Böllin leyfð á ný – grímulaust og í nánd

Meðal þess sem sóttvarnalæknir lagði til í nýjasta minnisblaði sínu og fært hefur verið í reglugerð sem tekur gildi á miðnætti er að grunn- og framhaldsskólum sé heimilt að halda skemmtanir fyrir allt að 1.500 nemendur.

Loksins má halda aftur böll í framhaldsskólunum.
Loksins má halda aftur böll í framhaldsskólunum.
Auglýsing

„Ef vel tekst til með tak­mörk­unum á landa­mærum að lág­marka flutn­ing veirunnar hingað til lands frá útlöndum þá tel ég allar for­sendur vera fyrir hendi til að slaka frekar á tak­mörk­unum inn­an­lands á næstu vikum og mán­uð­u­m,“ skrifar Þórólfur Guðna­son sótt­varna­lækni í sínu nýjasta minn­is­blaði til heil­brigð­is­ráð­herra. Í því leggur hann þegar til nokkra aflétt­ingu aðgerða, m.a. klukku­stundar lengri opn­un­ar­tíma veit­inga­staða og til­slak­anir hvað varðar fjölda tak­mark­an­ir. Allt þetta og fleira er komið inn í nýja reglu­gerð um tak­mörkun á sam­komum vegna far­sóttar – þessa sem upp­færð hefur verið reglu­lega síð­asta eina og hálfa árið – er tekur gildi á mið­nætti.

Auglýsing

Ætla má að engri til­lögu Þór­ólfs að til­slökun nú verði fagnað meira en þeirri er snýr að grunn – og fram­halds­skóla­nem­um. Sam­kvæmt henni leyf­ist skól­unum á ný að halda sam­komur fyrir nem­end­ur, fyrir allt að 1.500 gesti, að því gefnu að þeir fram­vísi nei­kvæðu hrað­grein­ing­ar­prófi sem ekki má vera eldra en 48 klukku­stunda gam­alt. Þannig að frá og með morg­un­deg­inum má halda böll í fram­halds­skólum á ný og árs­há­tíðir í grunn­skól­um, svo dæmi séu tek­in. Fá ef nokkur slík böll hafa farið fram frá því snemma í far­aldr­in­um. „Slíkar skemmt­anir eru und­an­þegnar nálægð­ar­tak­mörkun og grímu­skyld­u,“ segir í reglu­gerð ráðu­neyt­is­ins um þennan lið. „ Skrá skal alla gesti með nafni, kenni­tölu og síma­núm­eri. Skrána skal varð­veita í tvær vikur og henni eytt að þeim tíma liðn­um.“

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Mynd: Almannavarnir

Í minn­is­blaði Þór­ólfs fer hann yfir þróun far­ald­urs­ins síð­ustu vik­ur. „Í ljósi þeirrar reynslu sem fékkst í lok júní 2021 af aflétt­ingum allrar tak­mark­ana inn­an­lands og breyt­inga á skimunum á landa­mærum, tel ég rétt að fara hægt í til­slak­anir á næst­unni, sér­stak­lega á landa­mær­um. Þau alvar­legu veik­indi sem hlut­ust af þessum til­slök­unum gengu nærri þol­mörkum Land­spít­ala.“

Frá 30. júlí þegar núver­andi bylgja náði hámarki hefur far­ald­ur­inn verið á hægri nið­ur­leið, skrifar Þórólf­ur, og að síð­ustu daga hafi fáir þurft að leggj­ast inn á sjúkra­hús. Ástandið á Land­spít­al­anum vegna COVID-19 sé ekki eins alvar­legt nú og fyrr í þess­ari bylgju. „Ástæðan fyrir batn­andi ástandi eru margar og þær hel­star, að tak­mark­anir inn­an­lands hafa verið við­hafð­ar, beitt hefur verið smitrakn­ingu, sótt­kví og ein­angrun eins og áður, hert hefur verið á skimunum á landa­mær­unum og auk þess hefur gengið vel að bólu­setja börn og ung­linga og við­kvæmir hópar hafa fengið þriðja skammt bólu­efn­is.“

100 manns þurft að leggj­ast inn

Frá 1. júlí hafa um 4.700 manns greinst með COVID-19 hér á landi og um 2,1 pró­sent þeirra (100 manns) þurft á sjúkra­hús­vist að halda. Átján hafa lagst inn á gjör­gæslu­deild (0,4 pró­sent), níu þurft aðstoð önd­un­ar­véla (0,2 pró­sent) og þrír lát­ist (0,1 pró­sent). Smitin greindust bæði hjá óbólu­settum og full­bólu­settum ein­stak­lingum en líkur á smiti hjá óbólu­settum eru um þrefalt meiri og líkur á inn­lögnum á sjúkra­hús um fimm­falt hærri, skrifar Þórólf­ur. Um 60 pró­sent þeirra sem leggj­ast inn á sjúkra­hús eru hins vegar full bólu­sett­ir. „Þó er því ljóst að góð þátt­taka í bólu­setn­ingum hér á landi hefur bæði komið í veg fyrir útbreidd­ara smit og alvar­legri afleið­ingar COVID-19.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halyna Hutchins fæddist í Úkraínu, ólst upp á herstöð á norðurslóðum og nam kvikmyndatökustjórn í Los Angeles.
Halyna Hutchins – Mögnuð listakona sem var á hraðri uppleið
Hún var elskuleg, hlý, fyndin, heillandi á hraðri uppleið. Og dásamleg móðir. Með þessum hætti er kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins minnst. Hún varð fyrir skoti úr leikmunabyssu á tökustað kvikmyndarinnar Rust í gær.
Kjarninn 22. október 2021
Eggert Gunnþór Jónsson er hér til vinstri í leik gegn Hvíta-Rússlandi á Evrópumóti U-21 landsliða árið 2011.
Eggert Gunnþór segist saklaus
Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafnar ásökunum um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010 og segist fullkomlega saklaus.
Kjarninn 22. október 2021
Ingrid Kuhlman
Munurinn á dánaraðstoð og sjálfsvígi er mikill
Kjarninn 22. október 2021
Sérfræðingar frá Syndis og Advania hafa tekið þátt í að skoða málið undanfarna daga.
Hætta á að tölvuþrjótar hafi komist yfir tölvupósta frá starfsmönnum HR
Rektor HR tilkynnti starfsfólki skólans það eftir hádegi í dag að möguleiki væri á því að tölvupóstar, jafnvel ár aftur í tímann, væru í höndum tölvuþrjóta. Ekki er þó ljóst hvort svo sé eða ekki, eða hvort afleiðingar af því verði einhverjar.
Kjarninn 22. október 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Rafmagnað Grænland og Ísland?
Kjarninn 22. október 2021
Biður hagsmunasamtök að tjá sig ekki um verðhækkanir
Samkeppniseftirlitið brýnir fyrir forsvarsmönnum hagsmunasamtaka að taka ekki þátt í umfjöllunum um hækkandi vöruverð, þar sem samtökin eiga að fara gætilega þegar kemur að umræðu sem hefur áhrif á verðlagningu fyrirtækja.
Kjarninn 22. október 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 44. þáttur: Drukkni sjóguninn
Kjarninn 22. október 2021
Samherji hf. er á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki og raunar einnig Samherji Ísland ehf. og fleiri dótturfélög Samherja. Hins vegar er Samherji Holding ehf. ekki á lista, líklega þar sem félagið hefur ekki enn skilað ársreikningi fyrir árið 2019.
Bæði Samherji og Init ofarlega á listum yfir „framúrskarandi fyrirtæki“ ársins
Alls eru 878 fyrirtæki á lista CreditInfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki árið 2021. Sum þeirra sem skipa efstu sætin á listum hafa verið til umfjöllunar undanfarin misseri fyrir hátterni sem erfitt er að tengja við það að skara fram úr.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent