Gott samfélag þarf góða skatta

Ólafur Þór Gunnarsson og Kári Gautason segja að skattkerfið eigi að vera tæki til að auka jöfnuð í samfélaginu, tæki til að tryggja að öll hafi tækifæri til að vaxa og dafna og búi við það öryggi sem felst í traustum innviðum samfélagsins.

Ólafur Þór Gunnarsson og Kári Gautason
Ólafur Þór Gunnarsson og Kári Gautason
Auglýsing

Covid hefur reynt á íslenskt sam­fé­lag. Við höfum þurft að hugsa margt upp á nýtt og sumar umbætur höfum við þurft að bíða með. Við höfum tekið ákvarð­anir sem gætu á end­anum kostað rík­is­sjóð 6-700 millj­arða. Því við töldum það vera sam­fé­lags­lega rétt að beita rík­is­sjóði til að milda áfallið og tryggja að við kæm­umst saman í gegnum far­ald­ur­inn. Mark­miðin hafa verið skýr, að tryggja heilsu fólks og afkomu. Að tryggja að þrátt fyrir að störfum hafi fækkað tíma­bundið hefði fólk samt fram­færslu.

Fyrir Covid voru gerðar breyt­ingar á skatt­kerf­inu sem nú hjálpa til. Fjár­magnstekju­skatt­ur­inn var hækk­að­ur. Nýtt þriðja þrep skatt­kerf­is­ins tekið upp og það hefur gagn­ast þeim best sem lægstar hafa tekj­ur. Með þeirri breyt­ingu hækk­uðu ráð­stöf­un­ar­tekjur tekju­lægstu hópanna hlut­falls­lega mest. Grænir skattar (álögur á notkun kolefna­elds­neytis og kæli­efni) hafa auk­ist þó við teljum að við þurfum að taka stærri skref, til að mynda með hækkun kolefn­is­gjalds á elds­neyti. Við þurfum líka að herða bar­átt­una gegn skattsvikum og skattaund­anskot­um. Við eigum öll að greiða til sam­fé­lags­ins.

Auglýsing

En hvernig verða næstu skref? Hvernig munum við stjórna fjár­málum lands­ins (og þar með heim­il­anna óbeint) inn í næstu miss­eri? Okkar svar í Vinstri grænum er að við eigum ekki að borga reikn­ing­inn af Covid með auknum sköttum á þau sem minnst bera úr bítum í dag. Við ættum að skoða frek­ari þrepa­skipt­ingu í skatt­kerf­inu, þannig að þau sem hafi hæstu tekj­urn­ar, hvort heldur er fjár­magns eða launa­tekjur leggi líka hlut­falls­lega mest til sam­fé­lags­ins. Það mætti til dæmis hugsa sér sem þrepa­skiptan fjár­magnstekju­skatt þar sem hóf­legur sparn­aður fengi hærri skatt­leys­is­mörk, og umtals­verð tekju­myndun fjár­magns væri skatt­lögð meira en nú er gert. Þó að eigna­ó­jöfn­uður hafi farið minnk­andi á kjör­tíma­bil­inu þá er hann ennþá fjarri því að vera rétt­lát­ur. Þrepa­skiptur fjár­magnstekju­skattur er góð leið til að sporna gegn því að eigna­ó­jöfn­uður auk­ist.

Við þurfum líka að tryggja að fólk hafi vinnu og fram­færslu því þannig styrkjum við þá skatt­stofna sem við þurfum til að greiða Covid reikn­ing­inn inn í fram­tíð­ina. Þess vegna þarf að ná fullri atvinnu sem fyrst.

Skatt­kerfið á að vera tæki til að auka jöfnuð í sam­fé­lag­inu, tæki til að tryggja að öll hafi tæki­færi til að vaxa og dafna, og búi við það öryggi sem felst í traustum innviðum sam­fé­lags­ins. Það á að vera metn­að­ar­mál okkar allra að leggja til sam­fé­lags­ins eftir efnum og aðstæð­um. Góðir skattar tryggja gott sam­fé­lag.

Höf­undar skipa 3. og 4. sæti á listum Vinstri­hreyf­ing­ar­innar - græns fram­boðs í Suð­vest­ur- og Norð­aust­ur­kjör­dæmi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins á Kjarvalsstöðum í gær.
„Engin áform“ um að ríkið auki rekstrarframlög með tilkomu Borgarlínu
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segist ekki sjá fyrir sér að ríkið auki framlög sín til rekstrar almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins, eins og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Strætó bs. hafa kallað eftir.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Franskur fiskveiðibátur lokar á skipaumferð um Calais í Frakklandi.
Frakkar og Bretar berjast enn um fiskinn í Ermasundi
Enn er ósætti á milli Frakklands og Bretlands vegna fiskveiða í breskri landhelgi eftir Brexit. Á föstudaginn reyndu franskir sjómenn reyndu að loka fyrir vöruflutninga á milli landanna tveggja til að krefjast úthlutunar fleiri fiskveiðileyfa.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Sunnlenskir sjálfstæðismenn kalla eftir skýringum frá Bjarna Benediktssyni.
Ósáttir sunnlenskir sjálfstæðismenn krefja Bjarna um skýringar
Sjálfstæðismenn á Suðurlandi eru með böggum hildar yfir því að Guðrún Hafsteinsdóttir oddviti flokksins í kjördæminu eigi ekki sæti við ríkisstjórnarborðið nú þegar. Tíu af tólf ráðherrum eru þingmenn kjördæma höfuðborgarsvæðisins.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Bresk myndlistarkona málaði eitt hundrað málverk af eldgosinu í Fagradalsfjalli
Eldgosið í Fagradalsfjalli sem hófst í vor hefur vakið allskonar væringar hjá fólki. Amy Alice Riches ákvað að mála eitt málverk á dag af því í 100 daga. Hún safnar nú fyrir útgáfu bókar með verkunum.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Allt sem þú þarft að vita um nýjan stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar
Stefnt er að því að lækka skatta, selja banka og láta fjármagnseigendur greiða útsvar. Auðvelda á fyrirtækjum að virkja vind og endurskoða lög um rammaáætlun.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við kynningu stjórnarsáttmálans á Kjarvalsstöðum í dag.
Talað um að lækka mögulega skatta en engu lofað
Engar almennar skattkerfisbreytingar eru útfærðar í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir að horft verði til þess að lækka skatta á þá tekjulægstu eða til að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja ef svigrúm gefist.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Álfheiður Eymarsdóttir
Kosningaframkvæmd fjórflokksins
Kjarninn 28. nóvember 2021
Ríkisstjórnin stokkast upp í dag, eftir rúmlega tveggja mánaða viðræður þriggja flokka um áframhaldandi samstarf.
Þessi verða ráðherrar
Willum Þór Þórsson og Jón Gunnarsson verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem kynnt er í dag. Guðrún Hafsteinsdóttir er sögð koma inn sem ráðherra dómsmála síðar á kjörtímabilinu.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar