Faraldurinn tekur U-beygju í Suður-Ameríku

„Það er ekki auðvelt að útskýra þetta,“ segir faraldsfræðingur hjá WHO um þann snögga viðsnúning sem virðist vera að eiga sér stað í faraldrinum í Suður-Ameríku. „Það er of snemmt að segja til hvað er raunverulega að gerast.“

Mannþröng á Ipanema-ströndinni í Ríó á dögunum.
Mannþröng á Ipanema-ströndinni í Ríó á dögunum.
Auglýsing

Á fyrri hluta árs­ins var far­aldur COVID-19 einna verstur í Suð­ur­-Am­er­íku. Á síð­ustu vikum og mán­uðum hefur hins vegar tek­ist að bólu­setja stóra hluta margra þjóða álf­unnar og bæði smit og dauðs­föll af völdum sjúk­dóms­ins eru á hraðri nið­ur­leið. Bólu­setn­ingin ein og sér skýrir það ekki og vís­inda­menn klóra sér nú í koll­inum um hvað veld­ur.

Í júní og júlí voru vís­inda­menn ugg­andi yfir þróun far­ald­urs­ins í Suð­ur­-Am­er­íku. Smitum fjölg­aði, ný bylgja hóf­st, og sjúkra­hús í mörgum löndum álf­unnar áttu fullt í fangi með sinna sjúk­um. Þús­undir lét­ust dag­lega og bylgjan virt­ist engan endi ætla að taka.

En núna er staðan orðin allt önn­ur. Nýjum til­fellum hefur fækkað mjög hratt í nán­ast öllum ríkjum Suð­ur­-Am­er­íku en á sama tíma hefur kraftur verið settur í bólu­setn­ing­ar. En svo skörp hefur umbylt­ingin verið að sér­fræð­ingar eru ekki vissir um að bólu­setn­ingar einar og sér skýri hana, sér­stak­lega ef horft er til þess að full­bólu­settir eru að smit­ast í stórum stíl ann­ars staðar í heim­in­um, flestir af delta-af­brigð­inu.

Far­ald­ur­inn var sér­lega skæður í Bras­il­íu, Argent­ínu, Chile, Perú, Kól­umbíu, Úrúgvæ og Paragvæ á fyrri helm­ingi árs­ins. Bólu­setn­ingar fóru í flestum land­anna hægt af stað en engu að síður var tak­mörk­unum aflétt. Ár var liðið frá upp­hafi far­ald­urs­ins og rík­in, sem sum eru í hópi þeirra tekju­lægri í heim­in­um, voru orðin óþreyju­full að koma hjólum efna­hags­lífs­ins af stað aft­ur. Far­ald­ur­inn fór við þessar aðstæður víða í hæstu hæðir og um mitt ár var langt í frá farið að birta til.

Auglýsing

En svo breytt­ist allt. Og það frekar skyndi­lega. „Þetta er fyr­ir­bæri sem við vitum ekki nákvæm­lega hvernig við eigum að útskýra,“ segir far­alds­fræð­ing­ur­inn Carla Dom­ingues við New York Times, en hún sá um skipu­lag almennra bólu­setn­inga í Bras­ilíu til árs­ins 2019.

„Það er ekki auð­velt að útskýra þetta,“ segir Jairo Méndez Rico, far­alds­fræð­ingur hjá WHO. „Það er of snemmt að segja til hvað er raun­veru­lega að ger­ast.“

Hertar tak­mark­anir geta ekki útskýrt nið­ur­sveifl­una. Þá eru skólar víða byrj­aðir og nem­endur mættir aftur í skóla­stof­urn­ar. Tak­mörk­unum hefur víð­ast hvar verið aflétt frekar en hitt þótt sum ríki hafi tekið upp harð­ari aðgerðir á landa­mærum sínum á síð­ustu vikum og mán­uð­um. Flestir sér­fræð­ingar eru sam­mála um að átak í bólu­setn­ingum í álf­unni eigi stærstan hlut að máli.

Í frétta­skýr­ingu New York Times er á það bent að stjórn­völd í Suð­ur­-Am­er­íku glími ekki við tregðu borg­ar­anna til bólu­setn­inga líkt og mörg lönd, m.a. Banda­rík­in, hafa nú verið að reka sig harka­lega á.

Bólu­setn­ingar í Bras­ilíu fóru hægt af stað en núna, í byrjun sept­em­ber, hafa um 65 pró­sent þjóð­ar­innar fengið annan eða báða skammta bólu­efn­is. Þar með hafa Bras­il­íu­búar tekið fram úr Banda­ríkj­unum hvað þetta varð­ar. Þá eru yfir 70 pró­sent íbúa Chile og Úrúgvæ full­bólu­sett. Í Argent­ínu er staðan einnig nokkuð góð og þar er bólu­setn­ing yfir 60 pró­sent þjóð­ar­innar haf­in.

Ungt fólk bíður í röð eftir bólusetningu í Brasilíu. Mynd: EPA

Eitt af því sem gæti verið að hafa áhrif á stöð­una er að delta-af­brigðið hef­ur, að minnsta kosti enn sem komið er, ekki náð þeim miklu yfir­burðum á önnur afbrigði í Suð­ur­-Am­er­íku og víða ann­ars stað­ar. Þar eru þó önnur teikn á lofti. Ný afbrigði, s.s. lambda og mu – afbrigði sem Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­unin hefur nýverið sett á var­úð­ar­lista sína. Þá eru vís­bend­ingar um að delta sé að ná yfir­hönd­inni. Sem dæmi eru nú, í fyrsta sinn, um helm­ingur greindra til­fella í Bras­ilíu af völdum þess veiru­af­brigð­is.

En hin góða staða er tví­eggjað sverð. Sumir sér­fræð­ingar ótt­ast að fólk verði nú væru­kær­ara, hætti að nota grímur og gæta almennt að sér í smit­vörn­um.

Að mati sumra kann svo að vera að hlut­falls­lega hafi smit verið útbreidd­ara í Suð­ur­-Am­er­íku en víð­ast ann­ars staðar á fyrstu mán­uðum far­ald­urs­ins. Margir hafi því myndað mótefni með nátt­úru­legum hætti. Það úti­lokar þó ekki end­ur­sýk­ingu af hinum nýju afbrigð­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Enn ein tilraun gerð til að semja um verndun úthafanna
Stjórnvöld á Íslandi, í Rússlandi og Kína vilja að fiskveiðar verði ekki settar inn í samning þjóðríkja um verndun hafsins. Stærstur hluti úthafanna er alþjóðlegt hafsvæði. Innan við 2 prósent þess nýtur verndar.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Hafnfirðingar stefna að því að hefja vinnu við sérstaka hjólreiðaáætlun bæjarins á næstunni.
Hafnarfjörður ætlar að hefja vinnu við hjólreiðaáætlun
Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar hefur ákveðið að fela starfshópi með fulltrúum allra flokka að hefja vinnu við sérstaka hjólreiðaáætlun bæjarins. Örfá sveitarfélög hafa til þessa gert sérstakar áætlanir um hjólreiðar.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Umhverfismat stækkunar Sigöldustöðvar er hafið. Landsvirkjun áformar að stækka tvær virkjanir til viðbótar á svæðinu
Landsvirkjun geri skýra grein fyrir forsendum stækkunar Sigöldustöðvar
Skipulagsstofnun vill að Landsvirkjun geri skýrari grein fyrir tilgangi og forsendum fyrirhugaðrar stækkunar Sigölduvirkjunar. Stækkunin myndi aðeins auka orkuframleiðslu lítillega. Meira vatn þurfi til að meira rafmagn verði framleitt.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Bensínlítrinn lækkaði í fyrsta sinn á þessu ári en hlutdeild olíufélaganna í hverjum seldum lítra eykst
Framan af ári voru olíufélögin ekki að velta miklum hækkunum á bensíni út í verðið sem neytendum var boðið upp á. Nú þegar heimsmarkaðsverð hefur lækkað umtalsvert eru félögin að samak skapi að velta lækkunum hægar út í verðlagið en tilefni er til.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Sortuæxli myndast þegar fólk verður fyrir sólbruna og raunar þrefaldast líkurnar á að fólk þrói með sér húðkrabbamein við það eitt að sólbrenna á tveggja ára fresti.
Óttast fjölgun tilfella sortuæxla samhliða hlýnandi veðri
Sérfræðingar í Bretlandi óttast að tilfellum húðkrabbameins muni fjölga samhliða loftslagsbreytingum og hvetja fólk til að vera vart um sig í sólinni.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent