Bólusetningarvottorð gildi aðeins í níu mánuði

Stjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að bólusetningarvottorð gildi í níu mánuði í stað tólf. Örvunarskammtur framlengi svo gildistímann.

Ferðalög Grikkland
Auglýsing

Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins hefur lagt til að öll aðild­ar­ríkin upp­færi reglur sínar um ferða­lög innan sam­bands­ins. Stjórnin mælir m.a. með að bólu­setn­ing­ar­vott­orð gildi aðeins í níu mán­uði í stað 12 hingað til.

Í frétta­til­kynn­ingu sem gefin var út í síð­ustu viku er bent á til­mæli Sótt­varna­stofn­unar Evr­ópu um örv­un­ar­skammta sem gefa megi full­orðnum sex mán­uðum eftir að fullri bólu­setn­ingu var náð og hvetur fram­kvæmda­stjórnin aðild­ar­ríkin til að taka „nauð­syn­leg skref“ til að það fólk sem er að nálg­ast níu mán­uði frá fullri bólu­setn­ingu hafi aðgang að örv­un­ar­skammti. Við hann sé gild­is­tími vott­orðs­ins fram­lengd­ur.

Nokkur Evr­ópu­lönd hafa und­an­farna daga og vikur ákveðið að bólu­setn­ing­ar­vott­orð dugi aðeins í níu mán­uði. Aust­ur­ríki er eitt þeirra en þar var nýverið gripið til útgöngu­banns vegna upp­sveiflu í far­aldr­in­um.

Auglýsing

Fram­kvæmda­stjórnin hvatti ríki ESB einnig til að setja ekki hertar tak­mark­anir á ferða­lög fólk sem væri með gilt bólu­setn­ing­ar­skír­teini. Hins vegar hefur hið nýja afbrigði veirunn­ar, Ómíkron, snar­lega breytt nálgun margra ríkja í þessum efnum og ákvarð­anir eru teknar hratt. Þótt rað­grein­ing á veiru­af­brigð­inu sýni að það hafi stökk­breyt­ingar sem gætu fræði­lega gert smit­hæfni þess meiri er enn ekk­ert stað­fest í þeim efn­um.

Innan Evr­ópu­sam­bands­ins er far­ald­ur­inn nú í hvað mestri upp­sveiflu í Pól­landi, Hollandi, Tékk­landi og Belg­íu. Einnig er staðan að versna á Spáni, Portú­gal og í Frakk­landi – þeim þremur löndum sem hafa þótt hvað örugg­ust til ferða­laga síð­ustu vikur og mán­uði.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
Kjarninn 21. janúar 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Kínverska fjárfestinga- og innviðaverkefnið Belti og braut
Kjarninn 21. janúar 2022
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Meiri fjárfesting en minni útboð hjá hinu opinbera
Heildarvirði fjárfestinga hjá stærstu opinberu aðilunum gæti aukist um 20 milljarða króna í ár, en Reykjavíkurborg boðar umfangsmestu framkvæmdirnar. Á hinn bóginn hefur umfang útboða minnkað á milli ára, sem SI segir vera áhyggjuefni.
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiErlent