Líklegt að yfir 60 prósent íbúa Afríku hafi fengið COVID-19

Nýjar rannsóknir benda til þess að tveir þriðju Afríkubúa hafi fengið COVID-19 og að dauðsföll af völdum sjúkdómsins séu þrisvar sinnum fleiri en opinberar tölur segja til um.

Bestu gögnin um stöðu faraldursins í Afríku koma frá Suður-Afríku.
Bestu gögnin um stöðu faraldursins í Afríku koma frá Suður-Afríku.
Auglýsing

Yfir tveir þriðju Afr­íku­búa hafa að lík­indum fengið COVID-19 á síð­ustu tveimur árum eða 97 sinnum fleiri en opin­berar smit­tölur segja til um. Þetta er nið­ur­staða skýrslu Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­un­ar­inn­ar, WHO.

Sam­kvæmt nið­ur­stöðum úr sýna­tökum hafa 11,5 millj­ónir smita og 252 þús­und dauðs­föll orðið vegna sjúk­dóms­ins í Afr­íku. En WHO telur að um gríð­ar­legt van­mat sé að ræða og að í sept­em­ber á síð­asta ári hafi mögu­lega um 800 millj­ónir manna í heims­álf­unni verið búnar að sýkj­ast. Opin­berar tölur séu því aðeins topp­ur­inn á ísjak­an­um, að mati WHO. „Þetta bendir til að yfir tveir þriðju allra Afr­íku­búa hafi sýkst af veirunni sem veldur COVID-19,“ segir Mats­hi­diso Moeti, yfir­maður WHO í Afr­íku.

Auglýsing

Við grein­ing­una voru bornar saman meira en 150 rann­sóknir sem gerðar voru í álf­unni á tíma­bil­inu jan­úar 2020 og des­em­ber 2021. Sam­kvæmt þeim þá jókst raun­veru­legur fjöldi smita úr 3 pró­sentum í júní 2020 í 65 pró­sent í sept­em­ber í fyrra.

„Þetta þýðir að í sept­em­ber hafi smitin ekki verið orðin 8,2 millj­ón­ir, líkt og opin­berar tölur sýndu, heldur 800 millj­ón­ir,“ segir Moeti.

Aðeins um fimmtán prósent Afríkubúa eru fullbólusettir, þ.e. hafa fengið tvær sprautur. Mynd: EPA

Skýr­ingin á þessu mikla van­mati á sýk­ingum er sú að í flestum Afr­íku­löndum hefur aðgengi að sýna­tökum verið mjög tak­mark­að. Flestar sýna­tökur hafa verið teknar af fólki sem sýnt hefur sjúk­dóms­ein­kenni eða af ferða­mönnum sem heim­sótt hafa álf­una og þurft að gang­ast undir PCR-­próf.

Moeti segir að reynst hafi flókið að finna út hversu margir hafi raun­veru­lega sýkst í Afr­íku, ekki aðeins vegna þess að aðgengi að sýna­tökum hefur verið mjög lítið heldur vegna þess að svo virð­ist sem að meiri­hluti sýktra hafi ekki fundið fyrir ein­kenn­um. Á sama tíma og kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn hefur haft miklar afleið­ingar á mörgum svæðum heims­ins virt­ist sem Afr­íka hefði sloppið mun bet­ur. Í álf­unni er heil­brigð­is­þjón­ustu víða ábóta­vant og því ótt­uð­ust sér­fræð­ingar hið versta.

Auglýsing

Margar rann­sóknir hafa verið gerðar á þessu og benda sumar til þess að með­al­aldur fólks í Afr­íku­ríkj­um, sem er lægri en ann­ars stað­ar, hafi orðið til þess að draga úr áhrifum far­ald­urs­ins. Ungt fólk sýk­ist síður alvar­lega en það sem eldra er.

Gríð­ar­leg fjölgun dauðs­falla

En tölur yfir and­lát af völdum COVID-19 í Afr­íku eru ekki áreið­an­legar frekar en í far­öldrum ann­arra sjúk­dóma sem herjað hafa á þjóðir álf­unn­ar.

Flest smit, 3,7 millj­ón­ir, hafa greinst í Suð­ur­-Afr­íku enda sýna­tökur þar verið mun fleiri en ann­ars staðar í álf­unni. Þar er heil­brigð­is­kerfið líka betra en í nágranna­ríkj­un­um.

Engu að síður er talið lík­legt að dán­ar­tíðni vegna COVID-19 sé umtals­vert hærri en opin­berar tölur sýna. Rúm­lega 100 þús­und dauðs­föll vegna sjúk­dóms­ins hafa verið skráð í Suð­ur­-Afr­íku en ný rann­sókn heil­brigð­is­yf­ir­valda í land­inu bendir til að þrisvar sinnum fleiri hafi lát­ist. Sú nið­ur­staða byggir m.a. á því að í far­aldr­inum voru dauðs­föll almennt tæp­lega 303 þús­und umfram með­al­tal síð­ustu ára.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiErlent