Líklegt að yfir 60 prósent íbúa Afríku hafi fengið COVID-19

Nýjar rannsóknir benda til þess að tveir þriðju Afríkubúa hafi fengið COVID-19 og að dauðsföll af völdum sjúkdómsins séu þrisvar sinnum fleiri en opinberar tölur segja til um.

Bestu gögnin um stöðu faraldursins í Afríku koma frá Suður-Afríku.
Bestu gögnin um stöðu faraldursins í Afríku koma frá Suður-Afríku.
Auglýsing

Yfir tveir þriðju Afr­íku­búa hafa að lík­indum fengið COVID-19 á síð­ustu tveimur árum eða 97 sinnum fleiri en opin­berar smit­tölur segja til um. Þetta er nið­ur­staða skýrslu Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­un­ar­inn­ar, WHO.

Sam­kvæmt nið­ur­stöðum úr sýna­tökum hafa 11,5 millj­ónir smita og 252 þús­und dauðs­föll orðið vegna sjúk­dóms­ins í Afr­íku. En WHO telur að um gríð­ar­legt van­mat sé að ræða og að í sept­em­ber á síð­asta ári hafi mögu­lega um 800 millj­ónir manna í heims­álf­unni verið búnar að sýkj­ast. Opin­berar tölur séu því aðeins topp­ur­inn á ísjak­an­um, að mati WHO. „Þetta bendir til að yfir tveir þriðju allra Afr­íku­búa hafi sýkst af veirunni sem veldur COVID-19,“ segir Mats­hi­diso Moeti, yfir­maður WHO í Afr­íku.

Auglýsing

Við grein­ing­una voru bornar saman meira en 150 rann­sóknir sem gerðar voru í álf­unni á tíma­bil­inu jan­úar 2020 og des­em­ber 2021. Sam­kvæmt þeim þá jókst raun­veru­legur fjöldi smita úr 3 pró­sentum í júní 2020 í 65 pró­sent í sept­em­ber í fyrra.

„Þetta þýðir að í sept­em­ber hafi smitin ekki verið orðin 8,2 millj­ón­ir, líkt og opin­berar tölur sýndu, heldur 800 millj­ón­ir,“ segir Moeti.

Aðeins um fimmtán prósent Afríkubúa eru fullbólusettir, þ.e. hafa fengið tvær sprautur. Mynd: EPA

Skýr­ingin á þessu mikla van­mati á sýk­ingum er sú að í flestum Afr­íku­löndum hefur aðgengi að sýna­tökum verið mjög tak­mark­að. Flestar sýna­tökur hafa verið teknar af fólki sem sýnt hefur sjúk­dóms­ein­kenni eða af ferða­mönnum sem heim­sótt hafa álf­una og þurft að gang­ast undir PCR-­próf.

Moeti segir að reynst hafi flókið að finna út hversu margir hafi raun­veru­lega sýkst í Afr­íku, ekki aðeins vegna þess að aðgengi að sýna­tökum hefur verið mjög lítið heldur vegna þess að svo virð­ist sem að meiri­hluti sýktra hafi ekki fundið fyrir ein­kenn­um. Á sama tíma og kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn hefur haft miklar afleið­ingar á mörgum svæðum heims­ins virt­ist sem Afr­íka hefði sloppið mun bet­ur. Í álf­unni er heil­brigð­is­þjón­ustu víða ábóta­vant og því ótt­uð­ust sér­fræð­ingar hið versta.

Auglýsing

Margar rann­sóknir hafa verið gerðar á þessu og benda sumar til þess að með­al­aldur fólks í Afr­íku­ríkj­um, sem er lægri en ann­ars stað­ar, hafi orðið til þess að draga úr áhrifum far­ald­urs­ins. Ungt fólk sýk­ist síður alvar­lega en það sem eldra er.

Gríð­ar­leg fjölgun dauðs­falla

En tölur yfir and­lát af völdum COVID-19 í Afr­íku eru ekki áreið­an­legar frekar en í far­öldrum ann­arra sjúk­dóma sem herjað hafa á þjóðir álf­unn­ar.

Flest smit, 3,7 millj­ón­ir, hafa greinst í Suð­ur­-Afr­íku enda sýna­tökur þar verið mun fleiri en ann­ars staðar í álf­unni. Þar er heil­brigð­is­kerfið líka betra en í nágranna­ríkj­un­um.

Engu að síður er talið lík­legt að dán­ar­tíðni vegna COVID-19 sé umtals­vert hærri en opin­berar tölur sýna. Rúm­lega 100 þús­und dauðs­föll vegna sjúk­dóms­ins hafa verið skráð í Suð­ur­-Afr­íku en ný rann­sókn heil­brigð­is­yf­ir­valda í land­inu bendir til að þrisvar sinnum fleiri hafi lát­ist. Sú nið­ur­staða byggir m.a. á því að í far­aldr­inum voru dauðs­föll almennt tæp­lega 303 þús­und umfram með­al­tal síð­ustu ára.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonur mannsins með leppinn: „Svona flúði ég vígasamtök föður míns“
Dakota Adams, sonur leiðtoga vígasamtakanna the Oath Keepers, ólst upp við að heimsendir væri í nánd og að öruggast væri að klæðast herklæðum og eiga sem flestar byssur. Dakota tókst að frelsa móður sína og yngri systkini frá heimilisföðurnum.
Kjarninn 5. desember 2022
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf hjá Veitum.
Aðstoðarmaður borgarstjóra ráðinn, án auglýsingar, í nýja yfirmannsstöðu hjá Veitum
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf þróunar- og viðskiptastjóra hjá Veitum, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur. Starfið var ekki auglýst, samkvæmt svari sem Kjarninn fékk frá Orkuveitunni.
Kjarninn 5. desember 2022
María Heimisdóttir.
María hættir – Vill ekki taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun
María Heimisdóttir hefur sagt upp störfum sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hún segist ekki vilja taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun.
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Migration and Integration in the Era of Climate Change
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Fólksflutningar og samþætting á tímum loftslagsbreytinga
Kjarninn 5. desember 2022
Helga Árnadóttir hannar og myndskreytir Lestar Flóðhesta
Lestrar Flóðhestar eru fjölskylduverkefni
Lestrar Flóðhestar eru ný spil fyrir börn sem eru að taka sín fyrstu skref í lestri. „Okkur fannst vanta eitthvað fjörugt og skemmtilegt í lestrarúrvalið fyrir byrjendur,“ segir Helga Árnadóttir sem hannar og myndskreytir spilin.
Kjarninn 5. desember 2022
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
„Þetta er bara eins og að fara með rangt barn heim af róló“
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi skaut föstum skotum að forsvarsmönnum Bankasýslunnar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og sakaði Lárus Blöndal um að hafa talað gegn betri vitund er hann sjálfur kom fyrir nefndina.
Kjarninn 5. desember 2022
Þórður Snær Júlíusson
Er Tene nýju flatskjáirnir eða eru kerfin og þeir sem stjórna þeim kannski vandamálið?
Kjarninn 5. desember 2022
Meira úr sama flokkiErlent