Langvarandi COVID sjaldgæft hjá börnum og unglingum

Sjaldgæft er að börn og unglingar finni fyrir einkennum COVID-19 í meira en tólf vikur, samkvæmt niðurstöður rýni á fjórtán rannsóknum um hið svokallaða langvarandi COVID.

Stúlkur í Rúmeníu færa kennara sínum blóm á fyrsta skóladeginum.
Stúlkur í Rúmeníu færa kennara sínum blóm á fyrsta skóladeginum.
Auglýsing

Börn og ung­lingar sem fá COVID-19 fá sjaldan ein­kenni sem vara lengur en í tólf vik­ur. Þetta er nið­ur­staða rýni hóps vís­inda­manna í fjórtán rann­sóknir sem gerðar hafa verið á fyr­ir­bæri sem kallað hefur verið langvar­andi COVID (long covid).

Nið­ur­staða rýn­innar var birt í vís­inda­tíma­rit­inu Pedi­at­ric Infect­i­ous Dise­ase Journal, og bendir hún til að langvar­andi COVID sé fágæt­ara hjá börnum og ung­lingum en áður hafði verið ótt­ast. Þrátt fyrir þessa nið­ur­stöðu er talið að frek­ari rann­sókna sé þörf til að varpa skýru ljósi á hætt­una á hinum langvar­andi ein­kennum sjúk­dóms­ins meðal ungs fólks.

Þær fjórtán rann­sóknir sem voru rýndar náðu til tæp­lega 20 þús­und barna og ung­linga sem fengið höfðu langvar­andi ein­kenni eftir að sýkj­ast.

Auglýsing

„Þegar þú ert að meta áhættu og ávinn­ing af bólu­efnum þá viltu alltaf vera viss að sá skaði sem sjúk­dóm­ur­inn veldur sé meiri en mögu­legur skaði af bólu­setn­ing­u,“ hefur Guar­dian eftir einum með­höf­unda rann­sókn­ar­inn­ar, Nigel Curtis, pró­fessor í smit­sjúk­dómum barna við Háskól­ann í Mel­bo­urne og sér­fræð­ingur hjá Mur­doch Children’s Res­e­arch Institu­te. Þar sem hættan á alvar­legum veik­indum vegna COVID-19 hjá börnum sé talin lítil sé lyk­il­at­riði að varpa skýru ljósi á langvar­andi áhrif sjúk­dóms­ins.

Ýmis­legt getur að sögn Curtis skekkt nið­ur­stöður í rann­sókn­um. Til að mynda sé almennt lík­legra að fólk sem finni fyrir miklum ein­kennum svari spurn­ingum um ein­kenni sjúk­dóms­ins en þeir sem fengu lítil eða engin ein­kenni. Það kunni að hafa gerst í ein­hverjum þeirra rann­sókna sem gerðar hafi verið á langvar­andi COVID.

Hann segir mik­il­vægt að gera ekki lítið úr þeirri stað­reynd að langvar­andi ein­kenni geti verið til staðar hjá börnum og að þau þurfi að greina og með­höndla. Enn er margt á huldu hvað þetta varð­ar. Engin ein almenn skil­grein­ing er enn til sem flækir með­ferð við kvill­un­um.

Tvö börn á sjúkra­húsi á Íslandi

Í annarri rann­sókn, sem einnig var gerð af Mur­doch-­rann­sókn­ar­stofn­un­inni, benda nið­ur­stöð­urnar til að delta-af­brigði kór­ónu­veirunnar sé ekki að valda alvar­legri sjúk­dóms­ein­kennum hjá börnum en fyrri afbrigði. Hins vegar hafi smit­hæfni afbrigð­is­ins gert það að verkum að smit­tíðni hjá börnum og ung­lingum er hærri.

Tvö börn með COVID-19 liggja á Land­spít­al­an­um. Annað þeirra var á gjör­gæslu­deild í gær en var svo fært á almenna deild. Þetta er í fyrsta sinn frá upp­hafi far­ald­urs­ins sem leggja þarf inn börn vegna sjúk­dóms­ins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eggert Gunnþór Jónsson er hér til vinstri í leik gegn Hvíta-Rússlandi á Evrópumóti U-21 landsliða árið 2011.
Eggert Gunnþór segist saklaus
Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafnar ásökunum um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010 og segist fullkomlega saklaus.
Kjarninn 22. október 2021
Ingrid Kuhlman
Munurinn á dánaraðstoð og sjálfsvígi er mikill
Kjarninn 22. október 2021
Sérfræðingar frá Syndis og Advania hafa tekið þátt í að skoða málið undanfarna daga.
Hætta á að tölvuþrjótar hafi komist yfir tölvupósta frá starfsmönnum HR
Rektor HR tilkynnti starfsfólki skólans það eftir hádegi í dag að möguleiki væri á því að tölvupóstar, jafnvel ár aftur í tímann, væru í höndum tölvuþrjóta. Ekki er þó ljóst hvort svo sé eða ekki, eða hvort afleiðingar af því verði einhverjar.
Kjarninn 22. október 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Rafmagnað Grænland og Ísland?
Kjarninn 22. október 2021
Biður hagsmunasamtök að tjá sig ekki um verðhækkanir
Samkeppniseftirlitið brýnir fyrir forsvarsmönnum hagsmunasamtaka að taka ekki þátt í umfjöllunum um hækkandi vöruverð, þar sem samtökin eiga að fara gætilega þegar kemur að umræðu sem hefur áhrif á verðlagningu fyrirtækja.
Kjarninn 22. október 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 44. þáttur: Drukkni sjóguninn
Kjarninn 22. október 2021
Samherji hf. er á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki og raunar einnig Samherji Ísland ehf. og fleiri dótturfélög Samherja. Hins vegar er Samherji Holding ehf. ekki á lista, líklega þar sem félagið hefur ekki enn skilað ársreikningi fyrir árið 2019.
Bæði Samherji og Init ofarlega á listum yfir „framúrskarandi fyrirtæki“ ársins
Alls eru 878 fyrirtæki á lista CreditInfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki árið 2021. Sum þeirra sem skipa efstu sætin á listum hafa verið til umfjöllunar undanfarin misseri fyrir hátterni sem erfitt er að tengja við það að skara fram úr.
Kjarninn 22. október 2021
Hallgrímskirkja
„Við eigum sögu sem við þurfum heldur betur að læra af“
Sam­skipta­stjóri Bisk­ups­stofu segir að það sé skylda kirkj­unnar að læra af sögu hennar er varðar við­brögð við kyn­ferð­is­legri áreitni og ofbeldi. Ein formleg ásökun hefur borist á borð Biskupsstofu frá því Agnes M. Sigurðar­dóttir tók við embætti.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiErlent