Markviss stjórnsýsla lista og menningar

Bandalag íslenskra listamanna leggur til að stjórnmálaflokkar taki alvarlega til skoðunar að koma málefnum lista, menningar og skapandi greina fyrir í öflugu, sjálfstæðu menningarmálaráðuneyti.

Erling Jóhannesson og Kolbrún Halldórsdóttir
Erling Jóhannesson og Kolbrún Halldórsdóttir
Auglýsing

Undir lok þessa kjör­tíma­bils birti rík­is­stjórnin nokkrar aðgerðir til efl­ingar og stuðn­ings menn­ingu, listum og skap­andi grein­um. Banda­lag íslenskra lista­manna fagnar þeim, enda er um að ræða lang­þráðar ákvarð­anir eins og að koma Lista­há­skóla Íslands undir eitt þak í eigin hús­næði, hefja nám í kvik­mynda­gerð á háskóla­stigi, gera átak í kynn­ingu lista og skap­andi greina á erlendum vett­vangi og efla rann­sókn­ar­starf í grein­un­um.

Margt gott en ýmis­legt ógert

Rík­is­stjórnin lagði að vísu upp með áform um ýmsar fleiri aðgerðir í upp­hafi ferðar og sumar af þeim hafa kom­ist til fram­kvæmda að öllu eða ein­hverju leyti, eins og breyt­ing á skatt­lagn­ingu höf­unda­greiðslna, skrán­ing hag­vísa menn­ingar og skap­andi greina og auk­inn stuðn­ingur við bóka­út­gáfu, þó raunar hafi upp­haf­lega verið áformað að afnema virð­is­auka­skatt af bók­um.

Það er ástæða til að fagna ýmsu af því sem náðst hefur á stjórn­ar­tíma þess­arar rík­is­stjórnar og þessi sprettur undir lokin var ánægju­leg­ur. Það standa þó ennþá út af nokkur mik­il­væg verk­efni sem ekki hefur tek­ist að koma í fram­kvæmd. Banda­lag íslenskra lista­manna harmar að ekki hafi tek­ist á stjórn­ar­tím­anum að efla stjórn­sýslu mála­flokks­ins, að aðgerða­á­ætlun á grunni sam­þykktrar menn­ing­ar­stefnu hafi ekki verið birt og að efl­ing launa- og verk­efna­sjóða list­greina sé ekki í höfn. Allt eru þetta atriði sem BÍL og aðild­ar­fé­lög þess hafa lengi lagt hart að stjórn­völdum að fram­kvæma.

Auglýsing

Heims­far­aldur í flóknu starfs­um­hverfi

Þetta hefur vissu­lega verið und­ar­legt kjör­tíma­bil og flestum verk­efnum verið stjórnað af dag­skrár­stjóra sem engin þekkti til í upp­hafi, Covid-19. Þetta ástand hefur verið lista­mönnum sér­stak­lega erfitt og snú­ið, ekki síst ein­yrkjum sem starfa í afar flóknu starfs­um­hverfi. BÍL átti í sam­tali við stjórn­völd um ýmis úrræði til þess að milda höggið af far­aldr­inum fyrir lista­menn og þó ein­hver þeirra hafi nýst vel þá er vandi hins sam­setta vinnu­um­hverfis í raun óleystur og bíður þeirra þing­manna, sem taka við stjórn­ar­taumunum að loknum kosn­ing­um, að finna lausn á og færa til betri veg­ar. Banda­lag íslenskra lista­manna hefur und­an­farið átt í sam­tali við for­ystu­fólk flokk­ana um mál­efni menn­ingar og lista, með það að mark­miði að mik­il­vægi mála­flokks­ins verði við­ur­kennt í kom­andi stjórn­ar­sátt­mála og þar verði sett fram metn­að­ar­full mark­mið um að hann eflist enn frekar og dafni.

Menn­ing og skap­andi greinar í fimm ráðu­neytum

Banda­lag íslenskra lista­manna hefur lengi haldið því fram að for­senda þess að efla mála­flokk­inn sé öfl­ugri og skil­virk­ari stjórn­sýsla og það verði best gert með stofnun sér­staks menn­ing­ar­mála­ráðu­neytis að nor­rænni fyr­ir­mynd. Á und­an­förnum árum hefur stjórn­sýslu menn­ing­ar, lista og skap­andi greina verið tvístrað þannig að nú skipt­ist hún milli fimm ólíkra ráðu­neyta, sem hvert um sig hefur sjálf­stæða sýn á hlut­verk menn­ingar og list­sköp­unar í störfum sínum og verk­efn­um. Þetta ráðslag veikir mála­flokk­inn og gerir hags­muna­sam­tökum eins og BÍL mjög erfitt að gæta fjöl­þættra hags­muna lista­manna í stjórn­kerf­inu. Þess vegna kalla lista­menn eftir sjálf­stætt starf­andi ráð­herra menn­ing­ar­mála, til að tryggja mála­flokknum óhindr­aðan aðgang að rík­is­stjórn­ar­borð­inu, sem hefur verið vand­kvæðum bund­ið, þar sem umfangs­mikil og flókin mál mennt­unar og skóla eru ævin­lega tekin fram fyr­ir. Nið­ur­staðan er því oft­ast sú að HINN mála­flokkur ráð­herr­ans, þ.e. listir og menn­ing verður útund­an.

Sjálf­stætt menn­ing­ar­mála­ráðu­neyti

Banda­lag íslenskra lista­manna hefur ítrekað komið þessum sjón­ar­miðum á fram­færi við stjórn­völd, allt frá árinu 2015. Ýmsir hafa tekið vel í mál­ið, þó sumir hafi haldið því fram að sjálf­stætt menn­ing­ar­mála­ráðu­neyti verði lítið og veik­burða en aðrir hafa ein­fald­lega talið óráð­legt að fjölga ráð­herrum um of. Þessar áhyggjur telur BÍL auð­velt að sefa og telur þær í raun með öllu óþarf­ar. Ef horft er til hinna Norð­ur­land­anna þá eru menn­ing­ar­mála­ráðu­neytin öfl­ugar stjórn­sýslu­ein­ingar sem sinna marg­þætt­um, lit­ríkum og mik­il­vægum mála­flokkum menn­ingar í löndum sín­um. Hér verða ekki taldir upp ein­stakir mála­flokkar sem nor­rænu menn­ing­ar­mála­ráðu­neytin sinna en full­yrt að menn­ing­ar­mála­ráðu­neyti Nor­egs, Sví­þjóðar og Dan­merkur verði seint talin veik­burða.

Sjálf­stæð rödd við rík­is­stjórn­ar­borð

Banda­lag íslenskra lista­manna leggur til að stjórn­mála­flokk­arn­ir, sem nú bjóða fram krafta sína til að fara með fram­kvæmda­vald okkar næstu fjögur árin, taki alvar­lega til skoð­unar að koma mál­efnum lista, menn­ingar og skap­andi greina fyrir í öfl­ugu, sjálf­stæðu menn­ing­ar­mála­ráðu­neyti. Sé mönnum alvara með þeim mál­flutn­ingi að und­ir­staða fram­tíð­ar­hag­kerfa sé hug­verka­drifið atvinnu­líf sem byggi á auð­lindum þekk­ingar og sköp­unar þarf að tryggja menn­ingu, listum og skap­andi greinum stöð­ug­leika og sjálf­stæða rödd við rík­is­stjórn­ar­borð­ið. Við erum þess full­viss að slík ráð­stöfun yrði mikið gæfu­spor.

Höf­undar eru núver­andi og fyrr­ver­andi for­setar Banda­lags íslenskra lista­manna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Esjan á vetrardegi. Félagið Esjuferja ehf. vill reisa kláf upp á fjallið.
Hugmyndir um kláf upp á Esjuna verða teknar til skoðunar á ný
Félagið Esjuferja hefur óskað eftir því við borgina að fá lóðir leigðar undir farþegakláf upp á Esjubrún. Borgarráð samþykkti í dag að leggja mat á raunhæfni hugmyndanna, sem eru ekki nýjar af nálinni.
Kjarninn 1. desember 2022
Jón Ólafur Ísberg
Nýr þjóðhátíðardagur
Kjarninn 1. desember 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - „Það er enginn að fara hakka mig”
Kjarninn 1. desember 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Sýndu þakklæti í verki 感恩图报
Kjarninn 1. desember 2022
Kísilverksmiðjan í Helguvík verður líklega flutt, eða fundið nýtt hlutverk, samkvæmt tilkynningu Arion banka.
„Allt útlit fyrir“ að kísilverið í Helguvík verði ekki gangsett á ný
Arion banki og PCC hafa slitið viðræðum um möguleg kaup PCC á kísilverksmiðjunni í Helguvík. Einnig hefur Arion sagt upp raforkusamningi við Landsvirkjun, þar sem framleiðsla kísils var forsenda samningsins.
Kjarninn 1. desember 2022
Dagur B. Eggertsson er sem stendur borgarstjóri í Reykjavík. Einar Þorsteinsson mun taka við því embætti síðar á kjörtímabilinu.
Sá hluti Reykjavíkurborgar sem rekinn er fyrir skattfé tapaði 11,1 milljarði á níu mánuðum
Vaxtakostnaður samstæðu Reykjavíkurborgar var 12,1 milljarði króna hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir á fyrstu níu mánuðum ársins. Samstæðan skilar hagnaði, en einungis vegna þess að matsvirði félagslegs húsnæðis hækkaði um 20,5 milljarða króna.
Kjarninn 1. desember 2022
Nafnlausi tindurinn til hægri á myndinni. Efst eru Geirvörtur.
Vilja að nafnlausi tindurinn heiti Helgatindur
Nafnlaus tindur sem stendur um 60 metra upp úr ísbreiðu Vatnajökuls ætti að heita Helgatindur til heiðurs Helga Björnssyni jöklafræðingi, segir í tillögu sem sveitarstjórn Skafárhrepps hefur samþykkt fyrir sitt leyti.
Kjarninn 1. desember 2022
Íslandsbanki segir ekki hversu margir fengu flokkun sem hæfir fjárfestar á meðan að á útboðinu stóð
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um söluferli Íslandsbanka kemur fram að fjárfestar sem voru ekki í viðskiptum við Íslandsbanka gátu sótt um og fengið flokkun sem „hæfir fjárfestar“ á þeim klukkutímum sem útboðið stóð yfir.
Kjarninn 1. desember 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar