Blaðraði í átta og hálfan tíma gegn velferðar- og loftslagspakka Biden

Kevin McCarthy leiðtogi repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings sló met í nótt er hann talaði í 8 klukkustundir og 32 mínútur í þeim tilgangi að tefja framgang velferðar- og loftslagsmálalöggjafar Biden-stjórnarinnar.

Kevin McCarthy setti málþófsmet í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í nótt.
Kevin McCarthy setti málþófsmet í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í nótt.
Auglýsing

Leið­togi repúblik­ana í full­trúa­deild Banda­ríkja­þings, Kevin McCart­hy, setti nýtt met í morg­un, er hann lauk við lengstu þing­ræðu sem haldin hefur verið í full­trúa­deild­inni svo langt aftur sem heim­ildir herma.

Þegar hann steig úr ræðu­stóli klukkan tíu mín­útur yfir 5 að stað­ar­tíma í Was­hington hafði hann talað fram og til baka gegn laga­frum­varpi demókrata um aukin fjár­út­lát til vel­ferð­ar- og lofts­lags­mála í heilar 8 klukku­stundir og 32 mín­út­ur.

Með mál­þófi sínu náði McCarthy að koma í veg fyrir að gengið yrði til atkvæða um þessa umfangs­miklu lög­gjöf Biden-­stjórn­ar­innar í gær­kvöldi, en allir þing­menn Repúblikana­flokks­ins í full­trúa­deild­inni eru á móti mál­inu. Atkvæða­greiðsla fór hins vegar fram í dag – og málið var sam­þykkt.

Nancy Pelosi átti fyrra met. Mynd: EPA

Fyrra met sem heim­ildir eru til um, að minnsta kosti aftur til árs­ins 1909, átti Nancy Pelosi, þáver­andi leið­togi demókrata í full­trúa­deild­inni og nú for­seti full­trúa­deild­ar­inn­ar.

Hún tal­aði árið 2018 í rúmar átta stundir gegn þáver­andi áætl­unum Trump-­stjórn­ar­innar þess efnis að fella á brott land­vist­ar­leyfi hund­ruð þús­unda ein­stak­linga sem komið höfðu ólög­lega til Banda­ríkj­anna á barns­aldri.

Pelosi nýtti sér þá, rétt eins og McCarthy nú, heim­ild sem leið­togar flokk­anna og for­seti full­trúa­deild­ar­innar hafa í þing­sköpum til þess að tala eins lengi og þeir vilja. Í umfjöll­unum banda­rískra miðla er þetta kallað „töfra­mín­út­u-venj­an“.

Málið fær­ist til Manchin og félaga í öld­unga­deild­inni

Við sam­þykkt full­trúa­deild­ar­innar á frum­varpi Biden-­stjórn­ar­inn­ar, sem felur í sér 1,85 billjóna dala útgjöld til vel­ferð­ar- og lofts­lags­mála á næsta ára­tug, fær­ist málið í hendur Öldungadeildarinnar.

Auglýsing

Þrátt fyrir að búið sé að skera fyr­ir­huguð útgjöld vegna frum­varps­ins niður um rúman helm­ing, ekki síst vegna deilna innan Demókra­ta­flokks­ins um hversu miklu fé skuli verja til þess­ara mála, er enn óvíst um afdrif þess þar.

Þing­menn­irnir Joe Manchin og Kyrsten Sinema hafa talað ein­dregið fyrir því að frum­varpið verði allt minnkað að sniðum og dregið verði úr útgjöld­um, en Joe Biden Banda­ríkja­for­seti hefur þó lýst því yfir að hann hafi trú á því að þau tvö og aðrir þing­menn demókratar muni veita þess­ari útgáfu stuðn­ing sinn.

Allir þing­menn Demókra­ta­flokks­ins í öld­unga­deild­inni þurfa að sam­þykkja frum­varpið til þess að það eigi mögu­leika og það þýðir að þau Manchin og Sinema hafa í reynd neit­un­ar­vald gagn­vart öllum efn­is­at­riðum þess.

Joe Manchin hefur látið eftir sér hafa að hann sé ekki ánægður með allt það sem er í frum­varp­inu eins og það lítur út í dag. Hann seg­ist til dæmis ekki sáttur með að leiða í lög fjög­urra vikna langt launað fæð­ing­ar­or­lof fyrir alla Banda­ríkja­menn í frum­varpi sem ekki njóti stuðn­ings repúblik­ana – og telur að það eigi að taka það út fyrir sviga.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Spilamiðstöð sem eflir félagsleg tengsl og sköpunarkraft
Framkvæmdaglaðir Norðlendingar safna fyrir rekstri spilasalarins Goblin á Akureyri þar sem þau vilja bjóða upp á aðstöðu fyrir skapandi spilamennsku þar sem lögð er áhersla á skjálausa skemmtun.
Kjarninn 4. desember 2022
Signý Sigurðardóttir
Vinnumarkaður hins sterka
Kjarninn 4. desember 2022
Fólk sem ann Siglunesi
Áfram Siglunes – ævintýrið er þarna úti!
Kjarninn 4. desember 2022
Stefán Jón Hafstein
Árásin á vistkerfin
Kjarninn 4. desember 2022
Sigurður Ingi Friðleifsson, sviðsstjóri loftslagsmála, orkuskipta og nýsköpunar hjá Orkustofnun
Loftslagsmarkmið Íslands nást með „norsku leiðinni“
Markmið um samdrátt í losun frá vegasamgöngum á Íslandi nást ef við förum sömu leið og Norðmenn þegar kemur að rafbílavæðingu. „Við státum okkur af silfurverðlaunum, sem ég er orðinn hundleiður á,“ segir sviðsstjóri loftslagsmála hjá Orkustofnun.
Kjarninn 4. desember 2022
Fjölskyldustund í uppnámi?
Í 31 ár hafa danskar fjölskyldur sest saman við sjónvarpið á föstudagskvöldum og horft á dagskrárliðinn Disney Sjov og borðað vikuskammtinn af sælgæti. Nú hverfa Disney myndirnar af skjánum en nýr þáttur kemur í staðinn. Ekki eru allir jafn spenntir.
Kjarninn 4. desember 2022
Frá undirritun samninganna í dag.
Samningar SGS og SA í höfn: Kauptaxtar hækka um að lágmarki 35 þúsund
Kauptaxtar hækka frá 1. nóvember í ár um að lágmarki 35.000 krónur á mánuði. Hagvaxtarauka sem átti að koma til greiðslu 1. maí verður flýtt. Samningar hafa náðst milli Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins.
Kjarninn 3. desember 2022
Sigrún Guðmundsdóttir
Leyfið okkur að njóta jarðhitans áhyggjulaus
Kjarninn 3. desember 2022
Meira úr sama flokkiErlent