Skilgreining á „fullri bólusetningu“ ekki breyst – ennþá

Ertu fullbólusett? Eða þarftu örvunarskammt til að falla undir þá skilgreiningu? Kjarninn leitaði svara við þessari spurningu sem farin er að brenna á mörgum Evrópubúum.

Tæplega 100 þúsund manns á Íslandi hafa nú fengið örvunarbólusetningu.
Tæplega 100 þúsund manns á Íslandi hafa nú fengið örvunarbólusetningu.
Auglýsing

Nokkur umræða er hafin erlendis um skil­grein­ingu á því að vera „full­bólu­sett/­ur“ gegn COVID-19. Ertu full­bólu­sett með tveimur sprautum eða þegar þú hefur fengið örv­un­ar­skammt?

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Emb­ætti land­læknis hefur skil­grein­ingin ekki breyst – að minnsta kosti enn­þá. Þannig að mann­eskja sem hefur lokið bólu­setn­ingu með tveimur sprautum með Pfiz­er, svo dæmi sé tek­ið, er talin full­bólu­sett. Örv­un­ar­bólu­setn­ing er einmitt það, segir í svari emb­ætt­is­ins, örvun ofan á fulla bólu­setn­ingu.

„Hins vegar er það svo að það sam­evr­ópska kerfi sem notað er um bólu­setn­ing­arpassa (t.d. vegna ferð­laga) byggir á skil­grein­ingu sem aðeins náði til eins árs,“ segir í svari emb­ætt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. „Því gæti farið svo að þeirri skil­grein­ingu verði breytt. Við höfum hins vegar ekki heyrt af slíkum hug­mynd­um.“

Auglýsing

Far­aldur COVID-19 hefur náð miklum hæðum í Evr­ópu ennþá einu sinni og hertar aðgerðir boð­aðar víða. Stjórn­völd í Aust­ur­ríki hafa til dæmis þegar gripið til útgöngu­banns (lock­down) og hafa auk þess ákveðið að frá og með febr­úar á næsta ári verði allir skyld­aðir til bólu­setn­ing­ar.

Örv­un­ar­bólu­setn­ing, þ.e. að gefa þriðja skammt­inn af bólu­efni, er hafin í mörgum Evr­ópu­ríkjum og litið er svo á að hún gæti orðið leiðin út úr far­aldr­in­um.

Örvunarbólusetningar eru hvergi hlutfallslega meiri en hér á landi. Mynd: Our World in Data

En þetta gæti þýtt að skil­grein­ing á „fullri bólu­setn­ingu“ ætti eftir að breyt­ast. Boris John­son, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, sagði í síð­ustu viku að tvær sprautur væru ekki lengur nægj­an­legar til að ná fullri bólu­setn­ingu. Til að koma í veg fyrir útbreiddan far­aldur í land­inu á ný, sem myndi hafa hertar aðgerðir í för með sér, væri þriðji skammt­ur­inn – örv­un­ar­skammt­ur­inn – nauð­syn­leg­ur. „Með tím­anum dregur úr vernd tveggja skammta,“ sagði hann á blaða­manna­fundi fyrir um viku. Til stendur að gefa um 10 millj­ónum Breta örv­un­ar­bólu­setn­ingu fyrir jól. Byrjað var að gefa fólki yfir fimm­tugu og við­kvæmum hópum slíka sprautu í sept­em­ber.

Sam­kvæmt frétt AFP hafa um 3,7 pró­sent Evr­ópu­búa fengið örv­un­ar­skammt. Ísland leiðir örv­un­ar­bólu­setn­ingar álf­unn­ar, segir enn fremur í frétt­inni. Sam­kvæmt því sem fram kemur á covid.is hafa tæp­lega 100 þús­und ein­stak­lingar fengið örv­un­ar- eða við­bót­ar­skammt af bólu­efni. Ákveðið var nýverið að öllum sextán ára og eldri stæði slíkt til boða um 5-6 mán­uðum eftir að önnur sprauta var gef­in.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Villimenn við borgarhliðið: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar I
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent