Kyndilberar frelsisins

Björn Leví Gunnarsson segir að valdið þurfi aðhald því það geti beitt þvingunum til þess að ná fram markmiðum sínum. Því þurfi að passa upp á að vel sé farið með slíkt vald – líka þegar markmiðið er gott.

Auglýsing

Margir sjálf­skip­aðir kyndil­berar frels­is­ins hafa geyst fram á rit­völl­inn að und­an­förnu. Ég eft­ir­læt les­endum að finna þá pistla því ég hef engan áhuga á að aug­lýsa þau skrif neitt frekar, enda kunn­ug­legt stef frá síðustu, þar­síð­ustu … og svo fram­vegis … kosn­ing­um. Sömu kind­ar­legu kyndil­ber­arnir að reyna að slá sig til ridd­ara enn og aft­ur.

Gott mót­vægi við þeim skrifum er nýlegur leið­ari rit­stjóra Kjarn­ans, þar sem hann fjallar um það þegar valdið talar um frelsi. Fyrsta dæmið sem rit­stjór­inn tekur er frelsið til að skaða sig og ráða yfir eigin lík­ama, nánar til­tekið afglæpa­væð­ingu fíkni­efna, sem er mál sem Píratar hafa lengi barist fyr­ir. Það mál hefur verið sett í alls konar grýlu­bún­inga af and­stæð­ingum þess þegar þetta mál er í raun mjög ein­falt. Málið snýst um að hætta að refsa veiku fólki. Frelsi veiks fólks undan refsi­vendi valds­ins.

Annað dæmi um sama frelsi er frelsi kvenna til þess að ráða yfir eigin lík­ama. Heil­brigð­is­ráð­herra VG flutti mál um þung­un­ar­rof fram á 22. viku og leiddi for­maður vel­ferð­ar­nefnd­ar, Pírat­inn Hall­dóra Mog­en­sen, málið í gegnum þingið þrátt fyrir and­stöðu ýmissa yfir­lýstra frels­is­flokka.

Auglýsing

Næst er það sjálft lýð­ræð­ið, nánar til­tekið kosn­inga­rétt­ur­inn og jafnt vægi atkvæða. Í þeim mála­flokki hafa Píratar flutt ýmis mál, svo sem frum­varp um nýja stjórn­ar­skrá sem inni­heldur mjög margar betrumbætur á lýð­ræð­inu en einnig jöfnun á atkvæð­um, jöfnun á milli þing­flokka með fleiri jöfn­un­ar­mönnum og leið­rétt­ing á því hvernig taln­ing atkvæða virkar í atkvæða­greiðslum stétt­ar­fé­laga. Í stuttu máli: Að kjós­endur í land­inu, sama í hvaða kjör­dæmi þeir búa þá stund­ina, skipti jafn miklu máli.

Frels­is­stefna Pírata

Þetta á ekki að vera end­ur­ritun á rit­stjórn­arp­istli Kjarn­ans heldur grein sem sýnir hvers konar áherslur Píratar hafa um frelsi. Það er ekki bara frelsi til athafna heldur til þess að hugsa, tala, trúa, syngja og vera man sjálft. Kjarna okkar Pírata í þeim málum er að finna í grunn­stefnu flokks­ins – sem allar aðrar stefnur okkar hvíla á – þar sem fjallað er um borg­ara­rétt­indi, frið­helgi einka­lífs, beint lýð­ræði, sjálfs­á­kvörð­un­ar­rétt og upp­lýs­inga- og tján­inga­frelsi. Grunn­stefna Pírata snýst einmitt um frelsi frá vald­inu og krist­all­ast í orð­unum „vernd hinna valda­minni frá mis­beit­ingu hinna valda­meiri“ og „opna hina valda­meiri gagn­vart eft­ir­liti hinna valda­minn­i“.

Ég ákvað að skrá mig í fyrsta skipti í stjórn­mála­flokk út af grunn­stefnu Pírata og siðan þá hef ég séð hvernig hún er ekki bara orð á blaði heldur er hring­iðan sem allt annað snýst um. Hún er það sem sam­einar Pírata í öllum mál­um. Ef ein­hver vafi er um hvað skal gera, þá er leitað í grunn­stefn­una. Þannig hefur hún verið okkar stoð og stytta í gegnum mörg flókin mál í gegnum árin og ávallt leitt okkur á réttan stað.

Ódýrt og óþarft

Frelsi er nefni­lega ekki eitt­hvað sem er til skrauts. Það skiptir máli fyrir heil­brigt sam­fé­lag því það er rótin að sann­girni, rétt­læti, jafn­rétti og lýð­ræði. Þess vegna skiptir það öllu máli að vakta stjórn­völd, sér­stak­lega þegar þau ætla sér að tak­marka frelsi fólks.

Nú er í umræð­unni að skylda suma Íslend­inga í bólu­setn­ingu. Á meðan bólu­setn­ing er frá­bært vopn gegn marg­vís­legum sjúk­dómum þá er stjórn­valds­skylda til þess að fara í bólu­setn­ingu ekki rétt aðferð til þess ná árangri. Hún er ekki aðeins óþörf, Íslend­ingar eru mjög jákvæðir gagn­vart bólu­setn­ingum eins og rað­irnar við Laug­ar­dals­höll hafa sýnt, heldur getur bólu­setn­inga­skylda haft þver­öfug áhrif og dregið úr vilja fólks til að bólu­setja sig. Þá erum svo sann­ar­lega ekki betur sett.

Í stað þess að þvinga fólk hafa stjórn­völd skyldu til þess að sann­færa fólk um ágæti slíkrar með­ferðar – og þeim virð­ist hafa tek­ist vel upp miðað við góða þátt­töku Íslend­inga til þessa.

Það er ódýr leið út úr vand­anum að beita fólk þving­unum í þessum efn­um. Hún er ódýrt, óþarft og óæski­legt vega­nesti inn í fram­tíð­ina.

Hér leið­beinir grunn­stefna Pírata okkur með orð­un­um: „Vernd hinna valda­minni frá mis­beit­ingu hinna valda­meiri.“ Þetta er okkar leið­ar­vísir gagn­vart vald­höf­um. Valdið þarf aðhald því valdið getur beitt þving­unum til þess að ná mark­miðum sín­um. Það þarf að passa upp á að vel sé farið með slíkt vald, líka þegar mark­miðið er gott. Þar er áhersla Pírata lyk­il­at­riði.

Höf­undur er þing­maður Pírata.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar