Segir engan ómissandi í pólitík – en það sé enn verk að vinna í borginni

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist ætla að gera það upp við sig fljótlega hvort hann bjóði sig fram í komandi borgarstjórnarkosningum en sé ekki enn kominn að niðurstöðu.

Dagur B. Eggertsson
Auglýsing

„Það er eng­inn ómissandi í póli­tík, en það er enn þá verk að vinna,“ segir Dagur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri í helg­ar­við­tali Frétta­blaðs­ins í dag. Hann seg­ist ætla að gera það upp við sig fljót­lega hvort hann haldi áfram í borg­arpóli­tík­inni en segir að hann sé ekki kom­inn að nið­ur­stöðu.

Hann segir jafn­framt að honum finn­ist mik­il­vægt að sjá hvernig stórum málum reiðir af í sátt­mála nýrrar rík­is­stjórnar og hvernig málum vindur fram hjá öðrum flokkum í borg­inni.

„Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er því miður þver­k­lof­inn og ekki treystand­i,“ segir hann. „Ef þú hefðir spurt mig í vor þá hefði ég lík­lega sagst vera að hætta. En ég ákvað að bíða með slíkar ákvarð­an­ir.“

Auglýsing

„Að sumu leyti finnst mér ég enn vera í miðju verki. Við náðum tíma­móta­samn­ingum í sam­göngu­málum sem varða Borg­ar­lín­una og hluta Miklu­brautar og Sæbrautar í stokk. Þetta eru risa­verk­efni og mikil lífs­gæða­mál, en þar fyrir utan má nefna Sunda­braut sem er komin í upp­byggi­legan far­veg. Ekk­ert af þessu er hins vegar komið í fram­kvæmd og ein­hver hluti af mér vill sann­ar­lega sjá þetta til enda,“ segir borg­ar­stjór­inn við Frétta­blað­ið.

Hugs­aði um að hætta eftir skotárás­ina

Dagur segir að skotárásin í byrjun árs við heim­ili hans og eig­in­konu hans, Örnu Daggar Ein­ars­dótt­ur, hafi fengið mikið á þau. „Mín ósjálf­ráðu við­brögð voru þá; ég er hætt­ur, þarna eru mörk­in. Ég get ekki boðið fólk­inu mínu upp á þetta. Hér verð ég að draga línu í sand­inn.“

Í byrjun hafi þetta fyrst og fremst verið áfall. „Þegar á leið fann ég hvað þetta varp­aði miklum skugga yfir svo margt. Já, þetta sat í mér og lagð­ist á mig eins og mara.“

Úti­lokar ekki að ein­hvern tím­ann í lands­málin

Dagur segir í við­tali Frétta­blaðs­ins að hann ætli ekki að full­yrða að hann ætli aldrei í lands­mál­in. „Það hafa allt of margir brennt sig á því.“ Hann segir jafn­framt að borgin hafi alltaf togað meira í sig en lands­mál­in.

„Borg­ar­mál­efnin eru van­met­in, en verk­efnin bæði stór og skemmti­leg. Við­fangs­efnin eru líka svo nálægt manni og fyrir vikið er svo auð­velt að brenna fyrir þeim. Krakk­arnir minna mig oft á þetta þegar við erum á ferð um borg­ina, en þá hef ég óvart tekið krók eða sveigt af leið til að skoða eitt­hvert upp­bygg­ing­ar­svæð­ið.“

Hann seg­ist hafa verið óvenju fljótur að hugsa sinn gang í aðdrag­anda síð­ustu þing­kosn­inga þegar hann er spurður hvort þær hafi ekk­ert kitl­að. „Það kemur dagur eftir þennan dag.“

Dagur hefur setið í borg­­ar­­stjórn lengur en nokkur annar sem þar situr nú, eða frá árinu 2002, fyrst fyrir Reykja­vík­­­ur­list­ann en síðan fyrir Sam­­fylk­ing­una. Hann hefur gegnt emb­ætti borg­­ar­­stjóra frá árinu 2014 en var áður borg­­ar­­stjóri í hund­rað daga, frá októ­ber 2007 til jan­úar 2008. Eina skiptið á ferli Dags sem hann hefur setið í minn­i­hluta er kjör­­tíma­bilið 2006 til 2010, að und­an­­skildum áður­­­nefndum 100 dög­um, en miklar svipt­ingar voru í borg­­ar­­stjórn á þessum árum og alls fjórir meiri­hlutar mynd­að­­ir.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Ásmundur Einar Daðason mun taka við málinu gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur af Lilju Alfreðsdóttur. Hér eru þau saman á kosningavöku Framsóknarflokksins í september.
Ásmundur Einar tekur við málarekstri Lilju gegn Hafdísi
Nýr mennta- og barnamálaráðherra Framsóknarflokksins hefur fengið í fangið mál sem varðar brot forvera hans í embætti og samflokkskonu gegn jafnréttislögum. Það bíður hans að taka ákvörðun um hvort málarekstri fyrir Landsrétti skuli haldið til streitu.
Kjarninn 3. desember 2021
Ísland kaupir 72 skammta af lyfi til að draga úr alvarlegum COVID-19 veikindum
Landspítalinn mun sjá um kaup á lyfinu Sotrovimab sem á að gagnast best þeim sem eru óbólusettir eða þeim sem mynda illa mótefni vegna lyfja eða sjúkdóma.
Kjarninn 3. desember 2021
Ásdís Halla Bragadóttir.
Ásdís Halla ráðin til að koma að mótun nýs ráðuneytis Áslaugar Örnu
Ásdís Halla Bragadóttir fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ hefur verið ráðin sem verkefnastjóri við undirbúning nýs ráðuneytis vísinda, iðnaðar og nýsköpunar.
Kjarninn 3. desember 2021
„Þær þurfa að lifa við afleið­ingar þessa ofbeld­is“
Lögmaður tvegga sómalskra kvenna sem senda á úr landi segir að þær muni við end­ur­komu til Grikk­lands aftur lenda á göt­unni án við­un­andi hús­næðis og ber­skjald­aðar.
Kjarninn 3. desember 2021
Stúdentagarðar Háskóla Íslands á Sæmundargötu.
Fermetraverðið hæst á stúdentagörðunum
Ef tekið er tillit til stærðar íbúða eru dýrustu tegundir leiguíbúða hérlendis á stúdentagörðum, en fermetraverðið þar er 17 prósentum hærra en á almennum leigumarkaði.
Kjarninn 3. desember 2021
Inga Sæland er formaður Flokks fólksins, sem hefur dælt út þingmálum svo eftir er tekið á fyrstu dögum nýs þings.
Flokkur fólksins lætur sér ekki duga að dotta
Þrátt fyrir að það hafi vakið athygli á fyrsta þingfundi vetrarins að einn nýrra þingmanna Flokks fólksins dottaði í þingsal hafa þingmenn flokksins hreint ekki setið auðum höndum í upphafi nýs þings, heldur lagt fram mörg þingmál, alls 50 talsins.
Kjarninn 3. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent