Núverandi kerfi svo uppfull af plástrum að það er „næsta vonlaust“ að skilja hvernig þau virka

Þingmaður Pírata segir að þingmenn verði að sýna þjóðinni það að þeir séu tilbúnir að leggja sitt af mörkum til að vinna sem ein heild.

Gísli Rafn Ólafsson þingmaður Pírata.
Gísli Rafn Ólafsson þingmaður Pírata.
Auglýsing

„Ólíkt flestum ræðum sem haldnar eru undir þessum lið, störf þings­ins, þá ætla ég að nota þetta tæki­færi til að tala akkúrat um það, störf þings­ins.“

Þannig hóf Gísli Rafn Ólafs­son þing­maður Pírata ræðu sína á Alþingi í vik­unni undir liðnum störf þings­ins.

Hann sagði að það væri iðu­lega þannig að þegar bent væri á að ein­hver kerfi á Íslandi væru gölluð væri svar rík­is­stjórn­ar­innar að ekki væri vert að gera neitt í þeim núna því að heild­ar­end­ur­skoðun þyrfti að fara fram í þessum mála­flokki í stað þess að bæta fleiri plástrum á núver­andi kerfi.

Auglýsing

Gísli Rafn sagði að rík­is­stjórnin hefði að vissu leyti rétt fyrir sér. „Nú­ver­andi kerfi eru svo upp­full af plástrum að það er næsta von­laust fyrir neinn að skilja hvernig þau virka. Gott dæmi um þetta er það stuðn­ings­net sem búið hefur verið til fyrir eldra fólk og öryrkja. En það þýðir heldur ekki að nota heild­ar­end­ur­skoðun fyrir sem afsökun fyrir því að gera ekki neitt. En af hverju tekur svo langan tíma að ná fram heild­ar­end­ur­skoðun á mik­il­vægum mála­flokk­um?“ spurði hann.

„Jú, ástæðan er frekar ein­föld og liggur í þeim vinnu­brögðum sem tíðkast hjá meiri hlut­an­um. Starfs­fólk ráðu­neyta er sett í að vinna ný frum­vörp, oft án mik­illar þátt­töku þings­ins og þeirra sem lögin hafa áhrif á, frum­vörp sem síðan er reynt að keyra í gegnum þingið án mik­illar umræðu. Þetta leiðir til þess að engin sam­staða næst um við­kom­andi heild­ar­end­ur­skoðun og hún endar ofan í skúffu þar til á næsta þingi, þar sem hún er lögð fram lítið breytt og mætir sömu enda­lokum ár eftir ár.

Leiðin út úr þess­ari vit­leysu er ein­föld en krefst fórna. Grund­völl­ur­inn felst í vilj­anum til þess að hlusta á og taka til­lit til skoð­ana ann­arra og virkja fleiri í vinn­unni við að skapa ný kerfi. Við þing­menn verðum dæmd af því í næstu kosn­ingum um hversu vel við höfum unnið saman að því að bæta sam­fé­lag­ið. Sýnum þjóð­inni það að við séum til­búin til að leggja okkar af mörkum til að vinna sem ein heild,“ sagði hann að lok­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Myndin er fengin úr kerfisáætlun Landsnets 2016-2025. „DC-strengur á Sprengisandsleið hefur jákvæð áhrif á mögulega lengd jarðstrengja á Norðurlandi,“ segir í myndatexta.
Sprengisandskapall „umfangsmikil og dýr“ framkvæmd fyrir „fáa kílómetra“ af jarðstreng í Blöndulínu
Landsnet tekur ekki undir þau sjónarmið Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi að skynsamlegt sé að leggja jarðstreng yfir Sprengisand til að auka möguleika á því að leggja hluta Blöndulínu 3 í jörð.
Kjarninn 20. maí 2022
Hersir Sigurgeirsson
Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.
Kjarninn 20. maí 2022
Hvernig gengur að koma úkraínskum flóttabörnum inn í skólakerfið?
Langfæst börn sem flúið hafa stríðið í Úkraínu með foreldrum sínum á síðustu vikum og mánuðum eru komin inn í skólakerfið hér á landi og spila þar inn margir þættir. Samstarf á milli stærstu sveitarfélaganna hefur þó gengið vel.
Kjarninn 20. maí 2022
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB
„Hlutverk hins opinbera er að tryggja öllum húsnæðisöryggi“
Formaður BSRB segir að margt sé til bóta í tillögunum starfshóps um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði – og gefi ástæðu til hóflegrar bjartsýni um betri tíma.
Kjarninn 19. maí 2022
Árni Guðmundsson
Af þreyttasta frumvarpi Íslandssögunnar
Kjarninn 19. maí 2022
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent