Markviss stjórnsýsla lista og menningar

Bandalag íslenskra listamanna leggur til að stjórnmálaflokkar taki alvarlega til skoðunar að koma málefnum lista, menningar og skapandi greina fyrir í öflugu, sjálfstæðu menningarmálaráðuneyti.

Erling Jóhannesson og Kolbrún Halldórsdóttir
Erling Jóhannesson og Kolbrún Halldórsdóttir
Auglýsing

Undir lok þessa kjör­tíma­bils birti rík­is­stjórnin nokkrar aðgerðir til efl­ingar og stuðn­ings menn­ingu, listum og skap­andi grein­um. Banda­lag íslenskra lista­manna fagnar þeim, enda er um að ræða lang­þráðar ákvarð­anir eins og að koma Lista­há­skóla Íslands undir eitt þak í eigin hús­næði, hefja nám í kvik­mynda­gerð á háskóla­stigi, gera átak í kynn­ingu lista og skap­andi greina á erlendum vett­vangi og efla rann­sókn­ar­starf í grein­un­um.

Margt gott en ýmis­legt ógert

Rík­is­stjórnin lagði að vísu upp með áform um ýmsar fleiri aðgerðir í upp­hafi ferðar og sumar af þeim hafa kom­ist til fram­kvæmda að öllu eða ein­hverju leyti, eins og breyt­ing á skatt­lagn­ingu höf­unda­greiðslna, skrán­ing hag­vísa menn­ingar og skap­andi greina og auk­inn stuðn­ingur við bóka­út­gáfu, þó raunar hafi upp­haf­lega verið áformað að afnema virð­is­auka­skatt af bók­um.

Það er ástæða til að fagna ýmsu af því sem náðst hefur á stjórn­ar­tíma þess­arar rík­is­stjórnar og þessi sprettur undir lokin var ánægju­leg­ur. Það standa þó ennþá út af nokkur mik­il­væg verk­efni sem ekki hefur tek­ist að koma í fram­kvæmd. Banda­lag íslenskra lista­manna harmar að ekki hafi tek­ist á stjórn­ar­tím­anum að efla stjórn­sýslu mála­flokks­ins, að aðgerða­á­ætlun á grunni sam­þykktrar menn­ing­ar­stefnu hafi ekki verið birt og að efl­ing launa- og verk­efna­sjóða list­greina sé ekki í höfn. Allt eru þetta atriði sem BÍL og aðild­ar­fé­lög þess hafa lengi lagt hart að stjórn­völdum að fram­kvæma.

Auglýsing

Heims­far­aldur í flóknu starfs­um­hverfi

Þetta hefur vissu­lega verið und­ar­legt kjör­tíma­bil og flestum verk­efnum verið stjórnað af dag­skrár­stjóra sem engin þekkti til í upp­hafi, Covid-19. Þetta ástand hefur verið lista­mönnum sér­stak­lega erfitt og snú­ið, ekki síst ein­yrkjum sem starfa í afar flóknu starfs­um­hverfi. BÍL átti í sam­tali við stjórn­völd um ýmis úrræði til þess að milda höggið af far­aldr­inum fyrir lista­menn og þó ein­hver þeirra hafi nýst vel þá er vandi hins sam­setta vinnu­um­hverfis í raun óleystur og bíður þeirra þing­manna, sem taka við stjórn­ar­taumunum að loknum kosn­ing­um, að finna lausn á og færa til betri veg­ar. Banda­lag íslenskra lista­manna hefur und­an­farið átt í sam­tali við for­ystu­fólk flokk­ana um mál­efni menn­ingar og lista, með það að mark­miði að mik­il­vægi mála­flokks­ins verði við­ur­kennt í kom­andi stjórn­ar­sátt­mála og þar verði sett fram metn­að­ar­full mark­mið um að hann eflist enn frekar og dafni.

Menn­ing og skap­andi greinar í fimm ráðu­neytum

Banda­lag íslenskra lista­manna hefur lengi haldið því fram að for­senda þess að efla mála­flokk­inn sé öfl­ugri og skil­virk­ari stjórn­sýsla og það verði best gert með stofnun sér­staks menn­ing­ar­mála­ráðu­neytis að nor­rænni fyr­ir­mynd. Á und­an­förnum árum hefur stjórn­sýslu menn­ing­ar, lista og skap­andi greina verið tvístrað þannig að nú skipt­ist hún milli fimm ólíkra ráðu­neyta, sem hvert um sig hefur sjálf­stæða sýn á hlut­verk menn­ingar og list­sköp­unar í störfum sínum og verk­efn­um. Þetta ráðslag veikir mála­flokk­inn og gerir hags­muna­sam­tökum eins og BÍL mjög erfitt að gæta fjöl­þættra hags­muna lista­manna í stjórn­kerf­inu. Þess vegna kalla lista­menn eftir sjálf­stætt starf­andi ráð­herra menn­ing­ar­mála, til að tryggja mála­flokknum óhindr­aðan aðgang að rík­is­stjórn­ar­borð­inu, sem hefur verið vand­kvæðum bund­ið, þar sem umfangs­mikil og flókin mál mennt­unar og skóla eru ævin­lega tekin fram fyr­ir. Nið­ur­staðan er því oft­ast sú að HINN mála­flokkur ráð­herr­ans, þ.e. listir og menn­ing verður útund­an.

Sjálf­stætt menn­ing­ar­mála­ráðu­neyti

Banda­lag íslenskra lista­manna hefur ítrekað komið þessum sjón­ar­miðum á fram­færi við stjórn­völd, allt frá árinu 2015. Ýmsir hafa tekið vel í mál­ið, þó sumir hafi haldið því fram að sjálf­stætt menn­ing­ar­mála­ráðu­neyti verði lítið og veik­burða en aðrir hafa ein­fald­lega talið óráð­legt að fjölga ráð­herrum um of. Þessar áhyggjur telur BÍL auð­velt að sefa og telur þær í raun með öllu óþarf­ar. Ef horft er til hinna Norð­ur­land­anna þá eru menn­ing­ar­mála­ráðu­neytin öfl­ugar stjórn­sýslu­ein­ingar sem sinna marg­þætt­um, lit­ríkum og mik­il­vægum mála­flokkum menn­ingar í löndum sín­um. Hér verða ekki taldir upp ein­stakir mála­flokkar sem nor­rænu menn­ing­ar­mála­ráðu­neytin sinna en full­yrt að menn­ing­ar­mála­ráðu­neyti Nor­egs, Sví­þjóðar og Dan­merkur verði seint talin veik­burða.

Sjálf­stæð rödd við rík­is­stjórn­ar­borð

Banda­lag íslenskra lista­manna leggur til að stjórn­mála­flokk­arn­ir, sem nú bjóða fram krafta sína til að fara með fram­kvæmda­vald okkar næstu fjögur árin, taki alvar­lega til skoð­unar að koma mál­efnum lista, menn­ingar og skap­andi greina fyrir í öfl­ugu, sjálf­stæðu menn­ing­ar­mála­ráðu­neyti. Sé mönnum alvara með þeim mál­flutn­ingi að und­ir­staða fram­tíð­ar­hag­kerfa sé hug­verka­drifið atvinnu­líf sem byggi á auð­lindum þekk­ingar og sköp­unar þarf að tryggja menn­ingu, listum og skap­andi greinum stöð­ug­leika og sjálf­stæða rödd við rík­is­stjórn­ar­borð­ið. Við erum þess full­viss að slík ráð­stöfun yrði mikið gæfu­spor.

Höf­undar eru núver­andi og fyrr­ver­andi for­setar Banda­lags íslenskra lista­manna.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar