Réttlæti og jöfn tækifæri fyrir alla

Sonja Ýr Þorbergsdóttir segir að við getum ekki haldið áfram að mæla árangur þjóða með efnahagslegum framförum eingöngu. Við verðum að skoða og mæla hvernig við hjálpum hvert öðru og hvernig við deilum því sem er til skiptanna með réttlátum hætti.

Auglýsing

Und­an­farin tvö ár höfum við tek­ist á við heims­far­aldur með gríð­ar­legum áskor­unum fyrir bæði heilsu og efna­hag. Efna­hags­horf­urnar nú eru þó mun bjart­ari en spár gerðu ráð fyrir en álagið á heil­brigð­is­stofn­an­ir, félags­þjón­ust­una, skóla, frí­stunda­starf og fjöl­skyldur er þrátt fyrir það mikið þessa dag­ana vegna útbreiðslu far­ald­urs­ins. Erf­ið­leikar und­an­geng­inna ára hafa líka lagst með mis­mun­andi hætti á íbúa lands­ins. Þau rík­ustu hafa orðið enn rík­ari vegna hækk­andi eigna­verðs en lág­tekju­fólk hefur borið skarðan hlut frá borði.

Eitt af stærstu verk­efnum sam­taka launa­fólks á hverjum tíma er að stuðla að auknum jöfn­uði. Við berj­umst fyrir því að verð­mæt­unum sé skipt með jafn­ari hætti. Könnun Vörðu – Rann­sókn­ar­stofn­unar vinnu­mark­að­ar­ins á stöðu launa­fólks er liður í því að kort­leggja stöðu félaga í aðild­ar­fé­lögum ASÍ og BSRB, sem eru tæp 70 pró­sent alls launa­fólks á íslenskum vinnu­mark­aði. Nið­ur­stöð­urnar geta orðið grund­völlur aðgerða til að bregð­ast við skorti á efn­is­legum gæðum og þjón­ustu.

Í far­aldr­inum hefur mat okkar á þeim verð­mætum sem fel­ast í ákveðnum störfum breyst mik­ið. Við höfum treyst á starfs­fólk í þjón­ust­u,- heil­brigð­is- og umönn­un­ar­störfum sem hefur sinnt þörfum okkar og aðgengi að nauð­synjum á tímum þegar ver­öldin hefur snú­ist á hvolf vegna veiru­far­ald­urs­ins. Þessir hópar launa­fólks eiga það flestir sam­eig­in­legt að vera meðal lægst laun­uð­ustu starfa á vinnu­mark­aði og sagan sem könnun Vörðu segir okkur er að stór hluti þessa hóps á erfitt með að ná endum sam­an. Þetta er fólkið sem hefur staðið í fram­lín­unni í gegnum nærri tveggja ára heims­far­ald­ur.

Auglýsing

Könn­unin sýnir að tæp­lega þriðj­ungur launa­fólks býr við erf­iða fjár­hags­stöðu og staðan hefur versnað frá því árið 2020. Sá hópur sem hefur það erf­ið­ast fjár­hags­lega eru ein­stæðir for­eldr­ar, inn­flytj­endur og ungt fólk. Um 60 pró­sent ein­stæðra for­eldra eiga erfitt með að ná endum saman og um 20 pró­sent býr við skort á efn­is­legum gæð­um. Nærri þriðj­ungur ein­stæðra mæðra getur ekki keypt nauð­syn­legan fatnað á börnin sín vegna fjár­skorts og nærri fimmt­ungur ein­stæðra feðra. Ein­stæðir for­eldrar eru sá hópur sem oft­ast hafa þurft að neita börnum sínum um að fá að taka þátt í íþróttum eða öðru frí­stunda­starfi. Rúm­lega tvær af hverjum tíu ein­stæðu mæðrum hafa ekki getað veitt börnum sínum eins nær­ing­ar­ríkan mat og þær telja þau þurfa. Ein­stæðir for­eldrar eru líka lík­leg­ust til að vera með íþyngj­andi hús­næð­is­kostnað og er það í sam­ræmi við nið­ur­stöður rann­sóknar Hag­stofu Íslands um fjár­hag heim­ila sem birtar voru í júní 2021. Sam­kvæmt þeirri rann­sókn eru heim­ili ein­stæðra for­eldra líka lík­leg­ust til að vera undir lág­tekju­mörk­um.

Álag auk­ist hjá helm­ingi launa­fólks

Þá hefur álag í vinnu og einka­lífi líka auk­ist. Álag hefur auk­ist hjá um helm­ingi vinn­andi fólks í heims­far­aldr­inum en lang­mesta aukn­ingin er hjá konum sem starfa hjá hinu opin­bera. Þar segj­ast um sjö af hverjum tíu finna fyrir auknu álagi. Þá hefur and­leg van­líðan auk­ist frá síð­ustu könnun Vörðu en nú telja um 30 pró­sent sig búa við slæma and­lega heilsu sem er mun meira en í sam­bæri­legri könnun sem gerð var fyrir ári. Þá mæld­ist and­leg heilsa slæm hjá um tveimur af hverjum tíu. Álagið hefur ekki bara auk­ist í vinn­unni því fjórir af hverjum tíu telja að álag hafi auk­ist í einka­lífi vegna far­ald­urs­ins. Líkt og með fjár­hags­á­hyggj­urnar hefur álagið auk­ist mest á ein­stæða for­eldra. Árlegar kann­anir Gallup á líðan fólks sýna að fjár­hags­á­hyggjur í kjöl­far banka­hruns­ins sjöföld­uðu lík­urnar á kuln­un. Kulnun fylgir and­leg og lík­am­leg van­heilsa og skert geta til atvinnu­þátt­töku. Erf­ið­leikar við að ná endum saman og fjár­hags­á­hyggjur geta því ekki aðeins reynst ein­stak­lingum og fjöl­skyldum þeirra dýr­keypt heldur getur þetta verið kostn­að­ar­samt fyrir sam­fé­lagið allt.

Mikið álag getur leitt til verri heilsu. Það getur til dæmis end­ur­spegl­ast í því að um 30 pró­sent launa­fólks býr við slæma and­lega heilsu og er staðan enn verri hjá ein­hleypu fólki og ein­stæðum for­eldr­um. And­leg heilsa mælist einnig verri en lík­am­leg heilsa. Um helm­ingur hefur neitað sér um heil­brigð­is­þjón­ustu en ein­stæðir for­eldrar hafa oft­ast neitað sér um slíka þjón­ustu. Langal­geng­ast er að fólk neiti sér um tann­lækna­þjón­ustu. Þessar nið­ur­stöður eru í sam­ræmi við rann­sókn Emb­ættis land­læknis um ójöfnuð í heilsu sem kom út í maí 2021. Þar kemur fram að heilsu­ó­jöfn­uður fari vax­andi á Íslandi og fylgni sé á milli mennt­un­ar, tekna og heilsu­fars.

Það er löngu tíma­bært að stjórn­völd setji fólk í fyrsta sæti. Nið­ur­stöður könn­unar Vörðu sýna svo ekki verður um villst að stuðn­ings­kerfin okkar eru ekki að þjóna þeim til­gangi sem við viljum að þau geri. Þær gefa þvert á móti til kynna að það ríki stefnu­leysi þegar kemur að fjár­hags­stöðu og heilsu fólks og barna þeirra. Þegar svo stór hluti launa­fólks nær ekki endum saman og býr við aukið álag og heilsu­fars­legt tjón vegna aðstæðna sem þau hafa engu um ráðið er það á ábyrgð stjórn­valda að grípa inn í. Efna­hags­legur skortur sem bitnar á hús­næð­is­ör­yggi og getu fólks til að klæða og fæða börnin sín er ekki á ábyrgð hvers ein­stak­lings heldur sam­fé­lags­ins alls.

Börnin sem búa við skort

Nið­ur­stöður rann­sóknar Vörðu segja ekki bara sögu um full­orðna ein­stak­linga á vinnu­mark­aði heldur sögu fjölda barna sem búa við ófull­nægj­andi lífs­skil­yrði vegna aðgerða­leysis stjórn­valda. For­eldrar þeirra barna eru lík­legri til að glíma við and­leg veik­indi, þau fá sjaldnar nær­ing­ar­ríka mál­tíð og nauð­syn­legan fatnað en önnur börn, búa frekar við skort og eru lík­legri til að þurfa að flytja oft. Þeirra hagur verður ekki tryggður með því að halda áfram á þeirri braut að lækka skatta á þá ríkustu, við­halda kerfum þar sem örfáir ein­stak­lingar græða á sam­eig­in­legum auð­lindum eða með aðhalds- og nið­ur­skurð­ar­kröfu á mik­il­vægar stofn­an­ir, heil­brigð­is- og félags­þjón­ustu og mennta­kerf­ið.

Við getum ekki haldið áfram að mæla árangur þjóða með efna­hags­legum fram­förum ein­göngu. Við verðum að skoða og mæla hvernig við hjálpum hvert öðru, hvernig við deilum því sem er til skipt­anna með rétt­látum hætti og sköpum jöfn tæki­færi fyrir alla. Við þurfum að setja okkur lang­tíma­mark­mið um vel­sæld sem við fylgjum eftir af metn­aði. Við getum betur og það er ekki eftir neinu að bíða.

Höf­undur er for­maður BSRB.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Húsnæðisstuðningur skuli fyrst og fremst nýtast þeim sem á þurfa að halda
Ljóst er að staða leigjenda út frá húsnæðisöryggi og byrði húsnæðiskostnaðar er lakari en þeirra sem eiga eigin íbúð. Aðgerða er þörf sem miða m.a. að því að lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 19. maí 2022
Margar kvartanir byggðar „á misskilningi“
UN Women lýsa yfir þungum áhyggjum af aðstæðum einstaklinga sem hingað hafa leitað að skjóli og eru hluti af búsetuúrræði ÚTL á Ásbrú. Samkvæmt ÚTL hefur aðstaðan verið í stöðugri endurskoðun undanfarna rúma tvo mánuði.
Kjarninn 19. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að vinna þegar maður tapar
Kjarninn 19. maí 2022
Claudia Ashanie Wilson, Eiríkur Rögnvaldsson, Eliza Reid, Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, Gísli Pálsson og Sema Erla Serdaroglu
Kynþáttamörkun
Kjarninn 19. maí 2022
Mestu sóknarfærin í innlendri matvælaframleiðslu liggja í aukinni framleiðslu korns sem og í að auka hlutdeild innlendrar framleiðslu grænmetis.
Vinna þarf áhættugreiningu fyrir atburði sem geta raskað fæðuöryggi landsins
Matvælaráðherra hefur lagt fyrir ríkisstjórn 16 tillögur um aðgerðir til að auka fæðuöryggi Íslands. Nú þegar hefur starfshópur um neyðarbirgðir verið settur á laggirnar en áhersla þarf að vera á öryggi framboðs, þrátt fyrir baktryggingu í neyðarbirgðum.
Kjarninn 19. maí 2022
Kim Kardashian á rauða dregli Met Gala fyrr í þessum mánuði. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin skipti hún yfir í endurgerð kjólsins til þess að koma í veg fyrir skemmdir á þeim upprunalega.
„Sögufrægum flíkum ætti enginn að klæðast, nokkurn tímann“
Fyrr í mánuðinum mætti Kim Kardashian á Met Gala í sögufrægum kjól sem var í eigu Marilyn Monroe. Svo mjög voru forverðir óánægðir með uppátækið að ICOM, alþjóðaráð safna, sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 18. maí 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir marga hljóta að spyrja hvað LOGOS fékk greitt fyrir minnisblað um Bankasýsluna
Þingmaður Samfylkingar segir að ef mönnum sé alvara um að fara í saumana á sölunni á Íslandsbanka sé það ekki ekki gert með aðkeyptum lögfræðiálitum sem bæta engu við málflutninginn og er komið með forgangi til ákveðinna fjölmiðla til forsíðubirtingar.“
Kjarninn 18. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar.
Þórdís Lóa segir ekki ólíklegt að Viðreisn og Framsókn séu að fara að vinna saman
Oddviti Viðreisnar segir Samfylkingu, Pírata og Viðreisn eiga málefnalega samleið í mikilvægum málaflokkum og að Framsókn virðist standa nærri þeim. Það sé þó ljóst að gamli meirihlutinn sé fallinn og að næstu skref séu að mynda nýjan.
Kjarninn 18. maí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar