Kyndilberar frelsisins

Björn Leví Gunnarsson segir að valdið þurfi aðhald því það geti beitt þvingunum til þess að ná fram markmiðum sínum. Því þurfi að passa upp á að vel sé farið með slíkt vald – líka þegar markmiðið er gott.

Auglýsing

Margir sjálf­skip­aðir kyndil­berar frels­is­ins hafa geyst fram á rit­völl­inn að und­an­förnu. Ég eft­ir­læt les­endum að finna þá pistla því ég hef engan áhuga á að aug­lýsa þau skrif neitt frekar, enda kunn­ug­legt stef frá síðustu, þar­síð­ustu … og svo fram­vegis … kosn­ing­um. Sömu kind­ar­legu kyndil­ber­arnir að reyna að slá sig til ridd­ara enn og aft­ur.

Gott mót­vægi við þeim skrifum er nýlegur leið­ari rit­stjóra Kjarn­ans, þar sem hann fjallar um það þegar valdið talar um frelsi. Fyrsta dæmið sem rit­stjór­inn tekur er frelsið til að skaða sig og ráða yfir eigin lík­ama, nánar til­tekið afglæpa­væð­ingu fíkni­efna, sem er mál sem Píratar hafa lengi barist fyr­ir. Það mál hefur verið sett í alls konar grýlu­bún­inga af and­stæð­ingum þess þegar þetta mál er í raun mjög ein­falt. Málið snýst um að hætta að refsa veiku fólki. Frelsi veiks fólks undan refsi­vendi valds­ins.

Annað dæmi um sama frelsi er frelsi kvenna til þess að ráða yfir eigin lík­ama. Heil­brigð­is­ráð­herra VG flutti mál um þung­un­ar­rof fram á 22. viku og leiddi for­maður vel­ferð­ar­nefnd­ar, Pírat­inn Hall­dóra Mog­en­sen, málið í gegnum þingið þrátt fyrir and­stöðu ýmissa yfir­lýstra frels­is­flokka.

Auglýsing

Næst er það sjálft lýð­ræð­ið, nánar til­tekið kosn­inga­rétt­ur­inn og jafnt vægi atkvæða. Í þeim mála­flokki hafa Píratar flutt ýmis mál, svo sem frum­varp um nýja stjórn­ar­skrá sem inni­heldur mjög margar betrumbætur á lýð­ræð­inu en einnig jöfnun á atkvæð­um, jöfnun á milli þing­flokka með fleiri jöfn­un­ar­mönnum og leið­rétt­ing á því hvernig taln­ing atkvæða virkar í atkvæða­greiðslum stétt­ar­fé­laga. Í stuttu máli: Að kjós­endur í land­inu, sama í hvaða kjör­dæmi þeir búa þá stund­ina, skipti jafn miklu máli.

Frels­is­stefna Pírata

Þetta á ekki að vera end­ur­ritun á rit­stjórn­arp­istli Kjarn­ans heldur grein sem sýnir hvers konar áherslur Píratar hafa um frelsi. Það er ekki bara frelsi til athafna heldur til þess að hugsa, tala, trúa, syngja og vera man sjálft. Kjarna okkar Pírata í þeim málum er að finna í grunn­stefnu flokks­ins – sem allar aðrar stefnur okkar hvíla á – þar sem fjallað er um borg­ara­rétt­indi, frið­helgi einka­lífs, beint lýð­ræði, sjálfs­á­kvörð­un­ar­rétt og upp­lýs­inga- og tján­inga­frelsi. Grunn­stefna Pírata snýst einmitt um frelsi frá vald­inu og krist­all­ast í orð­unum „vernd hinna valda­minni frá mis­beit­ingu hinna valda­meiri“ og „opna hina valda­meiri gagn­vart eft­ir­liti hinna valda­minn­i“.

Ég ákvað að skrá mig í fyrsta skipti í stjórn­mála­flokk út af grunn­stefnu Pírata og siðan þá hef ég séð hvernig hún er ekki bara orð á blaði heldur er hring­iðan sem allt annað snýst um. Hún er það sem sam­einar Pírata í öllum mál­um. Ef ein­hver vafi er um hvað skal gera, þá er leitað í grunn­stefn­una. Þannig hefur hún verið okkar stoð og stytta í gegnum mörg flókin mál í gegnum árin og ávallt leitt okkur á réttan stað.

Ódýrt og óþarft

Frelsi er nefni­lega ekki eitt­hvað sem er til skrauts. Það skiptir máli fyrir heil­brigt sam­fé­lag því það er rótin að sann­girni, rétt­læti, jafn­rétti og lýð­ræði. Þess vegna skiptir það öllu máli að vakta stjórn­völd, sér­stak­lega þegar þau ætla sér að tak­marka frelsi fólks.

Nú er í umræð­unni að skylda suma Íslend­inga í bólu­setn­ingu. Á meðan bólu­setn­ing er frá­bært vopn gegn marg­vís­legum sjúk­dómum þá er stjórn­valds­skylda til þess að fara í bólu­setn­ingu ekki rétt aðferð til þess ná árangri. Hún er ekki aðeins óþörf, Íslend­ingar eru mjög jákvæðir gagn­vart bólu­setn­ingum eins og rað­irnar við Laug­ar­dals­höll hafa sýnt, heldur getur bólu­setn­inga­skylda haft þver­öfug áhrif og dregið úr vilja fólks til að bólu­setja sig. Þá erum svo sann­ar­lega ekki betur sett.

Í stað þess að þvinga fólk hafa stjórn­völd skyldu til þess að sann­færa fólk um ágæti slíkrar með­ferðar – og þeim virð­ist hafa tek­ist vel upp miðað við góða þátt­töku Íslend­inga til þessa.

Það er ódýr leið út úr vand­anum að beita fólk þving­unum í þessum efn­um. Hún er ódýrt, óþarft og óæski­legt vega­nesti inn í fram­tíð­ina.

Hér leið­beinir grunn­stefna Pírata okkur með orð­un­um: „Vernd hinna valda­minni frá mis­beit­ingu hinna valda­meiri.“ Þetta er okkar leið­ar­vísir gagn­vart vald­höf­um. Valdið þarf aðhald því valdið getur beitt þving­unum til þess að ná mark­miðum sín­um. Það þarf að passa upp á að vel sé farið með slíkt vald, líka þegar mark­miðið er gott. Þar er áhersla Pírata lyk­il­at­riði.

Höf­undur er þing­maður Pírata.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flensusprautan gagnast vel gegn alvarlegum veikindum af inflúensu.
Mikill veikindavetur framundan
COVID-19, inflúensa og RS-veiran. Margir smitsjúkdómar á kreiki á sama tíma kalla á aukna varúð. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur yfirvöld til að vera vel á verði og almenning til að gæta að persónulegum sóttvörnum sínum.
Kjarninn 6. desember 2022
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar á blaðamannafundinum í dag.
Vilja færa 13 milljarða í kjarabætur til almennings með sértækum skattahækkunum
Samfylkingin kynnti í dag breytingatillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Flokkurinn leggur til að um 17 milljarðar króna verði sóttir með sértækum skattahækkunum til þess að fjármagna almennar kjarabótaaðgerðir fyrir launafólk.
Kjarninn 6. desember 2022
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ponzi-leikur eða fjárfesting til framtíðar?
Kjarninn 6. desember 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata.
„Þau hefðu bara átt góðan séns á því að fá hæli á Íslandi“
Hælisleitendur, sem vísað var úr landi í lok október, eru í hópi þeirra sem eiga rétt á að mál þeirra verði tekin til efnislegrar meðferðar samkvæmt nýjum úrskurði kærunefndar útlendingamála.
Kjarninn 6. desember 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihlutans yrðu felldar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihluta borgarstjórnar við fjárhagsáætlun borgarinnar yrðu felldar. Búast má við því að umræðan um hagræðingu í Reykjavíkurborg standi fram á kvöld.
Kjarninn 6. desember 2022
Sérstaklega á að styrkja landsbyggðarmiðla sem framleiða sjónvarpsefni.
100 milljóna framlag vegna reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða fyrir sjónvarp
Ein breyting var gerð á framlögum til fjölmiðla milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Meirihluti stjórnarflokkanna ætlar að setja 100 milljónir króna í styrki vegna „reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigið efni fyrir sjónvarpsstöð.“
Kjarninn 6. desember 2022
„Atvinnulífið hefur ekki sýnt vott af samfélagsábyrgð á miklum óvissutímum“
Formaður VR segir atvinnulífið hafa nýtt sér viðkvæma stöðu í samfélaginu, Þar sem verðbólga er há og vextir í hæstu hæðum, til að skapa sér „fordæmalaust góðæri á kostnað almennings.“
Kjarninn 6. desember 2022
Gæti verið að ein hæð úr SAS-hótelinu í Kaupmannahöfn leynist á hafsbotni?
Hótelið á hafsbotni
Í áratugi hafa gengið sögur um að á hafsbotni norðan við Helsingjaborg í Svíþjóð liggi stærðar steypuhlunkur sem átti að vera hluti eins þekktasta hótels á Norðurlöndum. En skyldi þetta nú vera rétt?
Kjarninn 6. desember 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar