Mörg bílastæði á borgarlandi ranglega merkt sem einkastæði undir viðskiptavini

Fjölmörg bílastæði sem standa á borgarlandi við Ármúla, Síðumúla og Grensásveg eru merkt sem einkastæði verslana. „Verslanir hafa ekki leyfi til að merkja sér stæði á borgarlandi,“ segir í svari frá Reykjavíkurborg, sem hyggst skoða málið nánar.

Úr Ármúla. Öll stæði framan við húsin sem standa hér á vinstri hönd eru á borgarlandi og því er ekki heimilt að merkja þau sérstaklega sem einkastæði fyrir viðskiptavini verslana.
Úr Ármúla. Öll stæði framan við húsin sem standa hér á vinstri hönd eru á borgarlandi og því er ekki heimilt að merkja þau sérstaklega sem einkastæði fyrir viðskiptavini verslana.
Auglýsing

Bíla­stæða­mál fyrir utan versl­anir í Ármúla urðu að áhuga­verðu frétta­máli fyrir skemmstu, er Morg­un­blaðið sagði frá raunum versl­un­ar­eig­enda við göt­una sem höfðu lent í því dag eftir dag að sá mikli fjöldi fólks sem var á leið í sýna­töku vegna kór­ónu­veirunnar í húsa­kynnum heilsu­gæsl­unnar á Suð­ur­lands­braut 34 legði öku­tækjum sínum beint fyrir framan versl­anir þeirra.

„Fólk keyr­ir bara eins og það vill og legg­ur þar sem það vill,“ sagði einn versl­un­ar­eig­andi í stuttu sam­tali við blaðið 6. jan­úar og minnt­ist á að málið hefði verið rætt í sam­fé­lags­miðla­hópi versl­un­ar­eig­enda í Ármúl­an­um, sem væru orðnir lang­þreyttir á þessu ástandi.

Fyrirsögn úr Morgunblaðinu 6. janúar sl.

Bíla­stæðin sem versl­un­ar­eig­and­inn kvart­aði yfir að væru upp­tekin eru beint fyrir framan Ármúla 42 og eru kyrfi­lega merkt sem einka­stæði húss­ins – ein­ungis fyrir við­skipta­vini í Ármúla 42. Í sam­tali við Kjarn­ann sagði þessi sami versl­un­ar­eig­andi að hún teldi að versl­un­ar­rým­inu fylgdu bíla­stæðin við göt­una, það væru jú slík skilti á hús­inu.

Auglýsing

Raunin er hins vegar sú, sam­kvæmt athugun Kjarn­ans í borg­ar­vefsjá og svörum Reykja­vík­ur­borg við fyr­ir­spurn­um, að umrædd stæði – og fleiri sem standa fyrir framan atvinnu­hús­næði á þessum slóðum í Reykja­vík – eru á borg­ar­landi og eiga að vera öllum aðgengi­leg.

Hús­eig­endur eða rekstr­ar­að­ilar hafa þannig enga heim­ild til að slá eign sinni á þau.

Í Ármúla á þetta við um bíla­stæði með­fram allri þess­ari hlið göt­unnar frá Veg­múla niður að Grens­ás­vegi. Nánar til­tekið eru bíla­stæðin fyrir framan húsa­röð­ina sem nær frá húsi númer 16 til húss númer 44 á borg­ar­landi.

Loftmynd af Ármúla. Eins og sést eru stæðin fyrir framan Ármúla 38, 40 og 42 utan lóðarmarka og standa því á landi Reykjavíkurborgar. Hinum megin við götuna eru stæði í götumyndinni innan lóða. Skjáskot úr borgarvefsjá.

Þrátt fyrir það sést, þegar ferð­ast er eftir göt­unni í götu­sýn á vef Já.is eða á Google Maps, að skilti eru víða sjá­an­leg á húsum eða í gluggum versl­ana – og tjá veg­far­endum að um sé að ræða einka­stæði.

„Aukagatan“ í Ármúla er inni á lóðum

Hinum megin við Ármúl­ann, í húsa­röð­inni sem nær frá húsi 15 niður til húss frá Veg­múla niður að Grens­ás­vegi, eru bíla­stæðin við göt­una hins vegar inni á lóðum húsa, og einnig sú „aukagata“ sem liggur með­fram göt­unni. Ofar í Ármúl­an­um, eða frá húsi númer 1 til húss númer 13, eru bíla­stæði beggja megin við göt­una einnig öll inni á lóð­um.

Á þessum svæðum geta hús­eig­endur því merkt sér einka­stæði alveg eins og þeim lyst­ir, bíla­stæðin við göt­una eru inni á þeirra lóð­um.

Eft­ir­lits­deild muni vænt­an­lega gera könnun

Sam­kvæmt svörum frá Reykja­vík­ur­borg til Kjarn­ans hafa fyr­ir­tæki ekki leyfi til þess að sér­merkja sér bíla­stæði sem eru á borg­ar­landi, heldur eiga slík stæði að vera aðgengi­leg öll­um.

Upp­lýs­inga­full­trúi hjá borg­inni sem kann­aði málið seg­ist ekki þekkja til neinna samn­inga um ann­að, nema í tengslum við bíla­stæði fyrir fatlað fólk.

Svar­inu frá Reykja­vík­ur­borg fylgdu þær upp­lýs­ingar að eft­ir­lits­deild hjá borg­inni myndi vænt­an­lega taka þetta mál fyr­ir, gera könnun og fylgja mál­inu eftir núna á fyrri hluta árs­ins.

Síðu­múli svip­aður og Ármúli

Sam­kvæmt laus­legri athugun Kjarn­ans eru aðstæður í Síðu­múla svip­aðar og í Ármúl­an­um. Öðru megin göt­unnar eru nær öll bíla­stæði sem standa við göt­una á borg­ar­landi, nánar til­tekið í húsa­röðn­inni frá húsi númer 11 og niður að húsi númer 39 sem stendur við horn Síðu­múla og Fells­múla.

Í Síðumúlanum er „aukagatan“ nær öll á borgarlandi og þar með stæðin innan hennar líka. Skjáskot úr borgarvefsjá.

„Aukagatan“ við hlið göt­unnar í Síðu­múl­anum er þannig nær öll á borg­ar­landi og bíla­stæðin innan því lang­flest á landi Reykja­vík­ur­borg­ar, sem þýðir að stæðin eiga að vera aðgengi­leg öll­um.

Þrátt fyrir það eru víða á hús­veggjum skilti þar sem því er jafn­vel hótað að ef aðrir en þeir sem eigi erindi í húsin eigi á hættu að öku­tæki þeirra verði dregin í burtu.

Síðumúli 23. Fyrir framan húsið er og alveg upp að stétt er borgarland, en þó eru bílastæðin merkt eins og þeir sem eigi erindi í húsið megi þar einir leggja. Skjáskot frá Já.is.

Skilti af þess­ari gerð eru meðal ann­ars á hús­inu hér að ofan, sem er númer 23 við Síðu­múla. Það hýsir auk ann­ars skrif­stofur og fund­ar­sal Blaða­manna­fé­lags Íslands.

Vest­ari „aukagatan“ á Grens­ás­vegi er borg­ar­land

Lóðir húsanna að Grensásvegi 8 til 16 enda við mörk gangstétta fyrir framan þau. Bílastæðin eru á borgarlandi. Skjáskot úr borgarvefsjá.

Á Grens­ás­vegi á milli Miklu­brautar og Suð­ur­lands­brautar eru „auka­göt­ur“ undir bíla­stæði beggja megin göt­unn­ar, en ein­ungis gatan sem er vestan megin Grens­ás­veg­ar, á milli húsa 8 til 16, er á borg­ar­landi.

Þar hafa fyr­ir­tæki því í reynd enga heim­ild til þess að merkja sér bíla­stæði fyrir við­skipta­vini fyrir utan dyrn­ar.

Á þetta skilti sem hékk uppi við Grensásveg 14 fyrir nokkrum árum vantaði eitt s. Skjáskot úr Google Street View

Er mynda­vél­ar­bíll Google ók um göt­una í júlí árið 2013 voru þó skilti á nær hverju húsi.

Skeifa, Kringla, Borg­ar­tún, Fiski­slóð

Blaða­maður kann­aði hvernig stöðu þess­ara mála væri háttað á fleiri helstu þjón­ustu- og versl­un­ar­svæðum Reykja­vík­ur­borg­ar.

Nið­ur­staðan af þeirri laus­legu könnun í borg­ar­vefsjá var sú að bíla­stæði sem merkt eru einka­stæði eru sjaldn­ast á borg­ar­landi á öðrum svæðum – nema auð­vitað í mið­borg­inni, þar sem stæði á borg­ar­landi eru gjald­skyld.

Bílastæðin í Borgartúni eru innan lóðarmarka. Og þar er nóg af þeim. Skjáskot úr borgarvefsjá.

Í Skeif­unni virð­ist hvert eitt og ein­asta bíla­stæði vera innan lóð­ar­marka og hið sama á við í Borg­ar­túni og í Kringl­unni, en á þessum þremur svæðum eru sam­an­lagt þús­undir ókeypis bíla­stæða.

Í versl­un­ar- og þjón­ustu­kjarn­anum við Fiski­slóð gegnt Granda­garði eru all­nokkur fyr­ir­tæki með sér­merkt bíla­stæði.

Þau stæði eru inni á lóðum umræddra húsa, eins og sjá má hér að neð­an.

Merkt stæði undir viðskiptavini eru fyrir framan nokkrar verslanir á þessu svæði á Fiskislóð. Þar mega þau líka vera, enda innan lóða viðkomandi fyrirtækja. Skjáskot úr borgarvefsjá.

Bíla­stæði við Suð­ur­lands­braut að hluta á borg­ar­landi

Við þessa yfir­ferð á bíla­stæða­málum við atvinnu­hús­næði í Reykja­vík má svo bæta að bíla­stæðin framan við atvinnu­hús­næði á Suð­ur­lands­braut, allt frá húsi númer 4 og niður að húsi 32, eru að umtals­verðu leyti á borg­ar­landi, eins og sjá má dæmi um hér að neð­an.

Nánar til­tekið á þetta við um allar lóðir sem eru á milli Hilton-hót­els­ins og Orku­reits­ins svo­kall­aða.

Bílastæðin við Suðurlandsbrautina eru einungis að hluta á lóðum húsa sem standa við götuna. Skjáskot úr borgarvefsjá.

Mörg þess­ara bíla­stæða munu vænt­an­lega víkja á næstu árum, sam­fara því að götu­mynd­inni verður breytt með til­komu Borg­ar­línu.

Sam­kvæmt fram­settum til­lögum í frum­draga­skýrslu Borg­ar­línu er áætlað að það borg­ar­land sem nú fer undir bíla­stæði við Suð­ur­lands­braut verði nýtt undir hjóla- og göngu­stíga sem liggja eiga með­fram Suð­ur­lands­braut­inni.

Það er óháð því hvort akreinar undir bíla­um­ferð á Suð­ur­lands­braut verði ein eða tvær í hvora átt­ina, eins og sjá má á skýr­ing­ar­mynd­inni hér að neð­an.

Ný landnýting á Suðurlandsbraut var dregin upp í frumdragaskýrslu Borgarlínu. Mynd: Borgarlína

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar