Tryggt að foreldrar geti fylgt börnum í COVID-bólusetningu

Heilsugæslan hefur óskað eftir því að skólastarf verði fellt niður eða skert daginn sem bólusetning 5-11 ára barna fer þar fram í byrjun janúar. Það er gert vegna sóttvarnasjónarmiða „en líka til að lágmarka samanburð milli barna“.

Bólusett verður í einn dag í hverjum skóla, sautján skólum á dag.
Bólusett verður í einn dag í hverjum skóla, sautján skólum á dag.
Auglýsing

Stefnt er að því að COVID-­bólu­setn­ing barna á aldr­inum 5-11 ára fari fram í skólum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu dag­ana 10.-14. jan­ú­ar. Bólu­sett verður í sautján skólum á hverjum degi. Tryggt verður að eitt for­eldri eða annar for­sjárað­ili geti fylgt hverju barni í bólu­setn­ing­una. Bólu­setn­ing barna mun einnig fara fram í skólum á lands­byggð­inni víð­ast hvar en á minni stöðum verður bólu­sett á heilsu­gæslu­stöðv­um.

Þetta segir Ragn­heiður Ósk Erlends­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri hjúkr­unar á Heilsu­gæslu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, við Kjarn­ann.

Auglýsing

Sótt­varna­læknir ákvað fyrir nokkrum dögum að börnum á aldr­inum 5-11 ára verði boðin bólu­setn­ing gegn COVID-19. Hann segir ákvörð­un­ina í sam­ræmi við ákvarð­anir í mörgum löndum eins og Dan­mörku, Írlandi, Aust­ur­ríki, Banda­ríkj­un­um, Kanada og Ísr­a­el. Auk þess hafi Sótt­varna­stofnun Evr­ópu­sam­bands­ins bent á fjöl­margar ástæður þess að bólu­setja börn á þessum aldri.

Ástæð­urnar fyrir þeirri ákvörðun að bjóða 5-11 ára börnum bólu­setn­ing­una eru nokkrar, að því er fram kemur í pistli sótt­varna­læknis á síð­unni covid.is

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Mynd: Almannavarnir

Í fyrsta lagi nefnir hann að COVID-19 geti verið alvar­legur sjúk­dómur hjá börnum í þessum ald­urs­hópi. Nefnir hann máli sínu til stuðn­ings að í sam­an­tekt Sótt­varna­stofn­unar Evr­ópu­sam­bands­ins sem gefin var út í byrjun des­em­ber komi fram að 0,6 pró­sent 5-11 ára barna sem sýkj­ast af COVID og fá ein­kenni þurfi að leggj­ast inn á spít­ala og að 10 pró­sent þess hóps þurfi á gjör­gæslu­með­ferð að halda. Enn­fremur er það nið­ur­staðan í sam­an­tekt­inni að 0,006 pró­sent smit­aðra barna lát­ist.

„Ef ofan­greindar tölur eru yfir­færðar á íslensk börn á aldr­inum 5-11 ára og öll börn á þeim aldri myndu smit­ast (32.000), þá gætum við búist við að 134 börn þyrftu að leggj­ast inn á sjúkra­hús, 13 legð­ust inn á gjör­gæslu­deild og eitt barn myndi lát­ast vegna COVID-19,“ skrifar Þórólfur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir. (Setn­ingin hefur verið upp­færð í kjöl­far nýrrar færslu hans á covid.is)

Þá tekur hann einnig fram að virkni bólu­setn­ingar hjá börnum í þessum ald­urs­hópi sé góð og veiti um 90 pró­sent vörn gegn því að smit­ast og fá ein­kenni.

Ekk­ert hægt að full­yrða um alvar­legar auka­verk­anir

Alvar­legar auka­verk­anir eftir bólu­setn­ingu 5-11 ára barna hafa enn ekki verið til­kynntar en Þórólfur bendir þó á að á þess­ari stundu hafi ekki mörg þeirra verið bólu­sett og því ekki hægt að full­yrða með vissu hvort alvar­legar auka­verk­anir muni sjást. Hjá eldri börnum hafi bólgum í hjarta­vöðva og/eða goll­ur­húsi verið lýst hjá einum af hverjum 10 þús­und bólu­sett­um. „Ef tíðni alvar­legra auka­verk­ana COVID-19 og bólu­setn­ingar er yfir­færð frá ald­urs­hópnum 12-16 ára yfir á ald­urs­hóp­inn 5-11 ára á Íslandi, þá má búast við að 32 fengju hjarta­vöðva­bólgu eftir COVID-19 en ein­ungis 2 börn eftir bólu­setn­ingu. Að auki má búast við öðrum alvar­legum auka­verk­unum eftir COVID-19 sem ekki sjást eftir bólu­setn­ing­una,“ skrifar Þórólf­ur.

HÉR GETUR ÞÚ LESIÐ ÍTAR­LEGAN PISTIL HANS UM VÍS­INDIN AÐ BAKI ÁKVÖRЭUN­INNI.

Auglýsing

Ragn­heiður Ósk segir útfærslu fram­kvæmdar við bólu­setn­ingu barn­anna óðum vera að skýr­ast. „Hér á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafa skóla­hjúkr­un­ar­fræð­ingar verið að útfæra skipu­lag, og stað­setn­ingu í hverjum skóla fyrir sig í sam­ráði við skóla­stjórn­endur þessa vik­una.“

Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Skjáskot: RÚV

Áætlað er að senda for­eldrum upp­lýs­ingar frá skóla­heilsu­gæsl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu um dag­setn­ingu og skipu­lag hvers skóla þann 4. jan­ú­ar. Boð á alla for­sjárað­ila á land­inu verða send mið­lægt frá sótt­varn­ar­lækni 6.-7. Jan­úar ef áform stand­ast. Í þeim skila­boðum verður teng­ill á vef­síðu þar sem for­sjárað­ilar skrá barn sitt í bólu­setn­ingu og hafa þar einnig tæki­færi til að skrá leyfi­lega fylgd­ar­menn. Við þessa skrán­ingu fá for­sjárað­ilar sent strik­a­merki sem þau mæta með í bólu­setn­ing­una.

„Hér á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og víða á lands­byggð­inni þar sem skól­arnir eru mjög stórir erum við að óska eftir því að skóli verði felldur niður bólu­setn­ing­ar­dag­inn, eða þá alla­vega skertur skóla­dag­ur,“ segir Ragn­heið­ur. Það sé gert vegna sótt­varn­ar­sjón­ar­miða „en líka til að lág­marka sam­an­burð milli barna“.

Fræðlsu­efni fyrir börn og full­orðna í smíðum

Spurð hvort hún telji þörf á því að miðla sér­stak­lega og ítar­lega upp­lýs­ing­um, m.a. vís­inda­legum gögn­um, til for­eldra og ann­arra for­ráða­manna um bólu­setn­ingar barna svarar hún því ját­andi. Verið sé að vinna að fræðslu­efni á vegum sótt­varna­lækn­is. Þær upp­lýs­ingar verða á um 16 tungu­mál­um, segir Ragn­heið­ur.. „Auk þess verður sér­stakt fræðslu­efni unnið fyrir börn sem for­eldrar geta skoðað með börnum sín­um. Allt þetta er vænt­an­legt innan skamms á covid-­síð­una.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent