Hraðpróf í tengslum við smitgát úr sögunni og fólk í einangrun má fara í stutta göngutúra

Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð þess efnis að þeir sem eru í smitgát þurfi ekki lengur að fara í hraðpróf, heldur einungis að fara gætilega. Einnig er rýmkað fyrir útiveru þeirra sem eru í einangrun.

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Auglýsing

Ein­stak­lingum sem sæta smit­gát í kjöl­far smitrakn­ingar verður ekki lengur skylt að fara í hrað­próf við upp­haf og lok smit­gátar frá og með morg­un­deg­in­um, en þeir þurfa hins vegar að fara gæti­lega í 7 daga og í PCR próf ef ein­kenni koma fram.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá heil­brigð­is­ráðu­neyt­inu á vef stjórn­ar­ráðs­ins, en Willum Þór Þórs­son hefur stað­fest reglu­gerð þessa efn­is.

Sama reglu­gerð veitir ein­stak­lingum sem eru í ein­angrun jafn­framt tak­mark­aða heim­ild til úti­veru – þeir mega fara í göngu­ferð í nærum­hverfi heim­ilis en verða að gæta að minnsta kosti tveggja metra fjar­lægðar frá öðrum veg­far­end­um. Miðað er við tvær göngu­ferðir á dag, að hámarki 30 mín­útur í senn.

Auglýsing

Á vef stjórn­ar­ráðs­ins segir að breyt­ing­arnar á reglum um smit­gát séu gerðar í sam­ræmi við til­lögu Þór­ólfs Guðna­sonar sótt­varna­læknis og vísað er til þess að í minn­is­blaði hans til ráð­herra segi að ein­ungis um 1 pró­sent af þeim tæp­lega 16.500 ein­stak­lingum sem sættu smit­gát á fyrstu 16 dögum árs­ins hefðu greinst smituð í kjöl­far prófs.

„Full ástæða er til að end­ur­skoða þetta fyr­ir­komu­lag sér­stak­lega í ljósi lágs hlut­falls smita og mik­ils fjölda sýna sem taka þarf,“ segir í minn­is­blaði sótt­varna­læknis um þetta efni.

„Líkt og verið hefur mun rakn­ingateymi leggja mat á hverjir skuli sæta sótt­kví og hverjir smit­gát með hlið­sjón af því hve mikið hver og einn hefur verið útsettur fyrir smiti. Hjá þeim sem útsetn­ingin er metin óveru­leg gilda óbreyttar reglur um smit­gát, að öðru leyti en því að smit­gát stendur nú yfir í 7 daga og ekki er skylt að taka hrað­próf í upp­hafi eða við lok henn­ar. Ef ein­stak­lingur í smit­gát finnur fyrir ein­kennum sem bent geta til Covid-19 skal hann fara í PCR-­próf.

Þeir sem eru í smit­gát mega sækja vinnu og skóla og sinna nauð­syn­legum erind­um. Þeir þurfa að hafa hug­fast að smit er ekki úti­lok­að, sýna aðgát, gæta vel að per­sónu­legum sótt­vörnum og fara þegar í stað í PCR sýna­töku ef ein­kenni um smit koma fram. Meðan á smit­gát stendur skal tak­marka sam­neyti við við­kvæma ein­stak­linga og aðra eins og hægt er,“ segir í til­kynn­ingu ráðu­neyt­is­ins.

Engar ráð­legg­ingar um úti­veru í minn­is­blaði Þór­ólfs

Í minn­is­blaði sótt­varna­læknis er ekk­ert fjallað um þær breyt­ingar sem einnig eru kynntar til sög­unnar í dag og varða aukna úti­veru þeirra sem eru í ein­angrun eftir að hafa greinst með COVID-19.

Í til­kynn­ing­unni á vef ráðu­neyt­is­ins segir að núgild­andi reglur feli í sér að þeir sem eru í ein­angrun megi í dag fara út á svalir eða út í einka­garð við heim­ili sitt, ef heilsan leyfi.

„Með þeirri breyt­ingu sem heil­brigð­is­ráð­herra hefur ákveðið verður við­kom­andi heim­ilt að fara í göngu­ferð í nærum­hverfi heim­ilis síns ef heilsa leyf­ir. Þeir þurfa að halda sig í a.m.k. 2 metra fjar­lægð frá öðrum veg­far­endum og mega ekki fara á fjöl­sótt svæði. Miðað er við tvær göngu­ferðir á dag, að hámarki 30 mín­útur í senn. Ekki unnt að bjóða full­orðnum sem eru í ein­angrun í sótt­varna­húsum úti­veru en slíkt verður í boði fyrir börn,“ segir í til­kynn­ingu ráðu­neyt­is­ins.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Húsnæðisstuðningur skuli fyrst og fremst nýtast þeim sem á þurfa að halda
Ljóst er að staða leigjenda út frá húsnæðisöryggi og byrði húsnæðiskostnaðar er lakari en þeirra sem eiga eigin íbúð. Aðgerða er þörf sem miða m.a. að því að lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 19. maí 2022
Margar kvartanir byggðar „á misskilningi“
UN Women lýsa yfir þungum áhyggjum af aðstæðum einstaklinga sem hingað hafa leitað að skjóli og eru hluti af búsetuúrræði ÚTL á Ásbrú. Samkvæmt ÚTL hefur aðstaðan verið í stöðugri endurskoðun undanfarna rúma tvo mánuði.
Kjarninn 19. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að vinna þegar maður tapar
Kjarninn 19. maí 2022
Claudia Ashanie Wilson, Eiríkur Rögnvaldsson, Eliza Reid, Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, Gísli Pálsson og Sema Erla Serdaroglu
Kynþáttamörkun
Kjarninn 19. maí 2022
Mestu sóknarfærin í innlendri matvælaframleiðslu liggja í aukinni framleiðslu korns sem og í að auka hlutdeild innlendrar framleiðslu grænmetis.
Vinna þarf áhættugreiningu fyrir atburði sem geta raskað fæðuöryggi landsins
Matvælaráðherra hefur lagt fyrir ríkisstjórn 16 tillögur um aðgerðir til að auka fæðuöryggi Íslands. Nú þegar hefur starfshópur um neyðarbirgðir verið settur á laggirnar en áhersla þarf að vera á öryggi framboðs, þrátt fyrir baktryggingu í neyðarbirgðum.
Kjarninn 19. maí 2022
Kim Kardashian á rauða dregli Met Gala fyrr í þessum mánuði. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin skipti hún yfir í endurgerð kjólsins til þess að koma í veg fyrir skemmdir á þeim upprunalega.
„Sögufrægum flíkum ætti enginn að klæðast, nokkurn tímann“
Fyrr í mánuðinum mætti Kim Kardashian á Met Gala í sögufrægum kjól sem var í eigu Marilyn Monroe. Svo mjög voru forverðir óánægðir með uppátækið að ICOM, alþjóðaráð safna, sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 18. maí 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir marga hljóta að spyrja hvað LOGOS fékk greitt fyrir minnisblað um Bankasýsluna
Þingmaður Samfylkingar segir að ef mönnum sé alvara um að fara í saumana á sölunni á Íslandsbanka sé það ekki ekki gert með aðkeyptum lögfræðiálitum sem bæta engu við málflutninginn og er komið með forgangi til ákveðinna fjölmiðla til forsíðubirtingar.“
Kjarninn 18. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent