Skólaupphafi fórnað

Gunnar Hólmsteinn spyr hvort sé mikilvægara: Að fá hingað ferðmenn með fullar hendur fjár eða að gera ungu fólki kleift að hefja sitt nám með eðlilegum hætti?

Auglýsing

Skólar eru að hefj­ast og það er af hinu góða. Við hér á Íslandi teljum að menntun og jöfn tæki­færi til mennt­unar séu grunn­þáttur í vel­gengni sam­fé­lags­ins.

Í næstum eitt og hálft ár hefur heims­byggðin verið að glíma við heims­far­aldur að nafni „kó­vid-19“ – sem hefur lagt af velli millj­ónir manna og sýkt tugi millj­óna. Nú ber svo við að við erum í nýrri og fjórðu bylgju þessa far­ald­urs.

Far­ald­ur­inn hefur reynt mjög mikið á margar stéttir þessa lands og eru kenn­arar meðal þeirra. Þreki­virki hafa verið unnin víða. Loka hefur þurft skólum og grípa til margra mjög leið­in­legra aðgerða, sem sett hafa líf fólks úr skorð­um. Margir hafa haft áhyggjur af and­legri líðan nem­enda.

Auglýsing

Það var því með mik­illi til­hlökkun þegar und­ir­rit­aður sá fram á það um mitt þetta ár að mögu­lega yrði hægt að hefja starf á haustönn með eðli­legum hætti, þ.e.a.s án grímu­skyldu, fjar­lægð­ar­tak­marka, hólfa­skipt­inga og slíkra aðgera. Að allt yrði mögu­lega „venju­legt“ aft­ur.

Í byrjun ágúst sagði Svan­dís Svav­ars­dótt­ir, heil­brigð­is­ráð­herra, að engar tak­mark­anir yrðu á skóla­starfi og að „und­ir­bún­ingur ætti að mið­ast við það“. Jibbí!

En, þetta reynd­ist vera ósk­hyggja og það sem kallað er að „lofa upp í erm­ina á sér“. Því miður er ekk­ert útlit fyrir það að skóla­starf geti haf­ist með eðli­legum hætti, á öllum skóla­stig­um.

Hvers­vegna? Jú, hingað barst hið skæða delta-af­brigði um leið og slakað var á í sam­bandi við landa­mær­in. Þá hafa ferða­menn flætt inn í land­ið, sem ekk­ert væri kóvi­dið og tugir flug­véla, þétt setnar ferða­mönnum lenda nær dag­lega í Kefla­vík.

Þetta er vegna þess að hags­muna­að­ilar ferða­þjón­ust­unnar hafa verið með massíva hags­muna­gæslu gagn­vart stjórn­völd­um. Því má segja að upp­hafi skóla­árs­ins hafi verið fórnað á alt­ari ferða­þjón­ust­unn­ar.

Og þá spyr maður sig; hvort er mik­il­væg­ara? Að fá hingað ferð­menn með fullar hendur fjár eða að gera ungu fólki kleift að hefja sitt nám (og stunda sitt félags­líf!!) með eðli­legum hætti? Í mínum huga eru nem­endur mik­il­væg­ari.

Nú er staðan sú að það eru nem­endur á fram­halds­skóla­stigi, sem þekkja ekk­ert annað en nám með tak­mörk­unum og hafa því ekk­ert eðli­legt félags­líf feng­ið. Og lífið er eins og kvik­myndin „Ground­hog Day“ – þar sem sami dag­ur­inn ger­ist aftur og aft­ur.

Ég vil ganga svo langt að segja að yfir­völd hafi brugð­ist ungu fólki á mjög mik­il­vægum stað í far­aldr­in­um, þegar smit voru nán­ast engin og þjóðin langt komin í það að vera full bólu­sett.

Nei, þá var blásið til ver­tíðar í ferða­mennsk­unni og svo skipti allt í einu engu máli hvort landið væri grænt eða rautt. Hvaða skila­boð eru það? Ég man ekki betur en að við hefðum verið að kepp­ast við að verða græn fyrr á þessu ári. Eða er það bara mis­minni?

En ver­tíð skyldi það vera, enda ver­tíð­ar­mennska gam­al­gró­inn þáttur í íslensku sam­fé­lagi og mik­il­vægt að græða þegar hægt er að græða, „moka hlutum á land“. Bara eins og í góðri loðnu­ver­tíð!

Með harð­ari og mark­viss­ari aðgerðum (fyrst og fremst á landa­mærum) hefði að mínu mati verið hægt að koma í veg fyrir þann hrika­lega smit­fjölda sem varð raunin og við erum enn að glíma við.

Nið­ur­staða: Ástandið gerir nú það að verkum að ekki verður hægt að hefja skóla­starf með eðli­legum hætti; ekki verður hægt að halda busa­böll, ekki verður hægt að fara í nýnema­ferð­ir, ekki verður hægt að kenna „eðli­leg­um“ hætti – þ.e.a.s að nem­endur og kenn­ara geti haft það sem kall­ast eðli­leg sam­skipti í skóla­stof­um. Félags­líf nem­enda verður áfram lamað og útlit fyrir að ástandið verði áfram slæmt í land­inu.

Að sögn mennta­mála­r­á­herra verður skóla­starfið „áskorun“ og það er ein­fald­lega fúlt og leið­in­legt að slík staða sé uppi, vegna þess að við vorum nán­ast með „unn­inn leik“. Það hefði verið hægt að gera svo miklu bet­ur.

Allt þetta bitnar á þús­undum nem­enda, á öllum stigum skóla­kerf­is­ins. Það er mjög mið­ur.

Höf­undur er fram­halds­skóla­kenn­ari.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins á Kjarvalsstöðum í gær.
„Engin áform“ um að ríkið auki rekstrarframlög með tilkomu Borgarlínu
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segist ekki sjá fyrir sér að ríkið auki framlög sín til rekstrar almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins, eins og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Strætó bs. hafa kallað eftir.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Franskur fiskveiðibátur lokar á skipaumferð um Calais í Frakklandi.
Frakkar og Bretar berjast enn um fiskinn í Ermasundi
Enn er ósætti á milli Frakklands og Bretlands vegna fiskveiða í breskri landhelgi eftir Brexit. Á föstudaginn reyndu franskir sjómenn reyndu að loka fyrir vöruflutninga á milli landanna tveggja til að krefjast úthlutunar fleiri fiskveiðileyfa.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Sunnlenskir sjálfstæðismenn kalla eftir skýringum frá Bjarna Benediktssyni.
Ósáttir sunnlenskir sjálfstæðismenn krefja Bjarna um skýringar
Sjálfstæðismenn á Suðurlandi eru með böggum hildar yfir því að Guðrún Hafsteinsdóttir oddviti flokksins í kjördæminu eigi ekki sæti við ríkisstjórnarborðið nú þegar. Tíu af tólf ráðherrum eru þingmenn kjördæma höfuðborgarsvæðisins.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Bresk myndlistarkona málaði eitt hundrað málverk af eldgosinu í Fagradalsfjalli
Eldgosið í Fagradalsfjalli sem hófst í vor hefur vakið allskonar væringar hjá fólki. Amy Alice Riches ákvað að mála eitt málverk á dag af því í 100 daga. Hún safnar nú fyrir útgáfu bókar með verkunum.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Allt sem þú þarft að vita um nýjan stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar
Stefnt er að því að lækka skatta, selja banka og láta fjármagnseigendur greiða útsvar. Auðvelda á fyrirtækjum að virkja vind og endurskoða lög um rammaáætlun.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við kynningu stjórnarsáttmálans á Kjarvalsstöðum í dag.
Talað um að lækka mögulega skatta en engu lofað
Engar almennar skattkerfisbreytingar eru útfærðar í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir að horft verði til þess að lækka skatta á þá tekjulægstu eða til að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja ef svigrúm gefist.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Álfheiður Eymarsdóttir
Kosningaframkvæmd fjórflokksins
Kjarninn 28. nóvember 2021
Ríkisstjórnin stokkast upp í dag, eftir rúmlega tveggja mánaða viðræður þriggja flokka um áframhaldandi samstarf.
Þessi verða ráðherrar
Willum Þór Þórsson og Jón Gunnarsson verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem kynnt er í dag. Guðrún Hafsteinsdóttir er sögð koma inn sem ráðherra dómsmála síðar á kjörtímabilinu.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar