Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið

Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.

Bjarni, Katrín og Sigurður Ingi
Auglýsing

Mikil breyt­ing verður á stjórn­ar­ráð­inu með myndun nýrrar rík­is­stjórn­ar. Ráð­herrum mun fjölga og verða tólf og fjöl­mörg ráðu­neyti verða í raun brotin upp þar sem mála­flokkar flytj­ast á milli. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans er upp­stokk­unin svo víð­feðm að sum ráðu­neytin eru ekki einu sinni komin með nafn.

En í meg­in­at­riðum verður skipt­ingin þannig að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn heldur fimm ráðu­neyt­um. Hann mun halda á fjár­mála­ráðu­neyt­inu, utan­rík­is­ráðu­neyt­inu og dóms­mál­um, sem verða í nýju inn­an­rík­is­ráðu­neyti, og fara fyrir tveimur nýjum ráðu­neytum til við­bót­ar.

Annað þeirra mun fara með lofts­lags- og orku­mál og hitt verður með háskóla, iðnað og nýsköp­un, en núver­andi mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyti verður brotið upp í nokkra hluta og mála­flokkum þess dreift. 

Fram­sókn bætir við sig

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn bætir við sig einu ráðu­neyti og fær fjög­ur. Þar á meðal er inn­við­a­ráðu­neyti sem fær mála­flokka úr öðrum ráðu­neyt­um, t.d. skipu­lags­mál, en verður byggt á grunni sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neyt­is­ins. Stóru frétt­irnar eru að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn mun stýra heil­brigð­is­ráðu­neyt­inu á næsta kjör­tíma­bili og sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans hefur verið ákveðið að skipa sér­staka stjórn yfir Lands­spít­al­ann. Þá mun Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn stýra ráðu­neyti grunn­skóla og íþrótta og sam­eig­in­legt ferða­þjón­ust­u-, við­skipta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyti.

Auglýsing
Forsætisráðherra verður Katrín Jak­obs­dóttir og auk þess fær flokk­ur­inn mála­flokka sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­mála til sín í nýtt mat­væla­ráðu­neyt­i. ­Fé­lags­mála­ráðu­neytið verður undir stjórn þess flokks og hluti inn­flytj­enda­mála flytj­ast úr dóms­mála­ráðu­neyt­inu þang­að.

Ráð­herrakap­all­inn eftir

Ekki hefur verið greint frá því hverjir verða ráð­herrar en búist er við að auk Katrínar muni Svan­dís Svav­ars­dóttir og Guð­mundur Ingi Guð­brands­son áfram gegna ráð­herra­emb­ætti fyrir Vinstri græn.

Hjá Sjálf­stæð­is­flokknum þykir ein­boðið að Bjarni Bene­dikts­son, Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dóttir og Guð­laugur Þór Þórð­ar­son verði ráð­herr­ar. Lík­leg­ast þykir að fimmti ráð­herra­stóll­inn fari til Guð­rúnar Haf­steins­dótt­ur, odd­vita í Suð­ur­kjör­dæmi, en ráð­herrakap­all­inn verður ekki kynntur fyrr en á þing­flokks­fundum í fyrra­mál­ið. 

Hjá Fram­sókn­ar­flokki verða Sig­urður Ingi Jóhanns­son, Lilja Alfreðs­dóttir og Ásmundur Einar Daða­son áfram ráð­herrar og senni­leg­ast bæt­ist Willum Þór Þórs­son í hóp­inn. 

Sátt­máli kynntur á morgun

Stjórn­ar­sátt­mál­inn verður kynntur á morgun ef flokks­stofn­anir sam­þykkja stjórn­ar­sátt­mál­ann í dag. Þing­flokkar munu síðan funda á morgun og þar verður ráð­herra­skipan kunn­gjörð. 

Ein­hverjar laga­breyt­ingar mun þurfa til að breyta ráðu­neytum og þing þarf að sam­þykkja þær. Svo er hægt að ráð­ast í aðrar breyt­ingar með úrskurði for­seta.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
Kjarninn 21. janúar 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Kínverska fjárfestinga- og innviðaverkefnið Belti og braut
Kjarninn 21. janúar 2022
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Meiri fjárfesting en minni útboð hjá hinu opinbera
Heildarvirði fjárfestinga hjá stærstu opinberu aðilunum gæti aukist um 20 milljarða króna í ár, en Reykjavíkurborg boðar umfangsmestu framkvæmdirnar. Á hinn bóginn hefur umfang útboða minnkað á milli ára, sem SI segir vera áhyggjuefni.
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent