Blaðraði í átta og hálfan tíma gegn velferðar- og loftslagspakka Biden

Kevin McCarthy leiðtogi repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings sló met í nótt er hann talaði í 8 klukkustundir og 32 mínútur í þeim tilgangi að tefja framgang velferðar- og loftslagsmálalöggjafar Biden-stjórnarinnar.

Kevin McCarthy setti málþófsmet í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í nótt.
Kevin McCarthy setti málþófsmet í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í nótt.
Auglýsing

Leið­togi repúblik­ana í full­trúa­deild Banda­ríkja­þings, Kevin McCart­hy, setti nýtt met í morg­un, er hann lauk við lengstu þing­ræðu sem haldin hefur verið í full­trúa­deild­inni svo langt aftur sem heim­ildir herma.

Þegar hann steig úr ræðu­stóli klukkan tíu mín­útur yfir 5 að stað­ar­tíma í Was­hington hafði hann talað fram og til baka gegn laga­frum­varpi demókrata um aukin fjár­út­lát til vel­ferð­ar- og lofts­lags­mála í heilar 8 klukku­stundir og 32 mín­út­ur.

Með mál­þófi sínu náði McCarthy að koma í veg fyrir að gengið yrði til atkvæða um þessa umfangs­miklu lög­gjöf Biden-­stjórn­ar­innar í gær­kvöldi, en allir þing­menn Repúblikana­flokks­ins í full­trúa­deild­inni eru á móti mál­inu. Atkvæða­greiðsla fór hins vegar fram í dag – og málið var sam­þykkt.

Nancy Pelosi átti fyrra met. Mynd: EPA

Fyrra met sem heim­ildir eru til um, að minnsta kosti aftur til árs­ins 1909, átti Nancy Pelosi, þáver­andi leið­togi demókrata í full­trúa­deild­inni og nú for­seti full­trúa­deild­ar­inn­ar.

Hún tal­aði árið 2018 í rúmar átta stundir gegn þáver­andi áætl­unum Trump-­stjórn­ar­innar þess efnis að fella á brott land­vist­ar­leyfi hund­ruð þús­unda ein­stak­linga sem komið höfðu ólög­lega til Banda­ríkj­anna á barns­aldri.

Pelosi nýtti sér þá, rétt eins og McCarthy nú, heim­ild sem leið­togar flokk­anna og for­seti full­trúa­deild­ar­innar hafa í þing­sköpum til þess að tala eins lengi og þeir vilja. Í umfjöll­unum banda­rískra miðla er þetta kallað „töfra­mín­út­u-venj­an“.

Málið fær­ist til Manchin og félaga í öld­unga­deild­inni

Við sam­þykkt full­trúa­deild­ar­innar á frum­varpi Biden-­stjórn­ar­inn­ar, sem felur í sér 1,85 billjóna dala útgjöld til vel­ferð­ar- og lofts­lags­mála á næsta ára­tug, fær­ist málið í hendur Öldungadeildarinnar.

Auglýsing

Þrátt fyrir að búið sé að skera fyr­ir­huguð útgjöld vegna frum­varps­ins niður um rúman helm­ing, ekki síst vegna deilna innan Demókra­ta­flokks­ins um hversu miklu fé skuli verja til þess­ara mála, er enn óvíst um afdrif þess þar.

Þing­menn­irnir Joe Manchin og Kyrsten Sinema hafa talað ein­dregið fyrir því að frum­varpið verði allt minnkað að sniðum og dregið verði úr útgjöld­um, en Joe Biden Banda­ríkja­for­seti hefur þó lýst því yfir að hann hafi trú á því að þau tvö og aðrir þing­menn demókratar muni veita þess­ari útgáfu stuðn­ing sinn.

Allir þing­menn Demókra­ta­flokks­ins í öld­unga­deild­inni þurfa að sam­þykkja frum­varpið til þess að það eigi mögu­leika og það þýðir að þau Manchin og Sinema hafa í reynd neit­un­ar­vald gagn­vart öllum efn­is­at­riðum þess.

Joe Manchin hefur látið eftir sér hafa að hann sé ekki ánægður með allt það sem er í frum­varp­inu eins og það lítur út í dag. Hann seg­ist til dæmis ekki sáttur með að leiða í lög fjög­urra vikna langt launað fæð­ing­ar­or­lof fyrir alla Banda­ríkja­menn í frum­varpi sem ekki njóti stuðn­ings repúblik­ana – og telur að það eigi að taka það út fyrir sviga.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Um 80 prósent HIV smitaðra í Afríku eru undir fimmtugu. Meðferð vegna veirusýkingingarinnar hefur fallið í skuggann af faraldri COVID-19.
„Leikvöllur“ veirunnar hvergi stærri en í sunnanverðri Afríku
HIV smitaðir sem ekki hafa fengið viðeigandi meðferð eru í margfalt meiri hættu á að deyja úr COVID-19. Vísbendingar eru auk þess um að líkami þeirra sé eins og útungunarvél fyrir ný afbrigði veirunnar. Óréttlát dreifing bóluefna er grafalvarlegur vandi.
Kjarninn 5. desember 2021
Ástandið er að eyðileggja líf allra – Á vappinu í stórborginni Hólagarði
Á næstunni munu Auður Jónsdóttir rithöfundur og Bára Huld Beck blaðamaður rúnta um úthverfi höfuðborgarsvæðisins og kanna bæði stemninguna og rekstrarskilyrðin í kófinu í hinum ýmsu verslunarkjörnum. Hólagarður var fyrsti viðkomustaðurinn.
Kjarninn 5. desember 2021
Líkin í lestinni og fangarnir fjórir
Í tíu daga hefur dönsk freigáta lónað skammt undan landi á Gíneuflóa. Áhöfnin bíður fyrirmæla danskra stjórnvalda um hvað gera skuli við óvenjulega fragt um borð í skipinu: fjögur lík og fjóra fanga.
Kjarninn 5. desember 2021
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, bað um skýrsluna á sínum tíma.
Vill fá að vita af hverju upplýsingar um fjárfestingar útgerðarfélaga voru felldar út
Í lok ágúst var birt skýrsla sem átti að sýna krosseignatengsl eða ítök útgerðarfélaga í einstökum fyrirtækjum, en að mati þess þingmanns sem bað um hana gerði hún hvorugt. Síðar kom í ljós að mikilvægar upplýsingar voru felldar út fyrir birtingu.
Kjarninn 4. desember 2021
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Meira úr sama flokkiErlent