Kostnaður við veiruskimanir að minnsta kosti 9,2 milljarðar króna

Samkvæmt skriflegu svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn þingmanns Miðflokksins var að minnsta kosti 9,2 milljörðum króna varið í að skima landsmenn og gesti fyrir kórónuveirunni með PCR-prófum eða hraðprófum á árunum 2020 og 2021.

Í dag er ekki lengur hægt að fara í PCR-próf nema í undantekningartilfellum, en hraðpróf eru notuð til að staðfesta smit með opinberum hætti.
Í dag er ekki lengur hægt að fara í PCR-próf nema í undantekningartilfellum, en hraðpróf eru notuð til að staðfesta smit með opinberum hætti.
Auglýsing

Heild­ar­kostn­aður rík­is­sjóðs vegna skim­ana gagn­vart COVID-19 frá febr­úar 2020 og til árs­loka 2021 nam rúmum 9,2 millj­örðum króna, sam­kvæmt svörum heil­brigð­is­stofn­ana lands­ins, sem sagt er frá í svari heil­brigð­is­ráð­herra við skrif­legri fyr­ir­spurn Berg­þórs Óla­sonar þing­manns Mið­flokks­ins.

Ekki er ljóst hvort þessi kostn­aður er alveg tæm­andi, þar sem heil­brigð­is­ráðu­neyt­inu bár­ust ekki svör frá Heil­brigð­is­stofnun Suð­ur­lands né Heil­brigð­is­stofnun Suð­ur­lands með kostn­að­ar­tölum um skimanir á vegum þess­ara stofn­ana.

Yfir tveir millj­arðar bara í des­em­ber 2021

Ekki þarf að koma á óvart að kostn­aður heil­brigð­is­stofn­ana vegna skim­ana fyrir kór­ónu­veirunni fór eftir því sem leið á árið 2021 vax­andi og var mestur í des­em­ber­mán­uði síð­ast­liðn­um.

Auglýsing

Þá fóru 794 millj­ónir króna í PCR-­próf, hrað­próf voru fram­kvæmd fyrir 617 millj­ónir króna, auk þess sem 650 millj­ónir króna fóru í landamæra­skiman­ir. Við þetta bæt­ast svo 43 millj­ónir sem fóru í sótt­kví­ar­skimanir og 25 millj­ónir króna sem fóru í skimanir vegna ferða­manna­vott­orða. Alls eru þetta rúmir 2,1 millj­arðar króna sem fóru í að skima með ein­hverjum hætti fyrir veirunni ein­ungis í des­em­ber­mán­uði.

PCR-­prófin vógu þyngst

Heild­ar­út­gjöld vegna PCR-­prófa árin 2020 og 2021 voru alls 7,27 millj­arðar króna, sam­kvæmt því sem fram kemur í svari ráðu­neyt­is­ins. Á móti þeirri upp­hæð koma þó sér­tekjur sem alls námu rúmum 1,9 millj­örðum króna á sama tíma­bili og var heild­ar­kostn­aður við PCR-­prófin því 5,36 millj­arðar króna. PCR-­prófin kost­uðu mest 812 millj­ónir króna í einum mán­uði í ágúst í fyrra.

Heild­ar­kostn­aður við hrað­próf nam rúmum millj­arði og tæpir 2,3 millj­arðar voru lagðir út vegna landamæra­skim­ana, á árunum 2020 og 2021. Þá fóru 330 millj­ónir króna í skimanir vegna ferða­manna­vott­orða, sam­kvæmt sam­an­tekt­inni frá heil­brigð­is­ráðu­neyt­inu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldór Benjamín Þorbergsson og Sólveig Anna Jónsdóttir.
Segir óbilgirnis- og harðlínustefnu hafa verið innleidda eftir að Halldór Benjamín tók við SA
Formaður Eflingar segir atvinnurekendur hafa verið hrifna af baráttulatri verkalýðsforystu. Í Icelandair-málinu hafi ASÍ ekki bara leyst gerendur undan grófu ásettningsbroti heldur opnað á að fyrirtækið fengi umbun í formi fjárfestingar úr lífeyrissjóðum.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sveinn Runólfsson og Andrés Arnalds
Hernaður Skógræktarinnar gegn náttúru Íslands
Kjarninn 18. ágúst 2022
Alls eru nú 665 börn sem verða 12 mánaða eða eldri þann 1. september á biðlista eftir plássi á leikskólum í Reykjavík.
Kynntu sex aðgerðir til að flýta innritun barna á leikskóla
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag aðgerðaáætlun í sex liðum, sem ætluð er til þess að flýta innritun barna á leikskóla. Foreldrar ungra barna hafa sett mikinn þrýsting á borgarfulltrúa sökum þess að útgefnar áætlanir hafa ekki staðist.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og fékk fyrir það um 3,9 milljónir króna á mánuði í fyrra.
Best launuðu hagsmunaverðirnir með hátt í fjórar milljónir króna á mánuði í fyrra
Framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka sjávarútvegsfyrirtækja trónir á toppnum yfir þá hagsmunaverði sem voru með hæstu launin í fyrra. Laun stjórnenda hagsmunasamtaka eru miklu hærri en laun þeirra sem fara fyrir verkalýðsforystunni.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rigningarvatn flæðir niður stiga á neðanjarðarlestarstöð í París í gær.
Himnarnir opnuðust – Mánaðarúrkoma féll á rúmum klukkutíma
Frakkar hafa líkt og fleiri íbúar á meginlandi Evrópu glímt við fordæmalausa hita og þurrka síðustu vikur og mánuði. Nú hefur orðið stórkostleg breyting þar á.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent