Faraldurinn tekur U-beygju í Suður-Ameríku

„Það er ekki auðvelt að útskýra þetta,“ segir faraldsfræðingur hjá WHO um þann snögga viðsnúning sem virðist vera að eiga sér stað í faraldrinum í Suður-Ameríku. „Það er of snemmt að segja til hvað er raunverulega að gerast.“

Mannþröng á Ipanema-ströndinni í Ríó á dögunum.
Mannþröng á Ipanema-ströndinni í Ríó á dögunum.
Auglýsing

Á fyrri hluta árs­ins var far­aldur COVID-19 einna verstur í Suð­ur­-Am­er­íku. Á síð­ustu vikum og mán­uðum hefur hins vegar tek­ist að bólu­setja stóra hluta margra þjóða álf­unnar og bæði smit og dauðs­föll af völdum sjúk­dóms­ins eru á hraðri nið­ur­leið. Bólu­setn­ingin ein og sér skýrir það ekki og vís­inda­menn klóra sér nú í koll­inum um hvað veld­ur.

Í júní og júlí voru vís­inda­menn ugg­andi yfir þróun far­ald­urs­ins í Suð­ur­-Am­er­íku. Smitum fjölg­aði, ný bylgja hóf­st, og sjúkra­hús í mörgum löndum álf­unnar áttu fullt í fangi með sinna sjúk­um. Þús­undir lét­ust dag­lega og bylgjan virt­ist engan endi ætla að taka.

En núna er staðan orðin allt önn­ur. Nýjum til­fellum hefur fækkað mjög hratt í nán­ast öllum ríkjum Suð­ur­-Am­er­íku en á sama tíma hefur kraftur verið settur í bólu­setn­ing­ar. En svo skörp hefur umbylt­ingin verið að sér­fræð­ingar eru ekki vissir um að bólu­setn­ingar einar og sér skýri hana, sér­stak­lega ef horft er til þess að full­bólu­settir eru að smit­ast í stórum stíl ann­ars staðar í heim­in­um, flestir af delta-af­brigð­inu.

Far­ald­ur­inn var sér­lega skæður í Bras­il­íu, Argent­ínu, Chile, Perú, Kól­umbíu, Úrúgvæ og Paragvæ á fyrri helm­ingi árs­ins. Bólu­setn­ingar fóru í flestum land­anna hægt af stað en engu að síður var tak­mörk­unum aflétt. Ár var liðið frá upp­hafi far­ald­urs­ins og rík­in, sem sum eru í hópi þeirra tekju­lægri í heim­in­um, voru orðin óþreyju­full að koma hjólum efna­hags­lífs­ins af stað aft­ur. Far­ald­ur­inn fór við þessar aðstæður víða í hæstu hæðir og um mitt ár var langt í frá farið að birta til.

Auglýsing

En svo breytt­ist allt. Og það frekar skyndi­lega. „Þetta er fyr­ir­bæri sem við vitum ekki nákvæm­lega hvernig við eigum að útskýra,“ segir far­alds­fræð­ing­ur­inn Carla Dom­ingues við New York Times, en hún sá um skipu­lag almennra bólu­setn­inga í Bras­ilíu til árs­ins 2019.

„Það er ekki auð­velt að útskýra þetta,“ segir Jairo Méndez Rico, far­alds­fræð­ingur hjá WHO. „Það er of snemmt að segja til hvað er raun­veru­lega að ger­ast.“

Hertar tak­mark­anir geta ekki útskýrt nið­ur­sveifl­una. Þá eru skólar víða byrj­aðir og nem­endur mættir aftur í skóla­stof­urn­ar. Tak­mörk­unum hefur víð­ast hvar verið aflétt frekar en hitt þótt sum ríki hafi tekið upp harð­ari aðgerðir á landa­mærum sínum á síð­ustu vikum og mán­uð­um. Flestir sér­fræð­ingar eru sam­mála um að átak í bólu­setn­ingum í álf­unni eigi stærstan hlut að máli.

Í frétta­skýr­ingu New York Times er á það bent að stjórn­völd í Suð­ur­-Am­er­íku glími ekki við tregðu borg­ar­anna til bólu­setn­inga líkt og mörg lönd, m.a. Banda­rík­in, hafa nú verið að reka sig harka­lega á.

Bólu­setn­ingar í Bras­ilíu fóru hægt af stað en núna, í byrjun sept­em­ber, hafa um 65 pró­sent þjóð­ar­innar fengið annan eða báða skammta bólu­efn­is. Þar með hafa Bras­il­íu­búar tekið fram úr Banda­ríkj­unum hvað þetta varð­ar. Þá eru yfir 70 pró­sent íbúa Chile og Úrúgvæ full­bólu­sett. Í Argent­ínu er staðan einnig nokkuð góð og þar er bólu­setn­ing yfir 60 pró­sent þjóð­ar­innar haf­in.

Ungt fólk bíður í röð eftir bólusetningu í Brasilíu. Mynd: EPA

Eitt af því sem gæti verið að hafa áhrif á stöð­una er að delta-af­brigðið hef­ur, að minnsta kosti enn sem komið er, ekki náð þeim miklu yfir­burðum á önnur afbrigði í Suð­ur­-Am­er­íku og víða ann­ars stað­ar. Þar eru þó önnur teikn á lofti. Ný afbrigði, s.s. lambda og mu – afbrigði sem Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­unin hefur nýverið sett á var­úð­ar­lista sína. Þá eru vís­bend­ingar um að delta sé að ná yfir­hönd­inni. Sem dæmi eru nú, í fyrsta sinn, um helm­ingur greindra til­fella í Bras­ilíu af völdum þess veiru­af­brigð­is.

En hin góða staða er tví­eggjað sverð. Sumir sér­fræð­ingar ótt­ast að fólk verði nú væru­kær­ara, hætti að nota grímur og gæta almennt að sér í smit­vörn­um.

Að mati sumra kann svo að vera að hlut­falls­lega hafi smit verið útbreidd­ara í Suð­ur­-Am­er­íku en víð­ast ann­ars staðar á fyrstu mán­uðum far­ald­urs­ins. Margir hafi því myndað mótefni með nátt­úru­legum hætti. Það úti­lokar þó ekki end­ur­sýk­ingu af hinum nýju afbrigð­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, á blaðamannafundi með utanríkisráðherra Þýskalands, Annalena Baerbock, fyrr í dag.
Hvað gerist ef Rússland ræðst inn í Úkraínu?
Bandaríkjaforseti gerir nú ráð fyrir að rússneski herinn muni ráðast inn í Úkraínu. Evrópusambandið, Bretland og Bandaríkin hóta því að grípa til harðra aðgerða, verði innrásin að veruleika.
Kjarninn 20. janúar 2022
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
N1 Rafmagn biðst velvirðingar og ætlar að endurgreiða mismun frá 1. nóvember
„Við störfum á neyt­enda­mark­aði og tökum mark á þeim athuga­semdum sem okkur ber­ast og biðj­umst vel­virð­ingar á því að hafa ekki gert það fyrr,“ segir í yfirlýsingu frá N1 Rafmagni, sem hefur verið gagnrýnt fyrir tvöfalda verðlagningu á raforku.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þorbjörn Guðmundsson
Katrín, kemur réttlætið kannski á næsta ári eða þar næsta ári?
Kjarninn 20. janúar 2022
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þeir sem fá dvalarleyfi hér á landi á grundvelli mannúðarsjónarmiða verði heimilt að vinna
Þingmenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka vilja að útlendingar sem hafa fengið dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða eða vegna sérstakra tengsla við Ísland verði undanþegnir kröfu um tímabundið atvinnuleyfi hér á landi.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar.
Borgin skoðar að selja Malbikunarstöðina Höfða sem er að flytja í Hafnarfjörð
Á fundi borgarráðs í dag var samþykkt að láta skoða sölu á malbikunarstöð sem borgin hefur átt í meira en 80 ár og hefur lengi verið þyrnir í augum margra. Stöðin var með 91 prósent markaðshlutdeild í malbikun í höfuðborginni um tíma.
Kjarninn 20. janúar 2022
Framleiðni eykst með meiri fjarvinnu
Aukin fjarvinna hefur bætt framleiðni skrifstofustarfsmanna vestanhafs um fimm til átta prósent. Búist er við að bandarískir vinnustaðir leyfi að meðaltali tvo fjarvinnudaga í viku að faraldrinum loknum.
Kjarninn 20. janúar 2022
Einungis tveir ráðherrar til svara á þingi – Vonbrigði, óforskammað og óásættanlegt
Stjórnarandstaðan var ekki sátt við ráðherra ríkisstjórnarinnar á Alþingi í morgun en tveir ráðherrar af tólf voru til svara í óundirbúnum fyrirspurnatíma. „Þetta minnir mig á það andrúmsloft sem var hér fyrir hrun þegar ráðherraræðið var algjört.“
Kjarninn 20. janúar 2022
Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður Landvirkjunar og fyrrverandi formaður kjararáðs er einn þriggja sem sækjast eftir dómaraembættinu í Strassborg.
Stjórnarformaður Landsvirkjunar og tvö til sækjast eftir dómaraembætti við MDE
Þrjár umsóknir bárust frá íslenskum lögfræðingum um stöðu dómara við Mannréttindadómstól Evrópu. Þing Evrópuráðsins tekur ákvörðun um skipan í embættið. Stjórnarformaður Landsvirkjunar er á meðal umsækjenda.
Kjarninn 20. janúar 2022
Meira úr sama flokkiErlent