Blaðraði í átta og hálfan tíma gegn velferðar- og loftslagspakka Biden

Kevin McCarthy leiðtogi repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings sló met í nótt er hann talaði í 8 klukkustundir og 32 mínútur í þeim tilgangi að tefja framgang velferðar- og loftslagsmálalöggjafar Biden-stjórnarinnar.

Kevin McCarthy setti málþófsmet í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í nótt.
Kevin McCarthy setti málþófsmet í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í nótt.
Auglýsing

Leið­togi repúblik­ana í full­trúa­deild Banda­ríkja­þings, Kevin McCart­hy, setti nýtt met í morg­un, er hann lauk við lengstu þing­ræðu sem haldin hefur verið í full­trúa­deild­inni svo langt aftur sem heim­ildir herma.

Þegar hann steig úr ræðu­stóli klukkan tíu mín­útur yfir 5 að stað­ar­tíma í Was­hington hafði hann talað fram og til baka gegn laga­frum­varpi demókrata um aukin fjár­út­lát til vel­ferð­ar- og lofts­lags­mála í heilar 8 klukku­stundir og 32 mín­út­ur.

Með mál­þófi sínu náði McCarthy að koma í veg fyrir að gengið yrði til atkvæða um þessa umfangs­miklu lög­gjöf Biden-­stjórn­ar­innar í gær­kvöldi, en allir þing­menn Repúblikana­flokks­ins í full­trúa­deild­inni eru á móti mál­inu. Atkvæða­greiðsla fór hins vegar fram í dag – og málið var sam­þykkt.

Nancy Pelosi átti fyrra met. Mynd: EPA

Fyrra met sem heim­ildir eru til um, að minnsta kosti aftur til árs­ins 1909, átti Nancy Pelosi, þáver­andi leið­togi demókrata í full­trúa­deild­inni og nú for­seti full­trúa­deild­ar­inn­ar.

Hún tal­aði árið 2018 í rúmar átta stundir gegn þáver­andi áætl­unum Trump-­stjórn­ar­innar þess efnis að fella á brott land­vist­ar­leyfi hund­ruð þús­unda ein­stak­linga sem komið höfðu ólög­lega til Banda­ríkj­anna á barns­aldri.

Pelosi nýtti sér þá, rétt eins og McCarthy nú, heim­ild sem leið­togar flokk­anna og for­seti full­trúa­deild­ar­innar hafa í þing­sköpum til þess að tala eins lengi og þeir vilja. Í umfjöll­unum banda­rískra miðla er þetta kallað „töfra­mín­út­u-venj­an“.

Málið fær­ist til Manchin og félaga í öld­unga­deild­inni

Við sam­þykkt full­trúa­deild­ar­innar á frum­varpi Biden-­stjórn­ar­inn­ar, sem felur í sér 1,85 billjóna dala útgjöld til vel­ferð­ar- og lofts­lags­mála á næsta ára­tug, fær­ist málið í hendur Öldungadeildarinnar.

Auglýsing

Þrátt fyrir að búið sé að skera fyr­ir­huguð útgjöld vegna frum­varps­ins niður um rúman helm­ing, ekki síst vegna deilna innan Demókra­ta­flokks­ins um hversu miklu fé skuli verja til þess­ara mála, er enn óvíst um afdrif þess þar.

Þing­menn­irnir Joe Manchin og Kyrsten Sinema hafa talað ein­dregið fyrir því að frum­varpið verði allt minnkað að sniðum og dregið verði úr útgjöld­um, en Joe Biden Banda­ríkja­for­seti hefur þó lýst því yfir að hann hafi trú á því að þau tvö og aðrir þing­menn demókratar muni veita þess­ari útgáfu stuðn­ing sinn.

Allir þing­menn Demókra­ta­flokks­ins í öld­unga­deild­inni þurfa að sam­þykkja frum­varpið til þess að það eigi mögu­leika og það þýðir að þau Manchin og Sinema hafa í reynd neit­un­ar­vald gagn­vart öllum efn­is­at­riðum þess.

Joe Manchin hefur látið eftir sér hafa að hann sé ekki ánægður með allt það sem er í frum­varp­inu eins og það lítur út í dag. Hann seg­ist til dæmis ekki sáttur með að leiða í lög fjög­urra vikna langt launað fæð­ing­ar­or­lof fyrir alla Banda­ríkja­menn í frum­varpi sem ekki njóti stuðn­ings repúblik­ana – og telur að það eigi að taka það út fyrir sviga.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einar S. Hálfdánarson
Meðreiðarsveinar Pútíns
Kjarninn 24. maí 2022
Indriði H. Þorláksson
Allt orkar tvímælis þá gert er
Kjarninn 24. maí 2022
Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Húsnæði ætti ekki að vera uppspretta ávöxtunar – heldur heimili fólks
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að húsnæðismarkaðurinn eigi ekki að vera fjárfestingarmarkaður. Það sé eitt að fjárfesta í eigin húsnæði til að eiga samastað og búa við húsnæðisöryggi, annað þegar íbúðarkaup séu orðin fjárfestingarkostur fyrir ávöxtun.
Kjarninn 24. maí 2022
Kalla eftir hækkun atvinnuleysisbóta
Í umsögn sinni við frumvarp um mótvægisaðgerðir vegna verðbólgu segir ASÍ að nokkrir hópar séu viðkvæmastir fyrir hækkandi verðlagi og vaxtahækkunum. ASÍ styður þá hugmyndafræði að ráðast í sértækar aðgerðir í stað almennra aðgerða.
Kjarninn 24. maí 2022
Meirihlutaviðræður Viðreisnar, Framsóknar, Pírata og Samfylkingar í Reykjavík eru hafnar.
Málefnin rædd fyrst og verkaskipting í lokin
Oddvitar Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar í Reykjavík lýsa öll yfir ánægju með viðræður um myndun meirihluta í Borgarstjórn Reykjavíkur sem eru formlega hafnar. Öll áhersla verður lögð á málefni áður en verkaskipting verður rædd.
Kjarninn 24. maí 2022
Emil Dagsson.
Emil tekinn við sem ritstjóri Vísbendingar
Ritstjóraskipti hafa orðið hjá Vísbendingu. Jónas Atli Gunnarsson kveður og Emil Dagsson tekur við. Kjarninn hefur átt Vísbendingu í fimm ár.
Kjarninn 24. maí 2022
Einar Þorsteinsson og Þordís Lóa Þórhallsdóttir leiða tvö af þeim fjórum framboðum sem munu ræða saman um myndun meirihluta.
Framsókn býður Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn til viðræðna um myndun meirihluta
Bandalag þriggja flokka mun ræða við Framsókn um myndun meirihluta í Reykjavík sem myndi hafa 13 af 23 borgarfulltrúum á bakvið sig. Boðað hefur verið til blaðamannafundar klukkan 11 til að svara spurningum fjölmiðla um málið.
Kjarninn 24. maí 2022
„Á meðan helvítis eftirspurnin er þá er framboð“
Vændi venst ekki og verður bara verra með tímanum, segir viðmælandi í nýrri bók þar sem rætt er við sex venjulegar konur sem hafa verið í vændi. Þær lýsa m.a. ástæðum þess af hverju þær fóru út í vændi og þeim skelfilegu afleiðingum sem það hafði á þær.
Kjarninn 24. maí 2022
Meira úr sama flokkiErlent