84 prósent fylgjandi því að framlínufólk fái greitt aukalega vegna COVID-19

Stuðningur við það að framlínustarfsfólk fái greitt aukalega fyrir það álag sem fylgt hefur kórónuveirufaraldrinum er almennur á Íslandi. Stuðningurinn mælist minnstur hjá kjósendum Sjálfstæðisflokks og Miðflokks en þar mælist hann samt afgerandi.

Landspítali Mynd: Þorkell Þorkelsson
Auglýsing

Alls segj­ast 84 pró­sent lands­manna vera sam­mála því að hið opin­bera, ríki og sveit­ar­fé­lög, greiði fram­línu­starfs­fólki auka­lega fyrir það álag sem fylgt hefur COVID-19 far­aldr­in­um. Með fram­línu­starfs­fólki er átt við t.d. starfs­fólki Almanna­varna, Lands­spít­al­ans og heilsu­gæsl­unn­ar. 

Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Pró­sent gerði fyrir BSRB. Ein­ungis sex pró­sent svar­enda var ósam­mála því að fram­línu­starfs­fólk ætti að fá álags­greiðsl­ur. 

Þegar afstaða fólks til greiðsln­anna er skoðuð eftir því hvaða flokk það ætlar að kjósa kemur í ljós að mik­ill meiri­hluti allra flokka vill álags­greiðslur til fram­línu­starfs­fólks. Minnstur er stuðn­ingur við þær hjá kjós­endum Sjálf­stæð­is­flokks­ins (70 pró­sent styðja álags­greiðsl­ur) og hjá kjós­endum Mið­flokks­ins (75 pró­sent styðja álags­greiðsl­ur). Kjós­endur Sam­fylk­ingar (96 pró­sent), Sós­í­alista­flokks Íslands (95 pró­sent), Vinstri grænna (94 pró­sent) og Pírata (94 pró­sent) var lík­leg­ast til að styðja greiðsl­urn­ar.

Um var að ræða net­könnun sem gerð var dag­anna 17. til 23. ágúst 202. Úrtakið var 2.600 ein­stak­lingar 18 ára og eldri og svar­endur voru 1.341. Svar­hlut­fallið var því 52 pró­sent.

Auglýsing
Konur styðja álags­greiðslur til fram­línu­starfs­fólks frekar en karlar og mark­tækt fleiri íbúar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu styðja þær en þeir sem búa á lands­byggð­inni. Þegar afstaðan er skoðuð eftir tekjum kemur í ljós að þeir sem eru í hæsta tekju­flokknum sem mældur var, og eru með 800 þús­und krónur eða meira í tekjur á mán­uði, vilja síður greiða auka­lega fyrir álag sem fram­línu­starfs­fólk varð fyrir vegna heims­far­ald­urs kór­ónu­veiru.

Sonja Þor­bergs­dótt­ir, for­maður BSRB, segir að starfs­fólk almanna­þjón­ust­unnar hafi verið undir gríð­ar­legu álagi síð­ast­liðna 18 mán­uði. „Við getum ekki gert þá kröfu á þennan stóra hóp fólks að þau leggi enda­laust á sig fyrir okkur hin án þess að fá greiðslur í sam­ræmi við þetta mikla álag. Það er virki­lega ánægju­legt að sjá íslensku þjóð­ina þjappa sér með þessum hætti að baki þeim sem staðið hafa vakt­ina í heims­far­aldr­in­um. Þjóðin er með þessu að segja að þakk­lætið eitt og sér dugi ekki til heldur þurfi að umb­una fram­línu­fólk­inu okkar með sér­stökum álags­greiðsl­u­m.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Seðlabankinn mun kynna næstu stýrivaxtaákvörðun í næstu viku.
Búast við að stýrivextir verði komnir upp í sex prósent í byrjun næsta árs
Markaðsaðilar vænta þess að verðbólgan sé við hámark nú um stundir en að hún muni hjaðna hægar. Í vor bjuggust þeir við að verðbólga eftir ár yrði fimm prósent en nú telja þeir að hún verði 5,8 prósent.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Segja toppana í samfélaginu hafa tekið sitt og að lágmark sé að launafólk fái það sama
Í Kjarafréttum Eflingar er lagt til að almenn laun hækki um 52.250 krónur á mánuði miðað við núverandi verðbólgu. Ríkið þurfi auk þess að koma að kjarasamningaborðinu með tug milljarða króna aðgerðir til að bæta stöðu þeirra verst settu í samfélaginu.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Starfsmenn Hvals hf. komu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglunnar á Akranesi án þess að til húsleitaraðgerðar þyrfti að koma.
Hvals-menn skiluðu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglu
Lögreglan á Akranesi fékk kvikmyndatökudróna sem starfsmenn Hvals hf. hirtu af starfsmönnum svissnesks ríkisfjölmiðils afhentan og kom honum til eigenda sinna. Bæði drónaflugið og drónastuldurinn eru á borði lögreglunnar.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent