Bláa lónið fékk 823 milljónir króna í stuðningsgreiðslur frá ríkinu á tveimur árum

Tap Bláa lónsins á þeim tveimur árum sem kórónuveirufaraldurinn geisaði af fullum krafti, með tilheyrandi áhrifum á rekstur fyrirtækisins, var lægra en síðasta arðgreiðsla sem greidd var út fyrirtækinu. Það er nú metið á um 60 milljarða króna.

Bláa lónið.
Bláa lónið.
Auglýsing

Bláa lónið fékk alls 221 milljón króna í stuðn­ings­greiðslur frá rík­inu vegna COVID-19 far­ald­urs­ins á síð­asta ári. Fyr­ir­tækið fékk 602 millj­ónir króna í slíkar greiðslur árið áður og því sam­tals 823 millj­ónir króna frá byrjun far­ald­urs og til síð­ustu ára­mót. Þetta kemur fram í yfir­liti yfir lyk­il­tölur úr rekstri Bláa lóns­ins sem birtar hafa verið á vef fyr­ir­tæk­is­ins. 

Bláa lónið tap­aði 4,8 millj­ónum evra, um 708 millj­ónum króna á árs­loka­gengi 2021, í fyrra. Það er mun minna tap en á árinu 2020 þegar fyr­ir­tækið tap­að­ist 20,7 millj­ónum evra, um 3,2 millj­örðum króna á árs­loka­gengi þess árs. 

Tap síð­ustu tveggja ára minna en síð­asta arð­greiðsla

Eigið fé Bláa lóns­ins var 54,5 millj­ónir evra, um átta millj­arðar króna, í lok síð­asta árs. Það var 79,5 millj­ónir evra í lok árs 2019, skömmu áður en að kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn skall á og lækk­aði því um 31 pró­sent í evrum talið. Óráð­stafað eigið fé Bláa lóns­ins var 4,5 millj­arðar króna um síð­ustu ára­mót. 

Auglýsing
Samanlagt tap Bláa lóns­ins á árunum 2020 og 2021 er í heild sinni lægra en síð­­asta arð­greiðsla sem greidd var út úr fyr­ir­tæk­inu. Á árinu 2019 fengu hlut­hafar alls 30 millj­­ónir evra, þá um 4,3 millj­­arða króna, í arð­greiðslu vegna frammi­­stöðu árs­ins á und­an­. Árið áður, 2018, nam arð­greiðslan til hlut­hafa 16 millj­­ónum evra, eða um 2,3 millj­­örðum króna. Því var tap félags­­ins á árunum sem kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn geis­aði um 55 pró­­sent af arð­greiðslum áranna 2018 og 2019.

Eng­inn arður verður greiddur út vegna árs­ins 2021. 

Bláa lónið metið á um 60 millj­arða

Stærsti eig­andi félags­­­ins er Hvatn­ing slhf. með eign­­­ar­hlut upp á 39,6 pró­­­sent. Eig­andi þess er Kólfur ehf., eign­­­ar­halds­­­­­fé­lag að stærstu leyti í eigu Gríms Sæmund­sen, for­­­stjóra Bláa lóns­ins, og Eðvard Júl­í­us­­­son­­­ar. Kólfur keypti tæp­­­lega helm­ing í Hvatn­ingu af Horni II, fram­taks­­­sjóði í stýr­ingu Lands­bréfa, árið 2018. 

Næst stærsti eig­and­inn er Blá­varmi slhf., félag í eigu 14 íslenskra líf­eyr­is­­­­sjóða, sem keypti 30 pró­­­­sent hlut HS Orku í Bláa lón­inu á tæp­­­­lega fimm­­­­földu þáver­andi bók­­­­færðu virði hlut­­­­ar­ins í maí 2019, eða á 15 millj­­­arða króna. Blá­varmi á nú 36,2 pró­sent eign­ar­hlut. 

Grímur Sæmundsen, forstjóri og einn stærsti eigandi Bláa lónsins. Mynd: Skjáskot/RÚV.

Í árs­­skýrslum líf­eyr­is­­sjóða sem eru á meðal hlut­hafa í bæði Hvatn­ingu og Blá­varma er hægt að sjá að þeir hafa hækkað verð­­mat sitt á félag­inu á síð­­asta ári og meta það sé nú um 60 millj­­arða króna virði. Verð­matið í lok árs 2020 var um 40 millj­arðar króna. 

Fjár­fest­inga­fé­lagið Stoðir keypti umtals­verða hluti í Bláa lón­inu í fyrra, meðal ann­ars sex pró­sent hlut félags Helga Magn­ús­son­ar, stærsta eig­anda útgáfu­fé­lags Frétta­blaðs­ins.  Stoðir eiga nú 7,3 pró­sent hlut í fyr­ir­tæk­inu og er fjórði stærsti eig­andi félags­ins.

Hund­ruð millj­óna í upp­­sagn­­ar­­styrki

COVID-19 hafði gríð­­ar­­leg áhrif á rekstur Bláa Lóns­ins á árunum 2020 og 2021. 

Bláa Lón­inu var gert að loka starfs­­stöðvum sínum í Svarts­engi þann 23. mars 2020 í kjöl­far reglna um ferða­tak­­mark­­anir milli landa og sam­komu­­banns sem sett var á. Starfs­­stöðv­­­arnar voru opn­aðar aftur sum­arið 2020  en svo lokað aftur þegar kór­ón­u­veiran fór á kreik á ný. Alls voru starf­­stöðvar Bláa lóns­ins lok­aðar í sex mán­uði á árinu 2020 og í átta mán­uði á árinu 2021. Með­al­fjöldi starfs­manna dróst nokkuð saman milli ára, úr 431 í 396. 

Bláa lónið fékk alls 603,4 millj­­ónir króna í stuðn­­ings­greiðslur úr rík­­is­­sjóði til að standa straum af kostn­aði vegna upp­­­sagna á starfs­­fólki frá maí mán­uði 2020 til og með febr­úar 2021. Það úrræði stjórn­­­­­valda heim­il­aði fyr­ir­tækjum sem orðið höfðu fyrir miklu tekju­­­falli að sækja styrk fyrir allt að 85 pró­­­sent af launa­­­kostn­aði á upp­­­sagn­­­ar­fresti í rík­­­is­­­sjóð. Ein­ungis tvö fyr­ir­tæki fengu hærri upp­sagn­ar­styrki, Icelandair sem fékk 3,7 millj­arða króna og Flug­leiða­hótel ehf. sem fékk 626,7 millj­ónir króna. Ekki er til­greint hvaða aðrar stuðn­ings­greiðslur Bláa lónið fékk á síð­asta ári.

Auk þess nýttu hund­ruð starfs­manna Bláa lóns­ins hluta­bóta­leið­ina svoköll­uðu á meðan að á far­aldr­inum stóð, en kostn­aður vegna þess reikn­ast ekki sem stuðn­ingur við fyr­ir­tæki.

Laun stjórnar og for­­stjóra Bláa lóns­ins á síð­­asta ári voru 903 þús­und evr­­­ur, um 133,3 millj­­ónir króna. Launa­­kostn­aður þeirra í evrum dróst saman um 3,6 pró­sent milli áranna 2020 og 2021.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Þórir Haraldsson er forstjóri Líflands. Félagið flytur inn korn sem það malar í hveiti annars vegar og fóður hins vegar.
Verð á hveiti hækkað um 40 prósent á hálfu ári
Litlar líkur eru á því að hveiti muni skorta hér á landi að sögn forstjóra Líflands en félagið framleiðir hveiti undir merkjum Kornax í einu hveitimyllu landsins. Verð gæti lækkað á næsta ári ef átökin í Úkraínu stöðvast fljótlega.
Kjarninn 24. júní 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, lagði fram tillögu um skipun starfshópsins sem var samþykkt.
Eru íslensku bankarnir að okra á heimilum landsins?
Starfshópur hefur verið skipaður til að greina hvernig íslenskir bankar haga gjaldtöku sinni, hvernig þeir græða peninga og hvort það sé vísvitandi gert með ógagnsæjum hætti í skjóli fákeppni. Hópurinn á að bera það saman við stöðuna á Norðurlöndum.
Kjarninn 24. júní 2022
Valgerður Jóhannsdóttir og Finnborg Salome Steinþórsdóttir eru höfundar greinarinnar Kynjaslagsíða í fréttum: Um fjölbreytni og lýðræðishlutverk fjölmiðla.
Konur aðeins þriðjungur viðmælanda íslenskra fjölmiðla
Hlutur kvenna í fréttum hér á landi er rýrari en annars staðar á Norðurlöndum. Ekki er afgerandi kynjaskipting eftir málefnasviðum í íslenskum fréttum, ólíkt því sem tíðkast víðast hvar annars staðar.
Kjarninn 24. júní 2022
Seðlabankinn tekur beiðni Kjarnans um „ruslaskistu Seðlabankans“ til efnislegrar meðferðar
Nýlegur úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál skikkar Seðlabanka Íslands til að kanna hvort hann hafi gögn um Eignasafn Seðlabanka Íslands undir höndum og leggja í kjölfarið mat á hvort þau gögn séu háð þagnarskyldu.
Kjarninn 24. júní 2022
Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir
Af hverju eru svona mörg kynferðisbrotamál felld niður?
Kjarninn 24. júní 2022
Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Þorsteinn Már Baldvinsson hittust nokkrum sinnum. Sá fyrrnefndi hefur verið ákærður í Namibíu og sá síðarnefndi er með stöðu sakbornings í rannsókn á Íslandi.
Fjármagnsskortur stendur ekki í vegi fyrir áframhaldandi rannsókn á Samherja
Útistandandi réttarbeiðni í Namibíu er stærsta hindrun þess að hægt sé að ljúka rannsókn á Samherjamálinu svokallaða. Skortur á fjármunum er ekki ástæða þess að ákvörðun um ákæru hefur ekki verið tekin, tveimur og hálfu ári eftir að rannsókn hófst.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent