Gott samfélag þarf góða skatta

Ólafur Þór Gunnarsson og Kári Gautason segja að skattkerfið eigi að vera tæki til að auka jöfnuð í samfélaginu, tæki til að tryggja að öll hafi tækifæri til að vaxa og dafna og búi við það öryggi sem felst í traustum innviðum samfélagsins.

Ólafur Þór Gunnarsson og Kári Gautason
Ólafur Þór Gunnarsson og Kári Gautason
Auglýsing

Covid hefur reynt á íslenskt sam­fé­lag. Við höfum þurft að hugsa margt upp á nýtt og sumar umbætur höfum við þurft að bíða með. Við höfum tekið ákvarð­anir sem gætu á end­anum kostað rík­is­sjóð 6-700 millj­arða. Því við töldum það vera sam­fé­lags­lega rétt að beita rík­is­sjóði til að milda áfallið og tryggja að við kæm­umst saman í gegnum far­ald­ur­inn. Mark­miðin hafa verið skýr, að tryggja heilsu fólks og afkomu. Að tryggja að þrátt fyrir að störfum hafi fækkað tíma­bundið hefði fólk samt fram­færslu.

Fyrir Covid voru gerðar breyt­ingar á skatt­kerf­inu sem nú hjálpa til. Fjár­magnstekju­skatt­ur­inn var hækk­að­ur. Nýtt þriðja þrep skatt­kerf­is­ins tekið upp og það hefur gagn­ast þeim best sem lægstar hafa tekj­ur. Með þeirri breyt­ingu hækk­uðu ráð­stöf­un­ar­tekjur tekju­lægstu hópanna hlut­falls­lega mest. Grænir skattar (álögur á notkun kolefna­elds­neytis og kæli­efni) hafa auk­ist þó við teljum að við þurfum að taka stærri skref, til að mynda með hækkun kolefn­is­gjalds á elds­neyti. Við þurfum líka að herða bar­átt­una gegn skattsvikum og skattaund­anskot­um. Við eigum öll að greiða til sam­fé­lags­ins.

Auglýsing

En hvernig verða næstu skref? Hvernig munum við stjórna fjár­málum lands­ins (og þar með heim­il­anna óbeint) inn í næstu miss­eri? Okkar svar í Vinstri grænum er að við eigum ekki að borga reikn­ing­inn af Covid með auknum sköttum á þau sem minnst bera úr bítum í dag. Við ættum að skoða frek­ari þrepa­skipt­ingu í skatt­kerf­inu, þannig að þau sem hafi hæstu tekj­urn­ar, hvort heldur er fjár­magns eða launa­tekjur leggi líka hlut­falls­lega mest til sam­fé­lags­ins. Það mætti til dæmis hugsa sér sem þrepa­skiptan fjár­magnstekju­skatt þar sem hóf­legur sparn­aður fengi hærri skatt­leys­is­mörk, og umtals­verð tekju­myndun fjár­magns væri skatt­lögð meira en nú er gert. Þó að eigna­ó­jöfn­uður hafi farið minnk­andi á kjör­tíma­bil­inu þá er hann ennþá fjarri því að vera rétt­lát­ur. Þrepa­skiptur fjár­magnstekju­skattur er góð leið til að sporna gegn því að eigna­ó­jöfn­uður auk­ist.

Við þurfum líka að tryggja að fólk hafi vinnu og fram­færslu því þannig styrkjum við þá skatt­stofna sem við þurfum til að greiða Covid reikn­ing­inn inn í fram­tíð­ina. Þess vegna þarf að ná fullri atvinnu sem fyrst.

Skatt­kerfið á að vera tæki til að auka jöfnuð í sam­fé­lag­inu, tæki til að tryggja að öll hafi tæki­færi til að vaxa og dafna, og búi við það öryggi sem felst í traustum innviðum sam­fé­lags­ins. Það á að vera metn­að­ar­mál okkar allra að leggja til sam­fé­lags­ins eftir efnum og aðstæð­um. Góðir skattar tryggja gott sam­fé­lag.

Höf­undar skipa 3. og 4. sæti á listum Vinstri­hreyf­ing­ar­innar - græns fram­boðs í Suð­vest­ur- og Norð­aust­ur­kjör­dæmi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Villimenn við borgarhliðið: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar I
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar