Kjörinn fulltrúi Miðflokksins í Múlaþingi firrir sig ábyrgð á bólusetningu barna

Lögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur ritað opið bréf fyrir hönd sveitarstjórnarmanns í Múlaþingi, þar sem varað er við bólusetningum barna á aldrinum 5-11 ára. Fulltrúinn firrir sig ábyrgð á bólusetningum barna í sveitarfélaginu.

Þröstur Jónsson sveitarstjórnarmaður í Múlaþingi og Arnar Þór Jónsson lögmaður hans og varaþingmaður.
Þröstur Jónsson sveitarstjórnarmaður í Múlaþingi og Arnar Þór Jónsson lögmaður hans og varaþingmaður.
Auglýsing

Þröstur Jóns­son, sveit­ar­stjórn­ar­full­trúi Mið­flokks­ins í Múla­þingi, hefur sent opið bréf til félaga sinna í sveit­ar­stjórn, skóla­stjórn­enda í sveit­ar­fé­lag­inu og yfir­manna Heil­brigð­is­stofn­unar Aust­ur­lands, þar sem hann seg­ist ekki ætla að taka „ábyrgð á fyr­ir­hug­aðri lyfja­gjöf barna í grunn­skólum Múla­þings eða í öðrum stofn­unum sveit­ar­fé­lags­ins og und­ir­strikar að hann styðji á engan hátt slíkan gjörn­ing.“

Arnar Þór Jóns­son lög­mað­ur, sem einnig er vara­þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, ritar þetta opna bréf fyrir hönd sveit­ar­stjórn­ar­manns­ins, en það var birt á hér­aðs­frétta­miðl­inum Aust­ur­frétt í morg­un.

Í bréf­inu er marg­hátt­uðum efa­semdum um bólu­setn­ingar barna á aldr­inum 5-11 ára varpað fram, auk þess sem þar segir að sú ákvörðun að nota hús­næði skóla, íþrótta­mann­virki eða hús­næði í eigu eða umsjá sveit­ar­fé­laga undir bólu­setn­ing­arnar sé mjög gagn­rýni­verð.

„Börn gætu skipst í fylk­ingar og þau óspraut­uðu lent utan­garðs eða upp­lifað sig óhrein eða hættu­leg. Þannig gætu þau orðið út undan í frí­mín­út­um, leikjum eða orðið fyrir ein­elti. Þess háttar félags­leg útskúfun gæti allt eins náð út fyrir veggi skóla og til athafna eftir skóla­tíma til dæmis til heim­sókna, afmæla eða íþrótta­iðk­un­ar,“ segir í bréf­inu frá Þresti.

Þar er einnig vísað til einnar rann­sóknar um tíðni hjarta­vöðva- eða goll­ur­húss­bólgu hjá 12-15 ára drengjum í Hong Kong, nýlegrar greinar lækn­is­ins Jóns Ívars Ein­ars­sonar í Morg­un­blað­inu þar sem hann sagð­ist vera þeirra skoð­unar að áhætta við bólu­setn­ingu „gæti hugs­an­lega verið meiri en ávinn­ing­ur­inn“ og fréttar af vef Reuters síðan í des­em­ber um að 8 væg til­felli hjarta­vöðva­bólgu hjá börnum á aldr­inum 5-11 ára hefðu komið í ljós í Banda­ríkj­unum eftir að rúm­lega sjö millj­ónir skammta af bólu­efni hefðu verið gefnir þessum ald­urs­hópi.

Vert er að taka fram að einn helsti sér­fræð­ingur lands­ins í þessum efn­um, Ingi­leif Jóns­dóttir pró­fessor við lækna­deild Háskóla Íslands og deild­ar­stjóri hjá Íslenskri erfða­grein­ingu, rit­aði grein í Kjarn­ann þar sem hún mælir heils­hugar með bólu­setn­ingum barna á aldr­inum 5-11 ára. Hún hefur sér­þekk­ingu á þessu sviði, sem hvorki sveit­ar­stjórn­ar­full­trú­inn né lög­maður hans hafa.

Í grein Ingi­leifar segir að þeir sem leggi á sig að lesa og rýna í rann­sóknir sem gerðar hafi verið á bólu­efnum megi vera ljóst að nýjar og ábyggi­legar rann­sóknir sýni svart á hvítu, „að við eigum að tryggja 5-11 ára börnum sömu heil­brigð­is­­þjón­­ustu og þeim sem eldri eru, og sömu vernd gegn alvar­­legum afleið­ingum COVID-19 með bólu­­setn­ing­u.“

Þröstur spyr þó í bréfi sínu, eða Arnar Þór fyrir hans hönd, hvort við­tak­endur bréfs­ins viti af þeim afleið­ingum bólu­setn­inga sem minnst er á í bréf­inu.

Auglýsing

„Munt þú, stofn­un­in, fyr­ir­tæk­ið, heil­brigð­is­stofn­un­in, leik­skól­inn, skól­inn eða stað­ur­inn sem þú vinnur hjá eða veitir for­stöðu taka ábyrgð á veik­indum og skað­legum eft­ir­köstum ef for­eldrar svara hvatn­ingu þinni um að mæta með börnin í spraut­u?“ spyr sveit­ar­stjórn­ar­full­trú­inn og bætir síðan við þeirri spurn­ingu, hvort við­tak­endur bréfs­ins þekki efni Nürn­berg-sátt­mál­ans.

„Þar kemur meðal ann­ars fram að það telst ekki málsvörn að hafa fylgt fyr­ir­mælum og firrir engan ábyrgð. Í því sam­hengi er ljóst að menn geta ekki vikið sér undan ábyrgð með skírskotun til þess að slíkt hafi verið „fyr­ir­skip­að“. Sið­ferði­legir val­kostir fram­kalla sið­ferði­lega ábyrgð. Skorað er á þig að horfast í augu við þá ábyrgð og axla hana. Börnin eiga að njóta vafans,“ segir í bréf­inu.

Þar er því einnig haldið fram að það hljóti að ganga í ber­högg við siða­reglur lækna „að sprauta börn með ein­hverju sem ekki er vitað hvaða áhrif hefur til lang­frama til að verja aðra“ og einnig segir að færa megi rök fyrir því að „fyr­ir­huguð aðgerð,“ þ.e. bólu­setn­ing barna, „stríði í ýmsu til­liti gegn siða­reglum kenn­ara.“

Í bréf­inu segir að „við stöndum á kross­götum sem sam­fé­lag“ og kjörnir full­trú­ar, skóla­stjórn­endur og for­stöðu­menn HSA eru spurðir að því hvort þeir vilji skipa sér „í flokk með þeim sem hyggj­ast beita lyfja­fræði­legum inn­gripum gagn­vart börnum með ófyr­ir­sjá­an­legum afleið­ing­um“ eða hvort þeir vilji „gæta var­úðar og bíða meðan minnsti efi er til stað­ar“.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent