Mikki Mús má bíta

Daði Rafnsson skrifar um ofbeldismenningu í íþróttum.

Auglýsing

Ofbeldi gegn konum á sér ekki ein­ungis griða­stað í íþrótt­um. Við kjósum ofbeld­is­menn á þing, kaupum tón­list­ina þeirra og störfum fyrir þá víða í atvinnu­líf­inu. Við hlæjum að brönd­ur­unum þeirra því þeir þora að tala tand­ur­hreina íslensku, og við stöndum með þeim því þeir eru hressir og skemmti­legir menn. Það þýðir þó ekki að draga dulu yfir það að hefð­bundnar hug­myndir um karl­mennsku eitra íþróttir fyrir öllum sem að þeim koma. Þar á meðal körl­u­m. 

Eitruð karl­mennska elur af sér eitr­aða íþrótta­mann­inn (toxic jock). Í banda­rískum háskólum eru íþrótta­menn sem keppa á vegum skól­anna ein­ungis 3.7% af körlum sem stunda þar nám, en þeir eru meintir ger­endur í 19% af kvört­unum sem skóla­yf­ir­völdum ber­ast vegna kyn­ferð­is­of­beld­is. Þar af má rekja 67% að íþrótta­mönnum í hóp­í­þrótt­um, þótt þeir séu ein­ungis 30% af körlum sem keppa fyrir hönd skól­anna. 

Víða hafa rann­sóknir sýnt að margir þjálf­arar í hóp­í­þróttum byggja hópefli sitt að miklu leyti á orð­ræðu stríðs og átaka, kyn­ferðis og kyn­hneigðar til að stuðla að árás­ar­hneigð, með það að mark­miði að ýta undir árang­ur. Það er aug­ljóst hversu slæm áhrif þetta hefur á konur í umhverfi íþrótta en það sem margir eiga erfitt með að við­ur­kenna er hversu illa þetta fer með karl­menn­ina sjálfa. Því ofbeldið er svo inn­byggt í kúlt­úr­inn að ef það er yfir­höfuð sjá­an­legt, þá er forð­ast að taka á því til að auka ekki á það. 

Partur af leikn­um 

Við karl­menn mótum stig­veldi í kringum íþrótta­iðkun í menn­ingu okk­ar. Þeir sem falla neð­ar­lega eða utan píramíd­ans gjalda fyrir það til­finn­inga­lega, félags­lega og lík­am­lega. Nær eng­inn karl­mað­ur, hátt­settur eða lágt­settur sleppur undan ein­hverri teg­und ofbeld­is. Oft­ast er það útskýrt sem „partur af leikn­um“.

Auglýsing
Líklega missum við ekki jafn mikið af hæfi­leika­fólki úr íþróttum eins og úr röðum sam­kyn­hneigðra karl­manna sem eru úti­lok­aðir frá fyrsta íþrótta­tíma, og kyrfi­lega læstir af sam­ferða­mönnum sínum inn í ímynd­uðum eða raun­veru­legum skáp­um. Einnig er þátt­taka drengja af erlendum upp­runa skammar­lega lág miðað við fjölda þeirra í sam­fé­lag­inu. Ekki bara vegna þess að for­eldr­arnir kunna ekki að lesa æfinga­töflur á íslensku. 

Þeir sem eru ofar­lega í píramíd­anum sleppa ekki held­ur. Í hóp­í­þróttum sér­stak­lega er mikil pressa á að verða samdauna menn­ing­unni. Góðu hlutum hennar og þeim slæmu. Þeir sem vita betur láta und­an, þar sem þeir ótt­ast að missa pláss, stöðu, upp­hefð og atvinnu. Afrek­s­í­þrótta­menn eru ekki ónæmir fyrir kvíða og þung­lyndi, eða öðrum kvillum eins og átröskun og vímu­efna­neyslu. Þvert á móti eru þeir jafn­vel útsett­ari fyrir þeim. Til að mynda  út af banter­inum sem er hann­aður til að nið­ur­lægja. 

Þetta getur breyst 

Góðu frétt­irnar eru að rann­sóknir í Banda­ríkj­unum hafa reynt að kanna hvort við­horf ungs íþrótta­fólks sam­svari staðalí­myndum eitr­aða íþrótta­manns­ins. Sumar gefa til kynna að ungir karl­menn vita bet­ur. Sér­stak­lega þegar þeir þurfa bara að eiga skoð­anir sínar við spurn­inga­könn­un. Vand­inn blossar upp þar sem menn­ingin er eitruð og það er erfitt að synda gegn straumn­um. Eðli­lega mátar íþrótta­fólk á öllum tímum sig við menn­ing­una sem er til staðar í sínu umhverf­i.  

Þó eru ástæður til að leyfa sér bjart­sýni. Ungt fólk á Íslandi hefur náð að breyta stórum hlutum sem þóttu sjálf­sagðir fyrir ekki svo löngu. Við vitum öll og finnum hvernig áfeng­is­-og vímu­efna­neysla ung­linga hefur til að mynda farið úr því að vera mjög algeng yfir í að þykja óeðli­leg á stuttum tíma. Það er góð vís­bend­ing um að ungt fólk þarf ekki að taka við kyn­slóða­tráma for­eldra sinna í arf. Það getur afþakkað skömm og kvilla sem hafa þjakað for­feður sína, eins og ungar konur hafa verið að gera und­an­farin ár á fram­úr­skar­andi hátt. Sé hlustað má einnig vel greina undir­öldu meðal ungra karl­manna sem hafa fengið nóg. Þegar slíkt ger­ist er auð­vitað við­búið að skrímsli for­tíðar rísi upp á aft­ur­end­ann. En það er nú þannig að þau þríf­ast illa í nútím­an­um. 

Pabb­inn

Þjálf­arar hafa gríð­ar­lega mót­andi áhrif á ungt fólk. Góðir þjálf­arar geta bók­staf­lega bjargað líf­um. Í þjálf­ara­menntun og íþrótta­sál­fræði hafa fræðin öll borið á sama stað niður und­an­farin ár. Að minna þjálf­ara á upp­eld­is­hlut­verk sitt og aðgæslu­skyldu. Að líta ekki á íþrótta­mann­inn sem leið að mark­miði heldur mark­miðið sjálft, með heild­rænni hæfi­leika­mót­un. Nútíma­við­horfum til þjálf­un­ar. 

En það eru þó aðrir aðilar sem hafa lang­mestu áhrif­in. Það eru for­eldr­ar. Gagn­vart ungum karl­mönnum í íþróttum er sú hegð­un, virð­ing og fram­koma sem þeir sýna að miklu leyti háð sam­þykki þeirra. For­eldrar höfðu mikil jákvæð áhrif á breyt­ingar á lífstíl ung­linga, og þeir munu hafa allt um það að segja hvaða við­horf synir þeirra hafa til kvenna og ofbeld­is. Sér­stak­lega pabb­inn, sem þeir reyna sífellt að spegla sig í. Hann þarf að kenna að íþróttir eru mik­il­væg­ar, en konur eru mik­il­væg­ari. 

Af hverju eru börn í íþrótt­um?

Þegar börn og ung­lingar eru spurð að því hvers vegna þau eru í íþróttum eru helstu svör­in, félags­skap­ur­inn, að þeim þyki þær skemmti­legar og að þau vilji ná árangri. For­eldrar segja að þau vilji að krakk­arnir sínir læri sam­vinnu, kunni að setja sér mark­mið, geti tek­ist á við mót­læti og læri nýja hæfn­i. 

Aðspurðir segja þjálf­arar nær und­an­tekn­ing­ar­laust að helsti kost­ur­inn sem þeir leiti að í ungu fólki sé karakt­er. Það er loðið hug­tak en þýðir þó lík­lega oft­ast að sýna ástundun og dugn­að, leggja sig fram og gef­ast ekki upp þótt á móti blási. Þetta er brot af ýmsu sem er kallað hug­ar­fars­styrk­ur. Á honum eru hins­vegar til dökkar hliðar þar sem er farið yfir mörk þess sem telst gott og eðli­legt lík­am­lega og and­lega. Hvar ann­ars staðar en í íþróttum er til dæmis fólki hrósað fyrir alvöru karakter að fá ítrekað heila­hrist­ing í vinn­unni og halda bara áfram eins og ekk­ert sé? Á dökku hlið­inni er einnig verð­launað fyrir meðal ann­ars ein­elti, hóp­þrýst­ing, hlýðni við ein­ræði og ofbeld­i. 

Mikki Mús má bíta 

Við afsökum íþrótta­menn sem skara framúr því þeir skipa svip­aðan sess í sam­fé­lagi okkar og Mikki Mús. Þeir gera hið ómögu­lega mögu­legt og skemmta okkur um leið. Yfir þeim er heill­andi ævin­týra­ljómi, sér­stak­lega fyrir börn sem klæð­ast bún­ingum eins og Spider Man, Anna í Frozen og íþrótta­fólk. Nú skal ekki full­yrt um hvort Mikki Mús sé flekklaus, en ef hann væri í Liver­pool mætti hann bíta fólk og ef hann væri í Manchester United væri ekki spurt að því af hverju hann kæmi ekki með til Banda­ríkj­anna. 

Heim­ildir um eitr­aða karl­mennsku og ofbeldi í íþróttum má meðal ann­ars finna í mörgum rann­sóknum Dr. Eric And­er­son frá Háskól­anum í Winchest­er. 

Höf­undur er fag­stjóri Afreks­sviðs Mennta­skól­ans í Kópa­vogi, yfir­maður knatt­spyrnu­þró­unnar í HK og dokt­or­snemi í sál­fræði í Háskól­anum í Reykja­vík. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar