Segir engan ómissandi í pólitík – en það sé enn verk að vinna í borginni

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist ætla að gera það upp við sig fljótlega hvort hann bjóði sig fram í komandi borgarstjórnarkosningum en sé ekki enn kominn að niðurstöðu.

Dagur B. Eggertsson
Auglýsing

„Það er eng­inn ómissandi í póli­tík, en það er enn þá verk að vinna,“ segir Dagur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri í helg­ar­við­tali Frétta­blaðs­ins í dag. Hann seg­ist ætla að gera það upp við sig fljót­lega hvort hann haldi áfram í borg­arpóli­tík­inni en segir að hann sé ekki kom­inn að nið­ur­stöðu.

Hann segir jafn­framt að honum finn­ist mik­il­vægt að sjá hvernig stórum málum reiðir af í sátt­mála nýrrar rík­is­stjórnar og hvernig málum vindur fram hjá öðrum flokkum í borg­inni.

„Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er því miður þver­k­lof­inn og ekki treystand­i,“ segir hann. „Ef þú hefðir spurt mig í vor þá hefði ég lík­lega sagst vera að hætta. En ég ákvað að bíða með slíkar ákvarð­an­ir.“

Auglýsing

„Að sumu leyti finnst mér ég enn vera í miðju verki. Við náðum tíma­móta­samn­ingum í sam­göngu­málum sem varða Borg­ar­lín­una og hluta Miklu­brautar og Sæbrautar í stokk. Þetta eru risa­verk­efni og mikil lífs­gæða­mál, en þar fyrir utan má nefna Sunda­braut sem er komin í upp­byggi­legan far­veg. Ekk­ert af þessu er hins vegar komið í fram­kvæmd og ein­hver hluti af mér vill sann­ar­lega sjá þetta til enda,“ segir borg­ar­stjór­inn við Frétta­blað­ið.

Hugs­aði um að hætta eftir skotárás­ina

Dagur segir að skotárásin í byrjun árs við heim­ili hans og eig­in­konu hans, Örnu Daggar Ein­ars­dótt­ur, hafi fengið mikið á þau. „Mín ósjálf­ráðu við­brögð voru þá; ég er hætt­ur, þarna eru mörk­in. Ég get ekki boðið fólk­inu mínu upp á þetta. Hér verð ég að draga línu í sand­inn.“

Í byrjun hafi þetta fyrst og fremst verið áfall. „Þegar á leið fann ég hvað þetta varp­aði miklum skugga yfir svo margt. Já, þetta sat í mér og lagð­ist á mig eins og mara.“

Úti­lokar ekki að ein­hvern tím­ann í lands­málin

Dagur segir í við­tali Frétta­blaðs­ins að hann ætli ekki að full­yrða að hann ætli aldrei í lands­mál­in. „Það hafa allt of margir brennt sig á því.“ Hann segir jafn­framt að borgin hafi alltaf togað meira í sig en lands­mál­in.

„Borg­ar­mál­efnin eru van­met­in, en verk­efnin bæði stór og skemmti­leg. Við­fangs­efnin eru líka svo nálægt manni og fyrir vikið er svo auð­velt að brenna fyrir þeim. Krakk­arnir minna mig oft á þetta þegar við erum á ferð um borg­ina, en þá hef ég óvart tekið krók eða sveigt af leið til að skoða eitt­hvert upp­bygg­ing­ar­svæð­ið.“

Hann seg­ist hafa verið óvenju fljótur að hugsa sinn gang í aðdrag­anda síð­ustu þing­kosn­inga þegar hann er spurður hvort þær hafi ekk­ert kitl­að. „Það kemur dagur eftir þennan dag.“

Dagur hefur setið í borg­­ar­­stjórn lengur en nokkur annar sem þar situr nú, eða frá árinu 2002, fyrst fyrir Reykja­vík­­­ur­list­ann en síðan fyrir Sam­­fylk­ing­una. Hann hefur gegnt emb­ætti borg­­ar­­stjóra frá árinu 2014 en var áður borg­­ar­­stjóri í hund­rað daga, frá októ­ber 2007 til jan­úar 2008. Eina skiptið á ferli Dags sem hann hefur setið í minn­i­hluta er kjör­­tíma­bilið 2006 til 2010, að und­an­­skildum áður­­­nefndum 100 dög­um, en miklar svipt­ingar voru í borg­­ar­­stjórn á þessum árum og alls fjórir meiri­hlutar mynd­að­­ir.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Fiskistofa mun taka upp veiðiaðferðir Hvals hf.
Ný reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum hefur verið sett og tekur gildi þegar í stað. Veiðieftirlitsmenn munu héðan í frá verða um borð í veiðiferðum Hvals hf.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Eldgosið í Meradölum er mikið sjónarspil, en nú bannað börnum yngri en 12 ára.
Umboðsmaður Alþingis vill fá skýringar frá lögreglustjóra á barnabanninu við eldgosið
Umboðsmaður Alþingis hefur sent bréf á lögreglustjórann á Suðurnesjum með ósk um útskýringar á umdeildu banni við umferð barna yngri en 12 ára upp að gosstöðvunum í Meradölum. Lögreglustjóri hefur sagt ákvörðunina reista á ákvæðum almannavarnarlaga.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Ekki allur munurinn á að kaupa af bankanum eða byggja jafn dýrt hinu megin við götuna
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að þegar upp sé staðið þá haldi hann að nýjar höfuðstöðvar Landsbankans, á dýrasta stað í borginni, muni vel geta staðið undir sér. Hann sjái þó ekki neina rökbundna nauðsyn á því að höfuðstöðvar bankans rísi þar.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent