Þrúgandi starfsumhverfi, versnandi tengsl og ekki greitt í samræmi við kjarasamninga

Algengt var að starfsmenn bandaríska sendiráðsins á Íslandi eyddu klukkustundum af vinnudeginum í að hjálpa fyrrverandi sendiherra að semja eina færslu á samfélagsmiðla, samkvæmt innra eftirliti bandarísku utanríkisþjónustunnar.

Jeffrey Ross Gunter fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna hér á landi fær vægast sagt slæma umsögn frá fyrrverandi undirmönnum sínum í bandaríska sendiráðinu í skýrslu innra eftirlits utanríkisþjónustu landsins.
Jeffrey Ross Gunter fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna hér á landi fær vægast sagt slæma umsögn frá fyrrverandi undirmönnum sínum í bandaríska sendiráðinu í skýrslu innra eftirlits utanríkisþjónustu landsins.
Auglýsing

Starfs­kjara­stefna banda­ríska sendi­ráðs­ins hér á landi hefur árum saman ekki verið í fullu sam­ræmi við gild­andi kjara­samn­inga á íslenskum vinnu­mark­aði. Bæði des­em­ber- og júl­í­upp­bót starfs­manna í sendi­ráð­inu hefur staðið í stað allt frá árinu 2009 og þá hefur sendi­ráðið ekki inn­leitt breyt­ingar sem lúta að stytt­ingu vinnu­vik­unnar og fjölda frí­daga, þrátt fyrir að eiga að upp­færa starfs­kjara­stefnu sína árlega með til­liti til gild­andi samn­inga á vinnu­mark­aði.

Þetta er á meðal þess sem hnýtt er í, í nýlegri úttekt innra eft­ir­lits banda­ríska utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins á starf­semi sendi­ráðs­ins í Reykja­vík. Innra eft­ir­litið bendir í skýrsl­unni á fjölda ann­marka í starf­semi sendi­ráðs­ins og varpar ljósi á það að starf­semi sendi­ráðs­ins var í hálf­gerðu upp­námi á meðan á skip­un­ar­tíma fyrr­ver­andi sendi­herra, Jef­frey Ross Gunter, stóð.

Starfs­fólk enn að jafna sig eftir Gunter

mbl.is vakti fyrst íslenskra miðla athygli á skýrslu innra eft­ir­lits­ins í gær­kvöldi, en hún er birt opin­ber­lega á vef innra eft­ir­lits­ins og sögð „við­kvæm“, en þó ekki trún­að­ar­mál. Í henni segir að við vett­vangs­rann­sókn innra eft­ir­lits­ins hér á landi hafi komið í ljós að starfs­fólk sendi­ráðs­ins væri enn að jafna sig á því sem þau lýstu sem ógn­andi starfs­um­hverfi, sem skapað hefði verið af sendi­herr­anum fyrr­ver­andi.

Því var meðal ann­ars lýst af hálfu starfs­manna að Gunter hefði hótað því að lög­sækja starfs­fólk sem lýsti sig ósam­mála hon­um, efað­ist um óskir hans eða sýndi honum ekki nægi­lega holl­ustu, að hans mati.

Margir starfs­menn lýstu því sömu­leiðis við full­trúa innra eft­ir­lits­ins að starfs­menn sem áttu í sam­skiptum við ráðu­neytið í Was­hington starfa sinna vegna hefðu mátt búa við hót­anir af hálfu sendi­herr­ans fyrr­ver­andi, sem Don­ald Trump skip­aði í emb­ætti sendi­herra á Íslandi í maí árið 2019.

Versn­andi tengsl við íslensk stjórn­völd

Í vett­vangs­ferð innra eft­ir­lits­ins komust starfs­menn þess að því að í sendi­ráð­inu væri um þessar myndir lögð mikil áhersla á að byggja aftur upp sam­band við íslensku rík­is­stjórn­ina, sem hefði hrakað mjög á skip­un­ar­tíma Gunters.

Auglýsing

Í skýrsl­unni segir að á einum tíma­punkti hafi sam­bandið við íslensk stjórn­völd orðið svo slæmt, vegna fram­göngu sendi­herr­ans fyrr­ver­andi, að emb­ætt­is­maður í ráðu­neyt­inu hafi biðlað til skrif­stofu Evr­ópu- og Evr­asíu­tengsla í banda­rísku utan­rík­is­þjón­ust­unni um að vinna beint með íslenska utan­rík­is­ráðu­neyt­inu til þess að tryggja betra utan­um­hald um tví­hliða sam­skipti Banda­ríkj­anna og Íslands.

Gunter er sagður hafa farið á svig við diplómat­ískar venjur og siði í sam­skiptum sínum við íslensk stjórn­völd, meðal ann­ars með yfir­lýs­ingum um við­kvæm varn­ar­mál. Sendi­ráðið vísar sér­stak­lega til færslu sem hann setti inn á Face­book-­síðu banda­ríska sendi­ráðs­ins með yfir­lýs­ingu um að Banda­ríkin ætl­uðu að fjár­festa yfir 170 millj­ónum dala í ýmis verk­efni á Íslandi, til þess að styrkja sam­band ríkj­anna.

„Þetta og fleiri sam­ráðs­lausar yfir­lýs­ingar fyrr­ver­andi sendi­herr­ans sköp­uðu deilur meðal almenn­ings á Ísland­i,“ segir í skýrslu innra eft­ir­lits­ins.

Þar er einnig tekið fram að starfs­á­lag þeirrar deildar sem hefur umsjón með almanna­tengslum sendi­ráðs­ins hefði stór­aukist, vegna þeirrar áherslu sem sendi­herr­ann fyrr­ver­andi setti á að ná til fólks í gegnum sam­fé­lags­miðla. Dæmi­gert hefði verið að sú deild „verði fjölda klukku­stunda í vinnu með sendi­herr­anum fyrr­ver­andi til þess að fram­leiða eina færslu á sam­fé­lags­miðl­u­m.“

40 prent­arar fyrir 43 skrif­borð

Það kennir ýmissa grasa í þess­ari skýrslu innra eft­ir­lits­ins og meðal ann­ars segir frá því að mannauðs­full­trúi sendi­ráðs­ins hafi verið gjör­sam­lega á haus í sínu starfi, aðal­lega vegna þeirrar byrði sem fylgdi því að sýsla með mannauðs­mál örygg­is­varða sendi­ráðs­ins.

Mat sendi­ráðs­ins var það að 60 pró­sent af vinnu­tíma mannauðs­full­trú­ans færi í umsýslu vegna starfa þeirra 30 örygg­is­varða sem starfa hjá sendi­ráð­inu, en þeir eru ráðnir beint til starfa hjá sendi­ráð­inu hér á landi og hafa verið frá árinu 2004, í stað þess að stör­f­unum þeirra sé útvi­stað.

Við flutn­ing sendi­ráðs­ins í nýja og ramm­gerða bygg­ingu að Engja­teigi á síð­asta ári fjölg­aði örygg­is­vörð­unum um helm­ing – og með því jókst álagið á mannauðs­full­trú­ann, sem hafði lít­inn tíma til að sinna öðrum starfs­skyldum sín­um.

Einnig segir frá því í skýrsl­unni að sendi­ráð­inu hafi láðst að láta gera úttekt á jarð­skjálfta­þoli 11 af 15 þeirra bygg­inga þar sem sendi­ráðið leigir í dag íbúðir undir starfs­menn sína. Sam­kvæmt ábend­ingu innra eft­ir­lits­ins þarf að kalla burð­ar­þols­verk­fræð­ing til verks­ins.

Innra eft­ir­litið hnýtir einnig í það sem kallað er „óhóf­leg notkun einka­prent­ara“, en í útt­tekt þess kom í ljós að sendi­ráðið væri með 40 prent­ara í notk­un, fyrir ein­ungis 43 skrif­borð – nán­ast prent­ari á hvert borð. Staðlar banda­rísku utan­rík­is­þjón­ust­unnar kveða nefni­lega á um að ein­ungis eigi að vera einka­prent­arar á borðum þeirra sem hafi knýj­andi þörf á slík­um, en að öðru leyti skuli nota sam­eig­in­lega prent­ara.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent