Hagsmunasamtök vilja verðbæta viðmiðunarupphæðir styrkja

SA og SAF segja í umsögn til þingsins að það ætti að taka tillit til verðbólgu þegar verið er að ákvarða hvort fyrirtæki geti fengið viðspyrnustyrki. Einnig vilja þau sjá styrkina gilda út apríl, óhað því hvort sóttvarnareglur falli niður á næstu dögum.

Samtök atvinnulífsins og Samtök ferðaþjónustunnar eru bæði til húsa í Húsi atvinnulífsins í Borgartúni.
Samtök atvinnulífsins og Samtök ferðaþjónustunnar eru bæði til húsa í Húsi atvinnulífsins í Borgartúni.
Auglýsing

Sam­tök atvinnu­lífs­ins og Sam­tök ferða­þjón­ust­unnar vilja að tekju­tap fyr­ir­tækja, sem bæta á með við­spyrnu­styrkj­um, verði tengt við þróun vísi­tölu neyslu­verðs, eða þá að skil­yrði fyrir veit­ingu styrkj­anna verði rýmkuð.

Þetta kemur fram í sam­eig­in­legri umsögn hags­muna­sam­tak­anna tveggja um frum­varp fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra til breyt­inga á lögum um við­spyrnu­styrki, sem felur í sér að styrkirnir verði fram­lengdir út mars­mán­uð.

Styrkirnir eru veittir fyr­ir­tækjum sem hafa orðið fyrir ákveðið miklu tekju­falli frá árinu 2019. Segja sam­tökin tvö í umsögn sinni að það sé mik­il­vægt að hafa í huga að almennt verð­lag í land­inu hafi hækkað um 11,5 pró­sent, sem þýði að við­mið­un­ar­fjár­hæðin þurfi að vera hærri sem því nemur til að halda verð­gildi sínu frá jan­úar 2019 til des­em­ber 2021.

„Ef tekjur rekstr­ar­að­ila í jan­úar 2019 voru 300 m.kr eru tekj­ur, leið­réttar fyrir verð­bólgu, 335 m. kr. í des­em­ber 2021,“ segja sam­tökin í umsögn sinni og færa þannig rök fyrir því að nýta ætti seinni töl­una til við­mið­un­ar.

Í lög­unum um styrk­ina er kveðið á um að það þurfi að hafa orðið 40 pró­senta tekju­fall hjá fyr­ir­tækjum frá sam­an­burð­ar­mán­uði árið 2019 svo þau geti fengið við­spyrnu­styrk.

Sam­tökin tvö segja að „eðli­legt“ sé að taka til­lit til þess að verð­lag er orðið hærra við þessa útreikn­inga og leggja því til að útreikn­ingur á tekju­falli veit­inga­staðar skuli taka mið af verð­hækk­un­um, eða þá að tekju­falls­við­miðið verði lækkað í 30 pró­sent til að koma til móts við verð­lags­breyt­ing­ar.

Vilja að styrkir haldi áfram út apríl þrátt fyrir að full aflétt­ing eigi sér stað

Fram hefur komið á und­an­förnum dögum að stefnt sé að því af hálfu stjórn­valda að leggja allar sótt­varna­ráð­staf­anir í sam­fé­lag­inu á hill­una, mögu­lega fyrir enda febr­ú­ar­mán­að­ar. Þrátt fyrir að svo sé leggja SA og SAF til að við­spyrnu­styrkj­unum verði við­haldið út apr­íl­mán­uð, enda sé það lægsti tekju­mán­uður ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækja.

Auglýsing

Einnig segir í umsögn sam­tak­anna að ef frum­varpið eigi að ná mark­miðum sínum um að brúa bilið fram til þess að ferða­vilji glæð­ist þá sé nauð­syn­legt að tíma­bilið sé lengt um einn mán­uð. „Þó sótt­varn­ar­að­gerðir séu mögu­lega aflagðar í mars 2022 þá tekur það alltaf tíma fyrir ferða­þjón­ust­una að taka við sér. A.m.k. mán­að­arað­lögun er því nauð­syn­leg,“ segir í umsögn­inni.

ASÍ vill sem fyrr að arð­greiðslur verði tak­mark­aðar

Alþýðu­sam­band Íslands hefur einnig skilað inn umsögn um þetta sama frum­varp. Þar er ítrekuð sú afstaða ASÍ, sem fram hefur komið í mörgum umsögnum um frum­vörp sem lúta að styrkjum til fyr­ir­tækja vegna áhrifa heims­far­ald­urs­ins, að „tak­marka þurfi arð­greiðslur til eig­enda hjá fyr­ir­tækjum sem fara fram á stuðn­ing frá stjórn­völd­um“.

Í umsögn ASÍ segir að eðli­legt væri að krafa væri gerð um að fyr­ir­tæki sem þiggi styrki geti ekki úthlutað arði í þrjú ár eftir styrk­veit­ingu og lagt er til að sam­bæri­legt ákvæði því sem rataði inn í lög um hluta­bætur verði sett á.

Það er eina úrræði stjórn­valda vegna far­ald­urs­ins þar sem kveðið hefur verið á um að fyr­ir­tæki greiði ekki út arð í ein­hvern tíma eftir að hafa nýtt úrræð­ið.

Alþýðu­sam­bandið segir einnig í umsögn sinni að gera ætti breyt­ingar á skil­grein­ingu tekna í frum­varpi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og þá með þeim hætti að tekjur á borð við fjár­magnstekjur og leigu­tekjur séu ekki reikn­aðar með þeim tekjum sem koma til við­mið­un­ar.

„Eðli­legt væri að und­an­skilja fjár­magnstekj­ur, t.d. arð, leigu­tekjur og vexti, í ljósi þess að áhrif heims­far­ald­urs koma fyrst og fremst fram í beinum áhrifum á sölu á vörum og þjón­ust­u,“ segir í umsögn ASÍ.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Haraldsson
Landspítali háskólasjúkrahús?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Noregur er einn stærsti raforkuframleiðandi í heimi.
Noregur gæti neyðst til að takmarka útflutning á rafmagni
Stjórnvöld í Noregi segja til greina koma að draga úr áformuðum útflutningi á rafmagni til meginlands Evrópu. Orkuskortur blasir við vegna þess að uppistöðulón hafa ekki fyllst. Óvenjulegum þurrkum er um að kenna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Fordæmalaus húsleit í Mar-a-Lago
Bandarískir alríkislögreglumenn framkvæmdu í gær húsleit á heimili Donalds Trump í Flórída og höfðu þaðan með sér einhver gögn. Aldrei fyrr hefur verið farið í löggæsluaðgerð af þessu tagi gegn fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent