Ráðningastyrkir kosta ríkissjóð 15 milljarða á árunum 2021 og 2022

Hækka þarf framlög úr ríkissjóði vegna ráðningastyrkja um 3,4 milljarða króna frá því sem áætlað var í fjárlagafrumvarpi. Samhliða Hefjum störf átaki stjórnvalda tuttugufaldaðist ásókn atvinnurekenda í hina hefðbundnu ráðningarstyrki Vinnumálastofnunar.

Katrín Jakobsdóttir og Ásmundur Einar Daðason kynntu átakið Hefjum störf á blaðamannafundi í mars síðastliðnum.
Katrín Jakobsdóttir og Ásmundur Einar Daðason kynntu átakið Hefjum störf á blaðamannafundi í mars síðastliðnum.
Auglýsing

Lagt hefur verið til að fram­lög vegna mála­flokks­ins vinnu­mark­aður og atvinnu­leysi verði aukin um fimm millj­arða króna frá því sem fjár­laga­frum­varpið sagði til um. Verði sú breyt­ing sam­þykkt munu fram­lögin verða alls 55,1 millj­arðar króna, sem er um 40 millj­örðum króna minna en fór í mála­flokk­inn á árinu 2021. 

Ástæðan er minnk­andi atvinnu­leysi, en það mæld­ist 4,9 pró­sent í síð­asta mán­uði sem er svipað og atvinnu­leysi var áður en kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn skall á snemma á síð­asta ári. Atvinnu­leysi mæld­ist 12,8 pró­sent í jan­úar síð­ast­liðn­um. 

Í nefnd­ar­á­liti meiri­hluta fjár­laga­nefndar vegna fjár­laga­frum­varps­ins kemur fram að ástæða þess að hækka þurfi fram­lög til mála­flokks­ins á næsta ári sé aðal­lega út af auknu fram­lagi, alls 3,4 millj­örðum króna, vegna ráðn­inga­styrkja. 

Auglýsing
Þar segir að tæp­lega 40 pró­sent styrkj­anna séu vegna nýrra styrkja sem tengj­ast átak­inu Hefjum störf, en atvinnu­rek­endur geta sótt um slíka styrki út þetta ár og þeir geta varað í allt að sex mán­uði. Átakið snýst um að rík­is­sjóður greiðir þorra launa nýrra starfs­manna fyr­ir­tækja á meðan að styrkja­tíma­bilið er í gild­i. 

Um 60 pró­sent útgjald­anna eru hins vegar vegna hefð­bund­inna ráðn­ing­ar­styrkja sem komu í kjöl­far átaks­verk­efn­is­ins.

Ráðn­inga­styrkir kosta alls 15,1 millj­arð króna

Þegar Hefjum störf átakið var kynnt í mars síð­ast­liðnum var mark­miðið sagt vera að skapa sjö þús­und tíma­bundin s​​törf hjá einka­­fyr­ir­tækj­um, félaga­­sam­­tökum og hinu opin­bera. Áætl­­aður kostn­aður við þessar aðgerðir eru 4,5 til fimm millj­­arðar króna.

Í álit­inu, sem þing­menn stjórn­ar­flokk­anna þriggja standa að, kemur hins vegar fram að útgjöld vegna allra ráðn­inga­styrkja sem veittir voru á árinu 2021 verði um 11,7 millj­arðar króna og að 3,4 millj­arðar króna fari í greiðslu þeirra á næsta ári. Sam­tals gera það 15,1 millj­arðar króna.

Munur á upp­haf­legu kostn­að­ar­mati og raunút­komu og áætlun árs­ins 2022 skýrist fyrst og fremst af því að ásókn í ráðn­ing­ar­styrk­ina varð tvisvar sinnum meiri en gert hafði verið ráð fyr­ir. Sótt var um 7.900 styrki í stað fjögur þús­und, líkt og reiknað var með. 

Ásókn í aðra styrki tutt­ugu­fald­að­ist

Ástæðan er sú að sam­hliða Hefjum störf átaki stjórn­valda marg­fald­að­ist ásókn atvinnu­rek­enda í hina hefð­bundnu ráðn­ing­ar­styrki Vinnu­mála­stofn­unar sem kall­ast Ráðn­ing með styrk. „Í byrjun árs 2021 höfðu aðeins 128 samn­ingar verið gerðir í gegnum það úrræði en þeir voru orðnir 2.800 í nóv. sl. Er því um tutt­ugu­falda aukn­ingu ásóknar að ræða í úrræð­ið. Þá sköp­uð­ust jafn­framt fleiri störf á hinum almenna mark­aði en áætlað var og kostn­aður rík­is­sjóðs á hvern samn­ing því hærri en í upp­haf­legu mati þar sem gert var ráð fyrir að fleiri störf sköp­uð­ust hjá sveit­ar­fé­lögum og félaga­sam­tök­um.“

Í álit­inu kemur einnig fram að sam­kvæmt Vinnu­mála­stofnun sé árangur af ráðn­ing­ar­styrkjum sá að 20 til 30 pró­sent þeirra sem fari á ráðn­ing­ar­styrk fari aftur á atvinnu­leys­is­skrá þegar styrkja­tíma­bili samn­ings lýk­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent