Stjórnarformaður Landsvirkjunar og tvö til sækjast eftir dómaraembætti við MDE

Þrjár umsóknir bárust frá íslenskum lögfræðingum um stöðu dómara við Mannréttindadómstól Evrópu. Þing Evrópuráðsins tekur ákvörðun um skipan í embættið. Stjórnarformaður Landsvirkjunar er á meðal umsækjenda.

Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður Landvirkjunar og fyrrverandi formaður kjararáðs er einn þriggja sem sækjast eftir dómaraembættinu í Strassborg.
Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður Landvirkjunar og fyrrverandi formaður kjararáðs er einn þriggja sem sækjast eftir dómaraembættinu í Strassborg.
Auglýsing

Þrjár umsóknir bár­ust um emb­ætti íslensks dóm­ara við Mann­rétt­inda­dóm­stól Evr­ópu en umsókn­ar­frestur rann út 14. jan­ú­ar. Umsækj­endur um emb­ættið eru þau Jónas Þór Guð­munds­son hæsta­rétt­ar­lög­mað­ur, Oddný Mjöll Arn­ar­dóttir lands­rétt­ar­dóm­ari og Stefán Geir Þór­is­son hæsta­rétt­ar­lög­mað­ur, sam­kvæmt því sem fram kemur í til­kynn­ingu frá for­sæt­is­ráðu­neyt­inu.

Þing Evr­ópu­ráðs­ins tekur ákvörðun um það hvert þeirra verður fyrir val­inu sem íslenski dóm­ar­inn við rétt­inn, en Evr­ópu­ráðið fór þess á leit við íslensk stjórn­völd að þau myndu til­nefna þrjú dóm­ara­efni. Það virð­ist því ekki vera þörf á því að skipa sér­staka hæfn­is­nefnd hér á landi til þess að meta umsókn­irnar sem bár­ust um dóm­ara­emb­ættið í Strass­borg, þar sem umsókn­irnar sem bár­ust voru akkúrat þrjár.

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu fjallar um mál sem til hans er vísað af ein­stak­lingum og samn­ings­að­ilum vegna meintra brota á ákvæðum mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu eða samn­ings­við­aukum við hann. Dóm­stóll­inn er skip­aður einum dóm­ara frá hverju samn­ings­ríkja.

Auglýsing

Róbert Spanó hefur verið íslenski dóm­ar­inn við rétt­inn allt frá árinu 2013. Hann var kjör­inn for­seti MDE á vor­dögum 2020, en kjör­tíma­bili hans sem dóm­ara við MDE lýkur þann 31. októ­ber næst­kom­andi.

Oddný Mjöll Arn­ar­dóttir er dóm­ari við Lands­rétt. Hún er einnig rann­sókna­pró­fessor við Háskóla Íslands og hefur verið pró­fessor við laga­deild skól­ans frá 2012, en var þar áður pró­fessor við laga­deild Háskól­ans í Reykja­vík frá 2006. Ef hún hreppir emb­ættið yrði hún fyrsta konan til þess að verða sett dóm­ari við MDE fyrir hönd Íslands.

Jónas Þór Guð­munds­son hæsta­rétt­ar­lög­maður er núver­andi stjórn­ar­for­maður Lands­virkj­unar og hefur verið allt frá árinu 2014. Hann er einnig fyrr­ver­andi for­maður kjara­ráðs og hefur verið full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins í þessum emb­ætt­um, en hann hefur gegnt marg­vís­legum trún­að­ar­störfum fyrir flokk­inn. Hann gegndi for­mennsku í stjórn Lög­manna­fé­lags Íslands um tíma.

Stefán Geir Þór­is­son hæsta­rétt­ar­lög­maður hefur reynslu af dóm­störf­um, en hann er um þessar mundir vara­dóm­andi við end­ur­upp­töku­dóm. Áður var Stefán Geir skip­aður dóm­ari við Alþjóð­lega íþrótta­dóm­stól­inn (CAS) í borg­inni Laus­anne í Sviss til fjög­urra ára frá 1. jan­úar 2017. Stefán hefur einnig sinnt trún­að­ar­störfum fyrir Knatt­spyrnu­sam­band Íslands um ára­bil og sat meðal ann­ars í stjórn KSÍ frá 2007-2009.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Myndin er fengin úr kerfisáætlun Landsnets 2016-2025. „DC-strengur á Sprengisandsleið hefur jákvæð áhrif á mögulega lengd jarðstrengja á Norðurlandi,“ segir í myndatexta.
Sprengisandskapall „umfangsmikil og dýr“ framkvæmd fyrir „fáa kílómetra“ af jarðstreng í Blöndulínu
Landsnet tekur ekki undir þau sjónarmið Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi að skynsamlegt sé að leggja jarðstreng yfir Sprengisand til að auka möguleika á því að leggja hluta Blöndulínu 3 í jörð.
Kjarninn 20. maí 2022
Hersir Sigurgeirsson
Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.
Kjarninn 20. maí 2022
Hvernig gengur að koma úkraínskum flóttabörnum inn í skólakerfið?
Langfæst börn sem flúið hafa stríðið í Úkraínu með foreldrum sínum á síðustu vikum og mánuðum eru komin inn í skólakerfið hér á landi og spila þar inn margir þættir. Samstarf á milli stærstu sveitarfélaganna hefur þó gengið vel.
Kjarninn 20. maí 2022
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB
„Hlutverk hins opinbera er að tryggja öllum húsnæðisöryggi“
Formaður BSRB segir að margt sé til bóta í tillögunum starfshóps um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði – og gefi ástæðu til hóflegrar bjartsýni um betri tíma.
Kjarninn 19. maí 2022
Árni Guðmundsson
Af þreyttasta frumvarpi Íslandssögunnar
Kjarninn 19. maí 2022
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent