Stór breyting á aðgerðum: Sóttkví einungis beitt ef útsetning er innan heimilis

Ríkisstjórnin kynnir í dag stóra breytingu á reglum um sóttkví, sem felur í sér að einungis þeir sem verða útsettir fyrir kórónuveirusmiti innan heimilis þurfa að fara í sóttkví, en aðrir í smitgát.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði þessar breytingar til við heilbrigðisráðherra, samkvæmt því sem segir í minnisblaði hans.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði þessar breytingar til við heilbrigðisráðherra, samkvæmt því sem segir í minnisblaði hans.
Auglýsing

Willum Þór Þórs­son heil­brigð­is­ráð­herra hefur ákveð­ið, að til­lögu sótt­varna­lækn­is, að ráð­ast í miklar breyt­ingar á því hvernig sótt­kví vegna útsetn­ingar gagn­vart kór­ónu­veirunni er háttað hér á landi.

Frá og með morg­un­deg­inum þurfa ein­stak­lingar sem verða útsettir fyrir smiti utan heim­ilis eða dval­ar­staðar síns ekki lengur að fara í sótt­kví, en þeir þurfa þess í stað að við­hafa smit­gát, sam­kvæmt til­kynn­ingu frá heil­brigð­is­ráðu­neyt­inu, en þessar breyt­ingar voru ræddar á fundi rík­is­stjórn­ar­innar í morg­un.

Sótt­kví verður áfram beitt gagn­vart þeim sem hafa orðið útsett fyrir smiti innan heim­ilis síns eða dval­ar­stað­ar.

Auglýsing

Þó geta þeir sem eru þrí­bólu­settir og verða útsettir á heim­ili sínu verið í smit­gát, sem lýkur með sýna­töku.

Börn á leik- og grunn­skóla­aldri verða und­an­þegin smit­gát þrátt fyrir að smit komi upp í skól­anum hjá þeim. Þau þurfa hins vegar að fara í sótt­kví ef smit er á heim­ili.

Helstu breyt­ing­ar, sam­kvæmt til­kynn­ingu stjórn­valda

Sótt­kví verður fyrir þá sem eru útsettir á heim­ili.

  • Skil­yrði sótt­kvíar verða óbreytt, þ.e. aðskiln­aður frá öðrum í fimm daga og PCR-­próf til að losna.
  • Ef ekki er við­hafður fullur aðskiln­aður frá smit­uðum á heim­ili lýkur sótt­kví með PCR-­prófi degi eftir að sá smit­aði útskrif­ast, eins og verið hef­ur.
  • Þrí­bólu­settir (smit telur sem ein bólu­setn­ing) á heim­ili fara þó í smit­gát í stað sótt­kví­ar, sbr. að neð­an, sem lýkur með PCR-­prófi á fimmta degi.

Smit­gát verður fyrir þá sem eru útsettir utan heim­il­is.

  • Í smit­gát skal við­kom­andi bera grímu í marg­menni og þegar ekki verður hægt að við­hafa tveggja metra nánd­ar­reglu, úti sem inni. Forð­ast skal mann­marga staði og sleppa umgengni við við­kvæma ein­stak­linga.
  • Smit­gát þarf að við­hafa í fimm daga og ekki þarf sýna­töku til að losna, sbr. þó þrí­bólu­setta sem eru útsettir á heim­ili.
  • Börn á leik- og grunn­skóla­aldri eru und­an­þegin smit­gát í þessum til­fellum en þurfa að vera í sótt­kví ef smit er á heim­ili.

Í minn­is­blaði Þór­ólfs Guðna­sonar sótt­varna­læknis segir að mörg börn hafi end­ur­tekið þurft að fara í sótt­kví og að sér­fræð­ingar í vel­ferð barna hafi bent á að slíkt geti haft nei­kvæðar afleið­ing­ar. „Því er hér lagt til að börn á leik- og grunn­skól­aldri þurfi ekki að fara í smit­gát eða sótt­kví vegna smita í skól­un­um. Þar sem að núver­andi fyr­ir­komu­lag sótt­kvíar krefst útbreiddrar sýna­töku þá hefur einnig skap­ast mikið álag á heilsu­gæsl­una sem ber ábyrgð á sýna­tökum sem og á sýklaog veiru­fræði­deild Land­spít­al­ans og Íslenska erfða­grein­ingu sem sjá um grein­ingu sýn­anna. Brýnt er því að ein­falda allt fyr­ir­komu­lag er varðar sótt­kví, smit­gát, sýna­tökur og grein­ingu COVID-19,“ segir í minn­is­blaði sótt­varn­ar­lækn­is.

Þar segir enn­fremur að þar sem alvar­leg veik­indi af völdum ómíkrón-af­brigðis veirunnar séu til muna fátíð­ari en af völdum ann­arra afbrigða sé brýnt að hefja aflétt­ingar á ýmsum tak­mörk­un­um, ein­falda ýmsa verk­ferla og leið­bein­ingar sem snúa að COVID-19.

„Á þess­ari stundu tel ég að aflétt­ingar þurfi að hefja með því að ein­falda enn frekar ýmsar leið­bein­ingar um sótt­kví og sýna­tökur og í fram­haldi af því létta á ýmsum tak­mark­andi sam­fé­lags­legum aðgerð­um. Mik­il­vægt er hins vegar að aflétta í hægum en öruggum skref­um. Þær breyt­ingar sem hér eru lagðar til munu lík­lega auka smit í skólum og hjá fjöl­skyldum barna á leik og grunn­skóla­aldri. Til­slak­anir í kjöl­farið á ýmsum sam­fé­lags­legum aðgerðum munu á hinn bóg­inn að lík­indum leiða til fjölg­unar smita í eldri ald­urs­hóp­um. Mik­il­vægt er hins vegar að sú fjölgun leiði ekki til fjölg­unar á alvar­legum veik­indum og spít­ala­inn­lögn­um,“ segir Þórólfur í minn­is­blaði sínu.

Þar lætur hann einnig fylgja til­lögum sínum að mik­il­vægt sé að fylgj­ast með fram­gangi far­ald­urs­ins og end­ur­skoða þessar reglur ef þurfa þyki.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Myndin er fengin úr kerfisáætlun Landsnets 2016-2025. „DC-strengur á Sprengisandsleið hefur jákvæð áhrif á mögulega lengd jarðstrengja á Norðurlandi,“ segir í myndatexta.
Sprengisandskapall „umfangsmikil og dýr“ framkvæmd fyrir „fáa kílómetra“ af jarðstreng í Blöndulínu
Landsnet tekur ekki undir þau sjónarmið Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi að skynsamlegt sé að leggja jarðstreng yfir Sprengisand til að auka möguleika á því að leggja hluta Blöndulínu 3 í jörð.
Kjarninn 20. maí 2022
Hersir Sigurgeirsson
Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.
Kjarninn 20. maí 2022
Hvernig gengur að koma úkraínskum flóttabörnum inn í skólakerfið?
Langfæst börn sem flúið hafa stríðið í Úkraínu með foreldrum sínum á síðustu vikum og mánuðum eru komin inn í skólakerfið hér á landi og spila þar inn margir þættir. Samstarf á milli stærstu sveitarfélaganna hefur þó gengið vel.
Kjarninn 20. maí 2022
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB
„Hlutverk hins opinbera er að tryggja öllum húsnæðisöryggi“
Formaður BSRB segir að margt sé til bóta í tillögunum starfshóps um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði – og gefi ástæðu til hóflegrar bjartsýni um betri tíma.
Kjarninn 19. maí 2022
Árni Guðmundsson
Af þreyttasta frumvarpi Íslandssögunnar
Kjarninn 19. maí 2022
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent