Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“

Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Auglýsing

Reglu­gerð um aðgerðir vegna kór­ónu­veirunnar á landa­mærum var breytt í dag, og elti Ísland þar með fleiri ríki hins vest­ræna heims sem hafa gripið til aðgerða vegna ótta við útbreiðslu nýs afbrigðis kór­ónu­veirunnar sem hefur fengið nafnið „Ómíkrón“. Afbrigðið hefur til þessa aðal­lega greinst í ríkjum í syðsta hluta Afr­íku og taka aðgerðir íslenskra stjórn­valda mið af því.

Til nýskil­greindra „háá­hættu­svæða“ telj­ast nú Afr­íku­ríkin Botsvana, Esvatíní, Les­ótó, Mósam­bík, Namibía, Simbabve og Suð­ur­-Afr­íka. Allir sem koma til lands­ins og hafa dvalið meira en sól­ar­hring í þessum ríkjum 14 daga fyrir kom­una til Íslands þurfa að fara í PCR-­próf við kom­una og svo í sótt­kví, sem lýkur með öðru PCR-­prófi fimm dögum síð­ar.

„Þetta gildir um alla sem dvalið hafa á háá­hættu­svæði, hvort sem þeir eru bólu­settir eða ekki eða með sögu um fyrri sýk­ingu af Covid-19. Þessir ein­stak­lingar þurfa jafn­framt að fram­vísa nei­kvæðu Covid-­prófi við byrð­ingu erlendis fyrir kom­una til Íslands (þó að und­an­skildum þeim sem eru með tengsl við Ísland). Enn fremur ber þeim að fylla út raf­rænt for­skrán­ing­ar­eyðu­blað þar sem m.a. kemur fram hvar þau hyggj­ast dvelja í sótt­kví á Ísland­i,“ segir í til­kynn­ingu á vef stjórn­ar­ráðs­ins, en reglu­gerð sem Svan­dís Svav­ars­dóttir hefur und­ir­ritað um þetta efni tekur gildi á morg­un, sunnu­dag.

Telja má lík­legt að und­ir­ritun þess­arar reglu­gerðar verði síð­asta emb­ætt­is­verkið sem Svan­dís Svav­ars­dóttir sinnir sem heil­brigð­is­ráð­herra, en sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans mun heil­brigð­is­ráðu­neytið verða í höndum Fram­sókn­ar­flokks­ins á þessu kjör­tíma­bili.

Auk breyttrar reglu­gerðar hefur Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir jafn­framt gefið út til­mæli þar sem Íslend­ingar eru hvattir til að ferð­ast ekki til þess­ara landa, óháð bólu­setn­ing­ar­stöðu eða sögu um fyrri sýk­ingu af völdum Covid-19.

Virð­ist dreifast mun hraðar en Delta

Grunur er um að þetta nýja afbrigði veirunnar hafi þegar náð að skjóta ein­hverjum rótum í Evr­ópu­ríkj­um. Tvö smit þessa afbrigðis hafa greinst í Bret­landi, sam­kvæmt blaða­manna­fundi for­sæt­is­ráð­herr­ans Borisar John­sons í dag, og afbrigðið hefur auk þess greinst í Belg­íu.

Auk þess er grunur um að Ómíkrón-af­brigðið hafi greinst í Þýska­landi, Hollandi og Tékk­landi, hið minnsta, sam­kvæmt fréttum evr­ópskra miðla í dag.

Auglýsing

Í minn­is­blaði sótt­varna­læknis segir að „miklar áhyggj­ur“ hafi vaknað í alþjóða­sam­fé­lag­inu um að „hér geti verið komið fram nýtt og stökk­breytt afbrigði SAR­S-CoV-2 sem hefur aukna smit­hæfni, veldur hugs­an­lega alvar­legri sýk­ingu og kemst undan vernd­andi áhrifum bólu­efna og fyrri sýk­inga af völdum COVID-19. Þetta á hins vegar eftir að stað­festa frek­ar. Afbrigðið virð­ist dreifast mun hraðar en Delta-af­brigðið ger­ir.“

Sótt­varna­læknir segir þó að von­andi verði hægt að end­ur­skoða aðgerðir á landa­mærum sem fyrst, „þegar gleggri nið­ur­stöður fást varð­andi þá hættu sem af ofan­greindu afbrigði stafar.“

„Þess ber þó að geta að einnig gæti þurft að herða aðgerð­ir, allt eftir hvernig upp­lýs­ingum og rann­sóknum varð­andi Omicronaf­brigðið vindur fram,“ segir Þórólfur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Enn ein tilraun gerð til að semja um verndun úthafanna
Stjórnvöld á Íslandi, í Rússlandi og Kína vilja að fiskveiðar verði ekki settar inn í samning þjóðríkja um verndun hafsins. Stærstur hluti úthafanna er alþjóðlegt hafsvæði. Innan við 2 prósent þess nýtur verndar.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Hafnfirðingar stefna að því að hefja vinnu við sérstaka hjólreiðaáætlun bæjarins á næstunni.
Hafnarfjörður ætlar að hefja vinnu við hjólreiðaáætlun
Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar hefur ákveðið að fela starfshópi með fulltrúum allra flokka að hefja vinnu við sérstaka hjólreiðaáætlun bæjarins. Örfá sveitarfélög hafa til þessa gert sérstakar áætlanir um hjólreiðar.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Umhverfismat stækkunar Sigöldustöðvar er hafið. Landsvirkjun áformar að stækka tvær virkjanir til viðbótar á svæðinu
Landsvirkjun geri skýra grein fyrir forsendum stækkunar Sigöldustöðvar
Skipulagsstofnun vill að Landsvirkjun geri skýrari grein fyrir tilgangi og forsendum fyrirhugaðrar stækkunar Sigölduvirkjunar. Stækkunin myndi aðeins auka orkuframleiðslu lítillega. Meira vatn þurfi til að meira rafmagn verði framleitt.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Bensínlítrinn lækkaði í fyrsta sinn á þessu ári en hlutdeild olíufélaganna í hverjum seldum lítra eykst
Framan af ári voru olíufélögin ekki að velta miklum hækkunum á bensíni út í verðið sem neytendum var boðið upp á. Nú þegar heimsmarkaðsverð hefur lækkað umtalsvert eru félögin að samak skapi að velta lækkunum hægar út í verðlagið en tilefni er til.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Sortuæxli myndast þegar fólk verður fyrir sólbruna og raunar þrefaldast líkurnar á að fólk þrói með sér húðkrabbamein við það eitt að sólbrenna á tveggja ára fresti.
Óttast fjölgun tilfella sortuæxla samhliða hlýnandi veðri
Sérfræðingar í Bretlandi óttast að tilfellum húðkrabbameins muni fjölga samhliða loftslagsbreytingum og hvetja fólk til að vera vart um sig í sólinni.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent