Einungis tveir ráðherrar til svara á þingi – Vonbrigði, óforskammað og óásættanlegt

Stjórnarandstaðan var ekki sátt við ráðherra ríkisstjórnarinnar á Alþingi í morgun en tveir ráðherrar af tólf voru til svara í óundirbúnum fyrirspurnatíma. „Þetta minnir mig á það andrúmsloft sem var hér fyrir hrun þegar ráðherraræðið var algjört.“

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur nóvember 2021
Auglýsing

Þing­menn fjög­urra stjórn­ar­and­stöðu­flokka voru harð­orðir í garð ráð­herra rík­is­stjórn­ar­innar þegar ein­ungis tveir mættu í óund­ir­bú­inn fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í morg­un, þau Sig­urður Ingi Jóhanns­son inn­við­a­ráð­herra og Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttir vís­inda-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra.

Fjöl­margir þing­menn lögðu orð í belg og gerðu athuga­semdir við fund­ar­stjórn for­seta Alþingis Birgis Ármanns­son­ar.

Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dóttir Gunn­ars­dóttir þing­maður Pírata var meðal þeirra stjórn­ar­and­stöðu­þing­manna sem gagn­rýndi fjar­veru ráð­herr­anna og sagði að mögu­leikar þing­manna til að beina óund­ir­búnum fyr­ir­spurnum til ráð­herra væri gríð­ar­lega mik­il­vægur þáttur í aðhaldi þings­ins að fram­kvæmd­ar­vald­inu og upp­lýs­inga­gjöf stjórn­valda til þings­ins.

Auglýsing

Lýsti yfir miklum von­brigðum

„Kveðið er á um þetta í lögum um þing­sköp Alþingis þar sem segir að að jafn­aði skuli ekki vera færri en þrír ráð­herrar sem sitja fyrir svör­um. Í dag eru ein­ungis tveir mætt­ir. Það vekur sér­stak­lega athygli vegna þess hversu margir ráð­herrar eru orðn­ir. Þessi rík­is­stjórn hefur séð ástæðu til að fjölga ráð­herrum en greini­lega ekki í þeim til­gangi að auka fyr­ir­svar þeirra gagn­vart þing­inu.

Ég lýsi því yfir miklum von­brigðum með að hér í dag skuli ein­ungis mæta tveir ráð­herrar og það væri raunar ágætt að fá frek­ari skýr­ingar á því en bara þá að það hafi ekki náðst. Það er hægt að sýna ýmsum hlutum skiln­ing en þegar af svo mörgum ein­stak­lingum er að taka er erfitt að ímynda sér hvað veldur því að ein­ungis tveir af tólf sjá sér fært að koma og tala við þing­ið. Þá vil ég óska sér­stak­lega eftir því að inn­an­rík­is­ráð­herra sjái sér fært að koma og tala við okkur hérna, að minnsta kosti næst, helst í dag,“ sagði Arn­dís Anna.

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Mynd: Bára Huld Beck

Hlýtur að vera skýr­ing á þessu

Guð­mundur Ingi Krist­ins­son þing­maður Flokks fólks­ins tók undir gagn­rýn­ina.

„Það er svo­lítið skrýtið að það skuli bara tveir ráð­herrar vera mætt­ir, og það tveir með ný heiti; inn­við­a­ráð­herra og vís­inda-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra, ef ég man rétt nafnið á þeim. Og ég spyr: Eru hinir kannski farnir í frí? Það væri ágætt að upp­lýsa hvers vegna í ósköp­unum hingað eru bara tveir komn­ir. Það eru 12 ráð­herrar og ég myndi telja lág­mark að 40 til 50 pró­sent af þeim myndu skila sér hingað inn í umræð­una. Það hlýtur að vera skýr­ing á þessu og ég spyr bara: Er skýr­ingin sú að hinir séu komnir í frí?“ spurði hann.

Guðmundur Ingi Mynd: Bára Huld Beck

Ein­ungis tveir ráð­herrar áttu kost á að mæta

Birgir Ármanns­son for­seti Alþingis svar­aði þing­mönnum og sagði að aðstæður hefðu verið með þeim hætti að ekki áttu nema tveir ráð­herrar kost á að koma til fundar í dag en gengið hefði verið eftir því að fleiri kæmust. Á hinn bóg­inn hefðu aðstæður verið með þeim hætti að ekki var hægt að verða við því.

Hann sagð­ist enn fremur vilja geta þess að mögu­leikar þing­manna til að spyrja ráð­herra væru auð­vitað með ýmsum hætti. „Það eru óund­ir­búnar fyr­ir­spurn­ir, sem gegna vissu­lega mik­il­vægu hlut­verki. Sama er með skrif­legar fyr­ir­spurnir til munn­legs svars, sem þing­menn eiga kost á að leggja fram, og eins skrif­legar fyr­ir­spurnir til skrif­legs svars. En að sjálf­sögðu verður athuga­semdum hátt­virtra þing­manna komið á fram­færi.“

Birgir Ármannsson Mynd: Bára Huld Beck

Sagði hann jafn­framt á það væru for­sæt­is­ráð­herra og for­sæt­is­ráðu­neytið sem skipu­legðu hvaða ráð­herrar kæmu til svara í fyr­ir­spurna­tím­um. „En þegar fyr­ir­sjá­an­legt var að það yrði fáliðað var óskað eftir því að reynt yrði að tryggja nær­veru fleiri ráð­herra, sem tókst ekki. For­seti hefur ekki sjálfur skýr­ingar á því hvernig á því stend­ur, en eins og for­seti gat um áðan verður þeim athuga­semdum sem hér hafa komið fram komið á fram­færi,“ sagði Birg­ir.

For­seti eigi að upp­lýsa þingið um ástæður fjar­veru ráð­herra

Logi Ein­ars­son for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar sagð­ist taka undir með þing­mönnum sem tekið höfðu til máls á undan en þó skyldi virða það við þá ráð­herra sem þó væru mætt­ir.

Logi Einarsson Mynd: Bára Huld Beck

„Ég er líka þakk­látur hæst­virtum for­seta fyrir að útskýra fyrir okkur með hvaða hætti við getum náð eyrum ráð­herr­ans að öðru jöfnu, en hér kom samt fram áðan að að jafn­aði eiga að vera þrír til stað­ar. Nú var hægt að lesa það úr orðum for­seta að hann hafi grennsl­ast fyrir um ástæð­urnar fyrir því að það var svona fálið­að. Þá finnst mér A, að hann eigi að upp­lýsa okkur um ástæð­urn­ar, og B, að hann sem for­seti alls þings­ins legg­ist á árar með okkur og tryggi að við höfum þá alla vega aðgang að ráð­herrum sem okkur ber,“ sagði Logi.

Ráð­herrar gegna ákveðnu hlut­verki á þingi

Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dóttir þing­maður Við­reisnar benti á að stutt væri síðan þing­flokkur Við­reisnar sendi for­seta þings­ins sér­stakt bréf til að óska eftir því að hægt væri að eiga sam­tal við heil­brigð­is­ráð­herra og við fjár­mála­ráð­herra í hvert skipti sem rík­is­stjórnin fram­lengir sótt­varna­að­gerðir til að eiga sam­tal um það hvaða efna­hags­að­gerðir ættu að fylgja.

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Mynd: Bára Huld Beck

„Ég býst fast­lega við því að við þeirri ósk verði orð­ið. En sú er ekki reyndin í dag, þannig að þetta er okkar sterkasta verk­færi sem stendur að eiga í þessu sam­tali. Það er maka­laust í ljósi þess að í rík­is­stjórn­inni í dag sitja tólf ráð­herr­ar. Það sitja tólf ráð­herrar í þess­ari rík­is­stjórn og gegna ákveðnu hlut­verki á þingi og þeir eru tveir mætt­ir. Ætlun okkar hér í dag var að ræða við mennta- og barna­mála­ráð­herra um sótt­kví barna, um skóla­göngu þeirra og þá stað­reynd að ótrú­lega mik­ill fjöldi barna hér á landi er í sótt­kví. En við getum ekki átt það sam­tal vegna þess að hann er ekki mætt­ur.“

„Það er enn þá neyð­ar­á­stand í sam­fé­lag­inu“

Hall­dóra Mog­en­sen þing­flokks­for­maður Pírata kom í pontu og var harð­orð í garð ráð­herr­anna. „Það mætti halda að það væri ekk­ert að ger­ast hérna í sam­fé­lag­inu. Hæst­virtur fjár­mála­ráð­herra er bara í fríi þegar verið að koma með neyð­ar­að­gerðir í þágu atvinnu­lífs­ins vegna COVID-að­gerða rík­is­stjórn­ar­innar og vegna sótt­varna­að­gerða. Það eru fréttir af því að börn séu inni­lok­uð, alein í her­bergi í sótt­kví eða ein­angr­un, en ekki fáum við að spyrja barna­mála­ráð­herra út í það út af því að hann hefur ekki fyrir því að mæta í óund­ir­búnar fyr­ir­spurnir og hefur ekki verið neitt ofboðs­lega dug­legur að mæta í óund­ir­búnar fyr­ir­spurnir yfir höf­uð,“ sagði hún og vís­aði í það að Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra var fjar­ver­andi í vik­unni þegar aðgerðir rík­is­stjórn­ar­innar voru rædd­ar.

Halldóra Mogensen Mynd: Bára Huld Beck

„Svo eru fregnir af vinnu­mark­aðnum og ein­stæðum for­eldrum sem eru í vondum málum eftir sótt­varna­að­gerðir og COVID-að­gerðir rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Það er ofboðs­lega mikið að ger­ast í sam­fé­lag­inu. Það er enn þá neyð­ar­á­stand í sam­fé­lag­inu og ég krefst þess að ráð­herrar mæti í óund­ir­bú­inn fyr­ir­spurna­tíma og sitji fyrir svörum á þessum tím­um. Mér finnst ófor­skammað að hér séu tveir ráð­herr­ar,“ sagði hún.

Spurði hvort fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra væri fluttur til útlanda

Oddný Harð­ar­dóttir þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar sagði stöð­una vera óásætt­an­lega.

Oddný Harðardóttir Mynd: Bára Huld Beck

„Sú staða að hér í þing­inu skuli ein­ungis vera tveir af tólf ráð­herrum til svara á þeim tímum sem við lifum nú – og ég þarf ekki að fara yfir það hér í mín­útu­ræðu – er alger­lega óásætt­an­leg. Hæst­virtur for­seti verður að standa með þing­inu og sjá til þess að þetta ger­ist ekki aft­ur. Þetta minnir mig á það and­rúms­loft sem var hér fyrir hrun þegar ráð­herraræðið var algjört. Við erum að sigla inn í sama anda. Það má ekki ger­ast. Ráð­herrar starfa í umboði þings­ins og við höfum skyldum að gegna í eft­ir­lits­hlut­verki með fram­kvæmd­ar­vald­inu. Og hvar er hæst­virtur fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra? Er hann fluttur til útlanda?“ spurði hún.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Myndin er fengin úr kerfisáætlun Landsnets 2016-2025. „DC-strengur á Sprengisandsleið hefur jákvæð áhrif á mögulega lengd jarðstrengja á Norðurlandi,“ segir í myndatexta.
Sprengisandskapall „umfangsmikil og dýr“ framkvæmd fyrir „fáa kílómetra“ af jarðstreng í Blöndulínu
Landsnet tekur ekki undir þau sjónarmið Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi að skynsamlegt sé að leggja jarðstreng yfir Sprengisand til að auka möguleika á því að leggja hluta Blöndulínu 3 í jörð.
Kjarninn 20. maí 2022
Hersir Sigurgeirsson
Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.
Kjarninn 20. maí 2022
Hvernig gengur að koma úkraínskum flóttabörnum inn í skólakerfið?
Langfæst börn sem flúið hafa stríðið í Úkraínu með foreldrum sínum á síðustu vikum og mánuðum eru komin inn í skólakerfið hér á landi og spila þar inn margir þættir. Samstarf á milli stærstu sveitarfélaganna hefur þó gengið vel.
Kjarninn 20. maí 2022
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB
„Hlutverk hins opinbera er að tryggja öllum húsnæðisöryggi“
Formaður BSRB segir að margt sé til bóta í tillögunum starfshóps um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði – og gefi ástæðu til hóflegrar bjartsýni um betri tíma.
Kjarninn 19. maí 2022
Árni Guðmundsson
Af þreyttasta frumvarpi Íslandssögunnar
Kjarninn 19. maí 2022
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent