Skilgreining á „fullri bólusetningu“ ekki breyst – ennþá

Ertu fullbólusett? Eða þarftu örvunarskammt til að falla undir þá skilgreiningu? Kjarninn leitaði svara við þessari spurningu sem farin er að brenna á mörgum Evrópubúum.

Tæplega 100 þúsund manns á Íslandi hafa nú fengið örvunarbólusetningu.
Tæplega 100 þúsund manns á Íslandi hafa nú fengið örvunarbólusetningu.
Auglýsing

Nokkur umræða er hafin erlendis um skil­grein­ingu á því að vera „full­bólu­sett/­ur“ gegn COVID-19. Ertu full­bólu­sett með tveimur sprautum eða þegar þú hefur fengið örv­un­ar­skammt?

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Emb­ætti land­læknis hefur skil­grein­ingin ekki breyst – að minnsta kosti enn­þá. Þannig að mann­eskja sem hefur lokið bólu­setn­ingu með tveimur sprautum með Pfiz­er, svo dæmi sé tek­ið, er talin full­bólu­sett. Örv­un­ar­bólu­setn­ing er einmitt það, segir í svari emb­ætt­is­ins, örvun ofan á fulla bólu­setn­ingu.

„Hins vegar er það svo að það sam­evr­ópska kerfi sem notað er um bólu­setn­ing­arpassa (t.d. vegna ferð­laga) byggir á skil­grein­ingu sem aðeins náði til eins árs,“ segir í svari emb­ætt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. „Því gæti farið svo að þeirri skil­grein­ingu verði breytt. Við höfum hins vegar ekki heyrt af slíkum hug­mynd­um.“

Auglýsing

Far­aldur COVID-19 hefur náð miklum hæðum í Evr­ópu ennþá einu sinni og hertar aðgerðir boð­aðar víða. Stjórn­völd í Aust­ur­ríki hafa til dæmis þegar gripið til útgöngu­banns (lock­down) og hafa auk þess ákveðið að frá og með febr­úar á næsta ári verði allir skyld­aðir til bólu­setn­ing­ar.

Örv­un­ar­bólu­setn­ing, þ.e. að gefa þriðja skammt­inn af bólu­efni, er hafin í mörgum Evr­ópu­ríkjum og litið er svo á að hún gæti orðið leiðin út úr far­aldr­in­um.

Örvunarbólusetningar eru hvergi hlutfallslega meiri en hér á landi. Mynd: Our World in Data

En þetta gæti þýtt að skil­grein­ing á „fullri bólu­setn­ingu“ ætti eftir að breyt­ast. Boris John­son, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, sagði í síð­ustu viku að tvær sprautur væru ekki lengur nægj­an­legar til að ná fullri bólu­setn­ingu. Til að koma í veg fyrir útbreiddan far­aldur í land­inu á ný, sem myndi hafa hertar aðgerðir í för með sér, væri þriðji skammt­ur­inn – örv­un­ar­skammt­ur­inn – nauð­syn­leg­ur. „Með tím­anum dregur úr vernd tveggja skammta,“ sagði hann á blaða­manna­fundi fyrir um viku. Til stendur að gefa um 10 millj­ónum Breta örv­un­ar­bólu­setn­ingu fyrir jól. Byrjað var að gefa fólki yfir fimm­tugu og við­kvæmum hópum slíka sprautu í sept­em­ber.

Sam­kvæmt frétt AFP hafa um 3,7 pró­sent Evr­ópu­búa fengið örv­un­ar­skammt. Ísland leiðir örv­un­ar­bólu­setn­ingar álf­unn­ar, segir enn fremur í frétt­inni. Sam­kvæmt því sem fram kemur á covid.is hafa tæp­lega 100 þús­und ein­stak­lingar fengið örv­un­ar- eða við­bót­ar­skammt af bólu­efni. Ákveðið var nýverið að öllum sextán ára og eldri stæði slíkt til boða um 5-6 mán­uðum eftir að önnur sprauta var gef­in.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Milljarðar gætu ratað úr fyrirtæki í eigu borgarinnar í ríkissjóð vegna afleiðusamninga við Glitni
Orkuveita Reykjavíkur vildi ekki gera upp afleiðusamninga við Glitni HoldCo vegna þess að hún taldi að félagið hefði framselt samninganna til ríkissjóðs og að það hefði þegar fengið bætur fyrir afglöp endurskoðenda í sátt við PwC.
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent