Traust á ríkisstjórninni til að takast á við COVID-krísuna aldrei jafn lágt

Kvíði vegna kórónuveirufaraldursins hefur aldrei mælst minni samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Galllup. Kjósendur Sjálfstæðisflokks treysta ríkisstjórninni áberandi best til að takast á við efnahagslegar afleiðingar faraldursins en traustið hefur almennt dalað.

Hátt í helmingur svarenda segist treysta ríkisstjórninni til þess að takast á við efnahagsleg áhrif veirufaraldurs. Hlutfall þeirra sem treystra ríkisstjórninni fyrir verkefninu hefur aldrei verið jafn lágt.
Hátt í helmingur svarenda segist treysta ríkisstjórninni til þess að takast á við efnahagsleg áhrif veirufaraldurs. Hlutfall þeirra sem treystra ríkisstjórninni fyrir verkefninu hefur aldrei verið jafn lágt.
Auglýsing

Traust á rík­is­stjórn­inni til að takast á við efna­hags­leg áhrif COVID-19 far­ald­urs­ins hefur aldrei mælst minna en nú sam­kvæmt nýjum Þjóð­ar­púlsi Gallup. Þriðj­ungur svar­enda seg­ist treysta rík­is­stjórn­inni illa eða alls ekki til þess að takast á við efna­hags­legu áhrif­in. Hátt í helm­ingur svar­enda, eða 48 pró­sent, seg­ist treysta rík­is­stjórn­inni vel eða full­kom­lega í þessu til­liti en 19 pró­sent svar­enda hvorki né.

Traust til rík­is­stjórn­ar­innar eykst með hækk­andi aldri en lít­ill munur er á afstöðu kynj­anna. Þriðj­ungur svar­enda yngri en 30 ára segj­ast treysta rík­is­stjórn­inni vel til þess að takast á við efna­hags­leg áhrif far­ald­urs­ins. Í næsta ald­urs­flokki fyrir ofan, hjá þeim sem eru 30-39 ára mælist traustið 37 pró­sent. Traustið er komið upp í 49 pró­sent hjá þeim sem eru 40-49 ára og hjá þeim sem eru 50-59 ára mælist traustið 55 pró­sent. Traustið mælist mest hjá elsta ald­urs­hópnum en 58 pró­sent svar­enda sem eru 60 ára eða eldri segj­ast treysta rík­is­stjórn­inni til þess að takast á við efna­hags­leg áhrif COVID-19.

Kjós­endur Sjálf­stæð­is­flokks­ins treysta rík­is­stjórn­inni afger­andi best til þess að takast á við efna­hags­legu áhrifin eða 92 pró­sent. Meiri­hluti kjós­enda hinna rík­is­stjórn­ar­flokk­anna treysta stjórn­inni til að takast á við verk­efn­ið, 74 pró­sent kjós­enda Vinstri grænna treysta stjórn­inni vel til þess og 70 pró­sent kjós­enda Fram­sókn­ar­flokks­ins. Minnst mælist traustið hjá kjós­endum Pírata, 15 pró­sent kjós­enda flokks­ins treysta stjórn­inni en 62 pró­sent treysta henni illa.

Auglýsing

Kvíði vegna far­ald­urs­ins aldrei minni

Á dög­unum sagði Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir í við­tali við Vísi að allt benti til þess að hér hafi hjarð­ó­næmi verið náð og að Íslend­ingar gætu hrósað happi yfir stöð­unni. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum á covid.is stendur nýgengni inn­an­lands­smita í 219,5 á hverja 100 þús­und íbúa en það hefur lækkað í hverri viku frá því í febr­úar þegar nýgengi fór yfir 10 þús­und.

Allt bendir til því þess að þjóðin sé að sigla hægt og rólega út úr far­aldr­in­um. Frétta­flutn­ingur af far­aldr­inum gefur það einnig til kynna en dregið hefur úr umfjöllun um hann á síð­ustu vik­um. Mæl­ingar á kvíða lands­manna yfir far­aldr­inum end­ur­spegla þessa þróun en hann hefur aldrei mælst jafn lít­ill. Nú segj­ast þrír af hverjum fjórum finna fyrir litlum eða engum kvíða yfir far­aldr­in­um. Í Þjóð­ar­púlsi Gallup frá því í jan­úar sögð­ust rétt rúm­lega helm­ingur svar­enda finna fyrir litlum eða engum kvíða vegna far­ald­urs­ins.

Á síð­ustu mán­uðum hafa áhyggjur fólks af því að smit­ast af COVID-19 einnig minnk­að. Nú segj­ast 58 pró­sent svar­enda ótt­ast það frekar lítið eða mjög lítið að smit­ast. Ein­ungis einu sinni áður hefur þetta hlut­fall mælst hærra en það var í júlí í fyrra þegar 68 pró­sent sögð­ust ótt­ast smit lítið eða mjög lít­ið.

Könn­unin var fram­kvæmd þann 28. apríl til 8. maí. Í úrtaki könn­un­ar­innar voru 1654 ein­stak­lingar sem valdir voru úr við­horfa­hópi Gallup. Fjöldi sva­enda var 854 og þátt­töku­hlut­fall því 51,6 pró­sent.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Myndin er fengin úr kerfisáætlun Landsnets 2016-2025. „DC-strengur á Sprengisandsleið hefur jákvæð áhrif á mögulega lengd jarðstrengja á Norðurlandi,“ segir í myndatexta.
Sprengisandskapall „umfangsmikil og dýr“ framkvæmd fyrir „fáa kílómetra“ af jarðstreng í Blöndulínu
Landsnet tekur ekki undir þau sjónarmið Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi að skynsamlegt sé að leggja jarðstreng yfir Sprengisand til að auka möguleika á því að leggja hluta Blöndulínu 3 í jörð.
Kjarninn 20. maí 2022
Hersir Sigurgeirsson
Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.
Kjarninn 20. maí 2022
Hvernig gengur að koma úkraínskum flóttabörnum inn í skólakerfið?
Langfæst börn sem flúið hafa stríðið í Úkraínu með foreldrum sínum á síðustu vikum og mánuðum eru komin inn í skólakerfið hér á landi og spila þar inn margir þættir. Samstarf á milli stærstu sveitarfélaganna hefur þó gengið vel.
Kjarninn 20. maí 2022
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB
„Hlutverk hins opinbera er að tryggja öllum húsnæðisöryggi“
Formaður BSRB segir að margt sé til bóta í tillögunum starfshóps um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði – og gefi ástæðu til hóflegrar bjartsýni um betri tíma.
Kjarninn 19. maí 2022
Árni Guðmundsson
Af þreyttasta frumvarpi Íslandssögunnar
Kjarninn 19. maí 2022
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent