Enginn bólusettur undir fertugu þurft gjörgæslumeðferð

Enginn fullbólusettur einstaklingur yngri en fjörutíu ára hefur þurft að leggjast inn á gjörgæslu vegna COVID-19. Aðeins einn bólusettur á fimmtugsaldri og sömuleiðis einn á sextugsaldri. Tveir bólusettir á aldrinum 60-69 ára hafa þurft gjörgæslumeðferð.

Þrettán liggja nú á Landspítalanum vegna COVID-19.
Þrettán liggja nú á Landspítalanum vegna COVID-19.
Auglýsing

Frá 1. júlí, um það leyti sem ný bylgja far­ald­urs­ins hófst hér á landi hefur 151 mann­eskja með COVID-19 þurft að leggj­ast inn á Land­spít­al­ann eða greinst með sjúk­dóm­inn á sjúkra­hús­inu. Nokkrar hafa þurft að leggj­ast inn oftar en einu sinni. Á föstu­dag var fjöld­inn 140 og fékk Kjarn­inn þá þær upp­lýs­ingar að af þeim voru 63 full­bólu­settar eða um 45 pró­sent. Átta voru bólu­settar með bólu­efni Jans­sen. Í hópnum eru nokkrir ferða­menn með óþekkta stöðu bólu­setn­ing­ar. Að með­al­tali hafa þessir sjúk­lingar þurft að vera á sjúkra­húsi í 7-8 daga.

Auglýsing

Á þessu sama tíma­bili (1. júlí-29. októ­ber) þurftu 28 manns á gjör­gæslu­með­ferð að halda vegna COVID-19, nokkrir oftar en einu sinni. Átta þeirra, eða tæp­lega 29 pró­sent, voru full­bólu­settir en ekki er vitað um bólu­setn­ing­ar­stöðu fimm ferða­manna.

Aðeins einn sjúk­lingur sem fengið hefur örv­un­ar­bólu­setn­ingu, svo vitað sé, hefur þurft á inn­lögn á Land­spít­al­ann vegna COVID-19 að halda.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.

Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir skrifar í nýjum pistli á covid.is að um 2-5 pró­sent þeirra sem sýkj­ast af COVID-19 legg­ist inn á sjúkra­hús, 0,4 pró­sent leggst inn á gjör­gæslu­deild. Hann bendir á að engin vel virk lyf eru til við sýk­ing­unni og virkni bólu­efna sé ein­ungis um 50 pró­sent gegn smiti þótt þau séu um 90 pró­sent virk til að koma í veg fyrir alvar­leg veik­indi.

Hvað sam­an­burð við svínaflens­una sem gekk yfir kárið 2009 varðar skrifar Þórólfur að þá hafi heild­ar­fjöldi gjör­gæslu­rýma á Land­spít­ala verið 20 en í dag séu þau 14.

„Af ofan­greindu má því sjá að alvar­leiki COVID-19 mældur í inn­lögnum á sjúkra­hús, er um tíu sinnum meiri en svínaflensunnar 2009 auk þess eru bólu­efni gegn COVID-19 minna virk, engin vel virk lyf eru til við COVID-19 og fjöldi gjör­gæslu­plássa er nú minni en árið 2009.

Þannig er allur sam­an­burður á COVID-19 og svínaflens­unni 2009 COVID í óhag. Bar­áttan við COVID-19 er marg­falt erf­ið­ari en bar­áttan var við svínaflens­una 2009.“

Auglýsing

Eng­inn full­bólu­settur ein­stak­lingur innan við tví­tugt þurfti á sjúkra­húsinn­lögn að halda 1. júlí-29. októ­ber. Átján bólu­settir og yngri en fimm­tíu ára hafa þurft inn­lögn og fimm bólu­settir á sex­tugs­aldri hafa verið lagðir inn. Fjöld­inn eykst er ofar dregur í aldri. Þannig hafa 13 bólu­settir á sjö­tugs­aldri þurft inn­lögn og sautján á átt­ræð­is­aldri. Níu mann­eskj­ur, átta­tíu ára og eldri, hafa verið lagðar inn á tíma­bil­inu.

Eng­inn full­bólu­settur ein­stak­lingur yngri en fjöru­tíu ára hefur þurft að leggj­ast inn á gjör­gæslu vegna COVID-19. Aðeins einn bólu­settur á fimm­tugs­aldri og sömu­leiðis einn á sex­tugs­aldri. Tveir bólu­settir á aldr­inum 60-69 ára hafa þurft gjör­gæslu­með­ferð og fjórir á átt­ræð­is­aldri.

Frá því júlí hafa 6.727 manns greinst með kór­ónu­veiruna inn­an­lands. Um 58 pró­sent þeirra hafa verið full­bólu­sett.

Auglýsing

Síð­ustu daga hefur fjöldi smita í sam­fé­lag­inu auk­ist umtals­vert. Í morgun lágu þrettán sjúk­lingar á Land­spít­ala vegna COVID-19 og sex þeirra voru óbólu­sett­ir. Tveir sjúk­lingar voru þá á gjör­gæslu og þurftu báðir stuðn­ing önd­un­ar­vél­ar. Með­al­aldur þeirra sem nú liggja inni er 56 ár.

Núna eru 37 börn á aldr­inum 13-17 ára með kór­ónu­veiruna og í ein­angrun en mun fleiri börn á aldr­inum 6-12 ára eru með sjúk­dóm­inn eða 148. Þessi börn eru óbólu­sett enda enn ekk­ert bólu­efnið sam­þykkt í Evr­ópu fyrir börn yngri en 12 ára. Sótt­varna­læknir sagði í pistli á covid.is á föstu­dag að Vís­bend­ingar væru um að bólu­setn­ing barna kunni að vera áhrifa­rík­ari en bólu­setn­ing full­orð­inna til að koma í veg fyrir smit af völdum COVID-19.

Frá því ný bylgja hófst í júlí hafa þrír lát­ist vegna COVID-19. Um helg­ina lést einn sjúk­lingur sem hafði greinst með kór­ónu­veiruna en hann var lagður inn á Land­spít­al­ann af öðrum orsök­um, segir í frétt á vef Land­spít­al­ans.

Í far­aldr­inum hingað til hefur sýnt sig að um 1-2 vikur eftir að smit­hrina byrjar fari það að birt­ast í tölum um inn­lagnir á sjúkra­hús.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
Loðin svör um endurgreiðslur til neytenda berast frá N1 Rafmagni
Óskir um útskýringar á því af hverju N1 Rafmagn, sem hefur frá sumrinu 2020 rukkað þrautavaraviðskiptavini meira fyrir rafmagn en almenna viðskiptavini, ætli einungis að endurgreiða mismun undanfarinna tveggja mánaða, skila loðnum svörum.
Kjarninn 26. janúar 2022
Aksturskostnaður Ásmundar Friðrikssonar 34 milljónir frá því að hann settist á þing
Kostnaður almennings vegna aksturs þingmanna jókst um ellefu prósent milli ára. Fjórir af þeim fimm þingmönnum sem keyra mest eru í Sjálfstæðisflokknum og fá yfir 30 prósent allra endurgreiðslna vegna aksturs.
Kjarninn 26. janúar 2022
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Tímabært að „henda grímunni“
Í dag kemur í ljós hvort dönsk stjórnvöld fallist á tillögu farsóttarnefndar um að aflétta nær öllum takmörkunum í landinu á næstu dögum. „Tímabært“ segja margir sérfræðingar en einhverjir eru þó skeptískir á tímasetningu.
Kjarninn 26. janúar 2022
Íslandsbanki býst við að verðhækkanirnar á húsnæðismarkaðnum róist á árinu.
Spá fjögurra prósenta stýrivöxtum eftir tvö ár
Í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka er gert ráð fyrir að stýrivextir verði 3,25 prósent á árinu. Í ársbyrjun 2024 verði vextirnir svo komnir í fjögur prósent, sem bankinn telur vera nálægt jafnvægisgildi þeirra.
Kjarninn 26. janúar 2022
SÁÁ fordæmir vændiskaup fyrrum formanns og ætlar að ráðast í gagngera skoðun
SÁÁ ætlar að gera nauðsynlegar umbætur á starfi sínu og kappkosta að tryggja öryggi skjólstæðinga sinna sem margir eru í viðkvæmri stöðu. „Umfram allt stöndum við með þolendum.“
Kjarninn 25. janúar 2022
Svandís Svavarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Segir þá samþjöppun sem átt hefur sér stað í sjávarútvegi ekki sanngjarna
Sjávar- og landbúnaðarráðherra og formaður Viðreisnar tókust á um sjávarútvegsmál á þingi í dag.
Kjarninn 25. janúar 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tóku við félagshagfræðilegri greiningu um Sundabraut í gær.
Sundabraut samfélagslega hagkvæm, fækkar eknum kílómetrum en fjölgar bílferðum
Ábatinn af lagningu Sundabrautar fyrir samfélagið gæti numið allt að 236 milljörðum króna, samkvæmt greiningu Mannvits og COWI. Eknum kílómetrum gæti fækkað um rúmlega 140 þúsund á dag, en daglegum bílferðum gæti að sama skapi fjölgað um þúsundir.
Kjarninn 25. janúar 2022
Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata.
„Það er lygi hjá Útlendingastofnun“
Miklar umræður sköpuðust á þingi í dag um fyrirkomulag er varðar afgreiðslu umsókna um ríkisborgararétt.
Kjarninn 25. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent