessi vista­skipti í lok októ­ber og byrjun nóv­em­ber í fyrra. 

Kjarn­inn greindi frá því í byrjun febr­úar 2021 að KPMG hafi verið gert að láta emb­ætti hér­­aðs­sak­­sókn­­ara í té upp­­lýs­ingar og gögn varð­andi bók­hald og reikn­ings­skil allra félaga Sam­herj­­a­­sam­­stæð­unnar á árunum 2011 til 2020. Einnig þarf fyr­ir­tækið að láta hér­­aðs­sak­­sókn­­ara hafa upp­­lýs­ingar og gögn sem varða eina til­­­tekna skýrslu sem KPMG vann um starf­­semi Sam­herja á árunum 2013 og 2014. 

Hér­­aðs­­dómur Reykja­víkur kvað upp úrskurð sinn um þetta í byrjun des­em­ber. Dóm­­ur­inn féllst á kröfur hér­­aðs­sak­­sókn­­ara um að KPMG yrði skyldað til að láta gögnin af hendi og núver­andi og fyrr­ver­andi starfs­­mönnum félags­­ins yrði söm­u­­leiðis gert skylt að veita emb­ætt­inu þær upp­­lýs­ingar sem þeir búa yfir.

Ólafur Þór Hauksson er héraðssaksóknari.

Stjórn­endur Sam­herja voru ekki ánægðir með þessa nið­ur­stöðu og sögðu vinnu­brögð sak­sókn­ara og hér­aðs­dóm­ara í mál­inu vera „ótrú­leg“. 

Fyr­ir­tækið sagði í yfir­lýs­ingu að með úrskurð­inum hafi ekki ein­ungis lög­­bund­inni þagn­­ar­­skyldu verið aflétt af end­­ur­­skoð­endum KPMG, heldur einnig rof­inn trún­­aður lög­­­manna, enda hafi gögn sem emb­ætti hér­­aðs­sak­­sókn­­ara fékk með úrskurð­inum ver­ið „í vörslum bæði end­­ur­­skoð­enda og lög­­­manna hjá KPMG og dótt­­ur­­fé­lög­­um.“

Í kjöl­farið kærði KPMG, dótt­ur­fé­lag þess og end­ur­skoð­andi Sam­herja sem starfar hjá KPMG úrskurð­inn til Lands­réttar sem féllst á aðfinnslur þeirra í febr­úar síð­ast­liðn­um, ógilti úrskurð­inn og vís­aði mál­inu aftur heim í hér­að.

Í mars kvað hér­aðs­dóm­ari upp nýjan úrskurð þar sem gagna­öfl­unin var sögð lög­mæt. Sam­herji reyndi á að fara fram á að gögn­unum yrði eytt en því máli var vísað frá fyrr í þessum mán­uði vegna aðild­ar­skorts, enda Sam­herji ekki eig­andi gagn­anna heldur KPMG.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar