Tímabært að „henda grímunni“

Í dag kemur í ljós hvort dönsk stjórnvöld fallist á tillögu farsóttarnefndar um að aflétta nær öllum takmörkunum í landinu á næstu dögum. „Tímabært“ segja margir sérfræðingar en einhverjir eru þó skeptískir á tímasetningu.

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Auglýsing

Danska far­sótt­ar­nefndin telur að COVID-19 ógni ekki lengur sam­fé­lag­inu og mælir með því að nán­ast allar tak­mark­anir verði afnumdar 31. jan­ú­ar. Eina und­an­tekn­ingin verði skimun far­þega sem koma til lands­ins og ein­angrun þeirra ef þeir grein­ast jákvæð­ir.

Þetta mun þýða, sam­þykki stjórn­völd til­lögur nefnd­ar­inn­ar, að grímu­skylda verður afnumin og engar fjölda tak­mark­anir verða á bað­stöðum og stórum við­burðum svo dæmi séu tek­in. Danska rík­is­út­varpið segir að for­sæt­is­ráð­herr­ann Mette Frederik­sen muni halda blaða­manna­fund í dag og til­kynna ákvörðun stjórn­valda.

Auglýsing

Met fjöldi smita hafa greinst í Dan­mörku, rétt eins og á Íslandi, síð­ustu daga. Engu að síður telja margir sér­fræð­ingar sem Danska rík­is­út­varpið ræðir við að tíma­bært sé að „henda grímunum í ruslið“ og losa um allar tak­mark­anir í dönsku sam­fé­lagi.

„Jafn­vel þótt smit­fjöld­inn sé mik­ill eru ekki margir sem þurfa á gjör­gæslu­með­ferð að halda,“ segir Alan Randrup Thom­sen, pró­fessor í veiru­fræðum við Háskól­ann í Kaup­manna­höfn. Hann segir að enn­fremur séu smit­aðir íbúar öldr­un­ar­heim­ila fæstir alvar­lega veik­ir. Thom­sen hefði hins vegar viljað sjá losað um tak­mark­anir í nokkrum skrefum svo bregð­ast megi við ef eitt­hvað óvænt komi upp á. Hann nefnir sér­stak­lega næt­ur­lífið – skemmti­stað­ina – sem hann hefði viljað bíða með að opna án tak­mark­ana. Ástæðan er ekki heilsu­fars­leg heldur sú að hann vill koma í veg fyrir að skortur verði á „vinn­andi hönd­um“ vegna smita.

Thom­sen spáir því að smitum eigi eftir að fjölga sam­hliða aflétt­ingum en að sjúkra­húsinn­lögnum eigi ekki eftir að fjölga skarpt líkt og þegar delta-af­brigðið geis­aði.

Hættan er að líða hjá

„Í tvö ár höfum við aðvarað almenn­ing um hversu hættu­legur sjúk­dóm­ur­inn er. Núna þurfum við að skýra út fyrir fólki að hættan er að líða hjá.“

Þetta hefur Danska rík­is­út­varpið eftir Jes Søgaard, pró­fessor í heilsu­hag­fræði. Hann sér ekk­ert athuga­vert við það að aflétta tak­mörk­un­um. „Þetta hljómar skyn­sam­legt í mín eyr­u,“ segir hann og bætir við að hin „bráða hætta“ af völdum COVID-19 sé yfir­stað­in. Søgaard seg­ist ekki ótt­ast aflétt­ing­arn­ar. Bæði sé ljóst að ómíkron valdi minni ein­kennum og eins hafi með­ferðum við COVID-19 fleygt fram.

Auglýsing

Danska rík­is­út­varpið ræðir einnig við Viggo Andr­e­a­sen, aðstoð­ar­pró­fessor í lýð­töl­fræði við Hró­arskeldu­há­skóla. „Við erum að nálg­ast tíma­punkt þar sem tak­mark­anir eru óþarf­ar. Það er ljóst að far­ald­ur­inn er á fleygi­ferð í augna­blik­inu en að fáir þurfa að leggj­ast inn á sjúkra­hús.“ Hann er þó á því að bíða mætti með aflétt­ingar í ein­hverjar vik­ur, leyfa far­aldr­inum að ganga yfir innan tak­mark­ana til að vernda hjúkr­un­ar­heim­ili, skóla og spít­ala og þá á hann við hlífa þeim við smitum eða veik­indum fjölda starfs­manna í einu.

Eskild Pet­er­sen, pró­fessor emertus í smit­sjúk­dóm­um, er hins vegar mun gagn­rýnni á fyr­ir­hug­aða aflétt­ingu. „Af hverju ósköp­unum ættum við að gera þetta?“ segir hann við Ritzau-frétta­stof­una. „Við vitum að það mun koma nýtt afbrigð­i,“ heldur hann áfram og það gæti sett sjúkra­húsin á hlið­ina.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Myndin er fengin úr kerfisáætlun Landsnets 2016-2025. „DC-strengur á Sprengisandsleið hefur jákvæð áhrif á mögulega lengd jarðstrengja á Norðurlandi,“ segir í myndatexta.
Sprengisandskapall „umfangsmikil og dýr“ framkvæmd fyrir „fáa kílómetra“ af jarðstreng í Blöndulínu
Landsnet tekur ekki undir þau sjónarmið Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi að skynsamlegt sé að leggja jarðstreng yfir Sprengisand til að auka möguleika á því að leggja hluta Blöndulínu 3 í jörð.
Kjarninn 20. maí 2022
Hersir Sigurgeirsson
Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.
Kjarninn 20. maí 2022
Hvernig gengur að koma úkraínskum flóttabörnum inn í skólakerfið?
Langfæst börn sem flúið hafa stríðið í Úkraínu með foreldrum sínum á síðustu vikum og mánuðum eru komin inn í skólakerfið hér á landi og spila þar inn margir þættir. Samstarf á milli stærstu sveitarfélaganna hefur þó gengið vel.
Kjarninn 20. maí 2022
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB
„Hlutverk hins opinbera er að tryggja öllum húsnæðisöryggi“
Formaður BSRB segir að margt sé til bóta í tillögunum starfshóps um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði – og gefi ástæðu til hóflegrar bjartsýni um betri tíma.
Kjarninn 19. maí 2022
Árni Guðmundsson
Af þreyttasta frumvarpi Íslandssögunnar
Kjarninn 19. maí 2022
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiErlent