Stór breyting á aðgerðum: Sóttkví einungis beitt ef útsetning er innan heimilis

Ríkisstjórnin kynnir í dag stóra breytingu á reglum um sóttkví, sem felur í sér að einungis þeir sem verða útsettir fyrir kórónuveirusmiti innan heimilis þurfa að fara í sóttkví, en aðrir í smitgát.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði þessar breytingar til við heilbrigðisráðherra, samkvæmt því sem segir í minnisblaði hans.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði þessar breytingar til við heilbrigðisráðherra, samkvæmt því sem segir í minnisblaði hans.
Auglýsing

Willum Þór Þórs­son heil­brigð­is­ráð­herra hefur ákveð­ið, að til­lögu sótt­varna­lækn­is, að ráð­ast í miklar breyt­ingar á því hvernig sótt­kví vegna útsetn­ingar gagn­vart kór­ónu­veirunni er háttað hér á landi.

Frá og með morg­un­deg­inum þurfa ein­stak­lingar sem verða útsettir fyrir smiti utan heim­ilis eða dval­ar­staðar síns ekki lengur að fara í sótt­kví, en þeir þurfa þess í stað að við­hafa smit­gát, sam­kvæmt til­kynn­ingu frá heil­brigð­is­ráðu­neyt­inu, en þessar breyt­ingar voru ræddar á fundi rík­is­stjórn­ar­innar í morg­un.

Sótt­kví verður áfram beitt gagn­vart þeim sem hafa orðið útsett fyrir smiti innan heim­ilis síns eða dval­ar­stað­ar.

Auglýsing

Þó geta þeir sem eru þrí­bólu­settir og verða útsettir á heim­ili sínu verið í smit­gát, sem lýkur með sýna­töku.

Börn á leik- og grunn­skóla­aldri verða und­an­þegin smit­gát þrátt fyrir að smit komi upp í skól­anum hjá þeim. Þau þurfa hins vegar að fara í sótt­kví ef smit er á heim­ili.

Helstu breyt­ing­ar, sam­kvæmt til­kynn­ingu stjórn­valda

Sótt­kví verður fyrir þá sem eru útsettir á heim­ili.

  • Skil­yrði sótt­kvíar verða óbreytt, þ.e. aðskiln­aður frá öðrum í fimm daga og PCR-­próf til að losna.
  • Ef ekki er við­hafður fullur aðskiln­aður frá smit­uðum á heim­ili lýkur sótt­kví með PCR-­prófi degi eftir að sá smit­aði útskrif­ast, eins og verið hef­ur.
  • Þrí­bólu­settir (smit telur sem ein bólu­setn­ing) á heim­ili fara þó í smit­gát í stað sótt­kví­ar, sbr. að neð­an, sem lýkur með PCR-­prófi á fimmta degi.

Smit­gát verður fyrir þá sem eru útsettir utan heim­il­is.

  • Í smit­gát skal við­kom­andi bera grímu í marg­menni og þegar ekki verður hægt að við­hafa tveggja metra nánd­ar­reglu, úti sem inni. Forð­ast skal mann­marga staði og sleppa umgengni við við­kvæma ein­stak­linga.
  • Smit­gát þarf að við­hafa í fimm daga og ekki þarf sýna­töku til að losna, sbr. þó þrí­bólu­setta sem eru útsettir á heim­ili.
  • Börn á leik- og grunn­skóla­aldri eru und­an­þegin smit­gát í þessum til­fellum en þurfa að vera í sótt­kví ef smit er á heim­ili.

Í minn­is­blaði Þór­ólfs Guðna­sonar sótt­varna­læknis segir að mörg börn hafi end­ur­tekið þurft að fara í sótt­kví og að sér­fræð­ingar í vel­ferð barna hafi bent á að slíkt geti haft nei­kvæðar afleið­ing­ar. „Því er hér lagt til að börn á leik- og grunn­skól­aldri þurfi ekki að fara í smit­gát eða sótt­kví vegna smita í skól­un­um. Þar sem að núver­andi fyr­ir­komu­lag sótt­kvíar krefst útbreiddrar sýna­töku þá hefur einnig skap­ast mikið álag á heilsu­gæsl­una sem ber ábyrgð á sýna­tökum sem og á sýklaog veiru­fræði­deild Land­spít­al­ans og Íslenska erfða­grein­ingu sem sjá um grein­ingu sýn­anna. Brýnt er því að ein­falda allt fyr­ir­komu­lag er varðar sótt­kví, smit­gát, sýna­tökur og grein­ingu COVID-19,“ segir í minn­is­blaði sótt­varn­ar­lækn­is.

Þar segir enn­fremur að þar sem alvar­leg veik­indi af völdum ómíkrón-af­brigðis veirunnar séu til muna fátíð­ari en af völdum ann­arra afbrigða sé brýnt að hefja aflétt­ingar á ýmsum tak­mörk­un­um, ein­falda ýmsa verk­ferla og leið­bein­ingar sem snúa að COVID-19.

„Á þess­ari stundu tel ég að aflétt­ingar þurfi að hefja með því að ein­falda enn frekar ýmsar leið­bein­ingar um sótt­kví og sýna­tökur og í fram­haldi af því létta á ýmsum tak­mark­andi sam­fé­lags­legum aðgerð­um. Mik­il­vægt er hins vegar að aflétta í hægum en öruggum skref­um. Þær breyt­ingar sem hér eru lagðar til munu lík­lega auka smit í skólum og hjá fjöl­skyldum barna á leik og grunn­skóla­aldri. Til­slak­anir í kjöl­farið á ýmsum sam­fé­lags­legum aðgerðum munu á hinn bóg­inn að lík­indum leiða til fjölg­unar smita í eldri ald­urs­hóp­um. Mik­il­vægt er hins vegar að sú fjölgun leiði ekki til fjölg­unar á alvar­legum veik­indum og spít­ala­inn­lögn­um,“ segir Þórólfur í minn­is­blaði sínu.

Þar lætur hann einnig fylgja til­lögum sínum að mik­il­vægt sé að fylgj­ast með fram­gangi far­ald­urs­ins og end­ur­skoða þessar reglur ef þurfa þyki.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent