Heilbrigðisráðherra boðar afléttingu sóttvarnaraðgerða

Heilbrigðisráðherra og forstjóri Landspítalans segja allar mögulegar afléttingar í skoðun með hliðsjón af skynsemi og öryggi. Næstu skref verði að aflétta neyðarstigi spítalans. Einungis níu dagar eru síðan að aðgerðir voru hertar.

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Auglýsing

Fram undan eru aflétt­ingar sótt­varn­ar­ráð­stöf­unum sem verða inn­leiddar með stuttum en öruggum skref­um. Þetta kemur fram í grein sem Willum Þór Þórs­son heil­brigð­is­ráð­herra og Guð­laug Rakel Jóns­dótt­ir, settur for­stjóri Land­spít­al­ans, skrif­uðu saman og birt­ist á Vísi í morg­un. 

Þar segir að brýnt sé „að skoða hvernig megi létta á sótt­varn­ar­ráð­stöf­unum til að halda sam­fé­lag­inu sem mest gang­andi. Í sam­ráði við sótt­varna­lækni eru nú allar mögu­legar aflétt­ingar í skoðun með hlið­sjón af skyn­semi og öryggi. Næstu skref eru að aflétta neyð­ar­stigi spít­al­ans. Áður en það er gert verðum við að vera full­viss um að slíkt sé óhætt. Það verður gert að vel ígrund­uðu máli, með hlið­sjón af nýj­ustu spálík­önum og með hlið­sjón af gögnum frá okkar fær­ustu sér­fræð­ing­um.“

Í grein­inni kemur ekki fram hvenær nákvæm­lega von sé á aflétt­ing­um.

Á neyð­ar­stigi frá því í lok des­em­ber og aðgerðir nýlega hertar

Land­spít­al­inn hefur verið á neyð­ar­stigi frá 28. des­em­ber í fyrra og ein­ungis níu dagar eru síðan að harðar sótt­varn­ar­að­gerðir inn­an­lands voru hertar enn frek­ar. Þá var til­kynnt að börum og spila­­sölum yrði gert að loka, ein­ungis tíu manns mættu almennt koma saman og ekki yrði lengur hægt að bjóða fleiri gesti vel­komna á við­­burði gegn því að þeir færu í hrað­próf. Þær aðgerðir áttu að gilda til 2. febr­ú­ar. 

Auglýsing
Katrín Jak­obs­dóttir for­­sæt­is­ráð­herra sagði við frétta­­menn fyrir utan Ráð­herra­­bú­­stað­inn við Tjarn­­ar­­götu við þetta til­efni að það væri óhjá­­kvæmi­­legt að grípa til þess­­ara herð­inga. Hún sagði að staðan væri gríð­­ar­­lega þung inni á Land­­spít­­ala og víðar í heil­brigð­is­­kerf­inu. Full sam­­staða væri í rík­­is­­stjórn­­inni um að herða aðgerðir á þessum tíma­­punkti.

Bjart­ari tímar í kort­unum

Í grein sinni rekja Willum Þór og Guð­laug Rakel árang­ur­inn sem þau segja að hafi náðst bar­átt­unni við kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn og segja það frum­skyldu stjórn­valda að tryggja þær aðstæður að allir geti sótt sér við­un­andi heil­brigð­is­þjón­ustu. „Við ætlum okkur út úr þessum far­aldri og öfl­ugt heil­brigð­is­kerfi er því for­gangs­verk­efn­ið.“

Sér­stak­lega hrósa þau Covid-19 göngu­deild­inni og gjör­gæslu­með­ferð Covid-19 sjúk­linga.  

„Það er ljóst að bjart­ari tímar eru í kort­unum og við þurfum að stíga var­færin skref í átt að aflétt­ing­um. Þrátt fyrir að ein­kenni ómikron séu væg­ari og minna sé um sjúkra­húsinn­lagnir þá er fólk enn að veikj­ast. Eig­in­leikar ómikron veirunnar valda því að mikið er um smit á meðal barna og ung­menna, með til­heyr­andi áhrifum á fjöl­skyldur og sam­fé­lagið í heild.

Heil­brigð­is­kerfið í heild sinni er að takast vel á við þessa áskorun en það er ein­göngu gert með miklu vinnu­fram­lagi heil­brigð­is­starfs­fólks, mik­illi sam­vinnu heil­brigð­is­stofn­ana um allt land, og með sam­stilltum aðgerðum – þ.e. sótt­varn­ar­að­gerðum og aðgerðum stjórn­valda til að létta á álagi og tryggja mönn­un.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Liðsmenn úkraínsku þjóðlagarappsveitarinnar Kalush Orchestra, sem unnu Eurovision um síðasta helgi, voru mættir til úkraínsku borgarinnar Lviv þremur dögum eftir sigurinn.
Ógjörningur að hunsa pólitíkina í Eurovision
Sigur Úkraínu í Eurovision sýnir svart á hvítu að keppnin er pólitísk. Samstaðan sem Evrópuþjóðir sýndu með með orðum og gjörðum hefur þrýst á Samband evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða reglur um pólitík í Eurovision.
Kjarninn 22. maí 2022
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Segir náin tengsl á milli hatursglæpa, vændis, kvenhaturs og útlendingahaturs
Þingmaður Vinstri grænna segir að hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minnihlutahópa sé útsettara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því sé aldrei hægt að gefa afslátt í málaflokkum sem viðkoma þessum hópum.
Kjarninn 21. maí 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Hvernig stendur á þessari vitleysu?“
Þingflokksformaður Viðreisnar telur að líta þurfi á heilbrigðiskerfið í heild sinni og spyr hvort það sé „í alvöru til of mikils ætlast að stjórnvöld ráði við það verkefni án þess að það bitni á heilsu og líðan fólks“.
Kjarninn 21. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ er í lykilstöðu um myndun meirihluta bæjarstjórnar.
Viðræðum Framsóknarflokksins og Vina Mosfellsbæjar slitið
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ tilkynnti Vinum Mosfellsbæjar skömmu fyrir áætlaðan fund þeirra í morgun að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum. Líklegast er að Framsókn horfi til þess að mynda meirihluta með Samfylkingunni og Viðreisn.
Kjarninn 21. maí 2022
Gísli Pálsson
„Svartur undir stýri“: Tungutak á tímum kynþáttafordóma
Kjarninn 21. maí 2022
Horft frá toppi Úlfarsfells yfir Blikastaði
Blikastaðir eru „fallegasta byggingarland við innanverðan Faxaflóa“
„Notaleg“ laxveiði, æðardúnn í eina sæng á ári og næstu nágrannar huldufólk í hóli og kerling í bæjarfjallinu. Blikastaðir, ein fyrsta jörðin sem Viðeyjarklaustur eignaðist á 13. öld, á sér merka sögu.
Kjarninn 21. maí 2022
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum
Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.
Kjarninn 21. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent