Tíu eftirminnileg atriði á tímum sóttvarnaaðgerða

Tvö áru síðan óvissustigi vegna kórónuveirufaraldursins var fyrst lýst yfir á Íslandi. Á þessum tíma hefur veiran haft ýmis áhrif á daglegt líf landsmanna. Hér eru tíu atriði sem vert er að rifja upp þegar leiðin út úr faraldrinum virðist loks greið.

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur haldið ófáar hvatningaræðurnar á tímum kórónuveirufaraldursins hér á landi.
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur haldið ófáar hvatningaræðurnar á tímum kórónuveirufaraldursins hér á landi.
Auglýsing

Óvissu-, hættu- og neyð­ar­stig almanna­varna frá því að kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn braust út hér á landi hefur níu sinnum verið lýst yfir og upp­lýs­inga­fundir almanna­varna eru orðnir 196 tals­ins. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá fyrsta upp­lýs­inga­fund­inum sem hald­inn var í Sam­hæf­ing­ar­mið­stöð almanna­varna 27. febr­úar 2020, degi áður en fyrsta smitið greind­ist hér á landi, þar sem sótt­varna­læknir var full­viss um að heil­brigð­is­kerfið myndi ráða við verstu mögu­legu sviðs­mynd vegna veirunnar. 300 til­felli og tíu dauðs­föll. Fund­ur­inn reynd­ist sá fyrsti í funda­röð­inni „upp­lýs­inga­fundir almanna­varna“, sem nálg­ast brátt 200 tals­ins, og voru meðal vin­sæl­ustu dag­skrár­liða Rík­is­út­varps­ins þegar far­ald­ur­inn stóð sem hæst.

Smitin eru orðin aðeins fleiri en 300, eða alls 64.486 ef miðað er við nýjystyu tölu, rúm­lega 95 þús­und hafa lokið sótt­kví og rúm­lega milljón sýni hafa verið tekin inn­an­land. En nú horfir loks til betri veg­ar. Sótt­kví var svo gott sem afnumin í vik­unni og í gær kynntu stjórn­völd aflétt­ing­ar­á­ætlun sótt­varna­að­gerða. Almanna­varnir og helstu ráða­menn hafa ítrekað sagt bjart­ari tíma vera fram undan og nú er útlit fyrir að svo sé í raun og veru. Sam­kvæmt áætl­un­inni, sem er í þremur skref­um, verður öllum sótt­varna­að­gerðum aflétt 14. mars.

Í ljósi þess er til­valið að líta um öxl og finna til nokkur atriði sem settu svip sinn á þróun far­ald­urs­ins hér á landi. Sum bros­leg og önnur sem jafn­vel munu vekja upp sökn­uð.

Auglýsing

1. Fjar­lægð­ar­tak­mark­anir og þróun tveggja metra regl­unnar

Á fyrstu upp­lýs­inga­fundum þrí­eyk­is­ins stóðu, eða öllu heldur sátu, Víðir Reyn­is­son yfir­lög­reglu­þjónn almanna­varna­deildar rík­is­lög­reglu­stjóra, Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir og Alma Möller land­læknir þétt saman á efstu hæð í mat­salnum í Sam­hæf­ing­ar­mið­stöð almanna­varna í Skóg­ar­hlíð.

Eftir því sem fund­unum fjölg­aði breikk­aði bil­ið. Fljót­lega voru fund­irnir fluttir í gám fyrir utan Skóg­ar­hlíð­ina og orðið „fjar­lægð­ar­tak­mörk“ kynnt til sög­unnar þar sem meira bil var á milli fund­ar­manna, auk þess sem þau stóðu á fund­un­um.

Bilið milli þríeykisins og gesta upplýsingafunda almannavarna breikkaði eftir því sem fundunum fjölgaði. Mynd: Almannavarnir/samsett

2. Þegar lands­menn voru beðnir um að ferð­ast inn­an­húss og þrí­eykið tók lagið

Í aðdrag­anda páska 2020 voru lands­menn hvattir til að ferð­ast inn­an­húss. Í fyrstu voru ein­hverjir sem tóku því sem svo að verið væri að beina því til fólks að ferð­ast inn­an­lands. Þegar kom í ljós að mælst var gegn því kom lagið „Ferð­umst inn­an­húss“ til sög­unnar þar sem lands­þekktir lista­menn sýndu mik­il­vægi þess að standa sam­an, meðal ann­ars með því að sleppa ferða­lögum um pásk­ana og ein­fald­lega ferð­ast inn­an­húss. Þrí­eykið tók meira að segja lag­ið.

3. Þrí­eyk­is-­bol­irnir

Þríeykið fékk að sjálfsögðu afhenta boli.

Enn af þrí­eyk­inu. „Ég hlýði Víði“ varð fljótt við­ur­kenndur frasi og ekki leið á löngu þar til hægt var að skarta orð­unum í prófíl­mynd á Face­book. En sam­staðan var slík á þessum tíma, í apríl 2020, að ekki leið á löngu þar til stutt­erma­bolir með ein­kunn­ar­orðum þrí­eyk­is­ins, hvers fyrir sig, voru komnir í sölu.

Þannig var hægt að styðja sótt­varna­lækni með áletr­un­inni „Ég geng um gólf fyrir Þórólf“ og Ölmu land­lækni „Við erum öll Almanna­varn­ir“. Eftir því sem Kjarn­inn kemst næst eru bol­irnir ekki lengur í sölu svo þeir sem náðu að verða sér út um slíka á sínum tíma ættu að halda fast í verð­mæt­in.

4. „Syngjum veiruna í burtu“

Fleiri en þrí­eykið (og Helgi Björns) not­uðu söng til að kom­ast í gegnum far­ald­ur­inn. Í apríl 2020 var Face­book-hóp­ur­inn „Syngjum veiruna í burtu, öllum frjálst að leggja sitt af mörk­um“ stofnuð og á örskömmum tíma rigndi inn mynd­skeiðum af inni­lok­uðum lands­mönnum þenja radd­bönd­in. Mikil sam­staða hefur ein­kennt hóp­inn, sem tók sig meðal ann­ars saman og söng nýjan texta við lagið „Eye of the Tiger“ sem átti að fæla vei­una í burtu. Yfir 20 þús­und manns eru í hópnum og hann lifir enn furðu góðu lífi.

5. Kara­oke á írska barnum

Allt horfði til betri vegar vorið 2020, inn­an­lands­smit greindust ekki um tíma og skemmt­ana­lífið fór að taka við sér. Enn og aftur kom söngur við sögu í far­aldr­in­um. Þeim sem gripu í míkró­fón­inn í kara­oke-her­berg­inu á Iris­hman Pub tókst að vísu ekki að syngja veiruna í burtu heldur urðu fyrir barð­inu á henni. Í kjöl­farið var krám og skemmti­stöðum lokað tíma­bundið og ný bylgja far­ald­urs­ins blasti við.

6. Vin­konu­dagur Þór­dísar og heim­sókn Bjarna í Ásmund­ar­sal

Vanga­veltur um brot á sótt­varna­regl­um, sér­stak­lega þegar ráða­menn eiga í hlut, verður lík­lega ekki á meðal þess sem fólk mun koma til með að sakna við far­ald­ur­inn. Tvö mál þessu tengdu báru hæst, ann­ars vegar þegar Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir birti mynd af sér með vin­konum á sam­fé­lags­miðl­um. Rík­­is­­stjórn­­in, sem Þór­­dís Kol­brún situr í, hafði nokkrum vikum áður hert reglur vegna þess að önnur bylgja kór­ón­u­veirusmita var að gera vart við sig. Auk þess höfðu reglur á landa­mærum verið hertar til muna deg­inum áður. „Hún var takt­­laus og mis­­tök, svona eftir á að hyggja,“ sagði Þór­­dís Kol­brún við­tali við Morg­un­­blaðið þegar hún ræddi vin­konu­dag­inn.

Myndin sem fór á samfélagsmiðla.

Aðfanga­dags­morgun 2020 var heldur fjörug­ari en oft áður þegar greint var frá því í dag­bók lög­reglu að lög­regla hefði leyst upp sam­kvæmi í Ásmund­ar­sal í mið­borg Reykja­víkur á Þor­láks­messu­kvöld þar sem ráð­herra var á meðal gesta. Fljót­lega kom í ljós að umræddur ráð­herra var Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra. Bjarni var harð­lega gagn­rýndur fyrir við­veru sína í salnum en hann baðst afsök­unar á að hafa gert þau mis­tök að yfir­gefa ekki sal­inn þegar hann átt­aði sig á „að fjöld­inn rúm­að­ist ekki innan tak­markanna“.

Þrátt fyrir háværa gagn­rýni fór málið aldrei fyrir siða­nefnd Alþingis en lauk með því að eig­endur Ásmund­ar­sals voru sektuð vegna brota á grímu­skyldu. Bjarni lét svo aftur sjá sig í Ásmund­ar­sal fyrir síð­ustu jól þar sem hann festi kaup á lista­verki, mál­verki af honum sjálfum eftir Auði Ómars­dóttur mynd­lista­mann.

7. Bólu­setn­ing­ar­kapp­hlaupið í Laug­ar­dals­höll

Bólu­setn­ing var mál mál­anna síð­asta sum­ar. Áhug­inn var mik­ill og náði hámarki í byrjun júní þegar handa­hófs­kenndar bólu­setn­ing­ar­boð­anir árganga eftir kynjum hófust á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Boð í bólu­setn­ingu barst oftar en ekki með skömmum fyr­ir­vara, ekki síst þegar afgangs­skammtar voru í lok hvers dags sem þurfti að koma út með hraði.

Fjöl­miðlar fylgd­ust með hama­gang­inum þegar fólk hóp­að­ist í bólu­setn­ingu og þau sem voru hvað létt­ust á fæti tóku sprett­inn, bók­staf­lega, í Laug­ar­dals­höll­ina. Þeirra á meðal var pípu­lagn­inga­nemi sem var á kló­sett­inu þegar hann fékk boð­un. „Ég rauk af stað, kláraði þetta og negldi í Laug­ar­dals­höll­ina,“ sagði hann í sam­tali við Vísi fyrir utan höll­ina 2. júní sl. Ákaf­inn hefur aðeins minnkað eftir því sem líður á far­ald­ur­inn og örv­un­ar­bólu­sent­ing­unum fjölgar en 78 pró­sent lands­manna telj­ast nú full­bólu­sett­ir.

8. Sótt­kví­ar­vestin

Ýmis konar varn­ingur varð til í tengslum við far­ald­ur­inn, þar á meðal sér­stök vesti fyrir þá sem eru í sótt­kví. Sam­kvæmt reglum mega þau sem er í sótt­kví fara í stutta göngu­ferð í nágrenni sótt­kví­ar­stað­ar. Hjón nokkur dóu ekki ráða­laus þegar þau létu fram­leiða neongul vesti með áletr­un­inni „Í sótt­kví - 2 metr­ar“ til að svala heyfi­þörf­inni eftir að þau lentu í sótt­kví ef hjóla­ferð til Kanarí­eyja. Með þessu móti vildu þau létta fólki sem er í sótt­kví lífið þannig að það geti farið út og hreyft sig vel merkt og tryggt fjar­lægð­ar­tak­mark­an­ir. Sam­kvæmt nýjum reglum um sótt­kví heyrir hún nán­ast sög­unni til en sótt­kví­ar­vestin eru þó enn fáan­leg ef vill.

9. „Ak­ur­eyr­ingar fylgja regl­um“

Ummæli bæj­ar­stjóra Akur­eyrar um ástæðu þess að lítið væri um smit í bænum féllu í grýttan jarð­veg. „Það er ástæða fyrir því að hér er lítið um smit. Fólk fer mjög var­lega. Akur­eyr­ingar fylgja regl­u­m,“ sagði Ást­hildur Sturlu­dótt­ir, bæj­ar­stjóri Akur­eyr­ar, í kvöld­fréttum RÚV í októ­ber 2020. Umræður voru á þessum tíma að setja á tak­mark­anir eftir lands­hlutum og biðl­aði bæj­ar­stjórnn til höf­uð­borg­ar­búa að fara ekki út á land þar sem væri minna um smit.

Um tveimur vikum seinna kom svo í ljós að Akur­eyr­ingar fylgdu ekki reglum eftir allt sam­an, ef marka má ummæli Ást­hild­ar, þar sem smitum fjölg­aði þar líkt og ann­ars staðar á land­inu.

10. Nýyrðin

Heim­komusmit­gát, hóp­sýk­ing, háá­hættu­svæði, smit­skömm, sýna­tökupinna­skort­ur, hjarð­ó­næmi og örv­un­ar­skammtur eru dæmi um orð sem hófu að heyr­ast eftir því sem leið á far­ald­ur­inn. Sum í fyrsta sinn en önnur fengu nýja og dýpri merk­ingu.

Nær allt árið 2020 ein­kennd­ist af hugs­unum og aðgerðum um kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn og var fólki því eðli­lega ofar­lega í huga í lok árs­ins. Reyndar svo ofar­lega að „sótt­kví“ og „þrí­eyk­ið“ voru valin orð árs­ins í vali sem RÚV stendur fyr­ir. Síð­asta ár var einnig meira og minna und­ir­lagt af far­aldr­inum og það kom því ekki á óvart þegar „bólu­setn­ing“ var valin orð árs­ins 2021. Ætli aflétt­ing­ar­á­ætlun verði orð árs­ins 2022?

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira eftir höfundinnErla María Markúsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar