Ísland kaupir 72 skammta af lyfi til að draga úr alvarlegum COVID-19 veikindum

Landspítalinn mun sjá um kaup á lyfinu Sotrovimab sem á að gagnast best þeim sem eru óbólusettir eða þeim sem mynda illa mótefni vegna lyfja eða sjúkdóma.

Landspítali COVID kórónuveiran
Auglýsing

Heil­brigð­is­yf­ir­völd hafa ákveðið að kaupa 72 skammta af nýju lyf­i ­sem þykir gefa góða raun til að draga úr hættu á alvar­legum veik­indum fólks vegna COVID-19 við vissar aðstæð­ur. Lyfið heit­ir Sotrovima­b og er frá lyfja­fram­leið­and­anum GlaxoSmit­hKline. Um er að ræða svo­kallað ein­stofna mótefni. Land­spít­ali mun ann­ast fram­kvæmd inn­kaupanna.

Í til­kynn­ingu á vef stjórn­ar­ráðs­ins segir að með­ferð ­með ein­stofna mótefnum gagn­ist best þeim sem eru óbólu­settir eða þeim sem ­mynda illa mótefni vegna lyfja eða sjúk­dóma. Notk­unin er bundin við upp­haf veik­inda hjá þeim sem eru í auk­inni hættu á að þróa með sér alvar­legan sjúk­dóm.

Til að byrja með hefur verið ákveðið að kaupa 72 skammta af lyf­inu, sem svo­kallað und­an­þágu­lyf og er það vænt­an­legt er til lands­ins síðar í þessum mán­uð­i. 

Auglýsing
Sem stendur eru 76 pró­sent allra lands­manna full­bólu­settir og 90 pró­sent þeirra sem eru tólf ára og eldri. Þá hafa 113.677 ein­stak­lingar fengið örv­un­ar­skammt af bólu­efni auk þess sem 39.396 manns fengu við­bót­ar­skammt eftir að hafa þegið Jans­sen-­bólu­efn­ið. 

Alls hafa 18.333 stað­fest COVID-19 smit greinst á Íslandi frá upp­hafi far­ald­urs. 548 manns hafa lagst inn á spít­ala vegna smita, þar af 95 á gjör­gæslu. Tæpur helm­ingur þess hóps sem lagst hefur inn á gjör­gæslu, alls 41 ein­stak­ling­ur, hefur verið lagður inn eftir 1. júlí 2021. Nýgengi inn­an­lands­smita nú er 488,4, en um er að ræða 14 daga nýgengi á hverja 100 þús­und íbúa. Eins og er eru 23 á sjúkra­húsi vegna smita, þar af fjórir á gjör­gæslu. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Seðlabankinn mun kynna næstu stýrivaxtaákvörðun í næstu viku.
Búast við að stýrivextir verði komnir upp í sex prósent í byrjun næsta árs
Markaðsaðilar vænta þess að verðbólgan sé við hámark nú um stundir en að hún muni hjaðna hægar. Í vor bjuggust þeir við að verðbólga eftir ár yrði fimm prósent en nú telja þeir að hún verði 5,8 prósent.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Segja toppana í samfélaginu hafa tekið sitt og að lágmark sé að launafólk fái það sama
Í Kjarafréttum Eflingar er lagt til að almenn laun hækki um 52.250 krónur á mánuði miðað við núverandi verðbólgu. Ríkið þurfi auk þess að koma að kjarasamningaborðinu með tug milljarða króna aðgerðir til að bæta stöðu þeirra verst settu í samfélaginu.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Starfsmenn Hvals hf. komu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglunnar á Akranesi án þess að til húsleitaraðgerðar þyrfti að koma.
Hvals-menn skiluðu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglu
Lögreglan á Akranesi fékk kvikmyndatökudróna sem starfsmenn Hvals hf. hirtu af starfsmönnum svissnesks ríkisfjölmiðils afhentan og kom honum til eigenda sinna. Bæði drónaflugið og drónastuldurinn eru á borði lögreglunnar.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent