Þrúgandi starfsumhverfi, versnandi tengsl og ekki greitt í samræmi við kjarasamninga

Algengt var að starfsmenn bandaríska sendiráðsins á Íslandi eyddu klukkustundum af vinnudeginum í að hjálpa fyrrverandi sendiherra að semja eina færslu á samfélagsmiðla, samkvæmt innra eftirliti bandarísku utanríkisþjónustunnar.

Jeffrey Ross Gunter fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna hér á landi fær vægast sagt slæma umsögn frá fyrrverandi undirmönnum sínum í bandaríska sendiráðinu í skýrslu innra eftirlits utanríkisþjónustu landsins.
Jeffrey Ross Gunter fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna hér á landi fær vægast sagt slæma umsögn frá fyrrverandi undirmönnum sínum í bandaríska sendiráðinu í skýrslu innra eftirlits utanríkisþjónustu landsins.
Auglýsing

Starfs­kjara­stefna banda­ríska sendi­ráðs­ins hér á landi hefur árum saman ekki verið í fullu sam­ræmi við gild­andi kjara­samn­inga á íslenskum vinnu­mark­aði. Bæði des­em­ber- og júl­í­upp­bót starfs­manna í sendi­ráð­inu hefur staðið í stað allt frá árinu 2009 og þá hefur sendi­ráðið ekki inn­leitt breyt­ingar sem lúta að stytt­ingu vinnu­vik­unnar og fjölda frí­daga, þrátt fyrir að eiga að upp­færa starfs­kjara­stefnu sína árlega með til­liti til gild­andi samn­inga á vinnu­mark­aði.

Þetta er á meðal þess sem hnýtt er í, í nýlegri úttekt innra eft­ir­lits banda­ríska utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins á starf­semi sendi­ráðs­ins í Reykja­vík. Innra eft­ir­litið bendir í skýrsl­unni á fjölda ann­marka í starf­semi sendi­ráðs­ins og varpar ljósi á það að starf­semi sendi­ráðs­ins var í hálf­gerðu upp­námi á meðan á skip­un­ar­tíma fyrr­ver­andi sendi­herra, Jef­frey Ross Gunter, stóð.

Starfs­fólk enn að jafna sig eftir Gunter

mbl.is vakti fyrst íslenskra miðla athygli á skýrslu innra eft­ir­lits­ins í gær­kvöldi, en hún er birt opin­ber­lega á vef innra eft­ir­lits­ins og sögð „við­kvæm“, en þó ekki trún­að­ar­mál. Í henni segir að við vett­vangs­rann­sókn innra eft­ir­lits­ins hér á landi hafi komið í ljós að starfs­fólk sendi­ráðs­ins væri enn að jafna sig á því sem þau lýstu sem ógn­andi starfs­um­hverfi, sem skapað hefði verið af sendi­herr­anum fyrr­ver­andi.

Því var meðal ann­ars lýst af hálfu starfs­manna að Gunter hefði hótað því að lög­sækja starfs­fólk sem lýsti sig ósam­mála hon­um, efað­ist um óskir hans eða sýndi honum ekki nægi­lega holl­ustu, að hans mati.

Margir starfs­menn lýstu því sömu­leiðis við full­trúa innra eft­ir­lits­ins að starfs­menn sem áttu í sam­skiptum við ráðu­neytið í Was­hington starfa sinna vegna hefðu mátt búa við hót­anir af hálfu sendi­herr­ans fyrr­ver­andi, sem Don­ald Trump skip­aði í emb­ætti sendi­herra á Íslandi í maí árið 2019.

Versn­andi tengsl við íslensk stjórn­völd

Í vett­vangs­ferð innra eft­ir­lits­ins komust starfs­menn þess að því að í sendi­ráð­inu væri um þessar myndir lögð mikil áhersla á að byggja aftur upp sam­band við íslensku rík­is­stjórn­ina, sem hefði hrakað mjög á skip­un­ar­tíma Gunters.

Auglýsing

Í skýrsl­unni segir að á einum tíma­punkti hafi sam­bandið við íslensk stjórn­völd orðið svo slæmt, vegna fram­göngu sendi­herr­ans fyrr­ver­andi, að emb­ætt­is­maður í ráðu­neyt­inu hafi biðlað til skrif­stofu Evr­ópu- og Evr­asíu­tengsla í banda­rísku utan­rík­is­þjón­ust­unni um að vinna beint með íslenska utan­rík­is­ráðu­neyt­inu til þess að tryggja betra utan­um­hald um tví­hliða sam­skipti Banda­ríkj­anna og Íslands.

Gunter er sagður hafa farið á svig við diplómat­ískar venjur og siði í sam­skiptum sínum við íslensk stjórn­völd, meðal ann­ars með yfir­lýs­ingum um við­kvæm varn­ar­mál. Sendi­ráðið vísar sér­stak­lega til færslu sem hann setti inn á Face­book-­síðu banda­ríska sendi­ráðs­ins með yfir­lýs­ingu um að Banda­ríkin ætl­uðu að fjár­festa yfir 170 millj­ónum dala í ýmis verk­efni á Íslandi, til þess að styrkja sam­band ríkj­anna.

„Þetta og fleiri sam­ráðs­lausar yfir­lýs­ingar fyrr­ver­andi sendi­herr­ans sköp­uðu deilur meðal almenn­ings á Ísland­i,“ segir í skýrslu innra eft­ir­lits­ins.

Þar er einnig tekið fram að starfs­á­lag þeirrar deildar sem hefur umsjón með almanna­tengslum sendi­ráðs­ins hefði stór­aukist, vegna þeirrar áherslu sem sendi­herr­ann fyrr­ver­andi setti á að ná til fólks í gegnum sam­fé­lags­miðla. Dæmi­gert hefði verið að sú deild „verði fjölda klukku­stunda í vinnu með sendi­herr­anum fyrr­ver­andi til þess að fram­leiða eina færslu á sam­fé­lags­miðl­u­m.“

40 prent­arar fyrir 43 skrif­borð

Það kennir ýmissa grasa í þess­ari skýrslu innra eft­ir­lits­ins og meðal ann­ars segir frá því að mannauðs­full­trúi sendi­ráðs­ins hafi verið gjör­sam­lega á haus í sínu starfi, aðal­lega vegna þeirrar byrði sem fylgdi því að sýsla með mannauðs­mál örygg­is­varða sendi­ráðs­ins.

Mat sendi­ráðs­ins var það að 60 pró­sent af vinnu­tíma mannauðs­full­trú­ans færi í umsýslu vegna starfa þeirra 30 örygg­is­varða sem starfa hjá sendi­ráð­inu, en þeir eru ráðnir beint til starfa hjá sendi­ráð­inu hér á landi og hafa verið frá árinu 2004, í stað þess að stör­f­unum þeirra sé útvi­stað.

Við flutn­ing sendi­ráðs­ins í nýja og ramm­gerða bygg­ingu að Engja­teigi á síð­asta ári fjölg­aði örygg­is­vörð­unum um helm­ing – og með því jókst álagið á mannauðs­full­trú­ann, sem hafði lít­inn tíma til að sinna öðrum starfs­skyldum sín­um.

Einnig segir frá því í skýrsl­unni að sendi­ráð­inu hafi láðst að láta gera úttekt á jarð­skjálfta­þoli 11 af 15 þeirra bygg­inga þar sem sendi­ráðið leigir í dag íbúðir undir starfs­menn sína. Sam­kvæmt ábend­ingu innra eft­ir­lits­ins þarf að kalla burð­ar­þols­verk­fræð­ing til verks­ins.

Innra eft­ir­litið hnýtir einnig í það sem kallað er „óhóf­leg notkun einka­prent­ara“, en í útt­tekt þess kom í ljós að sendi­ráðið væri með 40 prent­ara í notk­un, fyrir ein­ungis 43 skrif­borð – nán­ast prent­ari á hvert borð. Staðlar banda­rísku utan­rík­is­þjón­ust­unnar kveða nefni­lega á um að ein­ungis eigi að vera einka­prent­arar á borðum þeirra sem hafi knýj­andi þörf á slík­um, en að öðru leyti skuli nota sam­eig­in­lega prent­ara.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent