Kjörinn fulltrúi Miðflokksins í Múlaþingi firrir sig ábyrgð á bólusetningu barna

Lögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur ritað opið bréf fyrir hönd sveitarstjórnarmanns í Múlaþingi, þar sem varað er við bólusetningum barna á aldrinum 5-11 ára. Fulltrúinn firrir sig ábyrgð á bólusetningum barna í sveitarfélaginu.

Þröstur Jónsson sveitarstjórnarmaður í Múlaþingi og Arnar Þór Jónsson lögmaður hans og varaþingmaður.
Þröstur Jónsson sveitarstjórnarmaður í Múlaþingi og Arnar Þór Jónsson lögmaður hans og varaþingmaður.
Auglýsing

Þröstur Jóns­son, sveit­ar­stjórn­ar­full­trúi Mið­flokks­ins í Múla­þingi, hefur sent opið bréf til félaga sinna í sveit­ar­stjórn, skóla­stjórn­enda í sveit­ar­fé­lag­inu og yfir­manna Heil­brigð­is­stofn­unar Aust­ur­lands, þar sem hann seg­ist ekki ætla að taka „ábyrgð á fyr­ir­hug­aðri lyfja­gjöf barna í grunn­skólum Múla­þings eða í öðrum stofn­unum sveit­ar­fé­lags­ins og und­ir­strikar að hann styðji á engan hátt slíkan gjörn­ing.“

Arnar Þór Jóns­son lög­mað­ur, sem einnig er vara­þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, ritar þetta opna bréf fyrir hönd sveit­ar­stjórn­ar­manns­ins, en það var birt á hér­aðs­frétta­miðl­inum Aust­ur­frétt í morg­un.

Í bréf­inu er marg­hátt­uðum efa­semdum um bólu­setn­ingar barna á aldr­inum 5-11 ára varpað fram, auk þess sem þar segir að sú ákvörðun að nota hús­næði skóla, íþrótta­mann­virki eða hús­næði í eigu eða umsjá sveit­ar­fé­laga undir bólu­setn­ing­arnar sé mjög gagn­rýni­verð.

„Börn gætu skipst í fylk­ingar og þau óspraut­uðu lent utan­garðs eða upp­lifað sig óhrein eða hættu­leg. Þannig gætu þau orðið út undan í frí­mín­út­um, leikjum eða orðið fyrir ein­elti. Þess háttar félags­leg útskúfun gæti allt eins náð út fyrir veggi skóla og til athafna eftir skóla­tíma til dæmis til heim­sókna, afmæla eða íþrótta­iðk­un­ar,“ segir í bréf­inu frá Þresti.

Þar er einnig vísað til einnar rann­sóknar um tíðni hjarta­vöðva- eða goll­ur­húss­bólgu hjá 12-15 ára drengjum í Hong Kong, nýlegrar greinar lækn­is­ins Jóns Ívars Ein­ars­sonar í Morg­un­blað­inu þar sem hann sagð­ist vera þeirra skoð­unar að áhætta við bólu­setn­ingu „gæti hugs­an­lega verið meiri en ávinn­ing­ur­inn“ og fréttar af vef Reuters síðan í des­em­ber um að 8 væg til­felli hjarta­vöðva­bólgu hjá börnum á aldr­inum 5-11 ára hefðu komið í ljós í Banda­ríkj­unum eftir að rúm­lega sjö millj­ónir skammta af bólu­efni hefðu verið gefnir þessum ald­urs­hópi.

Vert er að taka fram að einn helsti sér­fræð­ingur lands­ins í þessum efn­um, Ingi­leif Jóns­dóttir pró­fessor við lækna­deild Háskóla Íslands og deild­ar­stjóri hjá Íslenskri erfða­grein­ingu, rit­aði grein í Kjarn­ann þar sem hún mælir heils­hugar með bólu­setn­ingum barna á aldr­inum 5-11 ára. Hún hefur sér­þekk­ingu á þessu sviði, sem hvorki sveit­ar­stjórn­ar­full­trú­inn né lög­maður hans hafa.

Í grein Ingi­leifar segir að þeir sem leggi á sig að lesa og rýna í rann­sóknir sem gerðar hafi verið á bólu­efnum megi vera ljóst að nýjar og ábyggi­legar rann­sóknir sýni svart á hvítu, „að við eigum að tryggja 5-11 ára börnum sömu heil­brigð­is­­þjón­­ustu og þeim sem eldri eru, og sömu vernd gegn alvar­­legum afleið­ingum COVID-19 með bólu­­setn­ing­u.“

Þröstur spyr þó í bréfi sínu, eða Arnar Þór fyrir hans hönd, hvort við­tak­endur bréfs­ins viti af þeim afleið­ingum bólu­setn­inga sem minnst er á í bréf­inu.

Auglýsing

„Munt þú, stofn­un­in, fyr­ir­tæk­ið, heil­brigð­is­stofn­un­in, leik­skól­inn, skól­inn eða stað­ur­inn sem þú vinnur hjá eða veitir for­stöðu taka ábyrgð á veik­indum og skað­legum eft­ir­köstum ef for­eldrar svara hvatn­ingu þinni um að mæta með börnin í spraut­u?“ spyr sveit­ar­stjórn­ar­full­trú­inn og bætir síðan við þeirri spurn­ingu, hvort við­tak­endur bréfs­ins þekki efni Nürn­berg-sátt­mál­ans.

„Þar kemur meðal ann­ars fram að það telst ekki málsvörn að hafa fylgt fyr­ir­mælum og firrir engan ábyrgð. Í því sam­hengi er ljóst að menn geta ekki vikið sér undan ábyrgð með skírskotun til þess að slíkt hafi verið „fyr­ir­skip­að“. Sið­ferði­legir val­kostir fram­kalla sið­ferði­lega ábyrgð. Skorað er á þig að horfast í augu við þá ábyrgð og axla hana. Börnin eiga að njóta vafans,“ segir í bréf­inu.

Þar er því einnig haldið fram að það hljóti að ganga í ber­högg við siða­reglur lækna „að sprauta börn með ein­hverju sem ekki er vitað hvaða áhrif hefur til lang­frama til að verja aðra“ og einnig segir að færa megi rök fyrir því að „fyr­ir­huguð aðgerð,“ þ.e. bólu­setn­ing barna, „stríði í ýmsu til­liti gegn siða­reglum kenn­ara.“

Í bréf­inu segir að „við stöndum á kross­götum sem sam­fé­lag“ og kjörnir full­trú­ar, skóla­stjórn­endur og for­stöðu­menn HSA eru spurðir að því hvort þeir vilji skipa sér „í flokk með þeim sem hyggj­ast beita lyfja­fræði­legum inn­gripum gagn­vart börnum með ófyr­ir­sjá­an­legum afleið­ing­um“ eða hvort þeir vilji „gæta var­úðar og bíða meðan minnsti efi er til stað­ar“.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Myndin er fengin úr kerfisáætlun Landsnets 2016-2025. „DC-strengur á Sprengisandsleið hefur jákvæð áhrif á mögulega lengd jarðstrengja á Norðurlandi,“ segir í myndatexta.
Sprengisandskapall „umfangsmikil og dýr“ framkvæmd fyrir „fáa kílómetra“ af jarðstreng í Blöndulínu
Landsnet tekur ekki undir þau sjónarmið Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi að skynsamlegt sé að leggja jarðstreng yfir Sprengisand til að auka möguleika á því að leggja hluta Blöndulínu 3 í jörð.
Kjarninn 20. maí 2022
Hersir Sigurgeirsson
Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.
Kjarninn 20. maí 2022
Hvernig gengur að koma úkraínskum flóttabörnum inn í skólakerfið?
Langfæst börn sem flúið hafa stríðið í Úkraínu með foreldrum sínum á síðustu vikum og mánuðum eru komin inn í skólakerfið hér á landi og spila þar inn margir þættir. Samstarf á milli stærstu sveitarfélaganna hefur þó gengið vel.
Kjarninn 20. maí 2022
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB
„Hlutverk hins opinbera er að tryggja öllum húsnæðisöryggi“
Formaður BSRB segir að margt sé til bóta í tillögunum starfshóps um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði – og gefi ástæðu til hóflegrar bjartsýni um betri tíma.
Kjarninn 19. maí 2022
Árni Guðmundsson
Af þreyttasta frumvarpi Íslandssögunnar
Kjarninn 19. maí 2022
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent