Hópur af fólki sem situr eftir með sárt ennið

Þingmaður Samfylkingarinnar segir að ákvarðanir Seðlabankans hafi pólitískar afleiðingar – og að fasteignaverð muni ekki lækka um leið og vextir hækka.

Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

„Ég veit eig­in­lega ekki hvar maður á að byrja á þessu. Mér finnst eins og það sé verið að horfa algjör­lega fram hjá núver­andi verð­bólgu sem eru fast­eigna­verðs­hækk­an­irn­ar. Og það er líka verið að horfa fram hjá rót, í raun­inni, þess­ara launa­hækk­un­arfasa sem við lendum reglu­lega í sem er und­ir­liggj­andi óstöð­ug­leiki í efna­hags­líf­inu þar sem fast­eigna­mark­að­ur­inn er mjög stór part­ur. Og það er póli­tískt mál.“

Þetta sagði Kristrún Frosta­dóttir þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar í Silfr­inu á RÚV í dag þegar hún var spurð út í orð Ásgeirs Jóns­sonar seðla­banka­stjóra um launa­hækk­anir sem framundan eru.

Á fundi pen­inga­­stefn­u­­nefnd­ar í vik­unni sagði hann orð verka­lýðs­for­yst­unn­ar um að virkja ætti ákvæði í kjara­­samn­ing­um um hag­­vaxt­­ar­auk­ann vegna mik­ils hag­­vaxt­­ar, ofan á kjara­­samn­ings­bundn­ar launa­hækk­­an­ir um ára­­mót, vera eins og verstu öf­ug­­mæla­vís­­ur. „Eins og að vatn renni upp í mót­i,“ sagði hann og bætti við að hag­vöxt­­ur­inn núna væri að koma í kjöl­far mik­ils sam­­drátt­ar á síð­asta ári vegna far­ald­­ur­s­ins. Benti hann á að þrátt fyr­ir hag­vöxt­inn und­an­farið væri lands­fram­­leiðslan enn minni en fyr­ir far­ald­­ur. „Hag­­kerfið er að fá á sig launa­hækk­­an­ir sem ekki eru studd­ar af auk­inni fram­­leiðslu,“ sagði hann.

Auglýsing

Póli­tískar ákvarð­anir hafa komið Íslend­ingum í þessa stöðu

Kristrún sagði í Silfr­inu það vera póli­tíska ákvörðun að reka hús­næð­is­mark­að­inn eins og hann er rek­inn í dag. „Það var póli­tísk ákvörðun í fyrra að ákveða að fara í flestar aðgerðir sem rík­is­stjórnin fór í til þess að styðja við heim­ilin og fyr­ir­tækin í gegnum banka­kerf­ið. Það var ákveðið að skrúfa frá heil­miklu fjár­magni og sagt við bankana: „Þið látið þetta fjár­magn á þá staði sem þið viljið og er örugg­ast.“ Og við komum út úr þessu ástandi núna þrátt fyrir alla umræðu um að hag­vöxtur eða sam­dráttur hafi verið minni en spár gerðu ráð fyrir en spár eru bara spár – og það vita það allir hag­fræð­ingar og allir sem vinna við spá­gerð að ætla að segja það að ein­hvern tím­ann hafi verið spáð ein­hverju hræði­legu og síðan hafi það ekki raun­gerst að jafn­miklu marki það þýðir ekki endi­lega að það hafi verið gert það besta sem var hægt í stöð­unni.

Af því við erum að koma út úr þess­ari stöðu engu að síður með mjög háa verð­bólgu, með mjög hátt fast­eigna­verð og við erum líka að sjá sömu banka sem fengu lækkun á eig­in­fjár­kvöð­um, þeir fengu svig­rúm til útlána, eru að skila met­hagn­aði – tug­millj­arða króna sem verða greiddir út – og miklar eigna­verðs­hækk­anir og það eru póli­tískar ákvarð­anir sem hafa komið okkur í þá stöðu sem við erum í.“

Póli­tískar afleið­ingar af ákvörð­unum seðla­banka­stjóra

Kristrún hefur mestar áhyggjur af að umræða um verð­bólgu, launa­hækk­anir og hvernig seðla­banka­stjóri talar snú­ist um að aðgerðir seðla­bank­ans séu svo hlut­lausar að þær geti ekki haft póli­tískar afleið­ing­ar. „Það hefur bara gígantískar póli­tískar afleið­ingar að sjá eign­ar­verðir rjúka upp, að sjá fast­eigna­verð rjúka upp og ef rík­is­stjórnin ætlar bara að stíga til hliðar og segja: „Ja, við gerðum okk­ar. Svo gerði Seðla­bank­inn eitt­hvað og svo gerðu mark­aðir eitt­hvað.“ Mér finnst það bara ekki boð­legt í þess­ari stöðu.

Þetta er afleið­ing af ákvörð­un­ar­fælni sem var til staðar í fyrra og að lokum langar mig að segja af því að það er oft við­kvæmni við það að stjórn­mála­menn megi ekki gagn­rýna seðla­banka­stjóra – en nú kem ég úr þannig bak­grunni úr hag­fræð­inni að það sé svona „holy grail“ sko, það verður að vera algjör lína þarna á milli. En við sjáum það alveg að það eru póli­tískar afleið­ingar af ákvörð­unum þarna og ég vil sjá að rík­is­stjórnin stígi þarna kröft­ug­lega inn á hús­næð­is­mark­að­inn og ráð­ist í ákveðnar aðgerðir sem tryggi það að mark­að­ur­inn sé ekki alltaf að sveifl­ast með fjár­mála­sveifl­unni. Þetta er ekki eins og hver annar eigna­mark­að­ur, við erum að reyna að reka sam­fé­lag hérna. Þetta snýst ekki bara um að láta fjár­magn flæða eitt­hvað,“ sagði Kristrún.

Seðla­banka­stjóri hefur sagt að það þurfi að kæla niður hús­næð­is­mark­að­inn. Spyrill Silf­urs­ins, Egill Helga­son, sagði að vaxta­hækkun væri til­raun til þess en hún kæmi nátt­úru­lega illa í bakið á fjölda fólks. Kristrún sagði að vand­inn við umræð­una um vaxta­hækk­anir væri að 2 pró­sent vextir væri ekki slæmt ástand. „Ég ætla bara að fá að full­yrða það hérna í ljósi sög­unn­ar. Ég meina, það er 4,5 pró­sent verð­bólga. Vand­inn er afleið­ing þess að beita þessu tæki svona kröft­ug­lega í stað­inn fyrir að beita rík­is­fjár­mál­unum meira í fyrra sem er sú að núna þegar vextir fara hækk­andi þá mun fast­eigna­verð ekki lækka á móti. Og eftir stendur hópur af fólki sem var ekki í stöðu – var ekki í réttu fjöl­skyld­unni, með rétta eig­in­féð á bak við sig, á rétta staðnum í lífi sínu – til þess að nýta þetta litla tíma­bil í sög­unni und­an­farin ár til þess að fara inn og bæta við sig skuldum og kaupa. Og það eru þeir ein­stak­lingar sem sitja eftir með sárt ennið og við öll hin sitjum eftir með verð­bólg­una og hærri fast­eigna­skatta fyrir vik­ið.“

„Það ger­ist ekk­ert af sjálfu sér“

Guð­rún Haf­steins­dóttir þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins tók við orð­inu en hún telur að flestir séu sam­mála um það að Íslend­ingar séu að koma núna ótrú­lega vel út úr hinu efna­hags­lega áfalli sem heims­far­ald­ur­inn hefur vald­ið.

„Það ger­ist ekk­ert af sjálfu sér. Það ger­ist vegna þess að rík­is­sjóður brást rétt við. Og mér finnst mik­il­vægt að taka það fram hér við Kristrúnu að til dæmis bara Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn og fleiri slíkar stofn­anir hafa bent á það að þær aðgerðir sem hér var farið í hafi verið réttar – hafi verið góðar og hafi hjálpað til.

Við skulum heldur ekki líta fram hjá því að hækkun á fast­eigna­verði er ekk­ert eins­dæmi hér á Íslandi. Við erum að sjá það í öllum lönd­unum hér í kringum okk­ur,“ sagði Guð­rún.

Þurfum að vera með betri áætl­anir

Lilja Alfreðs­dóttir mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra og þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins sagði að það skorti íbúð­ir. „Bara ef við lítum til dæmis á í októ­ber þá voru aðeins 1.500 íbúðir í boði. Við höfum aldrei séð minna fram­boð síðan að mæl­ingar hófust. Þannig að við skulum líka hafa það á hreinu þegar við erum að tala um að rík­is­stjórnin eigi að koma inn í þetta að við þurfum að eiga miklu betra sam­ráð og sveit­ar­fé­lögin þurfa nátt­úru­lega að koma inn í þetta með því að auka fram­boð­ið, númer eitt tvö og þrjú. Og þarna held ég að sé ein­hver mis­brest­ur.

Þarna er mark­aðsmið­brestur á ferð og við verðum að gera þá kröfu að það sé meiri sam­fella í þessu vegna þess að þetta skýrir að hluta til þessa miklu hækk­un. Auð­vitað eru lægri vextir og vextir eru lægri núna en þegar við fórum inn í heims­far­ald­ur­inn en það sem mun­ur­inn er hér á Íslandi og erlendis er þessi hús­næð­islið­ur. Hann skýrir helm­ing­inn af verð­bólg­unni á meðan í Evr­ópu þá er það elds­neyt­is­verð sem skýrir það þar.“

Hún sagði að Íslend­ingar þyrftu að vera með betri áætl­anir til þess að tryggja þetta fram­boð á íbúð­um. „Ég er alveg sam­mála því að það sé mjög vara­samt þegar ungt fólk þarf að skuld­setja sig mjög mikið og við sjáum það auð­vitað núna þar sem það er svo margir komnir yfir í óverð­tryggð lán að vaxta­lækk­anir munu strax hafa þessi áhrif. En þarna þurfum við að gera bet­ur.“

Sveifl­urnar alltaf ýkt­ari hér á landi

Sig­mar Guð­munds­son þing­maður Við­reisnar sagði að vaxta­hækk­anir hefðu miklar afleið­ingar fyrir sam­fé­lag­ið.

„Höggið á heim­ili sem voru búin að skuld­setja sig alveg gríð­ar­lega mikið verður tug­þús­undum hærra á mán­uði. Stóri fíll­inn í þessu hér á Íslandi í her­berg­inu er síðan alltaf það að við erum með sveiflóttan gjald­mið­il, við erum með krón­una sem gerir það að verkum að sveifl­urnar verða alltaf ýkt­ari hér. Við erum að fara að horfa fram á það vaxta­hækk­un­ar­ferlið verði mun ýkt­ara hér á Íslandi heldur en ann­ars stað­ar,“ sagði hann.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Milljarðar gætu ratað úr fyrirtæki í eigu borgarinnar í ríkissjóð vegna afleiðusamninga við Glitni
Orkuveita Reykjavíkur vildi ekki gera upp afleiðusamninga við Glitni HoldCo vegna þess að hún taldi að félagið hefði framselt samninganna til ríkissjóðs og að það hefði þegar fengið bætur fyrir afglöp endurskoðenda í sátt við PwC.
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent