Telur „enn harðari aðgerðir“ koma til greina og segir stjórnvöld þurfa að vera tilbúin

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að stjórnvöld þurfi að vera reiðubúin að grípa enn frekar í handbremsuna ef þær hertu aðgerðir sem hafa verið boðaðar í dag skili ekki árangri. Fyrstu teikn um árangur ættu að sjást á um 7-10 dögum.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir telur koma til greina að setja á enn harð­ari aðgerðir en þær sem hann lagði til í minn­is­blaði sínu til heil­brigð­is­ráð­herra í gær. Á fundi rík­is­stjórn­ar­innar í dag var ákveðið að hertar aðgerð­ir, sem fela meðal ann­ars í sér að ein­ungis 50 manns megi vera í sama rými í stað 500 áður, taki gildi á mið­nætti og verði í gildi til og með 8. des­em­ber.

En sótt­varna­læknir telur koma til greina að setja á meiri tak­mark­anir en boð­aðar eru, „í stuttan tíma til að ná fjölda smita eins hratt niður og mögu­legt er“ og segir að með því „yrði mögu­legt að aflétta fljótt í kjöl­far­ið.“

Í minn­is­blaði sínu segir hann einnig að stjórn­völd þurfi að vera „til­búin til að grípa til hertra aðgerða ef við­un­andi árangur sést ekki af þeim aðgerð­um“ sem boð­aðar voru í dag – og að stefnt skuli að því að sjö daga með­al­tal greindra smita verði um 50. Sótt­varna­læknir segir að búast megi við að „um 7-10 daga taki að sjá fyrstu merki um árangur af aðgerð­u­m.“

Auk­inn fjöldi smita byrj­aður að valda alvar­legri röskun í heil­brigð­is­kerf­inu

Sótt­varna­læknir segir í minn­is­blaði sínu að með þeim vax­andi fjölda smita sem greinst hefur að und­an­förnu hafi skap­ast mikið álag á heil­brigð­is­kerfið og „alla inn­viði sem vinna að því að hefta útbreiðslu COVID-19.“

„Land­spít­al­inn er nú kom­inn á hættu­stig sem þýðir að veru­leg breyt­ing hefur orðið á starf­semi göngu­deilda spít­al­ans og veru­leg röskun á ýmissi þjón­ustu. Í reglu­legu eft­ir­liti land­læknis með stöðu stofn­ana innan heil­brigð­is­kerf­is­ins kemur fram að á Land­spít­ala stig­ast mönnun á rauðu sem þýðir að mik­ill skortur er á starfs­fólki og vinnu­á­lag óásætt­an­legt þrátt fyrir að leitað hafi verið til bak­varða­sveit­ar,“ segir í minn­is­blað­inu, en þar segir einnig að starf­semi Sjúkra­húss­ins á Akur­eyri hafi raskast vegna þeirra sjúk­linga sem þarf hafa þurft að leggj­ast inn með COVID-19.

Auglýsing

Hið sama segir Þórólfur að segja meiri um margar aðrar heil­brigð­is­stofn­anir og lýsir hann því einnig að starf­semi rakn­ingateymis sótt­varna­læknis og almanna­varna­deildar sé í „upp­námi vegna mik­ils fjölda smita,“ auk þess sem far­sótt­ar­hús séu að fyll­ast og álag á Lækna­vakt­ina og heilsu­gæsl­una vegna COVID-tengdra verk­efna sé að aukast.

„Því má full­yrða að sú aukn­ing sem orðið hefur und­an­farið á grein­ingum COVID-19 sé farin að valda alvar­legri röskun á starf­semi heil­brigð­is­kerf­is­ins og á öllu eft­ir­liti með covid smit­uðum ein­stak­ling­um. Því tel ég brýnt að gripið verði til sam­fé­lags­legra aðgerða sem fyrst til að komið verði í veg fyrir enn alvar­legra ástand í heil­brigð­is­kerf­inu og þjóð­fé­lag­inu öllu. Einnig vil ég benda á að með útbreiddu smiti í sam­fé­lag­inu þá mun skap­ast sú hætta að veik­indi í fyr­ir­tækum og atvinnu­rekstri mun valda veru­legri röskun á allri þeirra starf­sem­i,“ segir í minn­is­blaði Þór­ólfs.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Aksturskostnaður Ásmundar Friðrikssonar 34 milljónir frá því að hann settist á þing
Kostnaður almennings vegna aksturs þingmanna jókst um ellefu prósent milli ára. Fjórir af þeim fimm þingmönnum sem keyra mest eru í Sjálfstæðisflokknum og fá yfir 30 prósent allra endurgreiðslna vegna aksturs.
Kjarninn 26. janúar 2022
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Tímabært að „henda grímunni“
Í dag kemur í ljós hvort dönsk stjórnvöld fallist á tillögu farsóttarnefndar um að aflétta nær öllum takmörkunum í landinu á næstu dögum. „Tímabært“ segja margir sérfræðingar en einhverjir eru þó skeptískir á tímasetningu.
Kjarninn 26. janúar 2022
Íslandsbanki býst við að verðhækkanirnar á húsnæðismarkaðnum róist á árinu.
Spá fjögurra prósenta stýrivöxtum eftir tvö ár
Í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka er gert ráð fyrir að stýrivextir verði 3,25 prósent á árinu. Í ársbyrjun 2024 verði vextirnir svo komnir í fjögur prósent, sem bankinn telur vera nálægt jafnvægisgildi þeirra.
Kjarninn 26. janúar 2022
SÁÁ fordæmir vændiskaup fyrrum formanns og ætlar að ráðast í gagngera skoðun
SÁÁ ætlar að gera nauðsynlegar umbætur á starfi sínu og kappkosta að tryggja öryggi skjólstæðinga sinna sem margir eru í viðkvæmri stöðu. „Umfram allt stöndum við með þolendum.“
Kjarninn 25. janúar 2022
Svandís Svavarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Segir þá samþjöppun sem átt hefur sér stað í sjávarútvegi ekki sanngjarna
Sjávar- og landbúnaðarráðherra og formaður Viðreisnar tókust á um sjávarútvegsmál á þingi í dag.
Kjarninn 25. janúar 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tóku við félagshagfræðilegri greiningu um Sundabraut í gær.
Sundabraut samfélagslega hagkvæm, fækkar eknum kílómetrum en fjölgar bílferðum
Ábatinn af lagningu Sundabrautar fyrir samfélagið gæti numið allt að 236 milljörðum króna, samkvæmt greiningu Mannvits og COWI. Eknum kílómetrum gæti fækkað um rúmlega 140 þúsund á dag, en daglegum bílferðum gæti að sama skapi fjölgað um þúsundir.
Kjarninn 25. janúar 2022
Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata.
„Það er lygi hjá Útlendingastofnun“
Miklar umræður sköpuðust á þingi í dag um fyrirkomulag er varðar afgreiðslu umsókna um ríkisborgararétt.
Kjarninn 25. janúar 2022
Lilja Alfreðsdóttir er ráðherra menningarmála.
Ríkisstjórnin setur 450 milljónir króna í aðgerðir fyrir tónlist og sviðslistir
Viðbótarlistamannalaun verða að stóru leyti eyrnamerkt tónlistar- og sviðslistarfólki undir 35 ára aldri og fjármunir verða settir í að styðja við ýmis konar viðburðarhald til að mæta miklum samdrætti í tekjum í kórónuveirufaraldrinum.
Kjarninn 25. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent