84 prósent fylgjandi því að framlínufólk fái greitt aukalega vegna COVID-19

Stuðningur við það að framlínustarfsfólk fái greitt aukalega fyrir það álag sem fylgt hefur kórónuveirufaraldrinum er almennur á Íslandi. Stuðningurinn mælist minnstur hjá kjósendum Sjálfstæðisflokks og Miðflokks en þar mælist hann samt afgerandi.

Landspítali Mynd: Þorkell Þorkelsson
Auglýsing

Alls segj­ast 84 pró­sent lands­manna vera sam­mála því að hið opin­bera, ríki og sveit­ar­fé­lög, greiði fram­línu­starfs­fólki auka­lega fyrir það álag sem fylgt hefur COVID-19 far­aldr­in­um. Með fram­línu­starfs­fólki er átt við t.d. starfs­fólki Almanna­varna, Lands­spít­al­ans og heilsu­gæsl­unn­ar. 

Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Pró­sent gerði fyrir BSRB. Ein­ungis sex pró­sent svar­enda var ósam­mála því að fram­línu­starfs­fólk ætti að fá álags­greiðsl­ur. 

Þegar afstaða fólks til greiðsln­anna er skoðuð eftir því hvaða flokk það ætlar að kjósa kemur í ljós að mik­ill meiri­hluti allra flokka vill álags­greiðslur til fram­línu­starfs­fólks. Minnstur er stuðn­ingur við þær hjá kjós­endum Sjálf­stæð­is­flokks­ins (70 pró­sent styðja álags­greiðsl­ur) og hjá kjós­endum Mið­flokks­ins (75 pró­sent styðja álags­greiðsl­ur). Kjós­endur Sam­fylk­ingar (96 pró­sent), Sós­í­alista­flokks Íslands (95 pró­sent), Vinstri grænna (94 pró­sent) og Pírata (94 pró­sent) var lík­leg­ast til að styðja greiðsl­urn­ar.

Um var að ræða net­könnun sem gerð var dag­anna 17. til 23. ágúst 202. Úrtakið var 2.600 ein­stak­lingar 18 ára og eldri og svar­endur voru 1.341. Svar­hlut­fallið var því 52 pró­sent.

Auglýsing
Konur styðja álags­greiðslur til fram­línu­starfs­fólks frekar en karlar og mark­tækt fleiri íbúar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu styðja þær en þeir sem búa á lands­byggð­inni. Þegar afstaðan er skoðuð eftir tekjum kemur í ljós að þeir sem eru í hæsta tekju­flokknum sem mældur var, og eru með 800 þús­und krónur eða meira í tekjur á mán­uði, vilja síður greiða auka­lega fyrir álag sem fram­línu­starfs­fólk varð fyrir vegna heims­far­ald­urs kór­ónu­veiru.

Sonja Þor­bergs­dótt­ir, for­maður BSRB, segir að starfs­fólk almanna­þjón­ust­unnar hafi verið undir gríð­ar­legu álagi síð­ast­liðna 18 mán­uði. „Við getum ekki gert þá kröfu á þennan stóra hóp fólks að þau leggi enda­laust á sig fyrir okkur hin án þess að fá greiðslur í sam­ræmi við þetta mikla álag. Það er virki­lega ánægju­legt að sjá íslensku þjóð­ina þjappa sér með þessum hætti að baki þeim sem staðið hafa vakt­ina í heims­far­aldr­in­um. Þjóðin er með þessu að segja að þakk­lætið eitt og sér dugi ekki til heldur þurfi að umb­una fram­línu­fólk­inu okkar með sér­stökum álags­greiðsl­u­m.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 47. þáttur: Síðasta Heian-skáldið
Kjarninn 20. janúar 2022
Tvöföld og ógagnsæ verðlagning á rafmagni til rannsóknar
Verðlagning N1 Rafmagns á rafmagni til þeirra sem koma óafvitandi í viðskipti hjá félaginu hefur verið harðlega gagnrýnd af samkeppnisaðilum. Lögfræðingur hjá Orkustofnun segir ekki hafa verið fyrirséð að N1 myndi rukka eins og fyrirtækið gerir.
Kjarninn 20. janúar 2022
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að almenningur sé orðin ónæmur eða hættur að hlusta þegar almannavarnastig er sett á.
„Almannavarnir lýsa ekki yfir almannavarnarstigi af léttúð“
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn telur að almenningur taki yfirlýsingu neyðarástands vegna COVID-19 ekki af meiri léttúð, þrátt fyrir að neyðarástandi hafi verið lýst yfir fjórum sinnum á síðustu tveimur árum.
Kjarninn 19. janúar 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverksmiðjunni í Helguvík í rúmlega fjögur ár.
Bæjarstjórnin skorar á Arion banka að hætta við áform um endurræsingu kísilversins
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skorar á Arion banka að falla frá áformum um endurræsingu kísilversins í Helguvík og hefja viðræður við sveitarfélagið um aðrar og grænni leiðir.
Kjarninn 19. janúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Hraðpróf í tengslum við smitgát úr sögunni og fólk í einangrun má fara í stutta göngutúra
Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð þess efnis að þeir sem eru í smitgát þurfi ekki lengur að fara í hraðpróf, heldur einungis að fara gætilega. Einnig er rýmkað fyrir útiveru þeirra sem eru í einangrun.
Kjarninn 19. janúar 2022
Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins.
„Það er ósanngjarnt að reka fólk heim þegar það getur unnið“
Þingmaður Flokks fólksins gerði málefni eldri borgara að umtalsefni á þinginu í dag.
Kjarninn 19. janúar 2022
Bólusetning með bóluefni Pfizer er hafin í Nepal.
Meira en milljarður skammta loks afhentur í gegnum COVAX
Markmið COVAX-samstarfsins náðust ekki á síðasta ári. Þó er komið að þeim áfanga að milljarður skammta hefur verið afhentur í gegnum samstarfið. Mun betur má ef duga skal.
Kjarninn 19. janúar 2022
Launafólk í verri stöðu en fyrir ári síðan
Þrátt fyrir mikinn hagvöxt í fyrra hefur fjárhagsstaða og andleg heilsa launafólks versnað töluvert á milli ára, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Vörðu. Tæpur helmingur innflytjenda segist nú eiga erfitt með að ná endum saman.
Kjarninn 19. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent