Skólaupphafi fórnað

Gunnar Hólmsteinn spyr hvort sé mikilvægara: Að fá hingað ferðmenn með fullar hendur fjár eða að gera ungu fólki kleift að hefja sitt nám með eðlilegum hætti?

Auglýsing

Skólar eru að hefj­ast og það er af hinu góða. Við hér á Íslandi teljum að menntun og jöfn tæki­færi til mennt­unar séu grunn­þáttur í vel­gengni sam­fé­lags­ins.

Í næstum eitt og hálft ár hefur heims­byggðin verið að glíma við heims­far­aldur að nafni „kó­vid-19“ – sem hefur lagt af velli millj­ónir manna og sýkt tugi millj­óna. Nú ber svo við að við erum í nýrri og fjórðu bylgju þessa far­ald­urs.

Far­ald­ur­inn hefur reynt mjög mikið á margar stéttir þessa lands og eru kenn­arar meðal þeirra. Þreki­virki hafa verið unnin víða. Loka hefur þurft skólum og grípa til margra mjög leið­in­legra aðgerða, sem sett hafa líf fólks úr skorð­um. Margir hafa haft áhyggjur af and­legri líðan nem­enda.

Auglýsing

Það var því með mik­illi til­hlökkun þegar und­ir­rit­aður sá fram á það um mitt þetta ár að mögu­lega yrði hægt að hefja starf á haustönn með eðli­legum hætti, þ.e.a.s án grímu­skyldu, fjar­lægð­ar­tak­marka, hólfa­skipt­inga og slíkra aðgera. Að allt yrði mögu­lega „venju­legt“ aft­ur.

Í byrjun ágúst sagði Svan­dís Svav­ars­dótt­ir, heil­brigð­is­ráð­herra, að engar tak­mark­anir yrðu á skóla­starfi og að „und­ir­bún­ingur ætti að mið­ast við það“. Jibbí!

En, þetta reynd­ist vera ósk­hyggja og það sem kallað er að „lofa upp í erm­ina á sér“. Því miður er ekk­ert útlit fyrir það að skóla­starf geti haf­ist með eðli­legum hætti, á öllum skóla­stig­um.

Hvers­vegna? Jú, hingað barst hið skæða delta-af­brigði um leið og slakað var á í sam­bandi við landa­mær­in. Þá hafa ferða­menn flætt inn í land­ið, sem ekk­ert væri kóvi­dið og tugir flug­véla, þétt setnar ferða­mönnum lenda nær dag­lega í Kefla­vík.

Þetta er vegna þess að hags­muna­að­ilar ferða­þjón­ust­unnar hafa verið með massíva hags­muna­gæslu gagn­vart stjórn­völd­um. Því má segja að upp­hafi skóla­árs­ins hafi verið fórnað á alt­ari ferða­þjón­ust­unn­ar.

Og þá spyr maður sig; hvort er mik­il­væg­ara? Að fá hingað ferð­menn með fullar hendur fjár eða að gera ungu fólki kleift að hefja sitt nám (og stunda sitt félags­líf!!) með eðli­legum hætti? Í mínum huga eru nem­endur mik­il­væg­ari.

Nú er staðan sú að það eru nem­endur á fram­halds­skóla­stigi, sem þekkja ekk­ert annað en nám með tak­mörk­unum og hafa því ekk­ert eðli­legt félags­líf feng­ið. Og lífið er eins og kvik­myndin „Ground­hog Day“ – þar sem sami dag­ur­inn ger­ist aftur og aft­ur.

Ég vil ganga svo langt að segja að yfir­völd hafi brugð­ist ungu fólki á mjög mik­il­vægum stað í far­aldr­in­um, þegar smit voru nán­ast engin og þjóðin langt komin í það að vera full bólu­sett.

Nei, þá var blásið til ver­tíðar í ferða­mennsk­unni og svo skipti allt í einu engu máli hvort landið væri grænt eða rautt. Hvaða skila­boð eru það? Ég man ekki betur en að við hefðum verið að kepp­ast við að verða græn fyrr á þessu ári. Eða er það bara mis­minni?

En ver­tíð skyldi það vera, enda ver­tíð­ar­mennska gam­al­gró­inn þáttur í íslensku sam­fé­lagi og mik­il­vægt að græða þegar hægt er að græða, „moka hlutum á land“. Bara eins og í góðri loðnu­ver­tíð!

Með harð­ari og mark­viss­ari aðgerðum (fyrst og fremst á landa­mærum) hefði að mínu mati verið hægt að koma í veg fyrir þann hrika­lega smit­fjölda sem varð raunin og við erum enn að glíma við.

Nið­ur­staða: Ástandið gerir nú það að verkum að ekki verður hægt að hefja skóla­starf með eðli­legum hætti; ekki verður hægt að halda busa­böll, ekki verður hægt að fara í nýnema­ferð­ir, ekki verður hægt að kenna „eðli­leg­um“ hætti – þ.e.a.s að nem­endur og kenn­ara geti haft það sem kall­ast eðli­leg sam­skipti í skóla­stof­um. Félags­líf nem­enda verður áfram lamað og útlit fyrir að ástandið verði áfram slæmt í land­inu.

Að sögn mennta­mála­r­á­herra verður skóla­starfið „áskorun“ og það er ein­fald­lega fúlt og leið­in­legt að slík staða sé uppi, vegna þess að við vorum nán­ast með „unn­inn leik“. Það hefði verið hægt að gera svo miklu bet­ur.

Allt þetta bitnar á þús­undum nem­enda, á öllum stigum skóla­kerf­is­ins. Það er mjög mið­ur.

Höf­undur er fram­halds­skóla­kenn­ari.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Villimenn við borgarhliðið: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar I
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar