Dagur ætlar að segja frá framboðsmálum þegar hann losnar úr sóttkví

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vonast til þess að geta sagt frá því hvort hann fari aftur fram í borgarstjórnarkosningunum í vor um helgina eða strax eftir helgi.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Auglýsing

Dagur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri seg­ist ætla að gefa það út þegar hann losnar úr sótt­kví hvort hann verði í fram­boði fyrir Sam­fylk­ing­una í Reykja­vík í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ingum í vor, en það verði von­andi um helg­ina eða strax eftir helgi. Frá þessu segir hann í færslu á Face­book í dag.

Þar segir hann einnig frá því að hann og fjöl­skylda hans hafi verið í sótt­kví eða ein­angrun und­an­farna daga, í kjöl­far þess að eitt barn­anna greind­ist með kór­ónu­veirusmit. „Vonum að það versta sé afstaðið og aðrir hafa hingað til ekki smit­ast. Öllum líður vel,“ skrifar Dag­ur.

Hann segir nokkra fjöl­miðla hafa verið í sam­bandi í dag og í gær til að spyrja um fram­boðs­mál hans, en Dagur hafði áður sagt að hann hygð­ist gera grein fyrir þeim eftir hátíð­ar.

„Margir hafa verið í sam­bandi við mig um þau mál að und­an­förnu sem ég er þakk­látur fyr­ir. Ég vona að það mæti skiln­ingi að ég muni ekki segja frá nið­ur­stöðu minni fyrr en sótt­kví lýkur sem verður von­andi um helg­ina eða strax eftir helg­i,“ skrifar Dag­ur, sem hefur verið borg­ar­stjóri í Reykja­vík óslitið frá 2014.

Auglýsing

Dagur hefur setið í borg­­ar­­stjórn lengur en nokkur annar sem þar situr nú, eða frá árinu 2002, fyrst fyrir Reykja­vík­­­ur­list­ann en síðan fyrir Sam­­fylk­ing­una. Áður en hann varð borg­ar­stjóri árið 2014 hafði hann einnig verið borg­­ar­­stjóri í hund­rað daga, frá októ­ber 2007 til jan­úar 2008.

Eina skiptið á ferli Dags sem hann hefur setið í minn­i­hluta er kjör­­tíma­bilið 2006 til 2010, að und­an­­skildum áður­­­nefndum 100 dög­um, en miklar svipt­ingar voru í borg­­ar­­stjórn á þeim árum og alls fjórir meiri­hlutar mynd­að­­ir.

Sam­fylk­ingin hefur ákveðið að bind­andi flokksval verði notað til að velja í efstu sex sætin á lista flokks­ins í Reykja­vík, en það mun fara fram 12.-13. febr­ú­ar. Atkvæð­is­rétt í flokksval­inu hafa bæði flokks­menn og stuðn­ings­menn flokks­ins, eldri en 16 ára.

Það fór þá aldrei svo að ég eða fjöl­skyldan færum í gegnum far­ald­ur­inn án þess að lenda í sótt­kví. Allt er einu sinn­i...

Posted by Dagur B. Egg­erts­son on Wed­nes­day, Janu­ary 5, 2022

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Myndin er fengin úr kerfisáætlun Landsnets 2016-2025. „DC-strengur á Sprengisandsleið hefur jákvæð áhrif á mögulega lengd jarðstrengja á Norðurlandi,“ segir í myndatexta.
Sprengisandskapall „umfangsmikil og dýr“ framkvæmd fyrir „fáa kílómetra“ af jarðstreng í Blöndulínu
Landsnet tekur ekki undir þau sjónarmið Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi að skynsamlegt sé að leggja jarðstreng yfir Sprengisand til að auka möguleika á því að leggja hluta Blöndulínu 3 í jörð.
Kjarninn 20. maí 2022
Hersir Sigurgeirsson
Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.
Kjarninn 20. maí 2022
Hvernig gengur að koma úkraínskum flóttabörnum inn í skólakerfið?
Langfæst börn sem flúið hafa stríðið í Úkraínu með foreldrum sínum á síðustu vikum og mánuðum eru komin inn í skólakerfið hér á landi og spila þar inn margir þættir. Samstarf á milli stærstu sveitarfélaganna hefur þó gengið vel.
Kjarninn 20. maí 2022
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB
„Hlutverk hins opinbera er að tryggja öllum húsnæðisöryggi“
Formaður BSRB segir að margt sé til bóta í tillögunum starfshóps um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði – og gefi ástæðu til hóflegrar bjartsýni um betri tíma.
Kjarninn 19. maí 2022
Árni Guðmundsson
Af þreyttasta frumvarpi Íslandssögunnar
Kjarninn 19. maí 2022
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent