Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“

Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Auglýsing

Reglu­gerð um aðgerðir vegna kór­ónu­veirunnar á landa­mærum var breytt í dag, og elti Ísland þar með fleiri ríki hins vest­ræna heims sem hafa gripið til aðgerða vegna ótta við útbreiðslu nýs afbrigðis kór­ónu­veirunnar sem hefur fengið nafnið „Ómíkrón“. Afbrigðið hefur til þessa aðal­lega greinst í ríkjum í syðsta hluta Afr­íku og taka aðgerðir íslenskra stjórn­valda mið af því.

Til nýskil­greindra „háá­hættu­svæða“ telj­ast nú Afr­íku­ríkin Botsvana, Esvatíní, Les­ótó, Mósam­bík, Namibía, Simbabve og Suð­ur­-Afr­íka. Allir sem koma til lands­ins og hafa dvalið meira en sól­ar­hring í þessum ríkjum 14 daga fyrir kom­una til Íslands þurfa að fara í PCR-­próf við kom­una og svo í sótt­kví, sem lýkur með öðru PCR-­prófi fimm dögum síð­ar.

„Þetta gildir um alla sem dvalið hafa á háá­hættu­svæði, hvort sem þeir eru bólu­settir eða ekki eða með sögu um fyrri sýk­ingu af Covid-19. Þessir ein­stak­lingar þurfa jafn­framt að fram­vísa nei­kvæðu Covid-­prófi við byrð­ingu erlendis fyrir kom­una til Íslands (þó að und­an­skildum þeim sem eru með tengsl við Ísland). Enn fremur ber þeim að fylla út raf­rænt for­skrán­ing­ar­eyðu­blað þar sem m.a. kemur fram hvar þau hyggj­ast dvelja í sótt­kví á Ísland­i,“ segir í til­kynn­ingu á vef stjórn­ar­ráðs­ins, en reglu­gerð sem Svan­dís Svav­ars­dóttir hefur und­ir­ritað um þetta efni tekur gildi á morg­un, sunnu­dag.

Telja má lík­legt að und­ir­ritun þess­arar reglu­gerðar verði síð­asta emb­ætt­is­verkið sem Svan­dís Svav­ars­dóttir sinnir sem heil­brigð­is­ráð­herra, en sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans mun heil­brigð­is­ráðu­neytið verða í höndum Fram­sókn­ar­flokks­ins á þessu kjör­tíma­bili.

Auk breyttrar reglu­gerðar hefur Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir jafn­framt gefið út til­mæli þar sem Íslend­ingar eru hvattir til að ferð­ast ekki til þess­ara landa, óháð bólu­setn­ing­ar­stöðu eða sögu um fyrri sýk­ingu af völdum Covid-19.

Virð­ist dreifast mun hraðar en Delta

Grunur er um að þetta nýja afbrigði veirunnar hafi þegar náð að skjóta ein­hverjum rótum í Evr­ópu­ríkj­um. Tvö smit þessa afbrigðis hafa greinst í Bret­landi, sam­kvæmt blaða­manna­fundi for­sæt­is­ráð­herr­ans Borisar John­sons í dag, og afbrigðið hefur auk þess greinst í Belg­íu.

Auk þess er grunur um að Ómíkrón-af­brigðið hafi greinst í Þýska­landi, Hollandi og Tékk­landi, hið minnsta, sam­kvæmt fréttum evr­ópskra miðla í dag.

Auglýsing

Í minn­is­blaði sótt­varna­læknis segir að „miklar áhyggj­ur“ hafi vaknað í alþjóða­sam­fé­lag­inu um að „hér geti verið komið fram nýtt og stökk­breytt afbrigði SAR­S-CoV-2 sem hefur aukna smit­hæfni, veldur hugs­an­lega alvar­legri sýk­ingu og kemst undan vernd­andi áhrifum bólu­efna og fyrri sýk­inga af völdum COVID-19. Þetta á hins vegar eftir að stað­festa frek­ar. Afbrigðið virð­ist dreifast mun hraðar en Delta-af­brigðið ger­ir.“

Sótt­varna­læknir segir þó að von­andi verði hægt að end­ur­skoða aðgerðir á landa­mærum sem fyrst, „þegar gleggri nið­ur­stöður fást varð­andi þá hættu sem af ofan­greindu afbrigði stafar.“

„Þess ber þó að geta að einnig gæti þurft að herða aðgerð­ir, allt eftir hvernig upp­lýs­ingum og rann­sóknum varð­andi Omicronaf­brigðið vindur fram,“ segir Þórólfur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðherrar þeirrar ríkisstjórnarinnar sem sat að völdum þegar eftirlaunalögin voru samþykkt.
Tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir kostnað vegna eftirlauna ráðherra og þingmanna
257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar fá eftirlaun á grundvelli umdeildra eftirlaunalaga sem voru í gildi á árunum 2003 til 2009. Alls kostaði þetta 876 milljónir króna í fyrra. Hér eru tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir það fé á ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
Kjarninn 21. janúar 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Kínverska fjárfestinga- og innviðaverkefnið Belti og braut
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent