Böllin leyfð á ný – grímulaust og í nánd

Meðal þess sem sóttvarnalæknir lagði til í nýjasta minnisblaði sínu og fært hefur verið í reglugerð sem tekur gildi á miðnætti er að grunn- og framhaldsskólum sé heimilt að halda skemmtanir fyrir allt að 1.500 nemendur.

Loksins má halda aftur böll í framhaldsskólunum.
Loksins má halda aftur böll í framhaldsskólunum.
Auglýsing

„Ef vel tekst til með tak­mörk­unum á landa­mærum að lág­marka flutn­ing veirunnar hingað til lands frá útlöndum þá tel ég allar for­sendur vera fyrir hendi til að slaka frekar á tak­mörk­unum inn­an­lands á næstu vikum og mán­uð­u­m,“ skrifar Þórólfur Guðna­son sótt­varna­lækni í sínu nýjasta minn­is­blaði til heil­brigð­is­ráð­herra. Í því leggur hann þegar til nokkra aflétt­ingu aðgerða, m.a. klukku­stundar lengri opn­un­ar­tíma veit­inga­staða og til­slak­anir hvað varðar fjölda tak­mark­an­ir. Allt þetta og fleira er komið inn í nýja reglu­gerð um tak­mörkun á sam­komum vegna far­sóttar – þessa sem upp­færð hefur verið reglu­lega síð­asta eina og hálfa árið – er tekur gildi á mið­nætti.

Auglýsing

Ætla má að engri til­lögu Þór­ólfs að til­slökun nú verði fagnað meira en þeirri er snýr að grunn – og fram­halds­skóla­nem­um. Sam­kvæmt henni leyf­ist skól­unum á ný að halda sam­komur fyrir nem­end­ur, fyrir allt að 1.500 gesti, að því gefnu að þeir fram­vísi nei­kvæðu hrað­grein­ing­ar­prófi sem ekki má vera eldra en 48 klukku­stunda gam­alt. Þannig að frá og með morg­un­deg­inum má halda böll í fram­halds­skólum á ný og árs­há­tíðir í grunn­skól­um, svo dæmi séu tek­in. Fá ef nokkur slík böll hafa farið fram frá því snemma í far­aldr­in­um. „Slíkar skemmt­anir eru und­an­þegnar nálægð­ar­tak­mörkun og grímu­skyld­u,“ segir í reglu­gerð ráðu­neyt­is­ins um þennan lið. „ Skrá skal alla gesti með nafni, kenni­tölu og síma­núm­eri. Skrána skal varð­veita í tvær vikur og henni eytt að þeim tíma liðn­um.“

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Mynd: Almannavarnir

Í minn­is­blaði Þór­ólfs fer hann yfir þróun far­ald­urs­ins síð­ustu vik­ur. „Í ljósi þeirrar reynslu sem fékkst í lok júní 2021 af aflétt­ingum allrar tak­mark­ana inn­an­lands og breyt­inga á skimunum á landa­mærum, tel ég rétt að fara hægt í til­slak­anir á næst­unni, sér­stak­lega á landa­mær­um. Þau alvar­legu veik­indi sem hlut­ust af þessum til­slök­unum gengu nærri þol­mörkum Land­spít­ala.“

Frá 30. júlí þegar núver­andi bylgja náði hámarki hefur far­ald­ur­inn verið á hægri nið­ur­leið, skrifar Þórólf­ur, og að síð­ustu daga hafi fáir þurft að leggj­ast inn á sjúkra­hús. Ástandið á Land­spít­al­anum vegna COVID-19 sé ekki eins alvar­legt nú og fyrr í þess­ari bylgju. „Ástæðan fyrir batn­andi ástandi eru margar og þær hel­star, að tak­mark­anir inn­an­lands hafa verið við­hafð­ar, beitt hefur verið smitrakn­ingu, sótt­kví og ein­angrun eins og áður, hert hefur verið á skimunum á landa­mær­unum og auk þess hefur gengið vel að bólu­setja börn og ung­linga og við­kvæmir hópar hafa fengið þriðja skammt bólu­efn­is.“

100 manns þurft að leggj­ast inn

Frá 1. júlí hafa um 4.700 manns greinst með COVID-19 hér á landi og um 2,1 pró­sent þeirra (100 manns) þurft á sjúkra­hús­vist að halda. Átján hafa lagst inn á gjör­gæslu­deild (0,4 pró­sent), níu þurft aðstoð önd­un­ar­véla (0,2 pró­sent) og þrír lát­ist (0,1 pró­sent). Smitin greindust bæði hjá óbólu­settum og full­bólu­settum ein­stak­lingum en líkur á smiti hjá óbólu­settum eru um þrefalt meiri og líkur á inn­lögnum á sjúkra­hús um fimm­falt hærri, skrifar Þórólf­ur. Um 60 pró­sent þeirra sem leggj­ast inn á sjúkra­hús eru hins vegar full bólu­sett­ir. „Þó er því ljóst að góð þátt­taka í bólu­setn­ingum hér á landi hefur bæði komið í veg fyrir útbreidd­ara smit og alvar­legri afleið­ingar COVID-19.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Ármann Kr. Ólafsson hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og bæjarstjóri frá árinu 2012.
Ármann ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs í Kópavogi
Ármann Kr. Ólafsson oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri í Kópavogi frá árinu 2012 ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í sveitarstjórnarkosningunum í maí.
Kjarninn 17. janúar 2022
Það að skipa stjórn yfir Landspítala var á meðal mála sem stjórnarflokkarnir náðu saman um í nýjum stjórnarsáttmála.
Sjö manna stjórn yfir Landspítala verði skipuð til tveggja ára í senn
Skipunartími stjórnarmanna í nýrri stjórn Landspítala verður einungis tvö ár, samkvæmt nýjum frumvarpsdrögum. Talið er mikilvægt að hægt verði að skipa ört í stjórnina fólk sem hefur sérþekkingu á þeim verkefnum sem Landspítali tekst á við hverju sinni.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent