Núverandi kerfi svo uppfull af plástrum að það er „næsta vonlaust“ að skilja hvernig þau virka

Þingmaður Pírata segir að þingmenn verði að sýna þjóðinni það að þeir séu tilbúnir að leggja sitt af mörkum til að vinna sem ein heild.

Gísli Rafn Ólafsson þingmaður Pírata.
Gísli Rafn Ólafsson þingmaður Pírata.
Auglýsing

„Ólíkt flestum ræðum sem haldnar eru undir þessum lið, störf þings­ins, þá ætla ég að nota þetta tæki­færi til að tala akkúrat um það, störf þings­ins.“

Þannig hóf Gísli Rafn Ólafs­son þing­maður Pírata ræðu sína á Alþingi í vik­unni undir liðnum störf þings­ins.

Hann sagði að það væri iðu­lega þannig að þegar bent væri á að ein­hver kerfi á Íslandi væru gölluð væri svar rík­is­stjórn­ar­innar að ekki væri vert að gera neitt í þeim núna því að heild­ar­end­ur­skoðun þyrfti að fara fram í þessum mála­flokki í stað þess að bæta fleiri plástrum á núver­andi kerfi.

Auglýsing

Gísli Rafn sagði að rík­is­stjórnin hefði að vissu leyti rétt fyrir sér. „Nú­ver­andi kerfi eru svo upp­full af plástrum að það er næsta von­laust fyrir neinn að skilja hvernig þau virka. Gott dæmi um þetta er það stuðn­ings­net sem búið hefur verið til fyrir eldra fólk og öryrkja. En það þýðir heldur ekki að nota heild­ar­end­ur­skoðun fyrir sem afsökun fyrir því að gera ekki neitt. En af hverju tekur svo langan tíma að ná fram heild­ar­end­ur­skoðun á mik­il­vægum mála­flokk­um?“ spurði hann.

„Jú, ástæðan er frekar ein­föld og liggur í þeim vinnu­brögðum sem tíðkast hjá meiri hlut­an­um. Starfs­fólk ráðu­neyta er sett í að vinna ný frum­vörp, oft án mik­illar þátt­töku þings­ins og þeirra sem lögin hafa áhrif á, frum­vörp sem síðan er reynt að keyra í gegnum þingið án mik­illar umræðu. Þetta leiðir til þess að engin sam­staða næst um við­kom­andi heild­ar­end­ur­skoðun og hún endar ofan í skúffu þar til á næsta þingi, þar sem hún er lögð fram lítið breytt og mætir sömu enda­lokum ár eftir ár.

Leiðin út úr þess­ari vit­leysu er ein­föld en krefst fórna. Grund­völl­ur­inn felst í vilj­anum til þess að hlusta á og taka til­lit til skoð­ana ann­arra og virkja fleiri í vinn­unni við að skapa ný kerfi. Við þing­menn verðum dæmd af því í næstu kosn­ingum um hversu vel við höfum unnið saman að því að bæta sam­fé­lag­ið. Sýnum þjóð­inni það að við séum til­búin til að leggja okkar af mörkum til að vinna sem ein heild,“ sagði hann að lok­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonur mannsins með leppinn: „Svona flúði ég vígasamtök föður míns“
Dakota Adams, sonur leiðtoga vígasamtakanna the Oath Keepers, ólst upp við að heimsendir væri í nánd og að öruggast væri að klæðast herklæðum og eiga sem flestar byssur. Dakota tókst að frelsa móður sína og yngri systkini frá heimilisföðurnum.
Kjarninn 5. desember 2022
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf hjá Veitum.
Aðstoðarmaður borgarstjóra ráðinn, án auglýsingar, í nýja yfirmannsstöðu hjá Veitum
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf þróunar- og viðskiptastjóra hjá Veitum, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur. Starfið var ekki auglýst, samkvæmt svari sem Kjarninn fékk frá Orkuveitunni.
Kjarninn 5. desember 2022
María Heimisdóttir.
María hættir – Vill ekki taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun
María Heimisdóttir hefur sagt upp störfum sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hún segist ekki vilja taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun.
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Migration and Integration in the Era of Climate Change
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Fólksflutningar og samþætting á tímum loftslagsbreytinga
Kjarninn 5. desember 2022
Helga Árnadóttir hannar og myndskreytir Lestar Flóðhesta
Lestrar Flóðhestar eru fjölskylduverkefni
Lestrar Flóðhestar eru ný spil fyrir börn sem eru að taka sín fyrstu skref í lestri. „Okkur fannst vanta eitthvað fjörugt og skemmtilegt í lestrarúrvalið fyrir byrjendur,“ segir Helga Árnadóttir sem hannar og myndskreytir spilin.
Kjarninn 5. desember 2022
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
„Þetta er bara eins og að fara með rangt barn heim af róló“
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi skaut föstum skotum að forsvarsmönnum Bankasýslunnar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og sakaði Lárus Blöndal um að hafa talað gegn betri vitund er hann sjálfur kom fyrir nefndina.
Kjarninn 5. desember 2022
Þórður Snær Júlíusson
Er Tene nýju flatskjáirnir eða eru kerfin og þeir sem stjórna þeim kannski vandamálið?
Kjarninn 5. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent